Leita í fréttum mbl.is

NM-pistill: Ađ loknum fyrsta degi

Ţá er erfiđum fyrsta degi lokiđ og liđstjórarnir sitja í betri stofunni og eru nokkuđ sáttir međ uppskeruna.

Í E-flokki hélt Vignir Vatnar áfram sigurgöngu sinni međ ţví ađ máta sćnskan andstćđing sinn á f7 í 8.leikjum! Ţađ kom okkur nokkuđ í opna skjöldu enda hafđi Svíinn teflt góđa skák í fyrstu umferđ gegn sólskinsbarninu ólseiga, Janus Skaale.  Heimir Páll tefldi góđa skák gegn fćreyskum andstćđingi og fórnađi biskupi međ pompi og prakt á f7 og vann ţar međ drottninguna af andstćđingi sínum.  F7 klárlega reitur dagsins! Í ljósi ţess ađ litlu guttarnir í E-flokki eru ađ tefla í fyrsta sinn á erlendri grundu og eiga nokkur ár eftir í flokknum (Vignir 3 ár og Heimir 1 ár) ţá eru fararstjórarnir gjörsamlega í skýjunum međ 75% vinningshlutfall ţeirra.

Í D-flokki mćttust Jón Kristinn og Oliver innbyrđis. Ţar áttu sér tíđ eigendaskipti  og lauk skákinni svo međ jafntefli. Ţeir félagarnir eru ađ fara ađ moka inn vinningunum á morgun (stađfest).

Í C-flokki var uppskeran rýr ţrátt fyrir góđar horfur á tímabili. Emil tefldi viđ Finnan sterka, Ebeling og valdi líklega ranga leikjaröđ í byrjuninni. Ţađ kom ţó ekki ađ sök, stađan leit ágćtlega út ţar til pilturinn nćldi sér í baneitrađ peđ á miđborđinu og sá ekki til sólar eftir ţađ. Dagur Kjartans fékk stigahćsta mann flokksins, Norđmanninn Flermoen, og veitti honum harđa keppni. Eftir ađ hafa platađ Norsarann í miđtaflinu var piltur kominn međ hartnćr unniđ tafl en kóngstađan var götótt og ađ lokum fann Flermoen frábćra vinningsleiđ! Miđađ viđ taflmennskuna er ţađ međ hreinum ólíkindum ađ Dagur sé án vinninga og úr ţví verđur bćtt á morgun!

Í B-flokki kom 1,5 vinningur í hús. Nökkvi sigrađi fćreyskan andstćđing sinn, kannski ekki örugglega, en vinningur er vinningur! Örn Leó tefldi viđ norskan andstćđing og fékk fljótlega vćnlega stöđu. Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég hélt ađ í fljótu bragđi ađ hann vćri ađ vinna skákina en ţá ratađi Norsarinn á mannsfórn sem tryggđi honum jafntefli međ ţráskák.  

Í A-flokki hélt sigurganga okkar áfram. Sverrir sigrađi andstćđing sinn mjög örugglega en ţađ sama verđur ekki sagt um Hjörvar Stein! Undir lok skákarinnar var okkar mađur ţremur peđum undir í endatafli og andlitsliturinn farinn ađ líkjast hárlitnu.  Finninn ţyrfti sennilega ađ skella sér á 1-2 Dale Carnegie - námskeiđ ţví eftir skákina kom í ljós ađ hann var sannfćrđur um ađ vera međ tapađ tafl ţrátt fyrir liđsmuninn.

Liđakeppnin stendur ţannig ađ Danir eru efstir međ 13,5 vinninga . Í öđru sćti eru Frónverjar međ 11,5 vinninga og jafnir í ţriđja sćti eru Norsarar og Finnar međ 10 vinninga.

Ýmislegt annađ hefur gerst utan skákborđsins; sumir tóku lengri lestarferđir en ađrir, sumir villtust og gengu á annan tug kílómetra, sumir hrutu og sumir spörkuđu í ađra vegna hrota, sumir voru í lego, sumir hlupu og villtist og keyptu kort og sumir tefldu hrađskák viđ Kanadamann á fölskum forsendum sem leiddi til ávinnings.

Svona er ţetta, bein lýsing á FB á morgun; Nm Skolaskak.

Yfir og út frá Vandrćđaheimilinu.

Stefán og Björn

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband