Leita í fréttum mbl.is

Grćnlandsdagur Hróksins í Kringlunni á sunnudag: Gjöfum safnađ fyrir börn á Grćnlandi

581478_393162464124827_1475191742_n
Í tilefni af ferđ Hróksins til Upernavik á Grćnlandi, sem kallađur hefur veriđ ,,gleymdi bćrinn" verđur haldinn Grćnlandsdagur í Kringlunni á sunnudag milli klukkan 14 og 16, fyrir framan verslun 66°Norđur. Ţar munu liđsmenn Hróksins kynna starf sitt á Grćnlandi og taka viđ gjöfum til grćnlenskra barna.

3656_393160354125038_224113238_n
Á mánudag halda Hróksmenn til Nuuk međ Flugfélagi Íslands og ţađan liggur leiđin á 72. breiddargráđu til bćjarins Upernavik, sem telur um 1200 íbúa. Í grennd viđ Upernavik eru 10 smáţorp og er ćtlunin ađ heimsćkja sum ţeirra. Efnt verđur til allsherjar skák- og tónlistarhátíđar í Upernavik, og er hátíđin tileinkuđ minningu Hermanns Gunnarssonar, sem var ástríđufullur skákmađur og mikil hjálparhella Hróksins gegnum árin. Verndari hátíđarinnar í Upernavik er Jóhanna Kristjónsdóttir, sem hefur frá upphafi stutt starf Hróksins á Grćnlandi í orđi og verki.

529333_394505163990557_1025402079_n
Hróksmenn biđla nú til almennings og Íslandsvina ađ mćta í Kringluna á sunnudag, bćđi til ađ kynnast starfinu á Grćnlandi og eins ađ fćra börnunum ţar gjafir í tilefni jólanna. Sérstaklega er óskađ eftir gjöfum sem hvorki eru plássfrekar eđa ţungar; til dćmis vettlingum, treflum, húfum, litabókum, litum og öđru skemmtilegu dóti, sem gleđa mun hjörtu barnanna í ,,gleymda bćnum". Hćgt er ađ kaupa vandađar vetrarvörur í verslun 66° Norđur, sem er einn helsti bakhjarl leiđangursins, en heimaunnar hannyrđir eru líka ţegnar međ ţökkum, sem og ađrar gjafir sem gefnar eru í ţágu ţessa góđa málstađar.

Hrókurinn hefur nú í 11 ár unniđ ađ útbreiđslu skákarinnar á Grćnlandi og fariđ um 30 ferđir til ađ kynna ţessa ţjóđaríţrótt Íslendinga. Markmiđ frá upphafi hefur jafnframt veriđ ađ auka vináttu og samvinnu grannţjóđanna á sem flestum sviđum.

Ţau sem eiga ekki heimangengt, en eru í ađstöđu til ađ leggja málefninu liđ geta lagt inn á söfnunarreikning Hróksins í Íslandsbanka, 513-26-1188, kennitala 6201022880.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 270
  • Frá upphafi: 8765152

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband