Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Stigamet, "Snjóflygsur" og Friđrik ađ tafli

Friđrik í TékklandiMeđan á stórmótinu London classic stóđ á dögunum og fyrir lá ađ Norđmađurinn Magnús Carlsen vćri búinn ađ slá stigamet Garrís Kasparovs birtust heilsíđuauglýsingar í norsku blöđunum frá ađalstyrktarađila hans undir fyrirsögninni Bestur frá upphafi. Elo-stigatala hans eftir mótiđ er nú upp á 2861 stig. Kasparov sendi honum hamingjuóskir. Ţeir unnu saman í eitt ár en svo skildi leiđir. Í viđtali sem birtist í Financial Times á dögunum kvađst Magnús hafa lćrt heilmikiđ af Garrí en lét einhvernveginn í veđri vaka ađ ţeir ćttu ekki skap saman.

Norđmenn eru stoltir af Magnúsi og hafa hlađiđ á hann alls kyns viđurkenningum; í fyrra hlotnuđust honum verđlaun norska stórţingsins en ţau tengjast nafni Pétri Gauts, söguhetju Henriks Ibsens, verđlaunin hljóta einstaklingar sem hafa á alţjóđavettvangi náđ ađ lyfta grettistaki í ţágu norsku ţjóđarinnar. Lokaniđurstađan á London classic varđ ţessi: 1. Carlsen 18 stig (6 ˝ v. af 8), 2. Kramnik 16 stig ( 6 v. ) 3. - 4. Nakamura og Adams 13 stig, 5. Anand 9 stig, 6. Aronjan 8 stig, 7. Judit Polgar 6 stig, 8. McShane 5 stig, 9. Jones 3 stig.

Eftir ţennan sigur hefur Magnús kyrfilega styrkt stöđu sína sem besti skákmađur heims og ókrýndur heimsmeistari ţó ađ á ţeim vettvangi eigi hann enn eftir ađ sanna sig.

„Snjóflygsur" falla á „gamlar hendur"

Keppni öldungaliđs sem gengur undir nafninu „Gamlar hendur" og hefur á ađ skipa gömlum Friđrik teflir viđ Havlíkovágođsögnum skákarinnar, Hort, Romanishin, Uhlmann og Friđriki Ólafssyni, viđ tékkneskt úrvalsliđ kvenna, „Snjóflygsurnar", og fram fer í Podebrady í Tékklandi er hálfnuđ og hafa konurnar forystu, 10:6. Viktor Kortsnoj var skráđur í liđ „handanna" en forfallađist á síđustu stundu og tók Wolfgang gamli Uhlmann sćti hans og hefur veriđ svolítill dragbítur á liđinu. En Franska vörnin er ţarna ennţá hjá honum dálítiđ eins og ađ um sé ađ rćđa afganginn af Berlínarmúrnum. Vlastimil Hort hefur hlotiđ 2 vinninga en Friđrik hefur ţrátt fyrir slćma byrjun teflt einna frísklegast liđsmanna og fengiđ 1 ˝ vinning. Hann náđi sér skemmtilega á strik í fjórđu umferđ:

 

Friđrik Ólafsson - Kristína Havlíkóva

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. c3 d5 4. exd5 Dxd5 5. d4 Rc6 6. Be3 cxd4 7. exd4 e6?

Riddarinn stendur of illa á c6 í Alapin-afbrigđinu og í bland međ - e6 og - g6 gengur ţessi uppstilling alls ekki upp.

8. Rc3 Da5 9. d5! exd5 10. Bd4!

10. Dxd5 var einnig gott en Friđrik vill halda drottningunum á borđinu.

10. .... Df6 11. Bb5 Bg7 12. O-O Rge7 13. He1 Kf7 14. Bc5 Hd8 15. De2 Bf8 16. Had1!

Heldur í heiđri ţá gömlu og góđu reglu, ćttađa frá „rússneska skákskólanum", ađ láta ekki „til skarar skríđa" fyrr en allur liđsaflinn er tilbúinn. Friđrik hefur ekki alltaf gefiđ mikiđ fyrir ţá speki, lét hana t.d. sem vind um eyru ţjóta í 1. umferđ - galt fyrir međ tapi.

16. ... a6

- Sjá stöđumynd -

gmsq2hfo.jpg17. b4!

Samkvćmt sömu reglu um fullkomna liđsskipan fylgir oft einhverskonar „yfirlýsing" í nćsta leik!

17. ... Dc7 18. Ba4 Bf5 19. Bb3 Kg7 20. De3 He8 21. h3 Bd7 22. g4!

Tekur frá f5-reitinn.

22. ... d4

Reynir ađ losa um sig.

23. Rxd4 Rxd4 24. Dxd4

- og nú rann upp fyrir tékknesku stúlkunni ađ engin vörn finnst í stöđunni, t.d. 24. .. Bc6 25. Dc4! o.s.frv. Svartur gafst ţví upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16. desember

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 229
  • Frá upphafi: 8765181

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 132
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband