20.9.2013 | 07:29
Kristján Guðmundsson gengur til liðs við Goðann-Máta
Hinn snjalli skákmeistari Kristján Guðmundsson (2289) hefur gengið til liðs við Goðann-Máta. Vart þarf að orðlengja að félaginu er mikill styrkur í liðsinni svo öflugs og reynds meistara.
Kristján hefur um langt árabil verið áberandi í íslensku skáklífi. Hann var á sínum tíma Íslandsmeistari unglinga í skák, var fulltrúi þjóðar sinnar á heimsmeistaramóti unglinga og fékk 7 vinninga af 9 á World Open í Bandaríkjunum 1982. Sá árangur fleytti honum í efstu sætin á því öfluga móti, mitt í öllum stórmeistarafansinum og hlaut Kristján sérstök verðlaun fyrir frammistöðuna. Meðal annarra afreka má nefna að hann hefur unnið Öðlingamót TR nokkrum sinnum, auk sigra í fleiri sterkum mótum, og varð Íslandsmeistari með TG á Íslandsmóti skákfélaga.Síðast en ekki síst var Kristján liðsstjóri landsliðs Íslands í skák á fjórum Ólympíumótum í röð, m.a. þegar liðið náði 4. sæti í Dubai og vantaði einungis ½ vinning til að hreppa bronsið. Hermann Aðalsteinsson, formaður Goðans-Máta: „Þetta er mikil gleðifregn. Kristján fellur ekki bara vel í okkar hóp sem sterkur skákmaður heldur líka sem skemmtilegur félagi. Góður liðsandi skiptir okkur GM-ara nefnilega jafnvel enn meira máli en geta í skák og þar er skemmst að minnast þáttar góðrar stemningar og samheldni í sigri okkar á Íslandsmóti skákfélaga í hraðskák á dögunum. Þá er heldur ekki amalegt að njóta atfylgis nýja liðsmannsins í herkænsku því að Kristján er eins og kunnugt er doktor í sálfræði. Ljóst er að Kristján mun efla enn frekar hina grjóthörðu a-sveit okkar í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga sem senn fer í hönd." Stjórn og liðsmenn Goðans-Máta bjóða Kristján Guðmundsson velkominn í sínar raðir.

Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Félagaskipti | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 12
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 8779018
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 110
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.