Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing frá Héðni varðandi umfjöllun um fjarveru hans á MP Reykjavíkurskákmótinu

HéðinnHéðinn Steingrímsson hefur sent fréttatilkynningu til Skák.is varðandi umfjöllun um fjarveru sína á MP Reykjavíkurskákmótinu.   Hana má finna hér í fullri lengd:

Í ljósi skrifa um fjarveru mína á Reykjavíkurskákmótinu, sé ég mig knúinn til að gera grein fyrir mínu máli.

Um leið og fullyrðing þess efnis birtist á opinberri fréttasíðu Skáksambands Íslands að ég hafi hætt í mótinu fyrirvaralaust, án skýringa sendi ég eftirfarandi tölvupósta (sjá að neðan).

Þar kemur fram að ég var veikur. Það kom strax fram í samskiptum við Skáksamband Íslands á mánudeginum fyrir mótið, að ég yrði að skila læknisvottorði, sem ég gerði.

Mér fannst og finnst enn óeðlilegt að Skáksamband Íslands hafi læknisvottorð undir höndunum, en skrifi engu að síður á sinni opinberu fréttasíðu að ég hafi dregið mig úr mótinu án skýringa.

Það má geta þess að þessi staðreyndarvilla hefur birst í öllum fjölmiðlum, sem að fjalla um skák. Enginn hefur spurt mig að þessu, en ég trúi ekki að íslenskir fjölmiðlamenn skrifi svona án þess að leita eftir staðfestingu, í þessu tilviki hjá Skáksambandi Íslands.

Það kemur einnig fram í tölvupóstunum, að ég óskaði ítrekað eftir því við Skáksamband Íslands að þetta yrði leiðrétt, en tölvupóstum mínum þess efnis var ekki svarað.

Héðinn Steingrímsson

 

Von: Hedinn Steingrimsson [mailto:hedinn@gmx.net]
Gesendet: Mittwoch, 23. März 2011 07:56
An: Gunnar Bjornsson (gunnibj@simnet.is)
Cc: frettir@skaksamband.is; 'Gunnar Björnsson'
Betreff: Héðinn Steingrímsson hætti við þátttöku í mótinu með eins dags fyrirvara.

Sæll Gunnar,

Bendi á að ég fór til læknis mánudaginn fyrir Reykjavíkurskákmótið (mótið byrjaði á miðvikudegi) og hafði eftir læknisrannsóknina samband við Helga Árnason í Fjölni og tilkynnti honum að ég væri veikur og yrði ekki með í Reykjavíkurskákmótinu. Mér skilst að Helgi hafi strax haft samband við þig og það geti ekki hafa verið minna en eins og hálfs dags fyrirvari. Var beðinn af SÍ um læknisvottorð og skilaði því að sjálfsögðu. Tel í ljósi þessa að skrifin séu talsvert ónákvæm.

Kveðja,

Héðinn

Von: Hedinn Steingrimsson [mailto:hedinn@gmx.net]
Gesendet: Dienstag, 22. März 2011 23:44
An: Gunnar Bjornsson (gunnibj@simnet.is)
Cc: frettir@skaksamband.is
Betreff: Héðinn Steingrímsson hætti við þátttöku í mótinu með eins dags fyrirvara.

Sæll Gunnar,

Bendi á að ég fór til læknis mánudaginn fyrir Reykjavíkurskákmótið (mótið byrjaði á miðvikudegi) og hafði eftir læknisrannsóknina samband við Helga Árnason í Fjölni og tilkynnti honum að ég væri veikur og yrði ekki með í Reykjavíkurskákmótinu. Mér skilst að Helgi hafi strax haft samband við þig og það geti ekki hafa verið minna en eins og hálfs dags fyrirvari. Var beðinn af SÍ um læknisvottorð og skilaði því að sjálfsögðu. Tel í ljósi þessa að skrifin séu talsvert ónákvæm.

Kveðja,

Héðinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband