Leita í fréttum mbl.is

Björn tapaði í níundu umferð

Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2390) tapaði fyrir rúmenska stórmeistaranum Constantin Lupulescu (2593) í níundu umferð alþjóðlega mótsins í Eforie í Rúmeníu.   Björn hefur 6 vinninga og er í 14.-35. sæti.  Í tíundu og næstsíðustu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Björn við þýska alþjóðlega meistarann Matthias Thesing (2425).   Skákin verður sýnd beint á vefsíðu mótsins og hefst kl. 13:30.

Mikael Jóhann Karlsson (1726) vann sína skák en Örn Leó Jóhannsson (1820) og Birkir Karl Sigurðsson (1442) gerðu jafntefli.  Mikael hefur 4,5 vinning, Örn Leó hefur 3,5 vinning og Birkir Karl hefur 2,5 vinning.

Rúmenski stórmeistarinn Marius Manolache (2527) er efstur með 7,5 vinning.

181 skákmaður tekur þátt í þessu skákmóti.  Þar 17 stórmeistarar og 21 alþjóðlegur meistari.  Björn er númer 34 í stigaröð keppenda.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband