Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Feilspor heimsmeistaranna

 

Carlsen og Anand í Bilbao
Heimsmeistarar eiga sína góđu daga og slćmu eins og gengur en feilspor ţeirra vekja meiri athygli en annarra og verđa hluti af skáksögunni. Kasparov vann flest mót sem hann tók ţátt í en í Horgen í Sviss áriđ 1995 varđ hann ađ sćtta sig viđ 50% vinningshlutfall og vann ađeins eina skák í ellefu umferđum.

 

Anatolí Karpov vann ekki skák í sex tilraunum í Evrópukeppni landsliđa í Skara í Svíţjóđ 1980 og tapađi frćgri viđureign fyrir Tony Miles sem hóf leikinn međ ţví ađ svara kóngspeđsleik heimsmeistarans međ 1. ... a6.

Sem heimsmeistari virtist Tigran Petrosjan ekki leggja mikiđ upp úr ţví ađ vinna ţau mót sem hann tók ţátt í. Hann hélt titlinum í sex ár frá 1963 til '69 en á öflugasta móti ţessa tímabils, sem haldiđ var í Santa Monica í Kaliforníu, náđi hann ađeins 50% vinningshlutfalli í 18 umferđum og var langt á eftir Spasskí, Fischer og Larsen.

Heimsmeistarinn Anand hefur veriđ ađ gefa eftir í baráttunni viđ sér yngri menn. Á „stórslemmu-mótinu", sem skipt var á milli Sao Paulo í Brasilíu og Bilbao á Spáni, og lauk í síđustu viku fékk hann ađeins 4˝ vinning úr tíu skákum, gerđi níu jafntefli og tapađi fyrir Magnúsi Carlsen. Norđmađurinn hóf mótiđ á ţví ađ tapa fyrir Ítalanum Fabiano Caruana, sem um miđbik mótsins virtist ćtla ađ stinga ađra keppendur af. En í Bilbao-hlutanum héldu Magnúsi engin bönd, hann náđi ţegar í stađ fram hefndum gegn Caruana, lagđi síđan Spánverjann Vallejo-Pons og komst upp viđ hliđina á Ítalanum međ ţví ađ leggja Anand ađ velli í nćstsíđustu umferđ. Magnús og Caruana urđu efstir sex keppenda međ 6˝ v. af 10 mögulegum og tefldu tvćr hrađskákir um sigurvegaratitilinn og Norđmađurinn vann ţćr báđar. Nú er hann ađeins 3 stigum frá meti Kasparovs frá árinu 1999 sem ţá náđi 2851 stigi. Virđist ađeins tímaspursmál hvenćr Magnús Carlsen verđur heimsmeistari, fyrstur Norđurlandabúa:

Magnús Carlsen - Wisvanathan Anand

Sikileyjarvörn

1.e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+

Vinsćll leikur um ţessar mundir, Magnús vill greinilega sneiđa hjá Najdorf-afbrigđinu sem kemur upp eftir 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6.

3. ... Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. c4 Rf6 6. Rc3 g6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Bg7 9. f3 Dc7 10. b3 Da5 11. Bb2 Rc6 12. O-O O-O 13. Rce2 Hfd8 14. Bc3 Db6 15. Kh1 d5!

Ţekkt leikbragđ komiđ frá Kasparov og byggist á hugmyndinni 16. exd5 Rxd5! 17. cxd5 Hxd5 18. Rxc6 Hxd1 19. Rxe7+ Kh8! 20. Haxd1 De3! og annar riddarinn fellur.

16. Rxc6 bxc6 17. De1!

Laglegur leikur sem hótar 18. Ba5.

17. ... Hdc8 18. e5 Re8 19. e6!

Óţćgilegur leikur fyrir Anand sem hindrar eđlilega liđskipan.

19. ... fxe6 20. Rf4 Bxc3 21. Dxc3 d4 22. Dd2 c5 23. Hae1 Rg7 24. g4 Hc6

Eđlilegra virđist 24. ... Hf8.

gr2ppmqn.jpg25. Rh3!

Svartur virđist eiga viđ óyfirstíganlega erfiđleika ađ etja eftir ţennan leik. Hinn möguleikinn er ađ leika 25. ... e5 međ hugmyndinni 26. Dh6 g5 27. Dxg5 He6 en ţađ er heldur ekki gott.

25. ... Re8 26. Dh6 Rf6 27. Rg5 d3 28. He5 Kh8 29. Hd1 Da6 30. a4

Erfitt er ađ benda á afleik Anands í ţessari skák. Hann mat stöđu sína algerlega vonlausa, sem forritiđ „Houdini" stađfestir, og gafst upp. Lokastađan minnir á orrystu sem skyndilega hefur lokiđ án ţess ađ einu einasta skoti hafi veriđ hleypt af.

 

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 21. október 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 8765200

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband