Leita í fréttum mbl.is

EM - pistill nr. 9: 0-0 urđu úrslitin í tveimur skákum

0-0Umferđin í dag var sú langviđburđaríkasta frá sjónarhóli skákstjórans. Tvćr skákir voru dćmdar 0-0 og auk ţess dćmdi ég fall í skák ţar sem sá úrskurđur var kćrđur til áfrýjunarnefndar.  Spennan á toppnum er mikil en sjö skákmenn eru efstir og jafnir međ 7 vinninga.  Ivan Sokolov vinur vor mátti sćtta sig viđ tap og ţarf nú ađ fá a.m.k. 1,5 vinning í 2 síđustu skákunum til ađ komast áfram.  Íslensku skákmennirnir hafa báđir 4 vinninga.  

Toppbaráttan

Af ţeim sjö sem eru efstir eru fimm Rússar.  Frakkinn Laurent Fressinet (2693) er efstur á stigum en jafnir honum eru Rússarnir Inarkiev (2695), sem lagđi Sokolov, og er ađalstjarnan frá Elista, heimabć Kirsan.    Malakhov (2705), Kobalia (2666), Andreikin (2689) og Matlakov (2632) og svo Armeninn Akopian (2684).

21 skákmađur hefur 6,5 vinning og ţar á međal má finna Íslandsvinina Jones (2635), Kuzubov (2615), Caruana (2767), Dreev (2698) og Smeets (2610). 

Sokolov (2653) er í 29.-52. sćti ásamt t.d. Movsesian (2702), Cheparinov (2664) og fleirum.   Minnt er á 23 efstu komast áfram á Heimsbikarmótiđ (World Cup) svo ţađ ţarf a.m.k. 7,5 vinning til ađ komast áfram.

Hannes og Héđinn

Héđinn komst lítt áleiđis í skák sinni og var jafntefli samiđ eftir rúmlega 40 leiki.  Hannes virtist fá fínt tafl í byrjun en seildist í baneitrađ peđ á b2 og ţurfti ađ gefa drottninguna nokkru síđar.  Ekki góđ umferđ og hafa ţeir nú báđir 4 vinninga en ná vonandi góđum úrslitum í lokaumferđunum tveimur og bjargi ţví sem bjargađ veđur.  

Í tíundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Héđinn viđ úkraínska alţjóđlega meistarann Vasily Nedilko (2392) en Hannes viđ austurríska FIDE-meistarann Mario Schachinger (2391).   

Skákstjórn

Á ýmsu gekk á í umferđinni sem varđ sú langviđburđaríkasta hingađ til frá sjónarhóli skákstjórans. GM Inkiov - međdómari minn

Eins og áđur hefur komiđ fram eru reglur á EM ađ skákmenn megi ekki hafa samskipti sín á milli innan 40 leikja.  Eina leiđin til ađ gera jafntefli fyrir ţann tíma er semsagt ađ krefjast jafnteflis.

Í skák Baron (2497) og Safarli (2645) gerđist ţađ ađ ţeir ţrátefldu í katalónskri byrjun eftir um 16 leiki. Ţeir gengu frá ţví sjálfir án ţess ađ bera undir skákstjóra, sem eru brot á reglum, og eftir töluverđ fundarhöld ákvađ yfirdómari mótsins ađ úrslitin yrđu skráđ 0-0.  Ađ sjálfsögđu mjög umdeilanleg ákvörđun.  Henni var áfrýjađ til áfrýjunardómstóls sem stađfesti úrskurđ skákstjóra.  

Á fyrsta borđi tefldu Akopian og Malakhov.  Ţeir gerđu einnig jafntefli í 16 leikjum en fóru algjörlega rétt ađ, ţ.e. jafnteflis var krafist í ljósi ţess ađ sama stađan kćmi upp í ţriđja skipti og ţađ jafntefli stađfest af skákstjórum.  Stigsmunur eđa eđlismunur?

Svo gerđist ţađ ađ Alonso (2513) og Mamedyarov (2752) sömdu jafntefli eftir um 20 leiki án ţráteflis.  Sú skák var dćmd 0-0.  Mér skilst ađ Aserinn sćtti sig viđ úrskurđinn og mun víst kvarta undir slappleika.

Um allt ţetta má deila en ljóst er ađ ECU ţarf ađ hafa reglurnar skýrari til ađ forđast slíkar uppákomur í framtíđinni.  Og eins og samdómari minn frá Rúmeníu benti á, hvađ gerist í ţeim tilfellum ţegar reglur ECU ber ekki saman viđ reglur FIDE? Skákdómara ber ađ fara eftir reglum FIDE.  Og svo geri ég mér enga grein fyrir ţví hvernig ţessar skákir verđa reiknađar til skákstiga!

Annađ ţessu skylt.  Ivan, sem hefur ekkert á móti ţessari 40 leikja reglu, bendir á ákveđiđ ósamrćmi sé til stađar, ţađ er ađ ţessi regla gildi í undankeppni HM en svo ekki á síđari stigum.  Mćtti t.d. líkja viđ ef sérrangstöđureglur giltu í undankeppni HM knattspyrnu í Evrópu en ekki annars stađar!

Í dag gerđist eftirfarandi atvik:  Tvćr skákkonur voru ađ tefla.  Önnur krefst vinnings í ljósi ţess ađ hin sé fallin.  Sú síđarnefnda neitar og segir ađ klukkan hljóti ađ vera biluđ ţar sem hún hafi leikiđ ţegar um 12 sekúndur séu eftir.  Skákstjórar kanna klukkuna sem virđist vera í fullkomnu lagi.  Ţegar sú sem krafđist er vinnings er spurđ hvort hún hafi séđ hvort klukkan hafi hagađ sér óeđlilega er svarađ um hćl, „hún er fallin, ţađ er nóg".  Niđurstađan var sú ađ dćma ađ falliđ gilti en ég skal viđurkenna ađ ég hafđi ţađ á tilfinningu ađ sú sem krafđist hafi ekki sagt alla söguna.  Málinu var áfrýjađ til áfrýjunardómstóls međal annars stutt framburđi eiginmanni ţeirrar sem féll, sem fellur undir hugtakiđ sígilda og góđa „Íslandsvinur", en niđurstađan gat ekki veriđ önnur en hún varđ.

Nóg í bili!

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 8764963

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 162
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband