Leita í fréttum mbl.is

Friđrik Ólafsson á faraldsfćti: Skákhátíđir í ţremur löndum

Friđrik Ólafsson í DresdenFriđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, lćtur ekki deigan síga í ţjónustu skákgyđjunnar, ţótt hann sé nú á 78. aldursári. Í lok ágúst tók hann ţátt í skemmtilegri skákhátíđ í Dresden í Ţýskalandi, en ţangađ var bođiđ öllum stórmeisturum 75 ára og eldri.

Í ţeim hópi voru mörg kunnugleg nöfn úr skáksögunni, kempur á borđ viđ Mark Taimanov, Júrí Averbach, Wolfgang Uhlman og Evgení Vasjúkov. Ríkulega myndskreytta frásögn af hátíđinni í Dresden er ađ finna hér.

Friđrik segir ađ sérlega ánćgjulegt hafi veriđ ađ taka ţátt í hátíđinni í Ţýskalandi:

Friđrik og fleiri meistarar í Dresden,,Ţađ var mjög gaman ađ hitta ţarna kollega sína frá fyrri tíđ og endurnýja kynnin. Ţessi skákhátíđ verđur svo endurtekin á nćsta ári í ágúst og ţá vonast mótshaldarar til ađ ţátttakendur verđi fleiri."

Nćst heldur Friđrik til keppni á minningarmóti um Bent Larsen í Álaborg, 15.-21. október. Bent Larsen (1935-2010) og Friđrik voru keppinautar í áratugi, og háđu söguleg einvígi á sjötta áratugnum, sem vöktu skákbylgju um allt land.

Dagana 7.-16. desember tekur Friđrik svo ţátt í skákmóti í Podebrady í Tékklandi, en ţar var m.a. haldiđ sterkt skákmót á árinu 1936 međ ţátttöku Alexanders Alekhines og Salo Flohrs. Ţetta er mót međ sama sniđi og undanfarin ár í Marianske Lazne, en ţar mćta gamlar kempur ungum og efnilegum skákkonum. Gaman ađ verđur ađ fylgjast međ ţeirri viđureign, enda stór nöfn í báđum liđum, og Friđrik hlakkar til hólmgöngunnar:

,,Međ mér  í liđi verđa Viktor Korchnoi, Vlastimil Hort og Oleg Romanishin. Í sveit skákdrottninganna verđa Valentina Gunina, Alina Kashlinska og Kristyna Havlikova, nafniđ vantar á ţeirri fjórđu. Ţađ er eins gott ađ mađur fái sér smá ćfingu í Álaborg áđur en gengiđ er á hólm viđ ţessar valkyrjur!"

Friđrik tók um síđustu helgi ţátt í málţingi sem haldiđ var í tilefni ţess ađ 40 ár eru liđin frá Einvígi aldarinnar í Laugardalshöll.

,,Mér fannst málţingiđ á laugardaginn takast vel og margt áhugavert koma ţar fram. Ţađ gladdi mig hversu margir komu til mín ađ málţinginu loknu til ađ ţakka mér fyrir mitt innlegg. Ţetta var frábćr dagur fyrir skákina og ţá sérstaklega ćskulýđsstarfiđ sem er greinilega ađ bera ávöxt."
 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 8764938

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband