17.9.2012 | 08:17
Pistill frá Jóni Trausta um Skotlandsferð
Scottish Chess Championship 2012 sem fram fór í Skotlandi
Í fyrstu umferð fékk ég Magee Ronan (1965) sem er á svipuðum aldri og ég og er frá Írlandi. Ég fékk frekar verra út úr byrjuninni en náði svo að jafna taflið en ég lék síðan afleik sem hann nýtti sér og vann svo skákina.
Eftir tapið í fyrstu umferð var ég mjög ákveðinn í að vinna andstæðinginn minn sem heitir McKenna Jason P (2115) frá Englandi. Ég tefldi Drekaafbrigðið og hann kunni það nokkuð vel. Fyrstu 14 leikirnir voru allt teoría en eftir það fór hann út í vitlaust plan og fékk mikið verra. Síðan tók tímahrak við hjá mér og mér tókst einhvern veginn að klúðra því og þegar ég átti 5 sekúndur eftir gat ég valið milli tveggja leikja í endataflinu en valdi vitlausa leikinn og þá var þetta búið, hinn leikurinn hefði verið jafntefli. Því miður fór þetta ekki eins og ég vildi.
Í þriðju umferð fékk ég ekki léttari andstæðing. Ég fékk WFM Bea Boglarka (2178) frá Ungverjalandi. Skákin var frekar stutt en ég fórnaði skiptamun fyrir góða sókn og náði ekki að gera betur en að Þráleika. Reyndar sá tölvan einhverja vinningsleið sem ég því miður sá ekki.
Þetta var ekki góð byrjun hjá mér á skoska meistaramótinu en ég var aðeins með hálfan vinning af þrem og ekki batnaði það mikið í fjórðu umferð þegar ég fékk Floros, Antonios(1774) frá Skotlandi. Skákin var mjög illa tefld hjá mér en ég endaði á því að tapa peði og þurfti að skipta upp á öllu til að ná því til baka og þá var þetta orðið steindautt jafntefli. Ég var ekki nógu sáttur með taflmennsku mína í þessum fjörum skákum.
Í fimmtu umferð lenti ég á móti Thomas Phil (1900) frá Skotlandi. Þessa skák tefldi ég vel og fékk mjög þægilega stöðu út úr byrjuninni og vann skiptamun mjög fljótt. Eftir það var þetta frekar auðvelt en samt gerði ég mér aðeins erfitt fyrir en vann á endanum. Eftir skákina var ég mjög sáttur að hafa loksins unnið skák og sjálfstraustið var orðið mikið.
Í þessari umferð fékk ég Walker Duncan (1991) frá Skotlandi . Ég var með hvítt og hann tefldi Winawer afbrigðið í franskri vörn. Skákin var mjög skemmtileg og ég fékk aðeins verra en síðan átti ég einn mjög góðan leik sem kláraði skákina.
Í sjöundu umferð fékk ég Bamber Elaine (2091) frá Skotlandi. Ég var með svartan og tefldi Frakkann. Skákin var mjög auðveld fyrir mig því ég fékk allt upp sem ég var búinn að stúdera fyrir skákina. Ég var fljótt búinn að jafna taflið og hún fann ekkert betra en að þvinga drottningaskipti. Þá fór þetta út í endatafl þar sem hún var með tvo biskupa en ég var með tvo mjög góða riddara. Þetta var alltaf frekar jafnt þar til hún lék af sér og ég náði að gaffla tvö peð hjá henni og vann á endanum. Ég mun skýra þessa skák á eftir.
Skákin í áttundu umferð var frekar illa tefld hjá mér og tapaði ég frekar fljótt. Andstæðingurinn minn var MacQueen Calum (2233) frá Skotlandi. Ég var með hvítt og hann tefldi Dragondorf. Hann hafði bara tefld venjulega Drekann í beisnum svo ég var ekki undirbúinn fyrir Dragondorf. Hann fékk mun betra út úr byrjuninni og vann á endanum.
Ekki er mikið hægt að segja frá níundu umferð en hann bauð mér jafntefli í 7 leik. Ég hugsaði mér um í smá tíma en ákvað svo að taka því af því að þá væri ég búinn að tryggja mér 1. verðlaun í flokknum undir 1800 stig. Anstæðingurinn minn var Doyle James (2020) frá Skotlandi.
Í lokin vil ég segja að þetta var mjög skemmtilegt mót og þakka fyrir allan stuðninginn
Jón Trausti Harðarson
| Bamber Elaine, 2091. - Jón Trausti Harðarson, 1774. (PGN) 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Nd2{Ég vissi að hún myndi tefla Tarrach afbrigðið svo ég var vel undirbúinn} Nf6 4. e5 Nfd7 5. c3 c5 6. Bd3 Nc6 7. Ne2 cxd4 8. cxd4 f6 9. exf6 Nxf6 10. O-O Bd6 11. Nf3 Qc7 12. Re1{Hérna er Bg5 algengasti lekurinn en hún valdi annan leik í staðinn} O-O 13. Ng3 h6 14. a3 g5{Ég sá thetta plan í nokkrum skákum, en thað var samt ekki akkúrat í thessari stöðu en ég ákvað samt að próf thað} 15. Bb1 Qg7 16. b4 a6{bara svo að hún geti ekki leikið b5} 17. Bb2 Bxg3{Ég lék thessu af thví að ég ætlaði að leika Rg4 og thá á hún ekki h3 né Rh5} 18. hxg3 Ng4 19. Qd3 Bd7 20. Qg6{Hún sá ekkert betra heldur en að skipta upp á drottnigum enda sagði hún við mig eftir skákina að henni leist ekkert á stöðuna sína} Ne7{Planið var að fara með riddaran á f5 og svo til d6} 21. Qxg7+ Kxg7 22. Re2 Nf5 23. Ne1 Nd6 24. f3 Nf6 25. Nd3 Rfe8 26. Ba2 Bb5 27. Re3{Hérna missti ég af augljósum leik Rf5 sem vinnur skiptamun} Bxd3 28. Rxd3 Rac8 29. Bb3 Nc4 30. Bc3 Rc7 31. a4 Rec8 32. Be1 Nd6 33. g4 Rc1{Núna er staðan alveg jöfn og ég var nokkuð sáttur með jafntefli} 34. Rd1 Rxa1 35. Rxa1 Kf7 36. Bd2 Nc4 37. Rc1 Nd6{Var ekki alveg viss um hvort thað væri gott að skipta upp á hrókum en ákvað samt að gera thað af thví að mér fannst riddararnir mínir svo sterkir} 38. Rxc8 Nxc8 39. Kf2 Nd6 40. Ke2 b5 41. Be1 Nd7 42. Bg3 Nc4 43. Bc7{Hérna hafði ég ekkert plan svo ég byrjaði bara að leika riddurunum mín einhvert} Nf6 44. Bd8 Nd6 45. Bd1 Nc4 46. Bc2 Na3 47. Bd3 Nc4 48. axb5 axb5 49. Kf2{Hérna fattaði ég að ef að ég myndi komast með riddarann minn á c6 myndi ég vinna annað hvort peðið} Nd7 50. Kg3{Hún hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir Rb8 og svo Rc6 með thví að leika Bc7 en thá er thetta bara jafnt, en sem betur fer sá hún ekki Rb8, Rc6} Nb8 51. f4{Núna var ég nokkuð viss um að ég myndi vinna skákina} gxf4+ 52. Kxf4 Nc6 53. Ba5 Nxd4 54. g5 e5+ 55. Kg4 Ne3+ 56. Kh5 hxg5 57. Bb6 Nxg2 58. Kxg5 e4 59. Bf1 Ne3 60. Bh3{ Hún hefði getað leikið Bxd4 eða Bxb5 og thá hefði thetta verið verið aðeins erfiðara fyrir mig} Nf3+ 61. Kf4 Nc4 62. Bd7 Nxb6{Hérna er thetta alveg búið og mjög auðvelt er að klára skákina} 63. Bxb5 Nd4 64. Bf1 Kf6 65. b5 Ne6+ 66. Ke3 Ke5 67. Kd2 Kd4 68. Bg2 Nf4 69. Bf1 e3+ 70. Ke1 e2 0-1 |
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Pistlar | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 1
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 8779007
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.