Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Tvöfalda biskupsfórnin

Afmćlismót Taflfélags Reykjavíkur, sem haldiđ var í höfuđstöđvum CCP viđ Grandagarđ, heppnađist einkar vel enda voru ađstćđur fyrir keppendur og áhorfendur međ besta móti.

Afmćlismót Taflfélags Reykjavíkur, sem haldiđ var í höfuđstöđvum CCP viđ Grandagarđ, heppnađist einkar vel enda voru ađstćđur fyrir keppendur og áhorfendur međ besta móti. Ađalstyrktarađili mótsins var MP banki og getur CCP vel viđ unađ en af hálfu TR var Óttar Felix Hauksson, fyrrverandi formađur, ađalskipuleggjandi og fórst ţađ vel úr hendi. Allar skákir mótsins voru sýndar á stóru tjaldi auk ţess ađ vera ađgengilegar í beinni útsendingu á netinu. Ef marka má spákönnun sem gerđ fyrir mótiđ virtist ţađ koma á óvart ađ Jón L. Árnason skyldi verđa efstur. En Jón hefur áđur sýnt ađ hann getur veriđ alveg ljóngrimmur á 10-15 mínútna tempóinu og lagđi auk ţess ađ velli ţá tvo sem nćstir komu. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Jón L. Árnason 5 v. (af 7). 2.-3. Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson 4˝ v. 4.-7. Friđrik Ólafsson, Guđmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson 3 v. 8. Arnar Gunnarsson.

Ýmsir tryggir skákmótagestir komu til ađ fylgjast međ mótinu og var greinilegt ađ ţátttaka Friđriks Ólafssonar mćltist vel fyrir. Hann var međal efstu manna lengst af og átti ekki lítinn ţátt í ţví glćsilegur sigur hans yfir Guđmundi Kjartanssyni í 4. umferđ. Tvöfalda biskupsfórnin á sér merka sögu sem m.a. er rakin í hinni ágćtu bók Fléttunni; Emanuel Lasker beitti henni fyrstur í frćgri skák undir lok 19. aldar en á hinu sögulega stórmóti í Sánkti Pétursborg 1914 kom fram enn mikilfenglegri útgáfa fórnanna í sigurskák Tarrasch yfir Nimzovitz. Af einhverjum furđulegum ástćđum fékk Tarrasch ekki 1. fegurđarverđlaun fyrir en Capablanca hlaut ţau fyrir fremur einfalda fléttu gegn Ossip Bernstein.

Til viđbótar ţessum skákum má minna á fallegan sigur Jóns L. Árnasonar yfir hinum öfluga rússneska stórmeistara Alexey Dreev á Reykjavíkurmótinu 1990. Ţar var seinni biskupnum ađ vísu fórnađ á f6 en skyldleikinn er augljós. Varđandi skákina sem her birtist benti Friđrik á ađ nákvćmara hefđi veriđ ađ leika hróknum til d4 í 24. og 25. leik:

Friđrik Ólafsson - Guđmundur Kjartansson

Drottningarbragđ

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Be7 5. Bf4 0-0 6 e3 Rbd7 7. Hc1 c5 8. cxd5 Rxd5 9. Bg3 cxd4 10. exd4 R7f6 11. Bd3 Rxc3 12. bxc3 b6 13. De2 Bb7 14. Re5 Dd5 15. c4 Da5 16. Re5 Had8 17. Hcd1 Rd7 18. d5 Rxe5 19. Bxe5 Bd6

10-01-18.jpg20. Bxh7+ Kxh7 21. Dh5+ Kg8 22. Bxg7 Kxg7 23. Dg5+ Kh7 24. Hd3 Da3 25. Hxa3 Bxa3 26. Dh4+ Kg7 27. Dg3+ Kf6 28. Dxa3 exd5 29. Df3+

- og svartur gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 29.... Kg7 30. He1 Hfe8 31. Hxe8 Hxe8 32. h4 og vinnur létt.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins verđa hér eftir birtir viku síđar en í blađinu sjálfu.   

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 17. janúar 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 233
  • Frá upphafi: 8765209

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband