Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Róleg byrjun á heimsmeistaraeinvígi

Anand og GelfandTólf skáka einvígi heimsmeistarans Wisvanathans Anands og Ísraelsmannsins Boris Gelfands, sem stendur yfir ţessa dagana í Moskvu, byrjar svo dauflega ađ greinarhöfundur man ekki eftir öđru eins. Fimm fyrstu skákunum hefur lokiđ međ jafntefli. Fyrir liggur ađ í undirbúningi sínum styđjast skákmennirnir viđ mikiđ tölvuafl og í ţessum fyrstu skákum er engu líkara en ţeir séu ađ ota framan í andstćđinginn niđurstöđum beint út úr töluprentaranum. Ýmsa hefur lengi grunađ ađ međ tölvuvćđingu skákarinnar myndu möguleikar hennar tćmast og jafnteflisdauđinn nćđi yfirhendinni. Sterkustu forritin hafa vissulega breytt skákinni og varpađ ljósi á ýmislegt sem áđur var huliđ mönnum en ein helsta niđurstađa tölvuvćđingarinnar er ţó engu ađ síđur sú ađ „Tölvan" í öllu sínu veldi hefur ađ einhverju leyti afhjúpađ manninn sem fremur ófullkomna vitsmunaveru; viđ munum sem betur fer aldrei ná ţeirri reiknigetu sem öflugustu forritin búa yfir. Allir vita ađ ţađ er tilgangslaust fyrir bestu skákmenn heims ađ stilla upp í einvígi gegn fremstu forritunum, ţeir hafa og munu tapa slíkri keppni.

Ţó ađ gestir Tretjakov-safnsins í Moskvu, ţar sem einvígiđ fer fram, hafi enn ekki fundiđ snilldina í skákum ţeirra Anands og Gelfands er hún ţó innan seilingar; innan veggja ţessa safns hanga uppi mörg snilldarverk Ilja Repins, frćgasta málara Rússa og Úkraínu.

Undanfarin misseri hefur indverski heimsmeistarinn veriđ ađ gefa eftir í samkeppni viđ yngri menn en sigrar hans í HM-einvígjunum viđ Kramnik áriđ 1988 og Topalov 2010 voru fyllilega verđskuldađir. Ýmsir telja ađ hann hafi veriđ ađ spara kraftana í ţeim mótum sem hann hefur tekiđ ţátt í undanfariđ. Boris Gelfand yrđi hálfhlćgilegur heimsmeistari, afrekaskrá hans verđskuldar ekki titilinn sem Anand hefur boriđ međ miklum sóma undanfarin ár. Anand komst nćst sigri í ţriđju einvígisskákinni sem hér fer á eftir:

Wisvanathan Anand - Boris Gelfand

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. f3

Kemur í veg fyrir meginafbrigđi Grunfeld-varnarinnar sem koma upp eftir 3. Rc3 d5. En varla hefur Anand náđ ađ koma Gelfand á óvart ţótt hann velji fremur sjaldséđan leik.

3.... d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rb6 6. Rc3 Bg7 7. Be3 O-O 8. Dd2 e5 9. d5 c6 10. h4!?

Dálítiđ í anda Larsens sem hikađi ekki viđ ađ ýta h-peđinu fram ef riddari á f6 var horfinn af vettvangi.

10.... cxd5 11. exd5 R8d7 12. h5 Rf6 13. hxg6 fxg6 14. O-O-O Bd7 15. Kb1 Hc8 16. Ka1!?

Ţetta mun allt hafa komiđ fram áđur og ađstođarmađur Anands, Peter Heine Nielsen, leikiđ 16. d6 međ góđum árangri.

16.... e4 17. Bd4 Ra4 18. Rge2 Da5!?

Hví ekki 18.... exf3 19. gxf3 og nú 19.... Da5?

19. Rxe4 Dxd2 20. Rxf6+ Hxf6 21. Hxd2 Hf5 22. Bxg7 Kxg7 23. d6 Hfc5 24. Hd1 a5 25. Hh4 Hc2

Svartur virđist hafa ágćt gagnfćri en reyndin er önnur.

26. b3! Rb2 27. Hb1 Rd3 28. Rd4 Hd2 29. Bxd3 Hxd3 30. He1 Hd2

gfpp3npg.jpg- Sjá stöđumynd -

31. Kb1

Hér var 31. He7+ sigurstranglegri leikur, t.d. 31.... Kf6 32. Kb1 Bf5+ 33. Rxf5 gxf5? 34. f4! Hd1+ 35. Kb2 Hxd6 36. Hexh7 međ góđum vinningsmöguleikum.

31.... Bf5 32. Rxf5 gxf5 33. He7 Kg6 34. Hc7?

Hann varđ ađ reyna 34. d7! Hcc2! 35. Hc4! og á ţá er enn sigurvon. Nú er stađan jafntefli.

34.... He8 35. Hh1 Hee2 36. d7 Hb2 37. Kc1 Hxa2

Jafntefli.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 203
  • Frá upphafi: 8764605

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 164
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband