Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Finnlaugsson: Pistill um EM öldunga

EM öldungasveita

Gunnar Finnlaugsson hefur sent Skák.is pistil um EM öldungasveita sem fram fór í Dresden í Ţýsklandi 10.-18. febrúar sl. en ţađ var Gunnar sem átti frumkvćđiđ ađ ţví ađ íslensk skáksveit, sem tefldi undir nafni KR tók ţátt.

Hér er pistillinn:

Ađdragandi

Höfundur ţessa pístils er mjólkurverkfrćđingur á eftirlaunum og býr í Lundi í Svíţjóđ.

Ţegar ég varđ "fríherra" fyrir tćpum tveimur árum gafst meiri tími fyrir eigin áhugamál, skákina og golfiđ. Ţegar ekki er hćgt ađ spila golf má grípa í tafl!

Skákiđkun međal "öldunga", ţađ er karla yfir sextugt og kvenna yfir fimmtugt hefur aukist mjög undanfarin ár. Ţessi hópur er kallađur "seniors". Mitt fyrsta mót sem "senior" var Norđurlandamótiđ í Fredrikstad í Noregi í september síđastliđnum.

Skáksamböndin hafa ekki sinnt ţessum aldurhópi ađ ráđi. Ţar sitja konur, börn og stórmeistarar í fyrirrúmi. Á ţessu eru ţó undantekningar. Norđmađurinn Per Ofstad hefur veriđ potturinn og pannann í "seniorsjakk" í Noregi og jafnframt veriđ "seniorpresident" í Skáksambandi Evrópu undanfarin ár.

Nú í febrúar fór fram 12. Evrópukeppni öldungaliđa. Ísland hefur einu sinni áđur sent sveit, ţađ var áriđ 2005. Ţessu keppni hefur alltaf fariđ fram í Dresden ađ undanskildu árinu 2008, en ţá fór mótiđ fram í Austurríki.

Međ hjálp góđra manna tókst ađ fá í liđ frá Íslandi ađ ţessu sinni. Skáksambandiđ styrkti okkur lítillega og skákdeild KR styrkti okkur hressilega og ţađ gerđi útslagiđ. Viđ ţökkum ţessum ađilum fyrir veittan stuđning.

Auk mín voru í liđinu; Gunnar Kr Gunnarsson, Magnús Gunnarsson, Ingimar Jónsson og svo Ingimar Halldórsson. Ingimar Jónsson sá um fararstjórn fjórmenninganna og var okkur til trausts og halds í viđskiptum viđ heimamenn. Held jafnvel ađ ţýskan hans sé betri en danskan mín!

Mótiđ var teflt á RAMADA hótelinu í Dresden 10. til 18 febrúar sl. Alls tóku 78 sveitir ţátt og var um helmingur ţeirra ţýskar. Teflt var á fjórum borđum, 9 umferđir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími var 90 mínútur á 40 leiki og síđan 30 mínútur til ađ ljúka skákinni. 30 sekúndur bćttust viđ fyrir hvern leik. Stig töldu fyrst, síđan vinningar. Tveir vinningar gáfu eitt stig og tveir og hálfur eđa meira gaf tvö stig.

Ég var liđsstjóri og kom áratuga reynsla mín af stigakerfinu sem notađ er hér í Svíţjóđ ađ notum. Ég var til dćmis eini mađurinn sem mátti taka jafntefli án ţess ađ spyrja. Ef til vill misnotađi ég ţessi forréttindi.

Seint ađ kvöldi tveimur dögum fyrir mót komum viđ á hóteliđ. Daginn eftir fengum viđ borđ og aukastóla inn á mitt herbergi. Í minni tölvu hef ég Chess Assistent (CA) og var CA mikiđ notuđ til undirbúnings og einnig ţegar skákir hverrar umferđar voru skođađar.

Mótshaldiđ

Mótshaldarar komust vel frá sinni vinnu. Hér tefldu fleiri liđ en í opnum flokki á Ólympíuskákmótinu í Argentínu 1978.

Ţađ sem ég dáđist mest ađ var Bulletin. Hún er á netinu ásamt „download" á eftirfarandi slóđ;

http://www.schachfestival.de/www_festival/92e9ee85b2a0843ab8dfe06a2e51adee.php

Alls voru tefldar 1404 skákir er eru nćr allar í Bulletin. Ţó vantar ţví miđur leiki víđa.

Teflt var í stórum ađalsal og öđrum minni. Viđ byrjuđum í minni salnum. Minni salurinn fékk síđan viđurnefniđ „norska svćđiđ". Norđmenn voru međ sjö liđ og mörg ţeirra veik.

Tólf skákir voru sendar beint.

Opnun mótsins og sér í lagi verđlaunaafhendingin voru skemmtilegar og vel skipulagđar samkomur. Mađur hafđi á tilfinningunni ađ mađur vćri ađ tefla á Ólympíuskákmóti. Ţví miđur misstu félagar mínir af verđlaunaafhendingunni, ţví ţeir ţurftu ađ fara til Berlínar til ađ komast í flug heim.

Úrslit mótsins

Úrslit mótsins má sjá á hinni ágćtu heimasíđu mótsins;

http://www.schachfestival.de/www_festival/4f529984eccb6ebdc4795ee0cf154f5a.php

Rússar unnu létt og verđskuldađ. Hinn gamli Íslandsvinur Vasjukov hélt ţakkarrćđu viđ verđlaunaafhendinguna. Svisslendingar komu nćstir međ Korchnoi í broddi fylkingar.

Mest á óvart komu Finnar og voru himinlifandi. Ţeir unnu Svía í síđustu umferđ. Góđkunningi minn Westerinen ţakkađi okkur hjálpina, en viđ töpuđum stórt fyrir ţeim í sjöundu umferđ.

Ađ mínum dómi er árangur okkar ţokkalegur. Átta af ţeim níu liđum sem viđ tefldum viđ voru fyrir ofan okkur í lokin. Reiknuđ voru svo kölluđ Buchholtz stig, sem eru samanlögđ vinningatala mótherjanna. Viđ vorum međ jafnmörg Buchholtz stig og Finnarnir. Hálfur vinningur meira í síđustu umferđ hefđi lyft okkur um tíu sćti. Toppurinn var ađ sjálfsögđu vinningurinn gegn England 1 í sjöttu umferđ sem fyrr er getiđ. Ađ torska á sćnsku ţýđir ađ tapa.

Einstaklingsúrslitin hafa ţegar birst á skak.is. Viđ nafnarnir áttum á brattann ađ sćkja á efstu borđunum. Viđ áttum ljósa punkta en fengum nokkra slćma skelli. Ég tel ađ heppni og óheppni sé ekki til í skák, bara klaufaskapur og heimska, annađ hvort eigin eđa andstćđingsins. Međalstig andstćđinga Gunnars Gunnarssonar voru tćp 2300 stig.

Magnús Gunnarsson stóđ sig best og hafđi svart í 6 af 8 skákum og tefldi afbragđsvel. Viđ Magnús erum báđir Selfyssingar og ţökkum skyrinu ađ viđ getum enn teflt. Einnig verđur ađ hafa í huga ađ á ţví herrans ári 1958 var Benóný sendur austur yfir fjall til ađ kenna okkur byrjanir. Mikil hefur ávallt umhyggja skákforystunnar veriđ hvađ varđar skáklíf úti á landi.

Ingimar Halldórsson var leynivopniđ okkar, hann hafđi hvorki íslensk né FIDE stig fyrir mótiđ. Ingimar vann meistaraflokk á Skákţingi Íslands 1967 og tefldi í efsta flokki á Norđurlandamótinu í Finnlandi sama ár. Hann var ţaulsetinn viđ skákborđiđ og kom mér mest á óvart. Baráttuhugur Ingimars Jónssonar jókst međ hverri umferđ.

Yfirbókun og magavírus

Í seinni hluta mótsins dró til tíđinda. Eini frídagurinn minn var ţegar félagar mínir unnu "fjórđa ţorskastríđiđ" og unnu England 1 međ minnsta mun. Ţá fékk ég ađ fara inn á netiđ hjá móthöldurum. Ţá fékk ég pappír međ fyrirsögninni;

"To the captains of the foreign teams"

Menn voru beđnir ađ ţjappa sér saman eđa flytja á annađ hótel. Ţá kom upp kurr og spurt var; hvađ međ ţýsku liđin? Norđmenn sem ég hitti töluđu um ađ fara heim. Á sama tíma fengu margir heiftarlega magapest og grunur lék á ađ ţetta vćri matareitrun (hóteliđ?) Ég sá til ađ viđ gćtum haldiđ upp á sigurinn áđur en vandamálin yrđu rćdd. Orđrómur var uppi um ađ ţýsku liđin hefđu fyrst veriđ beđin um ađ rýma 35 herbergi, en ţvertekiđ fyrir ađ verđa viđ ţví. Síđan var bođađ til fundar međ öllum liđsstjórum og fundarbođum dreift međan teflt var. Ingimar Jónsson fór međ mér á fundinn. Viđ fengum eftirfarandi bođskap frá hótelstýrunni;

" Hóteliđ er yfirbókađ nóttina fyrir síđustu umferđ. Okkur vantar 35 herbergi. Innan tveggja tíma ţurfum viđ ađ fá ađ vita hvađa herbergi ţetta verđa. Ef ţiđ getiđ ekki orđiđ viđ ţessu verđur skáksalurinn ekki opnađur í fyrramáliđ"

Ţessi unga kona var mjög góđ í ţýsku en neitađi ađ tala ensku! Konur hafa allmennt ekki mikinn skilning á ţessum "stríđsleik" okkar.

Dr Jordan, foringi mótshaldara tók sökina á sig til ađ bjarga í horn. Ingimar H og Magnús fóru í sambýli síđustu nóttina og ţannig bjargađi KR líka í horn. Ţetta var síđasta ár kempunnar Ofstad sem "seniorpresident" og viđ norđurlandabúar lögđum okkar ađ mörkum til ţess ađ hann gćti hćtt međ sóma. Hann fór yfir á annađ hótel og sagđi viđ mig; "Aldrei aftur RAMADA hótel".

Ţegar síđasta umferđin stóđ yfir kom rúta međ Japönum. Ţeir hafa eflaust borgađ betur!

Okkur var sagt ađ Oleg Chernikov, varamađur Rússanna hafi veikst fyrstur. Lćknar sögđu ađ ţetta vćri vírus frá Moskvu. Ţćgilegasta svariđ fyrir Ţjóđverjana. Alvarlegast varđ ţetta ţegar einn Svíanna féll í yfirliđ á veitingastađ, var međvitundarlaus og án hjartsláttar í nokkrar
mínútur. Síđan var hann fluttur á sjúkrahús, en fékk ađ fara heim um nóttina. Enn sögđu lćknar ađ ţetta vćri magavírus frá Moskvu. Ađ minnsta kosti ţriđjungur norrćnu keppendanna fengu Chernikov-vírusinn á međan á mótinu stóđ. Margir héldu ađ ţetta vćri matareitrun. Ef ţetta var matareitrun kom bara hóteliđ til greina

Ţegar um matareitrun er ađ rćđa veikjast yfirleitt margir samtímis. Hér veiktust menn koll af kolli. Viđ fimmmenningarnir fundum ekki fyrir neinu á međan á mótinu stóđ, sem betur fer.  Bćđi ég og Ingimar Jónsson fengum heiftarlega magakveisu á heimleiđinni, og Magnús veikist eftir heimkomuna. Ţetta er trúlega ţađ sem er kallađ "vinterkräksjuka" á sćnskunni. Hins vegar er ég ekki viss um ađ vírusinn vćri Rússi. Nóg komiđ af vćlinu...

Vissi ekki ađ ţađ vćri svona erfitt ađ vera teflandi liđsstjóri hjá KR?!

Lokapunktar

 

  • Taugaveiklunar vegna efnahagskreppunnar gćtir víđar en á ísa köldu landi. Ég varđ var viđ ţetta í Hollandi í fyrra líka. Hóteliđ krafđist „pinncode" ţegar borgađ var međ korti. Ađ sögn nýjar reglur í Ţýskalandi fyrir öll erlend kort. Ţegar ég ţurfti ađ taka út seđla međ gullkorti MP banka ţurfti ég at setja „pinncode"ţrisvar. Mörg ágćtis veitingahús voru í nágrenni RAMADA, eitt ţeirra stćrstu tók ekki VISA.
  • Nafni minn ofreyndi sig eitt kvöldiđ á heilsubótargöngu okkar. Nćsta dag var fariđ í gufu og vatnsnudd í kjallara hótelsins. Ég fór í sundskýlu og inn ţar sem var sturta, gufuböđ og vatnsnudd var fyrir alla. Ţýsk kona í hvítum slopp sagđi mér ađ fara úr sundskýlunni og ţvo mér almennilega. Ţetta var í votta viđurvist. Ţegar inn í gufubađiđ kom var ţar blanda af fólki og mikiđ rétt ţarna voru konur á Evuklćđum. Gleraugnaleysi og „ţoka" skertu ţó útsýniđ. Skotland 2 varđ neđst og var konan í ţeirra liđi ţarna í ţokunni. Myndarlegur Svíi tjáđi mér ađ hún hafi reynt ađ fá hann til lags viđ sig.
  • Nćsta Evrópumót öldungaliđa verđur í Grikklandi í apríl á nćsta ári.

Áfram KR! Ekki ala ţá heldur mala ţá!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 8778529

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband