9.9.2012 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Sviptingar í keppni viđ Argentínu
Frá og međ Haifa í Ísrael ´76 hefur Ólympíumótiđ veriđ teflt í opnum flokkum međ svissneska kerfinu en umferđunum hefur ţó fćkkađ úr fjórtán í ellefu. Önnur breyting er sú ađ vinningatalan skiptir ekki höfuđmáli, heldur stigin.
Báđar sveitir Íslands unnu 4:0 í fyrstu umferđ og töpuđu síđan í annarri umferđ, karlarnir 1:3 fyrir Argentínu og konurnar ˝ : 3 ˝ fyrir Ísrael. Í ţriđju umferđ gekk betur en mótherjar beggja sveita voru frá Wales, karlasveitin vann 3 ˝ : ˝ og er međ 8 ˝ vinning og 4 stig. Kvennasveitin vann 3:1 og er međ 7 ˝ vinning og 4 stig. Verđur frammistađa beggja liđa ađ teljast viđunandi.
Viđureign karlasveitarinnar gegn Argentínu hefđi fengiđ farsćlli endi ef Hannes Hlífar hefđi klárađ dćmiđ međ gjörunna stöđu. Skákin var afar spennandi á ađ horfa og fer hér á eftir. Sem fyrr eru miklar vonir bundnar viđ Hannes Hlífar sem sjaldan bregst á Ólympíumótum og hlaut borđaverđlaunum á sínu fyrsta Ólympíumóti í Manila á Filippseyjum sumariđ 1992:
Hannes Hlífar Stefánsson - Diego Flores
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. Dg4 g6 8. De2 d6 9. O-O Rd7 10. Ra3
Hannes var vel undirbúinn fyrir ţessa viđureign og fylgdi hér nýlegri uppástungu Khalifmans.
10. ... Re5 11. Rc4 Rxc4 12. Bxc4 Dc7 13. Bd2 Bd7 14. a4 Hc8 15. a5 Rf6 16. Rd2 Bc6 17. b3 O-O 18. Bb2 d5 19. e5 Rh5 20. De2 Bb5 21. c4 dxc4 22. bxc4?!
Međ ţessum leik setti Hannes af stađ áćtlun sem stenst sennilega ekki alveg. Öruggara var 22. Rc4 og hvíta stađan er örlítiđ betri og hćgt er ađ tefla til sigurs án ţess ađ taka mikla áhćttu. Á tveim nćrliggjandi borđum voru tvćr fremur óásjálegar stöđur Hjörvars og Henriks og ţess vegna er ákvörđun Hannesar skiljanleg.
22. ... Bc5 23. Df3 Bc6 24. Re4 Hcd8 25. g4 f5! 26. exf6 Df4!
Tveir frábćrir leikir í röđ sem Hannes hafđi ţó séđ fyrr. Honum sást ţó yfir leyndur möguleiki í 29. leik.
27. De2 Hxd3 28. Rxc5 Hh3??
Best var 28. ... Hd2! og svarta stađan er unnin! Ţess vegna var áćtlun Hannesar sem hófst međ 22. bxc4 röng en Flores var ađ komast í mikla tímapressu.
29. f3! Hxf3 30. Hxf3! Bxf3 31. Dxe6+ Kh8
Hannes átti nćgan tíma og nú lék hann of hratt. Einfaldast er 32. f7+ Rg7 33. Rd7 og svartur getur gefist upp, t.d. 33. ... Dd2 34. Bxg7+ Kxg7 35. Df6+ Kh6 36. g5+ eđa 36. Dxf3.
32. Rd7?? Dd2!
Hótar 33. ... Dg2 mát og 33. ... Dxb2. Og sá veruleiki sem blasti viđ ţegar ţessi leikur kom var mönnum ekki ađ skapi.
33. f7+ Dxb2 34. De5+ Dxe5 35. Rxe5 Bxg4 36. Rxg4 Hxf7 37. Hb1 Rf4 38. Rf2 Hc7 39. Re4 Rd3 40. Hb3 Hxc4 41. Rd6 Rc5 42. He3 Hd4
- og Hannes gafst upp. Hann gat leikiđ 43. Rxb7 en hróksendatafliđ sem kemur upp eftir 43. ... Rxb7 44. He8+ Kg7 45. He7+ Kh6 46. Hxb7 Hd5 er vonlaust.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. september 2012.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Ól 2012, Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 1.9.2012 kl. 18:04 | Facebook
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 27
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 186
- Frá upphafi: 8772783
Annađ
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 122
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 10
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.