Leita í fréttum mbl.is

Kasparov sækir um íslenskan ríkisborgararétt

KasparovFyrrverandi heimsmeistari í skák, Garry Kasparov, hefur sótt um íslenskan ríkisborgararétt.  Kasparov, sem hefur ekki verið í náðinni hjá Pútin forseta mun víst ekki telja sér lengur vært í Rússlandi.   Kasparov, sem kom til landsins í fyrradag, mun hafa hitt Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í gær og sótt þá formlega um ríkisborgararétt.  Honum segist ávallt hafa liðið mjög vel á Íslandi, hér eigi hann marga góða vini, og hér langi honum að eiga aðsetur þótt hann yrði ekki á landinu allt árið í kring.

Kasparov mun í dag mæta á skákstað í Lágafellinu í Mosfellsbæ um kl. 14 en hann mun einmitt hafa fest kaup á húsi í bænum.  Kasparov mun skýra 1-2 skákir frá Íslandsmótinu auk þess sem hann ætlar að fara yfir feril Smyslov í örfáum orðum en þeir mættust einmitt í áskorendaeinvígi 1984 og þekktust vel. 

Allir velkomnir.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Jæja, fyrir utan allt annað, virðist þessi frétt vera þýdd úr erlendu máli, sennilega með Google-translate, hehe : "Honum segist ávallt hafa liðið mjög vel á Íslandi, hér eigi hann marga góða vini, og hér langi honum að eiga aðsetur þótt hann yrði ekki á landinu allt árið í kring."

  

Snorri Bergz, 1.4.2010 kl. 10:12

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góður

Hrannar Baldursson, 1.4.2010 kl. 11:09

3 identicon

Hahaha   það er kannski 1. apríl í dag.

Soffía (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 11:44

4 identicon

Í tilefni dagsins (1.apríl) Ég bíð ég hann velkominn ^^

Daði Steinn (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 13:26

5 identicon

Gott fyrsta apríl gabb :)

Gunnar (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 161
  • Frá upphafi: 8765375

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband