Fćrsluflokkur: Spil og leikir
19.8.2017 | 10:00
Ţorsteinn međ enn ein góđ úrslitin gegn stórmeistara
FIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2279) náđ enn einum góđum úrslitum gegn stórmeistara í sjöundu umferđ EM öldunga sem fram fór í gćr. Ţorsteinn teflir í flokki 50+. Ţorsteinn gerđi jafntefli viđ franska stórmeistarann Eric Prie (2481) og hefur hlotiđ 2 vinninga í 3 skákum gegn stórmeisturum. Ţorsteinn hefur 5 vinninga og er í 2.-6. sćti. Í dag teflir hann viđ enska skákmeistarann Neil Crickmore (2162).
Bragi Halldórsson (2116), sem teflir í flokki 65+, tapađi í gćr fyrir svissneska FIDE-meistaranum Dragomir Vucenovic (2245) og hefur 3,5 vinninga.
Báđir verđa ţeir í beinni í dag. Útsending hefst kl. 14.
51 skákmađur teflir í flokki Ţorsteins og ţar af eru sjö stórmeistarar. Ţorsteinn er nr. 14 í stigaröđ keppenda. 66 tefla í flokki Braga og ţar af eru ţrír stórmeistarar. Bragi er nr. 24 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Pörunarforrit
- Beinar útsendingar (Chess 24) - hefjast kl. 14
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2017 | 08:49
Kringluskákmót Víkingaklúbbsins fer fram á fimmtudaginn
Kringluskákmótiđ 2017 fer fram fimmtudaginn 24 ágúst, og hefst ţađ kl. 17:00. Mótiđ fer fram í Kringlunni, en ađ mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, međ ađsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi viđ markađsdeild Kringlunnar. Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar muni taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is (Guli kassinn).
Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og ţví er ekki hćgt ađ tryggja ţátttöku nema ađ skrá sig til leiks. Einnig er hćgt ađ skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er ţannig ađ keppendur draga fyritćkjaspjald úr hatti, sem keppandinn síđan teflir fyrir í mótinu. Skráningu líkur kl 12.00 ađ hádegi á mótsdag. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.
1. verđlaun 15.000 kr.
2. verđlaun 10.000 kr.
3. verđlaun 5000 kr.
Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2017 og forlátan verđlaunagrip ađ auki. Ţrjár efstu konur og ţrjú efstu ungmenni 12. ára og yngri (fćdd 2005 og yngri) fá sérstök verđlaun (Verđlaunagrip fyrir efsta sćtiđ og verđlaunapeningur fyrir annađ og ţriđja sćtiđ). Núverandi Kringlumeistari er Ingvar Ţór Jóhannesson, sem telfdi fyrir Verkís. Skákstjórar á mótinu verđa Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson.
Úrslit Kringlumótsins 2015 hér: og hér:
Kringlumóitiđ 2015, myndaalbúm hér:
Úrslit Kringlumótsins 2016 hér:
18.8.2017 | 09:00
Ţorsteinn gerđi jafntefli viđ stórmeistara - er í 2.-4. sćti
FIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2279) gerđi jafntefli viđ armenska stórmeistarann Karen Movsziiszian (2502) í sjöttu umferđ EM öldunga í gćr en Ţorsteinn teflir í flokki 50+. Ţorsteinn hefur 4,5 vinninga og er í 2.-4. sćti. Ţorsteinn teflir í dag viđ ţriđja stórmeistarann í röđ en sá er franskur og heitir Eric Prie (2481).
Bragi Halldórsson (2116), sem teflir í flokki 65+, tapađi í gćr og hefur 3,5 vinninga.
Báđir verđa ţeir í beinni í dag. Útsending hefst kl. 14.
51 skákmađur teflir í flokki Ţorsteins og ţar af eru sjö stórmeistarar. Ţorsteinn er nr. 14 í stigaröđ keppenda. 66 tefla í flokki Braga og ţar af eru ţrír stórmeistarar. Bragi er nr. 24 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Pörunarforrit
- Beinar útsendingar (Chess 24) - hefjast kl. 14
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 06:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2017 | 07:00
Íslandsmót kvenna hefst 25. ágúst
Íslandsmót kvenna fer fram helgina 25.-27. ágúst í húsnćđi Skákskóla Íslands Faxafeni 12. Tefldar verđa fimm umferđir eftir svissneska kerfinu. Teflt verđur í einum flokki, ţ.e. mótiđ opiđ öllum konum/stúlkum.
Ţátttökugjöld: Engin.
Umferđarfjöldi: Fimm umferđir
Tímamörk: 90 mín. + 30 sek. á leik
Dagskrá:
- 1. umferđ, föstudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
- 2. umferđ, laugardaginn, 26. ágúst, kl. 11:00
- 3. umferđ, laugardaginn, 26. ágúst kl. 17:00
- 4. umferđ, sunnudaginn, 27. ágúst, kl. 11:00
- 5. umferđ, sunnudaginn, 27. ágúst, kl. 17:00
Verđlaun:
- 75.000.-
- 45.000.-
- 30.000.-
Verđlaun skiptast jafnt séu konar jafnar í verđlaunasćtum. Teflt verđur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn međ styttri umhugsunarhtíma verđi fleiri en ein efst.
Skráning fer fram hér á Skák.is (guli kassinn efst).
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Mótiđ á Chess-Results.
Spil og leikir | Breytt 17.8.2017 kl. 08:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2017 | 16:00
Arnar Gunnarsson (Brim) sigrađi á Borgarskákmótinu
Alţjóđlegi meistarinn Arnar Gunnarsson sem tefldi fyrir Brim og Fide meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson sem tefldi fyrir Grillhúsiđ Tryggvagötu voru efstir og jafnir međ 6,5 vinninga á 32. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráđhúsi Reykjavíkur mánudaginn 14. ágúst sl. Arnar var hálfu stigi hćrri en Ingvar í fyrsta stigaútreikningi og ţví sigurvegari ađ ţessu sinni međ fyrirtćkinu Brim sem hann tefldi fyrir. Ţriđji var svo Björn Hóm Birkisson međ 6v en hann tefldi fyrir KFC Ísland. Björn var eini titillausi keppandinn í sex efstu sćtunum.
Fyrir lokaumferđina áttu fjórir keppendur möguleika á sigri en ţađ voru Ingvar Ţór Jóhannesson og Arnar Gunnarsson sem báđir voru međ 5,5v og voru búnir ađ mćtast og gera jafntefli í innbyrđis viđureign sinni en vinna ađra andstćđinga sína. Hinir tveir voru Helgi Ólafsson(Suzuki bílar) međ 5v og Björn Hólm Birkisson einnig međ 5v. Ţeir tveir síđarnefndu ţurftu ađ vinna skákir sína í lokaumferđinni og jafnframt ađ treysta á hagstćđ úrslit í öđrum viđureignum. Stigin voru svo líka ađ ţvćlast fyrir Birni Hólm ţannig ađ hann gat ađeins gert ráđ fyrir 1.-2. sćti og öđru sćti á stigum. Í lokaumferđinni mćttust Helgi Ólafsson og Arnar Gunnarsson, Ingvar Ţór Jóhannesson og Dađi Ómarsson (Íslandsstofa). Á međan tefldi Björn Hólm viđ Bárđ Örn Birkisson (Hótel Borg). Ingvar vann Dađa og klárađist sú skák fyrst af topp viđureignunum. Nćst vann Björn Bárđ og tryggđi sér verđlaunasćti en jafnframt var ljóst ađ ţađ dygđi ekki til sigurs fyrst Ingvar vann. Ţá voru Helgi og Arnar eftir og ţar hafđi Arnar sigur í rafmagnađri viđureign. Arnar Gunnarsson bćtti ţar međ viđ sínum fimmta sigri í Borgarskákmótinu. Arnar er einn af betri hrađskákmönnum landsins og sigursćlasti skákmađurinn í Borgarskákmótunum.
Mótiđ í ár var vel sótt en alls tóku 64 keppendur ţátt ađ ţessu sinni. Skráning í mótiđ fór hćgt ađ stađ en á sama tíma var skráning fyrirtćkja í mótiđ međ miklum ágćtum, ţannig ađ fram eftir morgni skákdags voru fleiri fyrirtćki skráđ í mótiđ heldur en skákmenn. Ţađ hefur ekki gerst ađ fleiri fyrirtćki hefi veriđ í mótinu en skákmenn síđan hćtt var ađ byrja tafliđ kl. 15 á virkum degi og mótiđ fćrt aftur til kl. 16. Ţegar líđa tók ađ hádegi fór fjöldi skákmann loks fram úr fyrirtćkjunum og ţegar upp var stađiđ voru skákmennirnir 13 fleiri en fyrirtćkin en biliđ hefur ekki veriđ minna í mörg Herrans ár. Ţetta er örugglega velmegunarmerki ţannig ađ skákmenn hafa meira ađ gera í vinnunni en áđur og forsvarsmenn fyrirtćkja og stofnana viljugri ađ vera međ.
Yfir sjötíu ára aldursmunur var á yngsta og elsta keppenda mótsins ţeim Bjarti Ţórissyni (2009) og Finni Kr Finnssyni (1935)(Guđmundur Arason smíđajárn) og stóđu ţeir sig báđir međ prýđi. Yngri skákmenn settu ađ ţessu sinni nokkurn svip á mótiđ međ ţví ađ skipa tćpan ţriđjung mótsins en ţar fóru fremstir Björn Hólm Birkisson 6v og Dagur Ragnarsson (Grafia) 5v. Eins og oft áđur var svo Lenka Ptácniková (Samhentir-Kassagerđ) fremst af konunum međ 4,5v
Nokkur fjöldi áhorfenda var á mótinu, ţá ađallega túristar sem staddir voru í Ráđhúsinu og fylgdust spenntir međ af pallinum. Túristarnir voru samt heldur fćrri á međan á móti stóđ en í fyrra, enda ađ ţessu sinni teflt í ţeim sal sem Íslandskortiđ er ađ jafnađi og ţví minna um ađ vera fyrir ţá í Ráđhúsinu. Töflin voru samt jafnt vinsćl međal ţeirra fyrir skákmótiđ.
Skákfélagiđ Huginn vill koma á framfćri ţökkum til allra ţeirra sem tóku ţátt, Reykjavíkurborgar fyrir ađ hýsa mótiđ, Taflfélagi Reykjavíkur fyrir samstarfiđ og síđast en ekki síst ţeim fjölmörgu fyrirtćkjum sem styrktu mótiđ.
Sjáumst ađ ári!
Sjá nánar heimasíđu Hugins.
Lokastađan í chess-results.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2017 | 13:07
Aronian efstur í St. Louis - Garry Kasparov ekki náđ sér á strik
Armeninn Levon Aronian (2809) er efstur međ 12 stig af 18 mögulegum af loknum atskákhluta at- og hrađskákmótsins í St. Louis. Veitt er 2 stig fyrir hvern vinning. Caruana (2807) og Nakamura (2792) eru nćstir međ 11 stig. Garry Kasparov (2812) hefur ekki náđ sér á strik og rekstur lestina ásamt Navara (2737) og Anand (2783) međ 7 stig. Í gćr vann hann eina skák en tapađi tveimur.
Í kvöld kl. 18 hefst svo hrađskákin og tefla ţeir hrađskákir. Ţađ verđur afar fróđlegt ađ sjá "gamla manninn" kljást viđ ungu mennina međ styttri umhugsunartíma.
Lítiđ uppgjarhljóđ virđist vera í ţrettánda heimsmeistaranum á Twitter.
Then we must show them that blitz is for senior citizens tomorrow! https://t.co/kt9aR2olnp
Garry Kasparov (@Kasparov63) August 16, 2017
Best er ađ fylgjast međ mótinu í gegnum heimasíđu mótsins.
Nánar má lesa um gćrdaginn á Chess24.
Myndir: Lennart Ootes (af Chess24).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2017 | 12:00
Fjöltefli Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins
Fjöltefli Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins verđur haldiđ í húsnćđi Geđhjálpar mánudaginn 21 ágúst kl. 16:00. Keppendur verđa 10 manns frá athvörfum, búsetukjörnum, geđdeildum og fólki frá Kleppi. 1 til 2 frá hverjum stađ. Engin skákmađur yfir 2000 skákstig mun tefla, ţannig ađ ţetta verđa bara áhuga skákmenn sem verđa ţarna í fararbroddi. Hörđur Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason munu svo tefla viđ ţau.
Teflt verđur međ klukku og er áćtlađ ađ skákmenn hafi 20 mín, en ţeir Hörđur og Hjálmar 30 mín. Verđlaun verđa veitt öllum sem keppa ţ.e. gullverđlaunapeningur sem á stendur "Fjöltefli á vegum Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins 2017". Ennfremur mun Vinaskákfélagiđ vera međ kaffi og kökur í samvinnu viđ Geđhjálp. Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir.
Skráning er hjá Hörđur Jónasson Sími 777-4477 og Netfang: hordurj@simnet.is.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2017 | 08:05
Ţorsteinn vann stigahćsta keppendann - er í öđru sćti - Bragi vann líka
Ţorsteinn Ţorsteinsson (2279) vann stigahćsta keppenda mótsins, stórmeistarann, Zurab Sturua (2548) í 5. umferđ EM öldunga í gćr en Ţorsteinn teflir í flokki 50+. Ţorsteinn hefur 4 vinninga eftir ţrjár vinningsskákir í röđ og er í öđru sćti hálfum vinningi á efstir forystusauđnum, armenska stórmeistaranum Karen Movsziszian (2502).
Ţorsteinn lýsir skákinni svo:
Ég var međ hvítt og upp kom enski leikurinn. Tafliđ var í jafnvćgi fram eftir en ég skapađi mér ákveđin sóknarfćri á kóngsvćng ţegar ég lék af mér skiptamuni. Ég var ţá međ betra tafl fannst mér. Ég var međ tvö peđ upp í skiptamuninn en erfiđa stöđu. Ég náđi samt sem áđur ađ halda í horfinu og skapa ný vandamál fyrir hann sem gerđi ţađ ađ verkum ađ hann notađi mikinn tíma ţar til hann lék sjálfur af sér skiptamuni. Ég hafđi tćplega efni á ađ leika af mér skiptamuninum en hafđi ţađ alls ekki sem ţýddi ađ hann gafst upp skömmu síđar međ tveimur peđum undir.
Skákina má nálgast hér.
Bragi Halldórsson (2116), sem teflir í flokki 65+, vann öruggan sigur á ísraelska skákmanninum Edward Gorzeltsen (1885) í gćr. Skákina má finna hér. Bragi hefur 3,5 vinninga og er í 6.-16. sćti. Bragi mćtir Svíanum Magnus Wahlbom (2194) í dag.
Báđir verđa ţeir í beinni í dag. Útsending hefst kl. 14.
51 skákmađur teflir í flokki Ţorsteins og ţar af eru sjö stórmeistarar. Ţorsteinn er nr. 14 í stigaröđ keppenda. 66 tefla í flokki Braga og ţar af eru ţrír stórmeistarar. Bragi er nr. 24 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Pörunarforrit
- Beinar útsendingar (Chess 24) - hefjast kl. 14
17.8.2017 | 07:00
Stórmót Árbćjarsafns og TR fer fram á sunnudaginn
Stórmót Árbćjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst.
Ţetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orđinn fastur viđburđur í skákdagatalinu.
Teflt verđur í Árbćjarsafni og hefst tafliđ kl. 14. Tefldar verđa 8 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mín á skák auk 2 sek á hvern leik (4+2).
Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.
Ţátttökugjald er 1500 kr. fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis er fyrir yngri en 18 ára og er ţátttökugjald jafnframt ađgangseyrir í safniđ. Ţeir sem fá ókeypis ađgang í safniđ, t.d. eldri borgarar og öryrkjar, borga ekkert ţátttökugjald.
Ţátttökugjald er greitt viđ inngang Árbćjarsafns.
Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra (Fide) hrađskákstiga. Skráning fer fram í gegnum hlekkinn hér ađ neđan.
Spil og leikir | Breytt 10.8.2017 kl. 14:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
FIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2279), sem teflir í flokki 50+ á EM öldunga, vann í gćr slóvakíska FIDE-meistaranum Milan Kolesar (2218). Ţorsteinn hefur 3 vinninga eftir 4 umferđir og er í 3.-10. sćti. Í dag teflir hann viđ georgíska stórmeistarann Zurab Sturua (2548), stigahćsta keppenda mótsins.
Mikiđ gekk hjá Braga Halldórssyni (2134) sem teflir í flokki 65+. Á Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn birtir Bragi eftirfarandi frásögn um skák sína gegn hinum danska John Zachariassen (1952).
Í skak okkar Zachariassens kom upp leiđinlegt atvik. Eftir 19 leiki uppgötvađi ég ađ klukkan hafđi ađeins gengiđ öđru megin mér í óhag eftir klukkutíma taflmennsku. Klukkan var sem sagt skrapatól. Húnn sýndi ţá ađ ég átti 45 mínútur eftir en andstćđingur minn hafđi samkvćmt hans klukku ađeins notađ 3 mínútur. Ég gerđi ţá athugasemd viđ skákdómara og fyrsti úrskurđur hans var ađ koma međ nýja klukku án ţess ađ leiđrétta tímann. Ţessu mótmćltum viđ báđir ţó ađ ég hefđi vissulega notađ heldur meiri tíma Nćsti úrskurđur dómarans var ađ stilla báđar klukkurnar á 1 klst og 10 mínútur. Ţessum úrskurđi mótmćltum viđ báđir enda ekki sanngjarnt ţví ađ andstćđingur minn hafđi vissulega notađ minni tíma en ég. Viđ ákváđum ţá ađ kćra úrskurđ dómarans til kćrunefndar mótsins. Ţá var okkur sagt ađ kćra okkar mundi kosta okkur 200 evrur hvorn. Viđ báđum um ađ sjá hvar ţađ stćđi í reglum mótsins. Viđ ţessu fengum viđ engin svör önnur en svona vćri ţetta bara. Ţá loks nenntum viđ ekki lengur ađ standa í ţessum stappi og leystum vandrćđi dómarans međ ţví semja um jafntefli ţótt ég hefđi gjarnan viljađ tefla áfram í tvísýnni stöđu.
Bragi hefur 2,5 vinninga og er í 14.-26. sćti. Í dag teflir Bragi viđ ísraelska skákmanninn Edward Gorzeltsen (1885).
Vćntanlega verđa ţeir kumpánar báđir í beinni í dag en umferđin hefst kl. 14.
51 skákmađur teflir í flokki Ţorsteins og ţar af eru sjö stórmeistarar. Ţorsteinn er nr. 14 í stigaröđ keppenda. 66 tefla í flokki Braga og ţar af eru ţrír stórmeistarar. Bragi er nr. 24 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Pörunarforrit
- Beinar útsendingar (Chess 24) - hefjast kl. 14
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 8779207
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar