Leita í fréttum mbl.is

EM-pistill nr. 3 - Lenka vann Evrópumeistarann!

Kvennaliđiđ viđ upphaf umferđar


Íslenska liđiđ í opnum flokki gerđi 2-2 jafntefli viđ finnsku sveitina í gćr. Hannes Hlífar vann góđan sigur á öđru borđi en hefur gengiđ vel á móti finnskum skákmönnum síđustu misseri. Virđist Finna sig vel á móti finnum. Lenka var hetja dagsins en hún hann Evrópumeistara kvenna í mjög vel tefldri skák. Í dag eru ţađ ţriđja liđ Pólland og Svisslendingar. Hallar á stigalega í báđum viđureignum.

Viđureignir gćrdagsins

Hannes og HjörvarHéđinn var fyrstur ađ klára í gćr. Hann fékk ekkert útúr byrjuninni og smá saman hallađi á hann og tap stađreynd. Engu ađ síđur bundum viđ vonir um sigur í viđureigninni. Hannes hafđi unniđ og Hjörvar vćnlegt tafl. Hannes vann en Hjörvar náđi ekki ađ kreista fram vinning ţrátt fyrir ríflega 100 leikja skák. Henrik gerđi öruggt jafntefli á fjórđa borđi međ svörtu. 2-2 stađreynd. Ásćttanleg úrslit en ađ sjálfsögđu var stefnt á sigur enda heldur sterkari.

Hjá stelpunum var ţađ fljótlega ljóst ađ Tinna myndi tapa - fékk fljótt skítastöđu. En allar hinar skákirnar litu vel. Hallgerđur lék af sér skákinni niđur í tap í einum leik peđi yfir ţegar henni yfirsást 29. He8+! Elsa María vann peđ í  byrjuninni en andstćđingurinn hafđi hćttulegt frípeđ. Elsu yfirsást riddara-fitta en ţess má geta 46...f4! hefđi unniđ skákina ţar sem ţá eru e3 og g3-reitirnir valdađir. Stelpurnar drullusvekktar eftir viđureignina en fyrirfram hefđi 1 vinningur ţótt ásćttanlegur. Lukkan ekki međ okkur í liđi.

Viđureignir dagsins

Íslenska liđiđÍ dag eru ţađ ţriđja liđ Pólland í opnum flokki. Liđiđ ber nafniđ Pólland Goldies. Í liđinu eru skákmenn sem hafa lagt atvinnumennsku á hilluna. Sjálfur man ég vel eftir Gdanski sem teflir viđ Henrik í dag. Hann var oft andstćđingur Ţrastar á unglingamótum hér áđur fyrr og iđulega međal efstu manna.  Pólski fyrrverandi forseti pólska skáksambandsins, sem á mestan heiđur ađ fá mótshaldiđ til Varsjár, Tomek Silicka, sagđi ađ ţetta liđ skipuđu „amatörar"! Held ađ ţađ sé hćpin nálgun ţví ţetta er stórhćttulegt liđ međ ţrautreynda skákmenn og fyrrum landsliđsmenn innanborđs.

Guđmundur kemur aftur inn en Héđinn hvílir.

Viđ höfum ađeins einu sinni mćtt Pólverjum á EM. Ţađ var áriđ 2007 en ţá vann íslenska liđiđ mjög óvćntan  3-1 sigur á Pólverjum sem var mun stigahćrra á öllum borđum en viđ. Ţá var ég liđsstjóri liđsins. Hannes, Héđinn og Stefán Kristjánsson unnu en Henrik tapađi. Ég minnist ţess ađ Áskell Örn hafi sagt á Horninu ađ ţetta vćru ein bestu einstöku úrslit sem íslenskt liđ hafi náđ.  Sjá pistil frá 2007.

Viđ höfum mćtt Pólverjum tíu sinnum á Ólympíuskákmóti á tímabilinu 1930-1986. Međ liđinu 1930 ţá tefldu međal annars Tartakower og Rubenstein! Sú viđureign tapađist 0-4. Ţar hallar verulega á okkur. Stađan er 14-26. Viđ höfum unniđ tvćr viđureignir en höfum tapađ fimm. Ţrjú jafntefli.

Róbert skákstjóriKvennaliđiđ, sem teflir á sína ţriđja EM-móti, mćtir Svisslendingum í ţriđja skipti! Ţćr eru haldir sterkari en viđ og veikasta sveitin sem höfum hingađ til fengiđ. Jóhanna kemur aftur inn en Elsa hvílir.

Töpuđum fyrir ţeim 0,5-1,5 áriđ 2001 (ţá ađeins teflt á tveimur borđum) og töpuđum aftur 1,5-2,5 áriđ 2005. Höfum teflt viđ ţá fimm sinnum á Ólympíuskákmótum. Ţar höfum viđ unniđ ţćr ţrisvar en tapađ tvisvar.

Toppbaráttan

Ţađ urđu verulega óvćnt úrslit í gćr ţegar Tyrkir unnu Rússa međ 2,5-1,5. Grikkir unnu svo Englendinga örugglega 3-1. Til fullkomna ólán ţessara liđa sem bćđi eru fyrrverandi Evrópumeistarar mćtast ţau í dag!

Hitti Nigel Short í lyftunni í dag sem sagđist vera ađ upplifa Deja Vu. Á EM 2011 töpuđu einmitt England - RússlandEnglendingar fyrir Grikkjum í 2. umferđ og mćttum Armenum í ţeirri ţriđua. Nigel Short sagđi lessíuna - ekki tapa fyrir Grikkjum!

Englendingar eru međ fimmta stigahćsta liđiđ. Frakkar og Úkraínumenn mćtast á efsta borđi.

Fimm liđ hafa fullt hús stiga en auk Frakka og Úkraínumanna eru ţađ Tékkar, Grikkir og Tyrkir.

Í kvennakeppninni hafa sjö liđ enn fullt hús stiga og ţar á međal tvö pólsk liđ.

Norđurlandamótiđ

Norska liđiđ er ungtDanir, sem unnu Belga, leiđir Norđurlandamótiđ međ 2 stig. Viđ, Svíar og Finnar höfum 1 stig. Norđmenn reka lestina - ekki enn komnir á blađ.

Í gúanóinu (borđ 12-19) er nú allar norrćnu sveitirnar !

Finnar eru efstir í kvennakeppninni međ 1 stig. Viđ og Norđmenn eru ekki komnir á blađ.

Mótshaldiđ

Íslensku fulltrúarnir erum óđum ađ ná sinni rútínu. Á svona mótum verđa allir dagar eins hvort sem er ađ rćđa helgi eđa virka daga.

Dagurinn á morgun verđur ţá öđruvísi en ţá verđur ţjóđhátíđardagur Pólverja. Skrýtin Tomak Silecti í viđtaliţjóđhátíđardagur en mér skilst ađ Pólverjar noti til móttćla! Ţađ komu tilmćli frá yfirdómara til keppenda ađ vera ekki úti eftir kl. 13 á morgun. Viđ Davíđ stefnum ótrauđir út!

Verđur fróđlegt ađ fylgjast međ en viđ erum hér í miđbć Varsjár. Umferđin á morgun byrjar tveimur tímum síđar en vanalega eđa kl. 16 ađ íslenskum tíma.

Einhverjum vandrćđum voru mótshaldarar í gćr međ pörunina en hún skilađi sér ţó fyrir rest. Róbert sagđi mér ađ skákstjórnin vćri farin ađ róast og hlutirnir ađ komast í fastari skorđur hjá ţeim.

Ég sjálfur lenti í smávandrćđum ađ komast inn í skáksalina í gćr. Skákstjórarnir eru orđnir strangari og sumir full strangir enda sumir reynslulitlir á stćrri mótum (á engan viđ ţá Omar og Róbert).  Ég er búinn ađ verđa mér útum betri ađgang og á nú ađ geta komist inn í skáksalina án ţess ađ eiga hćttu á ţví ađ vera rekinn út.

Rólegt er á hótelinu og keppendur lítiđ á hótelbarnum. Frakkarnir sitja ţó ţar á kvöldin, sötra rauđvín, og spila Bridge sýnist mér.

Sokolov og GiriÍ gćr var hér diskótek hér í gćr og voru víst sumir ţar í stuđi.

Mótiđ hér virđist vekja töluvert athygli og hér má sjá pólska ríkissjónvarpiđ á hverjum degi. Í dag var tekiđ viđtal viđ áđurnefndan Tomek Silecki og í gćr viđ Aronian.

Skákkennsla er einnig á stađnum. Pólverjarnir eru ađ Skákkennslasstanda sig vel.

Skák.is

Áhorfiđ á Skák.is var mikiđ í gćr. Stćrsti dagurinn á Skák.is ţar síđan 27. febrúar sl. sem var lokadagur Reykjavíkurskákmótsins. Kemur ekki á óvart í ljósi EM og Heimsmeistaraeinvígisins.

Nóg í bili.

Kveđja frá Varsjá,
Gunnar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8778668

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband