Leita í fréttum mbl.is

London: Guðmundur vann í fimmtu umferð

Guðmundur GíslasonGuðmundur Gíslason (2318) vann enska skákmanninn Roger Williamson (2150) í fimmtu umferð FIDE Open, sem fram fór í gærkveldi, og er hluti af London Chess Classic hátíðinni. Oliver Aron Jóhannesson (2078) tapaði hins vegar fyrir enska stórmeistaranum Keith Arkell (2438). Guðmundur hefur 3½ vinning en Oliver hefur 3 vinninga.

Stórmeistararnir Jon Ludvig Hammer (2612), Noregi, og Sabino Brunello (2603), Ítalíu, eru efstir með 4½ vinning.

Sjötta umferð fer fram í dag. Þá teflir Guðmundur við bandaríska alþjóðlega meistarann Justin Sarkar (2425) en Oliver við Englendinginn Peter Taylor (2222).

Aðalmótið, sem er að þessu sinni atskákmót og kallast "Super Sixteen" hófst í gær. Þar er 16 skákmönnum skipt í fjóra riðla og tefla tvöfalda umferð. Tveir efstu komast áfram úr hverjum riðli. Tvær umferðir voru tefldar í gær Þar byrjuðu stigahæstu menn almennt vel að Peter Svidler (2789) undanskyldum sem hefur aðeins 1 stig.  Hægt er að skoða mótstöflu hér. Taflmennska hefst kl. 14 í dag og þaðan er að finna afar góðar beinar útsendingar.

90 skákmenn taka þátt í FIDE Open. Þar af eru 23 stórmeistarar. Guðmundur er nr. 56 í stigaröð keppenda en Oliver nr. 112.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband