Leita í fréttum mbl.is

Flugfélagshátíđ Hróksins á Grćnlandi: Gleđin rćđur ríkjum

1Liđsmenn Hróksins heimsóttu í dag göngudeild fyrir fólk međ geđraskanir í Nuuk, höfuđborg Grćnlands, og kynntu skákíţróttina viđ góđar undirtektir. Flugfélagshátíđ Hróksins hófst fyrir viku og hafa liđsmenn félagsins heimsótt skóla, fjölmiđju fyrir unglinga, leikskóla og athvörf, og efnt til skákmóta og fjöltefla. 
 
IMG_2868Hátíđin markar upphaf ađ 11. starfsári Hróksins á Grćnlandi, og hafa liđsmenn félagsins alls fariđ 30 sinnum til ađ kynna skák međal Grćnlendinga, og efla vináttu og samvinnu ţjóđanna á sem flestum sviđum. Ađ baki hátíđinni nú standa Hrókurinn og Flugfélag Íslands, í samvinnu viđ Kalak, vinafélag Íslands og Grćnlands, og Grćnlensk-íslenska verslunarráđiđ, međ stuđningi fjölmargra fyrirtćkja og einstaklinga.
 
IMG_2860Skákhátíđin hefur heppnast einstaklega vel og vakiđ mikla gleđi og ánćgju. Strax á fyrsta degi hátíđarinnar fengu um 80 börn taflsett ađ gjöf frá Flugfélagi Íslands sem alls lagđi 300 taflsett til hátíđarinnar. Ţá hafa hundruđ barna fengiđ ađ gjöf skákkver á grćnlensku, sem skákfrömuđurinn Siguringi Sigurjónsson stendur ađ.
 
IMG_3304Viđ setningarathöfn hátíđarinnar var Benedikte Thorsteinsson gerđ ađ heiđursfélaga í Hróknum og Kalak, en hún hefur um árabil unniđ mikiđ og óeigingjarnt starf viđ ađ efla tengsl Íslands og Grćnlands. Hún fékk ađ gjöf listaverk frá Huldu Hákon, gjafabréf frá FÍ og lambalćri frá Finnbogastöđum í Trékyllisvík. Benedikte hefur hafiđ störf á rćđisskrifstofu Íslands í Nuuk sem opnar formlega í nćstu viku, og hefur Pétur Ásgeirsson sendiherra tekiđ virkan ţátt í hátíđahöldunum.
 
2aFöstudaginn 1. nóvember mun skákfélag heimamanna í Nuuk slá upp afmćlismóti Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins, og verđur ţađ haldiđ í hinni glćsilegu verslunarmiđstöđ borgarinnar. Mótiđ ber nafniđ ,,Tulugaq Open" en tulugaq ţýđir hrafn á grćnlensku. Auk Hrafns eru í leiđangrinum Róbert Lagerman og Jósep Gíslason, sem notiđ hafa ómetanlegrar liđveislu Kristjönu G. Motzfeldt, heiđursforseta Hróksins á Grćnlandi, Benedikte Thorsteinsson og margra annarra.
 
Í vetur eru fyrirhugađar fleiri skákferđir á vegum Hróksins og Kalak, en félögin vinna náiđ saman ađ ţví ađ rćkta vináttubönd grannţjóđanna.
 
Hćgt er ađ fylgjast međ gangi  mála á Facebook-síđunni Skák á Grćnlandi.
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 8765199

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband