Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Fimmtugur stórmeistari seiglunnar

SKÁKŢING Reykjavíkur 1975 vakti mikla athygli ţegar ţađ hófst ţví međal ţátttakenda var Friđrik Ólafsson. Ţar kvaddi sér einnig hljóđs 14 ára piltur, Margeir Pétursson. Hann verđur fimmtugur á morgun. Hann komst strax í hóp efstu manna og hélt sér ţar allt til loka. Ţađ sem mesta athygli vakti frá hendi hins unga skákmanns var glćsilegt endatafl sem hann vann af hinum reynda meistara Braga Kristjánssyni. Nokkrum mánuđum síđar varđ Margeir efstur viđ fjórđa mann í landsliđsflokki og ári síđar var hann valinn í ólympíuliđ Íslands 16 ára gamall. Ţeir óvenjulegu hćfileikar sem hann hafđi til ađ bera samfara ódrepandi baráttuvilja, seiglu og úthaldi í erfiđum stöđum fylgdu honum allan skákferilinn og áreiđanlega líka inn á ţann vettvang sem hann valdi sér síđar.

Vönduđ vinnubrögđ hans voru annáluđ, í frćgar stílabćkur sínar skráđi hann allar nýjar upplýsingar. Skákmađur af eldri kynslóđinni fullyrti ađ ţekking sumra íslenskra skákmanna vćri ţeim beinlínis til trafala. En ţetta var gömul tugga og ţađ vissu ţeir sem komnir voru til ađ sjá og sigra. Á níunda áratug síđustu aldar ţegar bestu skákmenn ţjóđarinnar voru iđulega á lista yfir 50 bestu skákmenn heims var Margeir manna iđnastur viđ kolann. Hann vann fjölda alţjóđlegra móta og tefldi yfirleitt 100 kappskákir eđa meira á ári. Eftir sigur á svćđamóti Norđurlanda í ársbyrjun 1985 og 2. sćti međ Boris Spasskí á 60 ára afmćlismóti SÍ voru fullmikil ţyngsli yfir taflmennsku hans á millisvćđamótinu í Biel um sumariđ. En hann lćrđi sína lexíu. Margeir vann Hastings-mótiđ nćstu áramót og varđ skákmeistari Norđurlanda 1987.

Skákstíll hans tók ýmsum breytingum ţessum árum; líkt og gamli heimsmeistarinn Emanuel Lasker tók hann stundum á sig erfiđar stöđur og ţar var hann hćttulegastur. Um áramótin 1989-1990 vann hann Lajos Portisch, Alexander Beljavskí og Ulf Andersson í Reggio Emilla á Ítalíu; ţađan hélt hann til Wijk aan Zee ţar sem hann komst taplaus í gegnum í eitt sterkasta mót ársins.

Ţeir sem tefldu međ Margeiri í ótal flokkakeppnum um áratugaskeiđ vissu ađ ţeir voru međ manni í sveit sem hćgt var ađ stóla á. Langar og snúnar viđureignir voru margar en sú sem hér birtist, sem hann tefldi á heimsmeistaramóti landsliđa 1993, er stutt og snjöll. Íslendingar höfđu ţá nýveriđ unniđ Rússland og ţarna var komiđ ađ sveit Armena. Byrjun svarts virđist ekki gefa mikil fyrirheit en skyndilega nćr svartur frumkvćđinu međ 20. ... Hc3. Armeninn reynir ađ reka hrókinn af höndum sér; magnađir hróksleikir brjóta niđur varnir hvíts: 21. ... Hxf3! og 23. ... Hh3! 24. Dc7 var varnartilraun en ţá kemur 24. ... De3+ 25. Kh1 Hxh2+! 26. Kxh2 Rg4+ 27. Kh1 Dh6+ 28. Kg1 e5! og vinnur.

HM landsliđa, Luzern 1993:

Sindbađ Lputjan - Margeir Pétursson

Bogo-indversk vörn

1.d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 b6 5. e3 Bb7 6. Bd3 O-O 7. O-O d5 8. a3 Bxd2 9. Bxd2 dxc4 10. Bxc4 Rbd7 11. De2 c5 12. Hfd1 De7 13. Dxc5 Rxc5 14. Rd4 Rfe4 15. f3 Rxd2 16. Hxd2 a6 17. b4 Rd7 18. Df2 Re5 19. Bf1 Hac8 20. e4 Hc3 21. Re2 Hxf3 22. Dxb6 Dg5 23. Dxb7

10-02-14.jpg

23. ... Hh3 24. Da7 Rf3+ 25. Kf2 Rxd2

og Lputjan gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 26. gxh3 Rxe4+ 27. Kf3 Rd2+ 28. Kf2 Df6+ og vinnur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 14. febrúar 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu afmćlisókir Margeir og takk fyrir a styrkja íslenskt skáklíf eins rausnarlega og ţú hefur gert í gegnum árin.

Bestu kveđjur,

Halli Kalls

Texas Tech Hákskóla og SPICE Skákstofnuninni

Haraldur Karlsson (IP-tala skráđ) 26.2.2010 kl. 06:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765507

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband