Leita í fréttum mbl.is

Lagerman sigrađi á minningarmóti um Björn Sölva

023Tuttugu og einn ţátttakandi var á minningarmóti Skákfélags Vinjar um Björn Sölva Sigurjónsson sem haldiđ var í fyrradag í Vin. Björn hefđi orđiđ 63 ára á Skákdeginum mikla en hann lést í desember sl. Félagar í Vinjargenginu gerđu allt til ađ komast á mót klukkan 13:00 enda allir sem vildu tefla Birni til heiđurs.

Sérlega ánćgjulegt var ađ fá nánustu fjölskyldu Björns Sölva í heimsókn en Guđlaug móđir hans, Margrét dóttir ásamt Guđmundi eiginmanni sínum og elstu afastelpu Björns, Herdísi, voru viđstödd og fćrđu athvarfinu glćsilega tertu í tilefni dagsins.

Árni H. Kristjánsson fćrđi fjölskyldunni stuttmynd sína um Skákfélag Vinjar, ţar sem Björn er í forgrunni 001og varđ ţess valdandi ađ Árni, meistari bréfskákarinnar, gekk til liđs viđ félagiđ. Ađ sjálfsögđu var litgreint skákborđ sem Björn fćrđi Skáksambandinu ađ gjöf fyrir nokkru haft uppi viđ. Best klćddu menn dagsins, Gunnar Björnsson og Stefán Bergsson kíktu viđ. Stefán ţekkir hiđ litgreinda borđ manna best, enda stúderađ ţađ og lesiđ um. Hann sagđi örstutt frá pćlingunum bakviđ liti og reiti.

Fyrirliđinn Hrannar Jónsson setti svo mótiđ og Herdís lék fyrsta leikinn í viđureign Arnars Valgeirssonar og Hrannars stjóra. Ţađ var stál í stál allt fram ađ kaffi. Eftir ţađ var enn harđar barist og Róbert Lagerman hafđi ađ lokum sigur á stigum, en hann og Ólafur B. Ţórsson voru međ 5 vinninga í sex skákum ţar sem tíminn var sjö mínútur á mann. Róbert og Björn Sölvi voru einmitt miklir mátar og háđu einvígi í Vin sem var langt frá ţví búiđ ţegar Björn féll frá. Ţá var stađan jöfn. Róbert fékk ađ launum glćsilegan bikar auk bćklinga sem Björn Sölvi skrifađi fyrir nokkru og gaf út. Fimm efstu fengu bókavinninga og Emil Sigurđsson fékk bók fyrir besta skor unglings, Elsa María Kristínardóttir krćkti í bók og bestu útlendingarnir, Jorge og Lea grćddu líka.

Efstu sćti:

1.       Róbert Lagerman                    5
2.       Ólafur B. Ţórsson                    5
3.       Tómas Björnsson                    4,5
4.       Gunnar Freyr Rúnarsson       4,5
5.       Bjarni Hjartarson                    4
6.       Jorge Fonseca                         4
7.       Kjartan Guđmundsson           3,5
8.       Elsa María Kristínard              3,5
9.       Hrannar Jónsson                     3,5
Svo fylgdi strollan á eftir.

 Myndaalbúm (AV)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8765384

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 146
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband