Leita í fréttum mbl.is

Námskeið Skákskóla Íslands hefjast á laugardag

Skákskóli Íslands kynnir:

Byrjenda- og framhaldsflokkar Skákskóla Íslands hefjast 21. janúar.

Stundatafla - kennt er að Faxafeni 12

  • Byrjendaflokkur I:   laugardagar  10:30 - 11:30
  • Byrjendaflokkur II:  laugardagar 11:30 - 12:30
  • Byrjendaflokkur III: laugardagar 16:00 - 17:00
  • Framhaldsflokkur I:   þriðjudagar  15:30 - 17:00, laugardagar 12:30-14:00.

Kennt verður í 13 vikur en frí um páska og helgina sem Íslandsmót Skákfélaga stendur yfir, 2.-4. mars.

Kennarar flokkanna eru hinir reyndu skákkennarar Björn Ívar Karlsson, Stefán Bergsson og Torfi Leósson auk þess sem stórmeistarar koma að kennslu allra flokkanna. Nemendur Skákskólans hafa í gegnum tíðina skarað fram úr á skáksviðinu og má nefna alþjóðlegu meistarana Guðmund Kjartansson og Dag Arngrímsson og svo helstu skákstjörnu Íslands Hjörvar Stein Grétarsson landsliðsmann.

Innifalið í námskeiðunum er kennsla, kennslugögn, heimaverkefni og umsjón með skákmótaþátttöku nemenda. Nemendum er vísað á skákmót við hæfi og veitt eftirfylgni á þeim skákmótum.

Verð: Byrjendaflokkur 14.000 kr. og framhaldsflokkur: 22.000 kr.

Skráning og fyrirspurnir á skakskolinn@gmail.com

Við skráningu er sendur tölvupóstur  tilbaka um í hvaða flokki nemandinn verður. Skráningu skal fylgja fæðingarár nemanda, grunnskóli og hvaða skákæfingar/skáktíma nemandinn hefur sótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband