Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Taflfélag Reykjavíkur 110 ára

TAFLFÉLAG Reykjavíkur fagnar á ţessu ári 110 ára afmćli sínu. Kall Einars Benediktssonar skálds, sem var međal stofnenda TR, er enn í minnum haft: Upp međ tafliđ .

TAFLFÉLAG Reykjavíkur fagnar á ţessu ári 110 ára afmćli sínu. Kall Einars Benediktssonar skálds, sem var međal stofnenda TR, er enn í minnum haft: Upp međ tafliđ. Saga taflfélagsins er skáksaga ţjóđarinnar; nćr alla síđustu öld báru sterkustu félagsmenn TR ćgishjálm yfir ađra skákmenn hér á landi.

Um helgina munu TR-ingar í samstarfi viđ CCP, framleiđanda Eve online, og MP banka standa fyrir afmćlismóti ţar sem átta skákmeistarar, ţar af sex stórmeistarar, tefla allir viđ alla. Spennandi verđur ađ sjá hugbúnađarlausnir CCP og mikill fengur fyrir hiđ aldrađa afmćlisbarn ađ fá tölvuleikjaframleiđandann til samstarfs og MP banka sem áđur hefur styrkt félagiđ viđ ýmis tćkifćri. Stofnandi bankans, Margeir Pétursson, á 50 ára afmćli í nćsta mánuđi, Jón L. Árnason fagnar einnig fimmtugsafmćli síđar á árinu og ţegar Friđrik Ólafsson verđur 75 ára ţann 26. janúar nk. geta menn tekiđ undir međ skáldi Persa, Ómari Kahayyám, ađ „...Tíminn, ţađ er fugl sem flýgur hratt..."

Af mörgu er ađ taka úr sögu TR og ekki úr vegi ađ bregđa upp snöggfćrđri mynd af sigri nokkurra félagsmanna á Ólympíumótinu í Buenos Aires 1939: Baldur Möller, Ásmundur Ásgeirsson, Guđmundur Arnlaugsson, Einar Ţorvaldsson og Jón Guđmundsson sneru aftur međ bikarinn sem Roberto Ortiz forseti gaf, sigurlaun B-keppninnar Copa Argentina. Ţrír hinir fyrstnefndu eiga allir virđingarsess í skáksögu okkar en ţann fimmta í upptalningunni Jón Guđmundsson má kalla huldumann í skáksögu Íslands. Í úrslitakeppninni vann hann einstćtt afrek; ađ leggja alla andstćđinga sína ađ velli, tíu talsins.

Vefurinn olimpbase.org rekur ítarlega ţá sögu og raunar ólympíumótanna allra frá ţví fyrsta sem haldiđ var í London 1927 til Ólympíumótsins í Dresden 2008.

Ţađ hlýtur ađ hafa veriđ mikil upplifun fyrir hinu ungu Íslendinga ađ koma af mölinni og sigla alla ţessa leiđ frá Reykjavík til Buenos Aires; sitja svo ađ tafli í námunda viđ gođin tvö Aljékín og Capablanca sem náđi bestum árangri 1. borđsmanna.

Ţó Aljékín hefđi unniđ heimsmeistaratitilinn af Capa ţar í borg 12 árum fyrr var Kúbumanninum skipađ til sćtis viđ háborđiđ í mótslok og Aljékín skör lćgra. Reiđin sauđ í Aljékín sem tefldi fyrir Frakkland. En veldistími ţeirra var ađ renna sitt skeiđ á enda.

Mótiđ markađi ţáttaskil í margvíslegum skilningi; í ágúst ´39 flutti farţegaskipiđ Priapolis til Argentínu ýmsa ţá keppendur sem urđu síđan eftir ţegar heimstyrjöldin braust út í september. Ţjóđverjar tefldu viđ litlar vinsćldir undir ţýska hakakross-fánanum en voru ţó ekki meiri ţjóđernissinnar en svo, ađ enginn liđsmanna ţeirra sneri aftur til Ţýskalands nazismans:

Jón Guđmundsson - Oleg Neikirch ( Búlgaríu )

Drottningarpeđs byrjun

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Bg5 h6 4. Bh4 c5 5. e3 Rc6 6. c3 Be7 7. Rbd2 O-O 8. Bd3 d5 9. Re5 cxd4 10. exd4 Rxe5 11. dxe5 Rd7 12. Bg3 Rc5 13. Bb1 Bd7 14. O-O Bb5 15. He1 Bd3 16. He3 Bxb1 17. Hxb1 b5 18. Dg4 g6 19. Bf4 Kg7 20. Hh3 Hh8 21. Be3 Hc8 22. Hf1 a5 23. f4 h5 24. Dg3 Kf8 25. Bd4 b4 26. Df3 Hg8 27. g4 hxg4 28. Dxg4 bxc3 29. bxc3 Hb8 30. Hh7 Hb2 31. Rf3 Re4 32. Rg5 Hg7 33. Hh8+ Hg8

10-01-09.jpg34. Rxe6+ fxe6 35. Hxg8+ Kxg8 36. Dxg6+ Kf8 37. F5 exf5 38. Hxf5+ Bf6 39. Hxf6+ Rxf6 40. Bc5+

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.6.): 42
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8766271

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 194
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband