Leita í fréttum mbl.is

Taflfélag Reykjavíkur 110 ára í dag

Taflfélag Reykjavíkur

Óttar Felix Hauksson skrifar:

Taflfélag Reykjavíkur er 110 ára í dag, elst allra skákfélaga í landinu. Taflfélagiđ hefur lifađ tvenn aldamót, stađiđ af sér alla storma, stendur enn hnarreist og horfir björtum augum fram á veginn. Stofnfélagar Taflfélagsins á haustdögum ársins 1900 voru ýmsir mektarmenn í höfuđstađnum.  Má ţar m.a. nefna Björn M. Ólsen, sem seinna varđ okkar fyrsti háskólarektor, Einar Benediktsson skáld og athafnamann og  Pétur Zóphóníasson sem var fyrsti skákmeistari Íslands.

Engum blöđum er um ţađ ađ fletta ađ ţađ var fyrir hvatningu og  góđvilja Daniel Williard Fiske, bókavarđar og prófessors viđ Cornell háskóla í Bandaríkjunum, ađ stofnun Taflfélags Reykjavíkur varđ ađ veruleika. Hann sendi  félaginu ađ gjöf taflmenn og borđ, bćkur og peninga. Ţáttur Fiske í menningarsögu Íslands verđur seint fullţakkađur, ţví auk ţess ađ hvetja til skákiđkunar víđa um land (m.a. norđur í Grímsey), ţá ánafnađi hann Cornellháskóla gífurlega dýrmćtum bókakosti íslenskra bóka ásamt peningagjöf og  lagđi ţar grunn ađ rannsóknarstöđu í íslenskum frćđum sem var mönnuđ nćr alla síđustu öld.

Í hundrađ og tíu ár hefur Taflfélag Reykjavíkur  veriđ helsti vettvangur skákiđkunar Íslendinga. Ţúsundir ungmenna hafa fengiđ ţar ţjálfun í öllum ţeim ţáttum sem skáklistin býđur uppá.  Rökvís hugsun, sjálfsagi, efling sigurviljans og félagslegur ţroski  er veganesti sem hverjum manni er hollt ađ hafa međ í för á  lífsleiđinni. Skáksigrar Íslendinga á erlendri grund hafa, meira en margt annađ, náđ ađ sameina ţjóđina og orđiđ henni lyftistöng. 

Ísland öđlađist sjálfstćđi 1944, er í rauninni ungt ríki og smátt í samfélagi ţjóđanna. Án alls efa hefur árangur Friđriks Ólafssonar, Jóhanns Hjartarsonar og íslenska ólympuliđsins á alţjóđavettvangi, orđiđ til ađ skerpa sjálfstćđisvitund hnípinnar smáţjóđar sem var ađ byrja ađ fóta sig í menningarsamskiptum viđ stćrri ţjóđir upp úr miđri síđustu öld. Sigrar ţeirra fullvissuđu ţjóđina um kraft sinn og getu til ađ eigaí fullu tré, í ţessari aldagömlu og göfugu íţrótt hugans, viđ ađrar ţjóđir, jafnvel ţćr sem eru mun stćrri og fjölmennari. Góđur árangur Íslands á nýafstöđnu ólympíumóti , bćđi í opnum flokki og kvennaflokki, er til marks um ađ enn er gunnfánanum haldiđ hátt á lofti.

Í tilefni 110 ára afmćlisins býđur Taflfélagiđ til kaffisamsćtis  í húskynnum félagsins ađ Faxafeni 12  í dag kl. 18 og eru allir skákmenn og velunnarar hjartanlega velkomnir.

Óttar Felix Hauksson

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 8765211

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband