Leita í fréttum mbl.is

Krakkarnir sigruðu Kálhausana í spennandi viðureign

Örvar, Vignir, GautiSkákklúbbur sem ber nafnið Kálhausarnir virðist auðveld bráð, en því var ekki að heilsa þegar Úrvalslið SR kom í heimsókn í höfuðstöðvar Sölufélags garðyrkjumanna. Kálhausarnir hafa innan sinna raða grjótharða skákáhugamenn, sem jafnvel hafa teflt á alþjóðlegum mótum í útlöndum.

Guðlaugur Gauti Þorgilsson rekstrarstjóri Bónus fór fyrir sveitinni, og hann hlaut 2,5 vinning af 3 í viðureignum sínum. Aðrir liðsmenn Kálhausanna að þessu sinni voru Örvar Karlsson sölu- og markaðsstjóri hjá Banönum, feðgarnir Gunnlaugur Karlsson og Mikael Luis Gunnlaugsson, og loks Hrafn Jökulsson sem tefldi sem gestakálhaus.

Gunnlaugur, sem er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, tók höfðinglega á móti krökkunum og bauð uppá gómsætt grænmeti og ljúffenga osta og brauð sem krakkarnir kunnu vel að meta.

Patt!Úrvalssveitin vann stórsigur í 1. umferð, 4-1, en í annarri umferð bitu Kálhausar í skjaldarrendur og unnu 3-2. Lokaumferðin var æsispennandi og lauk með jafntefli, 2,5-2,5.

Lokatölur voru því 8,5 vinningur Úrvalsliðsins gegn 6,5 vinningi Kálhausanna

Krakkar og KálhausarÚrvalssveitina skipuðu að þessu sinni Dagur Kjartansson, Donika Kolica, Hilmir Freyr Heimisson, Vignir Vatnar Stefánsson, Nansý Davíðsdóttir, Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson.

Kálhausarnir voru glaðbeittir í lokin og tilkynntu að þeir ætli innan tíðar að skora á Úrvalsliðið í aðra viðureign.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8779014

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband