Leita í fréttum mbl.is

Hannes vann - Hjörvar með jafntefli við stórmeistara

Hannes Hlífar StefánssonStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2515) vann rússnesku skákkonuna Aleksandra Goryachkinka (2354), sem er stórmeistari kvenna, í 4. umferð Czech Open sem fram fór í dag.  Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) gerði jafntefli við tékkneska stórmeistarann Petr Velicka (2462).  Báðir hafa þeir 3 vinninga og eru í 18.-51. sæti.

Í 5. umferð, sem fram fer á morgun, teflir Hannes við þýska alþjóðlega meistarann Julian-Marcel Jorcik (2399) en Hjörvar við tékkneska alþjóðlega meistarann Pavel Simacek (2478).  

Indverski alþjóðlegi meistarinn Srinath Narayanan (2399) og ísraelski stórmeistarinn Tamir Nabity (2582) eru efstir með fullt hús.

Í b-flokki unnu bæði Smári Rafn Teitsson (2057) og Sigurður Eiríksson (1959) sínar skákir.  Smári hefur 2,5 vinning en Sigurður hefur 1,5 vinning.

Í d-flokki voru tefldar 2 umferðir í dag og hafa nú verið tefldar jafn margar umferðir í öllum flokkum.  Dawid Kolka (1532) fékk einn vinning en Felix Steinþórsson (1329) engan.  Felix hefur 2 vinninga en Dawid hefur 1,5 vinning.

Í e-flokki voru einnig tefldar tvær umferðir.  Steinþór hlaut 1,5 vinning en Róbert Leó 1 vinning.  Róbert hefur 2 vinninga en Steinþór hefur 1,5 vinning. 

259 skákmenn frá 30 löndum tefla í a-flokki.  Þar af eru 48 stórmeistarar.  Hannes er nr. 28 í stigaröð keppenda en Hjörvar er nr. 31. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband