

Í Borgundarhólmi í Danmörku lauk svo Norðurlandameistaramóti öldunga. Þar voru Friðrik Ólafsson og Áskell Örn Kárason í toppbaráttunni en náðu þó ekki titlinum. Þeir hlutu 6 ½ vinning hvor og voru hnífjafnir í 2. sæti. Hinn gamalreyndi danski stórmeistari Jens Kristiansen sigraði, hlaut 7 vinninga. Friðrik Ólafsson sem er kominn fast að áttræðu tók þá skynsamlegu stefnu að spara kraftana í nokkrum skákum. Auðvitað gaf það helsta keppinaut hans ákveðið forskot. En gaman var að fylgjast með taflmennsku hans. Sigurskákin við Heikki Westerinen var sennilega besta skákin sem hann tefldi á mótinu:
Friðrik Ólafsson Heikki Westerinen
Kóngsindversk vörn
1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. b3 Bg7 4. Bb2 O-O 5. Bg2 d6 6. d4 c5 7. c4 cxd4 8. Rxd4 d5 9. cxd5 Rxd5 10. O-O Rb4?!
Mislukkuð atlaga. Best er 10. ... Dd7! ásamt - Hd8
11. Dd2 R8c6 12. Rxc6 Rxc6 13. Bxg7 Kxg7 14. Bxc6! ´
Svartur þarf nú að fást við erfiðan veikleika á c-línunni.
14... bxc6 15. Hd1 Dxd2 16. Hxd2 Be6 17. Rc3 c5 18. Hc1 c4 19. b4!
C4-peðinu er borgið í bili en á móti kemur að peðastaða hvíts á drottningarvæng er afar ógnandi og riddarinn en betri en biskupinn í þessari stöðu.
19. ... Hfb8 20. Hb2 Hd8 21. f3 f5 22. Kf2 Bf7 23. b5 e5 24. a4 Kf6 25. a5 Ke7 26. f4 exf4 27. gxf4 Hab8 28. Ke3 Hd6 29. Hd1 He6 30. Kf2 Ha6 31. Ha2 Hd6 32. Had2 Hbd8 33. Hxd6 Hxd6 34. Ke3!
Betra en 34. Hxd6 Kxd6 og kóngurinn kemst til c5.
34. ... Hf6 35. Kd4 Be6 36. Kc5 Hf8 37. Hd6 Hc8 38. Hc6 Kd7 39. Hxc8 Kxc8 40. b6 Kb7 41. bxa7 Kxa7 42. Rb5 Kb8
- sjá stöðumynd -
43. Kb6!
Þetta er kóngssókn! Ein hugmyndin er að leika riddaranum til c7 og síðan a-peðinu fram.
43. ... Bd5 44. Rc3
Einfaldara var 44. a6 Kc8 45. e4! með hugmyndinni 45. ... fxe4 46. Rc7! eða 45. .. Bxe4 46. Rd6+ og 47. Rxe4.
44. ... Ba8 45. Kc5 Ka7 46. Kxc4 Ka6 47. Kb4 Bc6 48. Ra4 Kb7 49. Rc5 Kc7 50. Kc4 Kd6 51. Kd4 Bb5 52. e3 Kc6 53. Re6 Be2 54. Ke5 Bc4 55. Rf8
- og Westerinen gafst upp. Svörtu peðin á kóngsvæng eru að falla.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. september 2013
| Olafsson, Fridrik - Westerinen, Heikki M.J (PGN) 1. Nf3 Nf6 2. g3 g6 3. b3 Bg7 4. Bb2 O-O 5. Bg2 d6 6. d4 c5 7. c4 cxd4 8. Nxd4 d5 9. cxd5 Nxd5 10. O-O Nb4 11. Qd2 N8c6 12. Nxc6 Nxc6 13. Bxg7 Kxg7 14. Bxc6 bxc6 15. Rd1 Qxd2 16. Rxd2 Be6 17. Nc3 c5 18. Rc1 c4 19. b4 Rfb8 20. Rb2 Rd8 21. f3 f5 22. Kf2 Bf7 23. b5 e5 24. a4 Kf6 25. a5 Ke7 26. f4 exf4 27. gxf4 Rab8 28. Ke3 Rd6 29. Rd1 Re6+ 30. Kf2 Ra6 31. Ra2 Rd6 32. Rad2 Rbd8 33. Rxd6 Rxd6 34. Ke3 Rf6 35. Kd4 Be6 36. Kc5 Rf8 37. Rd6 Rc8+ 38. Rc6 Kd7 39. Rxc8 Kxc8 40. b6 Kb7 41. bxa7 Kxa7 42. Nb5+ Kb8 43. Kb6 Bd5 44. Nc3 Ba8 45. Kc5 Ka7 46. Kxc4 Ka6 47. Kb4 Bc6 48. Na4 Kb7 49. Nc5+ Kc7 50. Kc4 Kd6 51. Kd4 Bb5 52. e3 Kc6 53. Ne6 Be2 54. Ke5 Bc4 55. Nf8 1-0 |
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 23.9.2013 kl. 10:21 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 10
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 136
- Frá upphafi: 8779016
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 108
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.