Leita í fréttum mbl.is

Pistill frá Jóni Trausta um Skotlandsferð

Jón Trausti HarðarsonScottish Chess Championship 2012 sem fram fór í Skotlandi

Í fyrstu umferð fékk ég Magee  Ronan (1965) sem er á svipuðum aldri og ég og er frá Írlandi. Ég fékk frekar  verra út úr byrjuninni en náði svo að jafna taflið en ég lék síðan afleik sem hann nýtti sér og vann svo skákina.

Eftir tapið í fyrstu umferð var ég mjög ákveðinn í að vinna andstæðinginn minn sem heitir McKenna Jason P (2115) frá Englandi. Ég tefldi Drekaafbrigðið og hann kunni það nokkuð vel. Fyrstu 14 leikirnir voru allt teoría en eftir það fór hann út í vitlaust plan og fékk mikið verra. Síðan tók tímahrak við hjá mér og mér tókst einhvern veginn að klúðra því og þegar ég átti 5 sekúndur eftir gat ég valið milli tveggja leikja  í endataflinu en valdi vitlausa leikinn  og þá var þetta búið, hinn leikurinn hefði verið jafntefli. Því miður fór þetta ekki eins og ég vildi.

Í þriðju umferð fékk ég ekki léttari andstæðing. Ég fékk WFM Bea Boglarka (2178) frá Ungverjalandi. Skákin var frekar stutt en ég fórnaði skiptamun fyrir góða sókn og náði ekki að gera betur en að Þráleika. Reyndar sá tölvan einhverja vinningsleið sem ég því miður sá ekki.

Þetta var ekki góð byrjun hjá mér á skoska meistaramótinu en ég var aðeins með hálfan vinning af þrem og ekki batnaði það mikið í fjórðu umferð þegar ég fékk Floros, Antonios(1774) frá Skotlandi. Skákin var mjög illa tefld hjá mér en ég endaði á því að tapa peði og þurfti að skipta upp á öllu til að ná því til baka og þá var þetta orðið steindautt jafntefli. Ég var ekki nógu sáttur með taflmennsku mína í þessum fjörum skákum.

Í fimmtu umferð lenti ég á móti Thomas Phil (1900) frá Skotlandi. Þessa skák tefldi ég vel og fékk mjög  þægilega  stöðu út úr byrjuninni og vann skiptamun mjög fljótt. Eftir það var þetta frekar auðvelt en samt gerði ég mér aðeins erfitt fyrir en vann á endanum. Eftir skákina var ég mjög sáttur að hafa loksins unnið skák og sjálfstraustið var orðið mikið.

Í  þessari umferð fékk ég  Walker  Duncan (1991) frá Skotlandi . Ég var með hvítt og hann tefldi Winawer afbrigðið  í franskri vörn. Skákin var mjög skemmtileg og ég fékk aðeins verra en síðan átti ég einn mjög góðan leik sem kláraði skákina.

Í sjöundu umferð fékk ég Bamber Elaine (2091) frá Skotlandi. Ég var með svartan og tefldi Frakkann. Skákin var mjög auðveld fyrir mig því ég fékk allt upp sem ég var búinn að stúdera fyrir skákina. Ég var fljótt búinn að jafna taflið og hún fann ekkert betra en að þvinga drottningaskipti. Þá fór þetta út í endatafl þar sem hún var með tvo biskupa en ég var með tvo mjög góða riddara. Þetta var alltaf frekar jafnt þar til hún lék af sér og ég náði að gaffla tvö peð hjá henni og vann á endanum. Ég mun skýra þessa skák á eftir.

Skákin í áttundu umferð var frekar illa tefld hjá mér og tapaði ég frekar fljótt. Andstæðingurinn minn var MacQueen Calum (2233) frá Skotlandi. Ég var með hvítt og hann tefldi Dragondorf. Hann hafði bara tefld venjulega Drekann í beisnum svo ég var ekki undirbúinn fyrir Dragondorf. Hann fékk mun betra út úr byrjuninni og vann á endanum.

Ekki er mikið hægt að segja frá níundu umferð en hann bauð mér jafntefli í 7 leik. Ég hugsaði mér um í smá tíma en ákvað svo að taka því af því að þá væri ég búinn að tryggja mér 1. verðlaun í flokknum undir 1800 stig. Anstæðingurinn minn var Doyle James (2020) frá Skotlandi.

Í lokin vil ég segja að þetta var mjög skemmtilegt mót og þakka fyrir allan stuðninginn

Jón Trausti Harðarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 8765254

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband