27.5.2012 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Róleg byrjun á heimsmeistaraeinvígi
Tólf skáka einvígi heimsmeistarans Wisvanathans Anands og Ísraelsmannsins Boris Gelfands, sem stendur yfir þessa dagana í Moskvu, byrjar svo dauflega að greinarhöfundur man ekki eftir öðru eins. Fimm fyrstu skákunum hefur lokið með jafntefli. Fyrir liggur að í undirbúningi sínum styðjast skákmennirnir við mikið tölvuafl og í þessum fyrstu skákum er engu líkara en þeir séu að ota framan í andstæðinginn niðurstöðum beint út úr töluprentaranum. Ýmsa hefur lengi grunað að með tölvuvæðingu skákarinnar myndu möguleikar hennar tæmast og jafnteflisdauðinn næði yfirhendinni. Sterkustu forritin hafa vissulega breytt skákinni og varpað ljósi á ýmislegt sem áður var hulið mönnum en ein helsta niðurstaða tölvuvæðingarinnar er þó engu að síður sú að „Tölvan" í öllu sínu veldi hefur að einhverju leyti afhjúpað manninn sem fremur ófullkomna vitsmunaveru; við munum sem betur fer aldrei ná þeirri reiknigetu sem öflugustu forritin búa yfir. Allir vita að það er tilgangslaust fyrir bestu skákmenn heims að stilla upp í einvígi gegn fremstu forritunum, þeir hafa og munu tapa slíkri keppni.
Þó að gestir Tretjakov-safnsins í Moskvu, þar sem einvígið fer fram, hafi enn ekki fundið snilldina í skákum þeirra Anands og Gelfands er hún þó innan seilingar; innan veggja þessa safns hanga uppi mörg snilldarverk Ilja Repins, frægasta málara Rússa og Úkraínu.
Undanfarin misseri hefur indverski heimsmeistarinn verið að gefa eftir í samkeppni við yngri menn en sigrar hans í HM-einvígjunum við Kramnik árið 1988 og Topalov 2010 voru fyllilega verðskuldaðir. Ýmsir telja að hann hafi verið að spara kraftana í þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í undanfarið. Boris Gelfand yrði hálfhlægilegur heimsmeistari, afrekaskrá hans verðskuldar ekki titilinn sem Anand hefur borið með miklum sóma undanfarin ár. Anand komst næst sigri í þriðju einvígisskákinni sem hér fer á eftir:
Wisvanathan Anand - Boris Gelfand
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. f3
Kemur í veg fyrir meginafbrigði Grunfeld-varnarinnar sem koma upp eftir 3. Rc3 d5. En varla hefur Anand náð að koma Gelfand á óvart þótt hann velji fremur sjaldséðan leik.
3.... d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rb6 6. Rc3 Bg7 7. Be3 O-O 8. Dd2 e5 9. d5 c6 10. h4!?
Dálítið í anda Larsens sem hikaði ekki við að ýta h-peðinu fram ef riddari á f6 var horfinn af vettvangi.
10.... cxd5 11. exd5 R8d7 12. h5 Rf6 13. hxg6 fxg6 14. O-O-O Bd7 15. Kb1 Hc8 16. Ka1!?
Þetta mun allt hafa komið fram áður og aðstoðarmaður Anands, Peter Heine Nielsen, leikið 16. d6 með góðum árangri.
16.... e4 17. Bd4 Ra4 18. Rge2 Da5!?
Hví ekki 18.... exf3 19. gxf3 og nú 19.... Da5?
19. Rxe4 Dxd2 20. Rxf6+ Hxf6 21. Hxd2 Hf5 22. Bxg7 Kxg7 23. d6 Hfc5 24. Hd1 a5 25. Hh4 Hc2
Svartur virðist hafa ágæt gagnfæri en reyndin er önnur.
26. b3! Rb2 27. Hb1 Rd3 28. Rd4 Hd2 29. Bxd3 Hxd3 30. He1 Hd2
31. Kb1
Hér var 31. He7+ sigurstranglegri leikur, t.d. 31.... Kf6 32. Kb1 Bf5+ 33. Rxf5 gxf5? 34. f4! Hd1+ 35. Kb2 Hxd6 36. Hexh7 með góðum vinningsmöguleikum.
31.... Bf5 32. Rxf5 gxf5 33. He7 Kg6 34. Hc7?
Hann varð að reyna 34. d7! Hcc2! 35. Hc4! og á þá er enn sigurvon. Nú er staðan jafntefli.
34.... He8 35. Hh1 Hee2 36. d7 Hb2 37. Kc1 Hxa2
Jafntefli.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is-------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20. maí
| Viswanathan Anand - Boris Gelfand (PGN) 1. d4 Nf6 2. c4 g6 3. f3 d5 4. cxd5 Nxd5 5. e4 Nb6 6. Nc3 Bg7 7. Be3 O-O 8. Qd2 e5 9. d5 c6 10. h4 cxd5 11. exd5 N8d7 12. h5 Nf6 13. hxg6 fxg6 14. O-O-O Bd7 15. Kb1 Rc8 16. Ka1 e4 17. Bd4 Na4 18. Nge2 Qa5 19. Nxe4 Qxd2 20. Nxf6+ Rxf6 21. Rxd2 Rf5 22. Bxg7 Kxg7 23. d6 Rfc5 24. Rd1 a5 25. Rh4 Rc2 26. b3 Nb2 27. Rb1 Nd3 28. Nd4 Rd2 29. Bxd3 Rxd3 30. Re1 Rd2 31. Kb1 Bf5+ 32. Nxf5+ gxf5 33. Re7+ Kg6 34. Rc7 Re8 35. Rh1 Ree2 36. d7 Rb2+ 37. Kc1 Rxa2 1/2-1/2 |
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 19.5.2012 kl. 16:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 97
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.