23.10.2010 | 16:00
Viðeyjarslagur fór fram í gær
Viðeyjarskákmót öldunga fór fram í gær (22. okt.) með pomp og prakt. Skákklúbbar eldri borgara, Riddarinn og Æsir, stóðu að mótinu í sameiningu með tilstyrk góðra styrktaraðila og liðstyrks Sr. Gunnþórs Ingasonar, skákklerks.
Setningarathöfn fór fram í Viðeyjarkirkju, næstelstu kirkju landsins, frá 1774, með því að Sr. Gunnþór flutti stutta prédikun, minnst var látinna skákmanna með stuttri þögn, og þátttakendurnir 34 talsins sungu saman þjóðlagið "Ísland ögrum skorið". Síðan setti Einar S. Einarsson, mótsstjóri, fyrsta Viðeyjarskámótið, sem vitað er til að fram hafi farið, með stuttu ávarpi og minnist hinna fornu Sögualdartaflmanna frá 12 öld, sem mótið var tileinkað, og taldir eru á meðal 5 mestu gersema The British Museum. Fleiri og fleiri fræðimenn, sagnfræðingar og safnverðir og aðrir, telja nú að Guðmundur G. Þórarinsson, sem var á meðal keppenda, hafi haft lög að mæla þegar hann setti fram sína velyfirveguðu, rökstuddu og merku kenningu fyrr á árinu að þeir séu upprunnir frá Íslandi, skornir út úr rostungstönnum í Skálholti í tíð Páls Jónssonar biskups. Var taflsett með eftirgerðum munanna og fleira þeim tengt til sýnis í Viðeyjarstofu og sviðsmynd mótsins í þeirra líki. Þessu hefur verið slegið upp í heimspressunni og í nýútkominni bók, miklu grundvallarriti um taflsett, "Chess Masterpieces" er hinni nýju íslensku söguskýringu hampað og því ljóst að hún er komin á sögunnar spjöld og til að vera.
Haft var á orði að aldrei síðan hirðmenn Danakonungs rændu á klaustrið í Viðey í siðaskiptunum um miðja 16.öld "með miklu brauki og bramli" hafi jafn mikið gengið á baðstofuloftinu í Viðeyjarstofu eins og þegar hinar 32 öldnu skákkempur eða kappar, sumir á níræðisaldri, létu þar gamminn geysa í gær og tókust hatrammlega á og létu einskis ófreistað til að hnésetja hvern annan með klækjabrögðum í skáktafli, á hvítum reitum og svörtum.
Úrslit mótsins urðu frekar óvænt því enginn annar enn Sigurður A. Herlufsen, reyndar gamalkunnur skákgarpur, sat einn uppi sem sigurvegari með 7.5 vinning af 9 mögulegum, tapaði bara fyrir Birni Þorsteinssyni og gerði jafntefli við Daða Guðmundsson. Gunnar Kr. Gunnarsson varð í öðru sæti með 7 vinninga, tapaði fyrir Sigurði og Daða og svo skaust Guðfinnur R. Kjartansson óvænt upp í 3. sætið með því að vinna Björn í síðustu umferðinni. Guðfinnur er afar traustur skákmaður og nær sér oft vel á strik einkum í hvatskákum (10.mín.) Í kjölfar þessara efstu manna fylgdu svo þeir: Jóhann Örn Sigurjónsson, Björn Þorsteinsson og Daði Guðmundsson.
Sjá má helstu úrslit nánar á meðf. töflu yfir 20 efstu, aðrir hlutu minna.
Ýmsir valinkunnir skákmeistarar náðu sér ekki eins vel á strik og þeir höfðu vænst, áttu slæman dag og sama má segja um ýmsa minni spámenn, sem hafa unnið alla þessa menn á góðum degi.
Næsta stórmót aldraðra og eins uppvaxandi skákmanna, Æskan og Ellin, fer fram í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, laugardaginn 13. nóvember nk. kl. 13 -15 á vegum Riddarans og Sd. Hauka. Þar verða líka góð verðlaun og veitingar í boði. Allir liðtækir skákmenn, 60 ára og eldri, og 16 ára og yngri, velkomnir til tafls. Keppendur hafa að jafnaði verið á bilinu 60-80 talsins.
Einar S. Einarsson hefur sent fjölda mynda sem finna má í myndaalbúmi.
.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Íslenskar skákfréttir, Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 9
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 135
- Frá upphafi: 8779015
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 107
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg umgjörð. Endilega birta lokastöðu allra keppenda.
Þórir Ben (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.