Leita í fréttum mbl.is

Örn Leó og Dagur Skólaskákmeistarar Reykjavíkur

Eldri flokkurÖrn Leó Jóhannsson, Laugarlćkjaskóla, og Dagur Ragnarsson, Rimaskóla eru Skólaskákmeistarar Reykjavíkur.     Ađrir fulltrúar Reykjavíkur á Landsmótinu í skólasveita verđa Dagur Kjartansson, Hólabrekkuskóla, og Emil Sigurđarson, Laugarlćkjaskóla, úr eldri flokki og Heimir Páll Ragnarsson, Hólabrekkuskóla, yngri flokki, sem er ađeins átta ára.  Björn Ţorfinnsson hefur skrifađ pistil um gang mála a mótinu.Yngri flokkur

Pistill Björns

Lokadagur Skólaskákmóts Reykjavíkur var ćsispennandi. Í eldri flokki voru Örn Leó Jóhannsson og Dagur Kjartansson efstir eftir fyrri daginn međ 4,5 vinninga af 5 og ţeir slógu hvergi af á seinni deginum og unnu allar sínar skákir. Ţví varđ ađ grípa til einvígis til ađ skera úr um titilinn og hafđi Örn Leó ţar sigur 1,5 - 0,5. Framfarirnar hjá Erni Leó hafa veriđ gríđarlegar á ţessu skólaári og í kjölfariđ hefur hann skotist upp íslenska skákstigalistann. Á Kornax-mótinu í janúar grćddi hann 145 íslensk skákstig, sem er náttúrulega međ ólíkindum. Hann fylgdi ţví eftir međ frábćrum árangri á Reykjavik Open sem og Skákţingi Íslands - áskorendaflokki og ćtti ţví ađ vera farinn ađ nálgast 2000 stiga múrinn. Frammistađa Dags var einnig međ miklum ágćtum og hann veitti Erni harđa keppni. Dagur hampađi titlinum í yngri flokki í fyrra og ţví hefđi ţađ sennilega veriđ einsdćmi hefđi hann svo sigrađ í eldri flokkinum áriđ eftir! Međ sama áframhaldi eru hinsvegar allar líkur á ţví ađ hann fái skráđ nafn sitt á bikarinn í nánustu framtíđ. Ţriđji varđ Emil Sigurđarson og vann hann sér ţví ţátttökurétt í Landsmótinu í skólaskák ásamt Erni Leó og Degi. Heilt yfir var taflmennskan í eldri flokki á háu plani og keppendum til sóma.

Lokastađan í eldri flokki:

1.       Örn Leó Jóhannsson (Laugalćkjarskóla) - 8,5 v.

2.       Dagur Kjartansson (Hólabrekkuskóla) - 8,5 v.

3.       Emil Sigurđarson (Laugalćkjarskóla) - 7 v.

4.       Brynjar Steingrímsson (Hólabrekkuskóla) - 5 v.

5.       Franco Soto (Laugalćkjarskóla) - 4 v.

6.       Jóhann Bernhard Jóhannsson (Hlíđaskóla) - 3,5 v.

7.       Alexander Már Brynjarsson (Laugalćkjarskóla) - 3,5 v.

8.       Jóhann Karl Hallsson (Laugalćkjarskóla) - 3 v.

9.       Elín N. Viggósdóttir (Engjaskóla) - 2 v.

YfirlitsmyndKeppnin í yngri flokki var ekki síđur spennandi. Fyrir síđustu umferđ var Gauti Páll Jónsson efstur međ 5,5 v. og hann mćtti Heimi Páli Ragnarssyni sem var í 2-4.sćti međ 5 vinninga ásamt Degi Ragnarssyni og Leifi Ţorsteinssyni. Svo fór ađ Heimir Páll hafđi sigur í hörku skák og Dagur knésetti Leif á öđru borđi. Niđurstađan varđ ţví sú ađ Heimir og Dagur urđu efstir og jafnir međ 6 vinninga og urđu ađ tefla einvígi um titilinn. Ţar hafđi Dagur sigur, 2-0, og er ţví Skólaskákmeistari Reykjavíkur í yngri flokki.  Dagur hefur veriđ afar sigursćll á ţessu ári, bćđi í einstaklings- og sveitakeppnum, og bćtir nú enn einni skrautfjöđurinni í sinn hatt. Hann hefur einnig veriđ afar duglegur viđ ađ mćta á kappskáksmót í vetur en sú reynsla er oft lykillinn ađ framförum ungra skákmanna. Í ţessu móti tapađi hann snemma fyrir Gauta Páli en sýndi gríđarlegt keppnisskap og sigurvilja međ ţví ađ vinna fjórar síđustu skákirnar og ţar á međal sterka andstćđinga eins og brćđurna Oliver Aron og Kristófer Jóel sem eru einmitt samherjar hans í Rimaskóla. Árangur hins 8 ára gamla Heimis Páls var einnig stórkostlegur og ljóst er ađ ţar er gríđarlegt efni á ferđinni. Helstu styrkleikar hans er mikil hugmyndaauđgi og afar hröđ hugsun en ţađ getur fljótt snúist upp í veikleika ef mađur leikur strax einhverjum spennandi leik sem manni dettur í hug. Látiđ greinarhöfund ţekkja ţađ! Í ţessu móti tefldi Heimir afar vandađ og vel, einbeitingin var til fyrirmyndar og hann notfćrđi sér styrkleika sína á réttum tímapunktum. Dagur og Heimir Páll verđa fulltrúar Reykjavíkur á Landsmótinu í skólaskák 6-8. maí og verđur spennandi ađ fylgjast međ ţeim í ţeirri baráttu. Ţriđja sćtiđ hlaut Gauti Páll međ 5,5 vinninga eins og Rafnar Friđriksson en Gauti hafđi betur á stigum. Hann átti svo sannarlega meira skiliđ ţví hann vann fyrstu fimm skákirnar međ mikilli hörku og leiddi mótiđ allan tímann. Sérstaklega tefldi Gauti endatöflin vel og vann til dćmis góđa skák af Degi í kóngsendatafli og ađra skák af Breka Jóelssyni í jafnteflislegu hróksendatafli. Gauti hefur veriđ manna virkastur viđ taflmennsku á unglingaćfingum taflfélaganna í höfuđborginni og ţađ er greinilega ađ skila sér. Eftir mótiđ sagđi hann viđ skákstjóranna: „Ég tefli bara og tefli en núna ţarf ég ađ fara ađ lćra eitthvađ!!". Mikiđ til í ţví og ţađ er ljóst ađ ţađ verđur gaman ađ kenna Gauta Páli - slíkur er Einvígin í gangiáhuginn.  

Keppendur frá Laugalćkjarskóla og Melaskóla settu mikinn svip sinn á mótiđ međ frábćrri frammistöđu.  Keppendur úr ţessum skólum eiga ţađ sameiginlegt ađ hafa byrjađ ađ tefla síđastliđiđ haust (!) og hafa framfarirnar veriđ međ hreinum ólíkindum. Svo miklar ađ nemendur skólanna eru farnir ađ velgja bestu skákmönnum landsins í ţessum aldursflokki undir uggum.

Ađ lokum er vert ađ benda á frammistöđu Nansýar Davíđsdóttur úr Rimaskóla en hún hlaut 4 vinninga. Ţađ verđur ađ teljast frábćrt hjá nemenda í 2.bekk! Skákáhugamenn eru hvattir til ađ leggja ţetta nafn á minniđ.

Lokastađan í yngri flokki:

1.       Dagur Ragnarsson (Rimaskóla) - 6 v.

2.       Heimir Páll Ragnarsson (Hólabrekkuskóla) - 6 v.

3.       Gauti Páll Jónsson (Grandaskóla) - 5,5 v.

4.       Rafnar Friđriksson (Laugalćkjarskóla) - 5,5 v.

5-7. Leifur Ţorsteinsson (Melaskóla) - 5 v.

Oliver Aron Jóhannesson (Rimaskóla) - 5 v.

Ingvar Ingvarsson (Laugalćkjarskóla) - 5 v.

8-10. Donika Kolica (Hólabrekkuskóla) Garđar Sigurđarson (Laugalćkjarskóla) Dagur Logi Jónsson (Melaskóla) - 4,5 v.

11-16. Kristófer Jóel Jóhannesson (Rimaskóla) Breki Jóelsson (Melaskóla) Jóhann Arnar Finnsson (Rimaskóla) Ţorsteinn Freygarđsson (Árbćjarskóla) Nansý Davíđsdóttir (Rimaskóla) Arnar Ingi Njarđarson (Laugalćkjarskóla) - 4 v.

17. Ţórđur Valtýr Björnsson (Fellaskóla) - 3,5, v.

18-26. Jóhannes Kári Sólmundarson (Laugalćkjarskóla) Axel Bergsson (Selásskóli) Friđrik Dađi Smárason (Hólabrekkuskóli) Fannar Skúli Birgisson (Melaskóla) Jón Karl Einarsson (Melaskóla) Honey Grace Bargamento (Engjaskóla) Rósa Linh Róbertsdóttir (Engjaskóla) Sigurđur Ingvarsson - 3 v.

27-30. Alexander Örn Sćvarsson (Engjaskóla ) Eysteinn Högnason (Fossvogsskóla) Kristín Lísa Friđriksdóttir (Rimaskóla) Aldís Birta Gautadóttir (Engjaskóla) - 2 v.

31-32. Baldvin Guđjónsson (Ísaksskóla) Oddur Stefánsson (Ísaksskóla) - 1,5 v.

33-34. Smári Steinn Arnarsson (Ísaksskóla) Hjalti Dagur Hjaltason (Ísaksskóla) - 1 v.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 8765553

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband