Leita í fréttum mbl.is

Bent Larsen

Skák.is barst eftirfarandi minningargrein um Bent Larsen frá Gunnari Finnlaugssyni.

Skákkonungurinn og mannlífsriddarinn Bent Larsen er horfinn af skákborđi lífsins. Auk ţess ađ vera afburđa skákmađur var hann einnig skemmtilegur fyrirlesari, ásamt ţví ađ vera afkastamikill og góđur skákblađamađur.

Eitt af ţví fyrsta sem ég man eftir var skákeinvígi Friđriks og Larsens í byrjun árs 1956. Ţá var Larsen „vondi strákurinn" og tók Norđurlandatitilinn af skákgođi okkar Íslendinga, Friđrik Ólafssyni. Ţeir voru góđir kunningjar, en friđsemi og vingjarnlegheit voru ţeim fjarri ţegar barist var á skákborđinu. Ţessir tveir heiđursmenn hafa auđgađ skákmenningu Norđurlanda í meira en hálfa öld!

Ég kynntist Larsen lítillega haustiđ 1989 í Holstebro í Danmörku. Ţá fór fram aukakeppni um sćti í millisvćđamóti milli Margeirs, Yrjölä og Larsens. Sem nýbakađur formađur í Malmö Schacksällskap fékk ég ţá hugmynd ađ fá Larsen til Málmeyjar. Hann tók vel í mína málaleitun og seinna um haustiđ kom hann, tefldi klukkufjöltefli, fjöltefli og hélt fyrirlestur viđ mikla hrifningu skákáhugamanna hér á Skáni. Mér er ţađ sérstaklega minnisstćtt hve auđvelt var ađ ná samkomulagi viđ hann um ţóknun og annađ varđandi heimsóknina.

Vinur minn Lars Grahn í Málmey gaf út Schacknytt í um ţađ bil tvo áratugi. Draumur hans var ađ fá Larsen til ađ skrifa reglulega. Sá draumur rćttist einfaldlega vegna ţess ađ Larsen sćtti sig viđ lág ritlaun. Lars hefur sagt mér ađ hann dansađi af gleđi ţegar svar Larsens kom. Larsen skrifađi mikiđ, og er án efa Norđurlandameistari skákblađamanna. Fyrst og fremst skrifađi hann i Skakbladet, Schacknytt og dönsk dagblöđ. Međal annars skrifađi hann skákţátt daglega árum saman í Extra Bladet.

Upp úr 1970 flutti Larsen til Las Palmas. Hann var meira eđa minna flćmdur úr landi af skattayfirvöldum.

Skatturinn taldi ađ maturinn sem hann fékk á skákmótum utan Danmerkur vćru fríđindi sem borga ćtti skatt af! Hann snéri aldrei aftur til Danmerkur og bjó síđustu árin í Argentínu.

Danir syrgja sína stćrstu skákstjörnu fyrr og síđar. Á heimasíđu Danska Skáksambandsins er vitnađ í forseta sambandsins. Hann segir ţar ađ Larsen hafi á sínum bestu árum veriđ einn vesturlandabúa sem gat bođiđ Sovétmönnum byrginn. Hann gleymir illilega íslendingunum Friđrik Ólafssyni og Robert James Fischer!

Larsen var fróđur og áhugasamur um margt. Hefđi hann einblínt á skákborđiđ hefđi hann trúlega náđ enn lengra. En Larsen var ekki bara skákmađur, hann var heimsborgari og bođberi skákarinnar. Sagt er ađ sjaldan hafi honum orđiđ svarafátt. Einn vina minna í Danmörku sagđi mér ađ eina svariđ sem mađur fékk aldrei frá Larsen vćri;

Ég veit ţađ ekki.

Heimur okkar skákmann verđur fátćklegri eftir andlát Larsens en minningin um skákstjörnu Norđurlanda lifir!

Gunnar Finnlaugsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764855

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband