Færsluflokkur: Spil og leikir
7.6.2011 | 08:20
Hjörvar með jafntefli í 3. umferð í Búdapest
Hjörvar Steinn Grétarsson (2422), sem teflir í SM-flokki First Saturday-mótsins, gerði jafntefli við þýska FIDE-meistarann Paul Zwahr (2340) í 3. umferð sem fram fór í gær. Daði Ómarsson (2225), sem teflir í AM-flokki, og Nökkvi Sverrisson (1881), sem teflir í FM-flokki töpuðu báðir. Daði fyrir ungverska alþjóðlega meistaranum Sandor Farago (2281) og Nökkvi fyrir Ungverjanum Jozsef Juracsik (2133). Hjörvar hefur 1½ vinning en Daði og Nökkvi hafa 1 vinning.
Í SM-flokki sem Hjörvar teflir í eru meðalstign 2412 skákstig. Hjörvar er nr. 6 í stigaröð 10 keppenda. Í AM-flokki, sem Daði sem teflir í eru meðalstigin 2247 skákstig. Daði er nr. 9 í stigaröð 12 keppenda. Í FM-flokki sem Nökkvi teflir í eru meðalstigin 2039 skákstig. Nökkvi er stigalægstur 12 keppenda.
6.6.2011 | 19:00
Haukur Angantýsson sigraði í Rauðakrosshúsinu.
Sextán þátttakendur voru a móti Skákfélags Vinjar i Rauðakrosshúsinu sem haldið var i dag.
Róbert Lagerman og Ingibjörg Edda Birgisdóttir stjórnuðu af röggmennsku en tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.
Kaffi, kex og ávextir runnu ofan i liðið milli umferða en kempan Haukur Angantýsson vann með fimm vinninga af sex mögulegum. Aðeins hærri á stigum en Skagapilturinn öflugi, Pétur Atli Lárusson, sem einnig náði fimm. Róbert Lagerman var þriðji á palli með 4,5.
Gauti Páll Jónsson fékk unglingaverðlaun og var fyrstur til að velja sér bók en efstu þrír fengu bókaverðlaun auk þess sem að Hjalmar Sigurvaldason og Csaba Daday kræktu sér i bækur í happadrætti.
1. Haukur Angantýsson 5
2. PéturAtli Lárusson 5
3. Robert Lagerman 4,5
4. BirgirBerndsen 4
5. Hörður Garðarsson 3,5
6. Finnur Kr.Finnsson 3,5
Aðrir með minna.
Myndaalbúm mótsins (HJ)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2011 | 16:01
Skákvaka í Skorradal - Kappteflið um Grænlandssteininn
Um helgina var haldin sérstök Skákvaka í Skorradal, við fjallavatnið fagurblátt, á vegum Gallerý Skákar, að óðali Einars Ess. Jafnframt fór þar fram "Kappteflið um Grænlandssteininn", sem er árleg skákkeppni Grænlandsfara um forkunnarfagran náttúrustein sem Guðmundur G. Þórarinsson fann í ferð sinni þangað árið 2005 til Tasiilaq ásamt nokkrum skákfélögum og gaf til keppninnar.
Keppt hefur verið um steininn tvisvar áður árin 2007 og 2008 og vann þá Guðfinnur R. Kjartansson bæði kappteflin þá sem einnig fóru fram í Skorradal. Nú þurfti að vinna upp 3 ár og því var ákveðið að efna til sérstakrar skákvöku og tefla öll þrjú mótin í einni striklotu. Tefldar voru 10 mín. hvatskákir, tvöföld umferð x3, alls 30 skákir, frá því kl. 4 sd. á föstudegi til kl. 4 árd. laugardags.
Sigurvegari og sá sem fær nafn sitt letrað gullnu letri á stall Grænlandssteinsins fyrir árið 2009, sem vinnst aldrei til eignar, var hinn þrautgóði og sigursæli Guðfinnur með 7 v. af 10, en þó aðeins á stigum, því 2 aðrir, Guðm. G. og Jón Steinn Elíasson, urðu honum jafnir að vinningum. Í mótinu fyrir árið 2010 sleit Guðmundur G. loks sigurgöngu hans og bar sigur úr bítum, með 7 v., en Kristján Stefánsson, hrl., var næstbestur með 6.5v. og var bærilega sáttur við það, enda unnið mál í Hæstarétti fyrr um daginn. Í þriðja og síðasta mótinu fyrir árið 2011 varð svo Guðfinnur enn hlutskarpastur með 8.5v. en Guðmundur kom næstur með 8v., Jón Steinn þriðji og Kristján fjórði og var verulega ósáttur með það enda hafði honum verið heitið því fyrir mótið "að fá að vinna", en ekki bara við matseld!
Sigurvegari Skákvökunnar í heild sinni, sem stóð fram á rauða nótt, var enginn annar en hinn eitilharði og slyngi skákmaður Guðmundur G. Þórarinnson, sem reyndist "allra snjallastur", lauk keppni með 22 vinninga af 30 mögulegum. Fast á hæla honum kom svo títtnefndur Guðfinnur með 21.5 v. Jón Steinn Elíasson í Toppfiski varð þriðji með 18.5 v. , sem kom öllum á óvart nema honum sjálfum. Aðrir enduðumeð ögn færri vinninga. Úrslitin segja þó ekki alla söguna, fjalla meira um leikslok en minna um vopnaviðskipti, eins og gengur. En við það verða menn víst að una þrátt fyrir að vera með unnið tafl á borðinu. "Betri er örtími í orði en ótími á borði", eins og segir í hinu nýkveðna.
Myndaalbúm (ESE)
Myndasaga fylgir með og nánar á www.galleryskak.net
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2011 | 12:34
Hjörvar og Daði unnu í 2. umferð
Hjörvar Steinn Grétarsson (2422), sem teflir í SM-flokki First Saturday-mótsins, og Daði Ómarsson (2225), sem teflir í AM-flokki unnu báðir í 2. umferð sem fram fór í gær. Hjörvar vann spænska alþjóðlega meistarann Rafael Rodriguez Lopez (2320) en Daði vann Kínverjann Chan Yang (2081). Nökkvi Sverrisson tapaði fyrir Ungverjanum Attlia Gulyas (2026). Allir hafa þeir 1 vinning.
Í SM-flokki sem Hjörvar teflir í eru meðalstign 2412 skákstig. Hjörvar er nr. 6 í stigaröð 10 keppenda. Í AM-flokki, sem Daði sem teflir í eru meðalstign 2247 skákstig. Daði er nr. 9 í stigaröð 12 keppenda. Í FM-flokki sem Nökkvi teflir í eru meðalstigin 2039 skákstig. Nökkvi er stigalægstur 12 keppenda.
6.6.2011 | 07:30
Hraðkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagið Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 6. maí nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Þetta er síðasta hraðkvöldið á vormisseri og munu keppendur gæða sér á afgöngum frá Stigamóti Hellis milli umferða.
Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fær pizzu hjá Dominos Pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 3.6.2011 kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2011 | 07:00
Skákmót í Rauðakrosshúsinu í dag
Skákfélag Vinjar heldur mót í hressilegu umhverfi í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25, mánudaginn 6. júni. Mæting er um kl. 13 í skráningu því mótið hefst 13:15.
Tefldar verða sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma og til að stýra herlegheitunum hefur verið leitað til nýkjörinna stjórnarmanna Skáksambandsins, Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur og Róberts Lagerman.
Bókavinningar fyrir efstu sæti og happadrætti þannig að allir eiga séns.
Það verður pottþétt rjúkandi kaffi á boðstólnum hjá þeim í Borgartúninu.
Þú ert þvílíkt velkomin/n.
Spil og leikir | Breytt 3.6.2011 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2011 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Aljékín og efniviður Manntafls


1892: Alexander Aljékín fæðist í Moskvu. Foreldrar af aðalsættum.
1916: Særist í bardögum fyrri heimsstyrjaldar. „Blindskákir" við hermenn gera spítaladvölina léttbærari
1919: Handtekinn sem njósnari hvítliða og bíður þess að vera tekinn af lífi í fangelsi Che-Ka í Odessa. Hermálaráðherrann Leon Trotsky þyrmir lífi hans.
1921: Flyst til Frakklands.
1928: Lýstur óvinur Sovétríkjanna af Krylenko forseta sovéska skáksambandsins.
1939: Staddur á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires þegar seinni heimsstyrjöldin brýst út.
1941: Greinar fullar fjandskapar við gyðinga birtast undir nafni hans í dagblaðinu Pariser Zeitung. Aljékín neitar síðar að hafa skrifað greinarnar.
1943: Verður viðskila við fjórðu eiginkonu sína.
1946: Stutt eftir að hafa móttekið einvígisáskorun frá Mikhail Botvinnik finnst Aljékín látinn við grunsamlegar aðstæður á hótelherbergi í strandbænum Estoril í Portúgal.
Viðureign Aljékín og Bogoljubow sem rímar skemmtilega við söguþráð Manntafls:
Pistyan 1922:
Aljékín - Bogolijubow
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. Rc3 b5 7. Bb3 d6 8. a4 b4 9. Rd5 Ra5 10. Ba2 Rxd5 11. Bxd5 c6 12. Ba2 c5 13. c3 Hb8 14. Bd5 O-O 15. d4 exd4 16. cxd4 c4 17. Be3 Be6 18. Bxe6 fxe6 19. d5 e5 20. Hc1 Dd7 21. Rg5 Bxg5 22. Bxg5 Hbc8 23. De2 h6 24. Bh4 Hf7 25. Bg3 Dxa4 26. f4 exf4 27. Bxf4 Db5 28. Bxh6 c3 29. Dg4 Dd7 30. Dxd7 Hxd7 31. bxc3 bxc3 32. Bd2 Hdc7 33. Bf4 Rb3 34. Bxd6 Hf7 35. Hxf7 Rxc1 36. Hf1 Rd3 37. Ba3 c2 38. d6
„En þegar McConnor snerti peðið til þess að ýta því upp á efsta reit, var gripið í handlegginn á honum, og við heyrðum rödd, sem hvíslaði lágt en ákaft: „Í guðs bænum! Ekki gera þetta!...Er þér komið upp drottningu, drepur hann hana samstundis með biskupnum á c1 og þér drepið aftur með riddaranum. En þá kemst hann með frípeð sitt á d7.... Þetta er næstum alveg taflstaðan sem Aljékín náði fyrstur manna í skákinni við Bogoljubow á stórmeistaramótinu í Pistyan árið 1922" .... Eigum við þá að fara með kónginn á g8 á h7? Já, já. Um að geta að hörfa. McConnor hlýddi og við slógum í glasið" *
38. ... Kh7
Czentovic kom hægt og bítandi að borðinu eins og hans var vandi og leit sem snöggvast á mótleik okkar. Síðan lék hann peðinu á kóngsvæng, nákvæmlega eins og hinn ókenndi bjargvættur okkar hafði sagt fyrir."
39. h4
„Fram með hrókinn, fram með hrókinn, c8 á c4 og þá verður hann að valda peðið„
39. ... Hc4! 40. e5 Rxe5 41. Bb2 Hc8 42. Hc1 Rd7 43. Kf2 Kg6 44. Ke3 Hc6 45. Bd4 Rf6 46. Kd3 Hxd6 47. Hxc2 - Jafntefli.
* Úr Manntafli eftir Stefan Zweig
- þýð. Þórarinn Guðnason.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 29. maí 2011.
| Alexander Alekhine - Efim Bogoljubov (PGN) 1. e4 e5 2. Nf3 Nc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Nf6 5. O-O Be7 6. Nc3 b5 7. Bb3 d6 8. a4 b4 9. Nd5 Na5 10. Ba2 Nxd5 11. Bxd5 c6 12. Ba2 c5 13. c3 Rb8 14. Bd5 O-O 15. d4 exd4 16. cxd4 c4 17. Be3 Be6 18. Bxe6 fxe6 19. d5 e5 20. Rc1 Qd7 21. Ng5 Bxg5 22. Bxg5 Rbc8 23. Qe2 h6 24. Bh4 Rf7 25. Bg3 Qxa4 26. f4 exf4 27. Bxf4 Qb5 28. Bxh6 c3 29. Qg4 Qd7 30. Qxd7 Rxd7 31. bxc3 bxc3 32. Bd2 Rdc7 33. Bf4 Nb3 34. Bxd6 Rf7 35. Rxf7 Nxc1 36. Rf1 Nd3 37. Ba3 c2 38. d6 Kh7 39. h4 Rc4 40. e5 Nxe5 41. Bb2 Rc8 42. Rc1 Nd7 43. Kf2 Kg6 44. Ke3 Rc6 45. Bd4 Nf6 46. Kd3 Rxd6 47. Rxc2 1/2-1/2 |
Spil og leikir | Breytt 29.5.2011 kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2011 | 18:41
Henrik vann í lokaumferðinni og endaði í 2.-3. sæti í Óðinsvéum
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2545) vann Þjóðverjann Jonathan Carlstedt (2308) í níundu og síðustu umferð Meistaramóts Fjónar sem lauk í Óðinsvéum í dag. Henrik vann báðar skákir dagsins. Henrik hlaut 6½ vinning og endaði í 2.-3. sæti á mótinu ásamt svissneska stórmeistaranum Vadim Milov (2648). Sænski stórmeistarinn Hans Tikkanen (2560) sigraði á mótinu en hann hlaut 7½ vinning.
Frammistaða Henriks samsvaraði 2462 skákstigum og lækkar hann um 6 fyrir hana.
55 skákmenn tóku þátt í mótinu og þar af 6 stórmeistarar og 8 alþjóðlegir meistarar. Henrik var nr. 5 í stigaröð keppenda. Mótið var teflt á aðeins 5 dögum, þ.e. tvær umferðir á dag nema fyrsta daginn.5.6.2011 | 13:12
Henrik vann í næstsíðustu umferð

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2545) vann danska FIDE-meistaranum Igor Teplyi (2387) í áttundu og næstsíðustu umferð Meistaramóts Fjónar sem fram fór í Óðinsvéum í morgun. Henrik hefur 5½ vinning og er í 5.-9. sæti. Lokaumferðin hefst kl. 13:30 og verður skák Henriks sýnd beint.
Sænski stórmeistarinn Hans Tikkanen (2560) er efstur með 6½ vinning. Í 2.-4. sæti með 6 vinninga eru argentíski stórmeistarinn Pablo Fuente (2555), og alþjóðlegu meistararnir Mikkel Antonsen (2472), Danmörku, og Jonathan Cartstad (2308)
55 skákmenn taka þátt í mótinu og þar af 6 stórmeistarar og 8 alþjóðlegir meistarar. Henrik er nr. 5 í stigaröð keppenda. Mótið er teflt á aðeins 5 dögum, þ.e. tvær umferðir á dag nema fyrsta daginn. Skákirnar hefjast kl. 7 og 13:30.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2011 | 10:26
Svindl á Þýska meistaramótinu í skák
Svindlmál kom upp á Þýska meistaramótinu í skák sem lauk um helgina í Bonn í Þýskalandi. FIDE-meistarinn Christoph Natsdis varð uppvís að svindli í skák gegn stórmeistaranum Sebastian Siebrecht í lokaumferðinni. Natsdis notaði skákforrit í smartsíma. Grunsemdir vöknuðu þegar hann fór á salernið á milli leikja í flókinni stöðu og var þar óeðlilega lengi. Natsdis hafði náð AM-áfanga óháð úrslitum í lokaumferðinni.
Það er ljóst að uppákomur sem þessar valda mótshöldurum miklum áhyggjum. Taka þarf á slíkum málum af mikilli festu.
Stórmeistarinn Igor Khenkin varð þýskur meistari en hann var efstur ásamt Jan Gustafsson en hafði betur eftir stigaútreikning.
Nánar má lesa um málið á ChessVibes.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 7
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 8779085
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar