3.4.2011 | 15:16
Yfirlýsing frá Héðni varðandi umfjöllun um fjarveru hans á MP Reykjavíkurskákmótinu
Héðinn Steingrímsson hefur sent fréttatilkynningu til Skák.is varðandi umfjöllun um fjarveru sína á MP Reykjavíkurskákmótinu. Hana má finna hér í fullri lengd:
Í ljósi skrifa um fjarveru mína á Reykjavíkurskákmótinu, sé ég mig knúinn til að gera grein fyrir mínu máli.
Um leið og fullyrðing þess efnis birtist á opinberri fréttasíðu Skáksambands Íslands að ég hafi hætt í mótinu fyrirvaralaust, án skýringa sendi ég eftirfarandi tölvupósta (sjá að neðan).
Þar kemur fram að ég var veikur. Það kom strax fram í samskiptum við Skáksamband Íslands á mánudeginum fyrir mótið, að ég yrði að skila læknisvottorði, sem ég gerði.
Mér fannst og finnst enn óeðlilegt að Skáksamband Íslands hafi læknisvottorð undir höndunum, en skrifi engu að síður á sinni opinberu fréttasíðu að ég hafi dregið mig úr mótinu án skýringa.
Það má geta þess að þessi staðreyndarvilla hefur birst í öllum fjölmiðlum, sem að fjalla um skák. Enginn hefur spurt mig að þessu, en ég trúi ekki að íslenskir fjölmiðlamenn skrifi svona án þess að leita eftir staðfestingu, í þessu tilviki hjá Skáksambandi Íslands.
Það kemur einnig fram í tölvupóstunum, að ég óskaði ítrekað eftir því við Skáksamband Íslands að þetta yrði leiðrétt, en tölvupóstum mínum þess efnis var ekki svarað.
Héðinn Steingrímsson
Von: Hedinn Steingrimsson [mailto:hedinn@gmx.net]
Gesendet: Mittwoch, 23. März 2011 07:56
An: Gunnar Bjornsson (gunnibj@simnet.is)
Cc: frettir@skaksamband.is; 'Gunnar Björnsson'
Betreff: Héðinn Steingrímsson hætti við þátttöku í mótinu með eins dags fyrirvara.
Sæll Gunnar,
Bendi á að ég fór til læknis mánudaginn fyrir Reykjavíkurskákmótið (mótið byrjaði á miðvikudegi) og hafði eftir læknisrannsóknina samband við Helga Árnason í Fjölni og tilkynnti honum að ég væri veikur og yrði ekki með í Reykjavíkurskákmótinu. Mér skilst að Helgi hafi strax haft samband við þig og það geti ekki hafa verið minna en eins og hálfs dags fyrirvari. Var beðinn af SÍ um læknisvottorð og skilaði því að sjálfsögðu. Tel í ljósi þessa að skrifin séu talsvert ónákvæm.
Kveðja,
Héðinn
Von: Hedinn Steingrimsson [mailto:hedinn@gmx.net]
Gesendet: Dienstag, 22. März 2011 23:44
An: Gunnar Bjornsson (gunnibj@simnet.is)
Cc: frettir@skaksamband.is
Betreff: Héðinn Steingrímsson hætti við þátttöku í mótinu með eins dags fyrirvara.
Sæll Gunnar,
Bendi á að ég fór til læknis mánudaginn fyrir Reykjavíkurskákmótið (mótið byrjaði á miðvikudegi) og hafði eftir læknisrannsóknina samband við Helga Árnason í Fjölni og tilkynnti honum að ég væri veikur og yrði ekki með í Reykjavíkurskákmótinu. Mér skilst að Helgi hafi strax haft samband við þig og það geti ekki hafa verið minna en eins og hálfs dags fyrirvari. Var beðinn af SÍ um læknisvottorð og skilaði því að sjálfsögðu. Tel í ljósi þessa að skrifin séu talsvert ónákvæm.
Kveðja,
Héðinn
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 97
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.