Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: "Ţađ stöđvar enginn Frikkann"

Hannes HlífarHannes Hlífar Stefánsson er sigurstranglegastur allra keppenda á Skákţingi Íslands sem hófst í Stúkunni á Kópavogsvellinum á föstudaginn. Hannes hefur unniđ titilinn ellefu sinnum. Mótiđ nćr styrkleikaflokki sjö, sem gefur möguleika á titiláföngum. Nćstir á eftir Hannesi ađ stigum eru ţeir Henrik Danielssen, Stefán Kristjánsson og Bragi Ţorfinnsson.

Međ keppendur í startholunum er ekki úr vegi ađ líta um öxl og minnast ţess ađ Friđrik Ólafsson á „demants-afmćli" á vettvangi Íslandsmóta. Um páskana 1952 varđ Friđrik Ólafsson jafn Lárusi Johnsen á vel skipuđu Íslandsţingi. Mótsstjórnin ákvađ ađ ţeir skyldu tefla fjögurra skáka einvígi. Lárus, sem hafđi unniđ Íslandsţingiđ 1951, taldi sig hafa variđ titilinn međ ţví ađ ná efsta sćtinu međ Friđriki. Sú afstađa átti sér ţó ekki stođ í reglum. Eftir nokkurt stapp hófst fjögurra skáka einvígi ţeirra og varđ jafnt, 2:2. ŢFriđrik Ólafssoná var bćtt viđ tveimur skákum en mánađarhlé gert á einvíginu. Ţegar fimmta skákin átti ađ hefjast á veitingastađnum Röđli var Lárus hvergi sjáanlegur. Stjórn SÍ međ Baldur Möller í broddi fylkingar stefndi skónum heim til Lárusar á Gunnarsbraut. Ekki opnađi Lárus dyr sínar fyrir komumönnum, en hlýddi á fortölur ţeirra út um glugga á húsi sínu. Taldi sig enn hafa variđ titilinn. Eftir mikiđ japl, jaml og fuđur dróst Johnsen á ađ halda einvíginu áfram. Skákinni lauk međ jafntefli en ţá sjöttu vann Friđrik og einvígiđ 3˝:2˝. Viđ mótsslit steig Lárus á pall og mćlti hin fleygu orđ: „Ţađ stöđvar enginn Frikkann úr ţessu."

Auk hćfileika sinna virtist Friđrik á ţessum árum leggja sig meira eftir tíđindum og viđureignum fremstu meistara en keppinautar hans hér á landi. Í annarri skák einvígisins var taflmennska Lárusar stefnulaus framan af og Friđrik byggđi upp vćnlega sóknarstöđu. Lárus var afar útsjónarsamur en missti ţó af skemmtilegri leiđ í miđtaflinu og fékk ekki ráđiđ viđ sókn Friđriks:

Friđrik Ólafsson - Lárus Johnsen

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf 5. Rc3 d6 6. Be2 a6 7. 0-0 Be7 8. f4 Dc7 9. Kh1 0-0 10. De1 Rc6 11. Be3 Bd7 12. Hd1 b5 13. a3 Kh8 14. Dg3 Hac8 15. Bd3 h6?

Óţarfa veiking. Fram ađ ţessu hafđi Lárus fetađ algengar slóđir en algengast er ađ leika 15.... e5.

16. Rf3 16.... Ra5 17. e5 dxe5 18. fxe5 Rg8 19. Re2

Ţungaflutningar hvíts eru allir yfir á kóngsvćnginn.

Bc6 20. Rf4 Bxf3 21. Hxf3 Hcd8

Beint gegn hótuninni 22. Rg6+ fxg6 23. Dxg6 sem nú strandar á 23.... Hxd3! o.s.frv.

22. He1 Rc6 23. Bc1 g5!?

Hraustlega leikiđ ţar sem ýmsar glufur myndast í kóngsstöđunni en leikurinn gefur ýmis gagnfćri.

24. Rh5 Hd4 25. Df2 Bd8 26. Rf6

g1houiuf.jpg26.... Rxf6?

- sjá stöđumynd -

Lárus sá ađ viđ 26.... Rxe5 átti hvítur leikinn 27. Re8! Kannski var ţetta samt best vegna 27.... Dc5!? t.d. 28. b4 Dd5 29. Bb2 Bb6 og svartur virđist geta varist.

27. exf6 Hh4 28. g3 Hd4 29. c3 Hd7 30. Bb1! Hg8 31. h4!

„Sendibođi eyđileggingarinnar"

31.... Re5 32. hxg5 Rg4

Eftir 32.... Rxf3 33. Dxf3 og - Dh5 er svartur varnarlaus.

33. Dg2

32. Dc2 Hg6 34. Hxe6! kom einnig til greina.

33.... Hd5 34. Dh3 Hdxg5 35. Bxg5 Hxg5 36. He4 Dc6 37. Kg2 Dd5 38. Hxg4 Hh5 39. Hh4

- og Lárus gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 15. apríl 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 8765547

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband