Fćrsluflokkur: Spil og leikir
25.1.2012 | 23:45
Guđmundur tapađi í 2. umferđ í Gíbraltar
Guđmundur Gíslason (2332) tapađi fyrir spćnska skákmeistarann Enrique Osuna Vega (2122) í 2. umferđ Gíbraltar-mótsins sem fram fór í dag. Guđmundur er ekki kominn á blađ.
Í 3. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ Ítalann Salvatore Marano (1967).
Alls taka 256 skákmenn ţátt í ţessa sterka móti frá 58 löndum. Ţar af eru 56 stórmeistarar og 11 ţeirra međ međ meira en 2700 skákstig.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Restults
- Beinar útsendingar (12 efstu borđin)
25.1.2012 | 19:00
KORNAX mótiđ - nćstsíđasta umferđin hefst kl. 19:30 - bein útsending
Áttunda og nćstsíđasta umferđ KORNAX mótsins - Skákţings Reykjavíkur fer fram í kvöld og hefst kl. 19:30. Bein útsending verđur frá fimm skákum en mikil spenna er á mótinu. Tengill á beina útsendingu er hér (verđur virkur rétt fyrir umferđ).
Pörunina má finna í heild sinni hér. Stöđu mótsins má finna hér.
Helstu viđureignir eru:
- Björn Ţ. (5) - Guđmundur Kja. (6˝)
- Ingvar Ţór (6) - Sćvar (5)
- Örn Leó (5) - Hjörvar Steinn (5)
- Bragi Ţ. (5) - Bjarni Jens (5)
- Einar Hjalti (5) - Emil (5)
- Sverrir Örn (5) - Stefán B. (5)
Mjög góđ ţátttaka er á mótinu eđa 73 skákmenn. Mótiđ er sterkt en fimm alţjóđlegir meistarar eru međal ţátttakenda. Teflt er á sunnudögum (kl. 14) og á mánu- og miđvikudögum (kl. 19:30).
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Myndaalbúm (GB, HÁ, SRF og JHR)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2012 | 18:14
Íslandsmótiđ í ofurhrađskák fer fram á morgun
Lokaviđburđur skákdagsins til heiđurs Friđriki Ólafssyni verđur íslandsmótiđ í ofurhrađskák fer fram, fimmtudaginn 26. janúar á ICC og hefst kl. 22.30. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki. Skráning fer fram á Heimasíđu Hellis. Upplýsingar um skráđa keppendur má nálgast hér.
Allt skráningarferliđ er sjálfkrafa og eina sem ţátttakendur ţurfa ađ hafa í huga er ađ vera mćttir tímanlega á ICC eđa eigi síđar en kl. 22:20. Tímamörk eru 2 mínútur á skák og tefldar verđa 15 umferđir.
Ţeir sem ekki eru skráđir á ICC geta skráđ sig á vef ICC en ekki ţarf ađ greiđa fyrir fyrstu vikuna. Ađ ţví loknu er hćgt ađ skrá sig á heimasíđu Hellis. Ţeir sem ekki hafa hugbúnađ til ađ tefla geta halađ niđur ţar til gerđu forriti (mćlt er međ Blitzin eđa Dasher). Einnig er hćgt ađ tefla í gegnum java-forrit. Ţar sem allir keppendur ţurfa ađ vera á svokallađri Íslands-rás er ćskilegt ađ menn slái inn "g-join Iceland" viđ nćstu/fyrstu innskráningu á ICC.
Fyrirspurnir sendist til Omars Salama, umsjónarmanns mótsins í netfangiđ omariscof@yahoo.com.
Verđlaun:
1. kr. 5.000
2. kr. 3.000
3. kr. 2.000
25.1.2012 | 17:30
Aronian međ vinningsforskot á Ivanchuk
Aronian (2805) vann Giri (2714) í tíundu umferđ Tata Steel-mótsins sem fram fór í dag í Wijk aan Zee. Aronian heldur ţví vinningsforskoti sínu. Ivanchuk (2766) er annar eftir sigur á Navara (2712). Í 3.-4. sćti eru svo Carlsen (2736) og Radjabov (2776). Caruana (2736) vann Topalov (2770) sem hefur alls ekki náđ sér á strik og er međal neđstu manna.
Frídagur er á morgun vegna íslenska skákdagsins. Í 11. umferđ sem fram fer á föstudag mćtast m.a.: Carlsen-Topalov, Aronian-Navara og undrabörnin Caruana-Giri.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12:30 nema lokumaferđin kl. 11 - frídagar (18., 23. og 26. janúar)
- ChessBomb
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2012 | 17:00
Toyota-skákmótiđ fer fram á morgun
Toyota-skákmót heldri borgara 2012 verđur haldiđ á Íslenska skákdaginn,fimmtudaginn 26 janúar. Mótstađur er Söludeild Toyota viđ Nýbýlaveg. Skákdagurinn er til heiđurs Friđriki Ólafssyni sem á afmćli ţennan dag. Friđrik ćtlar ađ mćta á mótstađ og leika fyrsta leik. Toyota á Íslandi gefur öll verđlaun, sem eru vegleg. Ćsir skákfélag eldri borgara í Reykjavík sér um mótshaldiđ.
Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Engin ţátttökugjöld. Allir skákmenn 60 ára og eldri velkomnir međan pláss leyfir. Nauđsynlegt ađ mćta tímanlega á skákstađ helst ekki seinna en uppúr kl. 12.30
Gott ađ tilkynna ţátttöku í netfang finnur.kr@internet.is, eđa í síma 8222403 ( Ţorsteinn Guđlaugsson) eđa 8931238 ( Finnur Kr Finnsson)
Spil og leikir | Breytt 24.1.2012 kl. 22:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2012 | 16:00
Ný skákmótaröđ: Taflkóngur Friđriks
Í tilefni af Degi Skákarinnar" á fimmtudaginn kemur, ţann 26. janúar, á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, stórmeistara, fremsta skákmanns Íslands fyrr og síđar, verđur efnt til nýrrar skákmótarađar í Listasmiđjunni Gallerý Skák í Bolholti honum til heiđurs. Stefnt er ađ ţví ađ hún verđi framvegis árlegur viđburđur í janúarmánuđi ár hvert.
Um er ađ rćđa 4 kvölda Grand Prix kapptefli og mótaröđ ţar sem átta efstu sćti í hverju móti telja til stiga (10-8-6-5-4-3-2-1) líkt og í Formúlu 1. Keppt verđur um veglegan farandgrip, myndarlegan taflkóng úr Hallormsstađabirki, sem tileinkađur hefur veriđ Friđrik Ólafssyni.
Sigurvegari ár hvert fćr nafn sitt skráđ á styttuna gullnu letri og verđlaunapening ađ auki, ţví Taflkóngurinn vinnst aldrei til eignar og fer á safn međ tíđ og tíma. Ţrjú bestu mót hvers keppanda reiknast til stiga en taka verđur ţátt í a.m.k. 2 mótum til ađ teljast međ.
Kapptefliđ á fimmtudaginn hefst kl. 18 og verđa tefldar 11 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma. Lagt er í púkk fyrir kaffi, kruđeríi og krćsingum í taflhléi. (Kr. 1.000).
Friđrik mun mćta á svćđiđ upp úr kl. 20, í tilefni dagsins og árita nafna sinn.
Spil og leikir | Breytt 24.1.2012 kl. 00:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2012 | 09:34
Skákdagurinn 26. janúar 2012 til heiđurs Friđrik Ólafssyni: Allsherjar skákhátíđ um allt land
Skákdagur Íslands er haldinn í fyrsta sinn fimmtudaginn 26. janúar. Skákdagurinn er haldinn til heiđurs Friđrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Friđrik verđur 77 ára ţennan dag og tekur virkan ţátt í hátíđahöldum.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson heldur móttöku til heiđurs Friđrik á Bessastöđum, en međal annarra gesta verđa ţau börn sem í febrúar tefla fyrir Íslands hönd á Norđurlandamóti barna. Fjölmiđlum er bođiđ ađ vera viđstaddir á Bessastöđum, ţar sem Friđrik mun m.a. tefla viđ Nansý Davíđsdóttur, 10 ára, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari barna, fyrst stúlkna á Íslandi.
Ađ Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademía Reykjavíkur, Skákskóli Íslands og taflfélög um allt land, í samvinnu viđ skóla, íţróttafélög, sveitarfélög, fyrirtćki og einstaklinga.
Markmiđiđ er ađ heiđra Friđrik Ólafsson, fyrir einstakt framlag til samfélags okkar í heild og skákarinnar sérstaklega, jafnframt ţví ađ sýna ţá grósku sem er í íslensku skáklífi um allt land.
Ótal skákviđburđir fara fram í dag og eru Íslendingar hvattir til ađ draga fram skáksettin.Teflt verđur í fjölmörgum grunnskólum, fjöltefli verđur í Laugardalslaug, einvígi háđ í Kringlunni, haldin skákhátíđ á Akureyri, teflt í Trékyllisvík og efnt til margra skákmóta vítt og breitt um landiđ. Íslendingar víđa um heim hafa einnig bođađ ţátttöku í Skákdeginum 2012.
Skákhreyfingin hvetur landsmenn til ađ draga fram tafliđ og taka ţátt í hátíđinni, í fjöltefli viđ stórmeistara eđa heima í stofu, enda er skáksett ađ finna á langflestum íslenskum heimilum.
Stefán Bergsson sagđi frá Skákdeginum í morgunţćtti Rásar eitt. Viđtaliđ hefst á 34. mínútu.: http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunthattur-rasar-1/25012012-0
Dagskrá Skákdagsins 2012 er ađ finna á slóđinni: http://skakdagurinn.blog.is/blog/skakdagurinn/
Jafnframt er hćgt ađ fylgjast međ Facebook-síđu Skákdagsins.
Dagskráin (getur veriđ ađ ţađ vanti eitthvađ - verđur uppfćrt):
Á Skákdaginn verđur teflt um allt land og í fjölmörgum skólum međal annars Laugalćkjarskóla, Salaskóla, nemendur Ölduselsskóla verđa međ skákkynningu á leikskólanum Seljaborg, Unnsteinn Sigurjónsson mun tefla fjöltefli viđ nemendur í grunnskóla Bolungarvíkur og teflt verđur í fjölda leikskóla.
Skákhreyfingin hvetur alla Íslendinga til ađ taka ţátt í Skákdeginum, til heiđurs Friđrik, međ einum eđa öđrum hćtti. Allir geta veriđ međ: í sundlaugum, kaffihúsum, fjölteflum, hrađskákmótum - eđa í stofunni heima. Kjörorđ dagsins er: Upp međ tafliđ!
Athugiđ er ađ hér ekki um tćmandi viđburđalista ađ rćđa. Út um allt land - og víđa um heim - leggja Íslendingar á ráđin um Skákdaginn 26. janúar 2012.
Hćgt er ađ fylgjast međ fréttum og viđburđum á skakdagurinn.blog.is.
07:30 Skákdagurinn hefst klukkan hálfátta á fimmtudagsmorgun međ fjöltefli Björns Ţorfinnssonar alţjóđlegs skákmeistara ofan í Laugardalslaug. Ţátttakendur eru Hilmir Freyr Heimisson, Heimir Páll Ragnarsson, Donika Kolica, Hrund Hauksdóttir og Kristján Örn Elíasson.
07:30 Viđtal viđ Friđrik Ólafsson á Rás 2.
08:00 Á Akureyri verđur sundlaugarskáksett vígt í Akureyrarlaug klukkan átta. Gestum laugarinnar býđst ađ tefla viđ Akureyrarmeistarann Smára Ólafsson.
08:10 Ötulasti skákkennari landsins hefur sinn daglega rúnt milli grunnskóla í Reykjavík. Björn Ívar Karlsson kennir í 15 skólum í viku hverri og ţennan fimmtudaginn verđa ţeir ţrír; Húsaskóli, Korpuskóli og Hlíđaskóli.
09:00 Skákhátíđ hefst í Grímsey og stendur allan daginn.
09:30 Ţröstur Ţórhallsson stórmeistari teflir fjöltefli viđ nemendur Víkur- og Korpuskóla.
10:00 Alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnson teflir annađ fjöltefli sitt og nú viđ nemendur Laugarnesskóla.11:00 Skákgleđi hefst á leikskólanum Marbakka í Kópavogi. Skákgleđi og söngvar međal elstu leikskólabarna stjórnađ af stórmeistara kvenna Lenku Ptáčníková.
10:00 Hjörvar Steinn Grétarsson teflir kappskák viđ íslensku ţjóđina gegnum netiđ. Hćgt verđur ađ velja milli ţriggja leikja og koma valmöguleikarnir fram á http://www.skak.is/ Hjörvar lagđi nýlega Shirov, sem hefur teflt hefur um heimsmeistaratitilinn. Getur ţjóđin sigrađ Hjörvar?
10:00 Skáksamband Austurlands annast kennslu fyrir börn í Egilsstađaskóla mestallan daginn.
10:00 Hrađskákeinvígi stórmeistarans Stefáns Kristjánssonar og alţjóđlega meistarans Braga Ţorfinnssonar hefst í Kringlunni. Landsliđsmennirnir munu ekki hćtta ađ tefla fyrren annar ţeirra sigrar í 50 skákum. Skákir einvígisins verđa í beinni á skák.is
11:00 Skákmót fyrir börn og fullorđna í Finnbogarstađaskóla Trékyllisvík.
11:00 Skákgleđi hefst á leikskólanum Marbakka í Kópavogi. Skákgleđi og söngvar međal elstu leikskólabarna stjórnađ af stórmeistara kvenna Lensku Lenka Ptáčníková.
12:00 Starfsmenn Vodafone halda skákdaginn hátíđlegan í hádeginu međ hrađskákum og tefla svo fram eftir degi.
12:00 Starfsmenn Íslandsbanka grípa í tafl.
13:00 TOYOTA-skákmót heldri skákmanna hefst í höfuđstöđvum TOYOTA. Friđrik Ólafsson leikur fyrsta leikinn.
13:00 Mikiđ skákstarf er unniđ í Lágafellsskóla Mosfellsbć og ber mót dagsins hina skemmtilegu nafngift Litla Friđriksmótiđ.
13:00 Ungstirnin í Grafarvogi tefla um meistaratitil Rimaskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson sigrađi á mótinu mörg ár í röđ en núverandi meistari er Jón Trausti Harđarson.
13:00 Minningarmót um Björn Sölva Sigurjónsson FIDE-meistarann verđur haldiđ í VIN, Hverfisgötu 47. Björn var einn af sterkustu mönnum Skákfélags Vinjar og heiđra nú minningu fyrrum félaga.
14:00 Ţröstur Ţórhallsson teflir sitt ţriđja fjöltefli um daginn. Í ţetta skiptiđ viđ leikskólabörn á Laufásborg.
14:00 Friđrik heimsćkir Ríkisútvarpiđ og teflir fjöltefli viđ starfsmenn. Áriđ 1956 sat íslenska ţjóđin límd viđ útvarpstćkin og fylgdist međ beinum útsendingum frá skákum Friđriks Ólafssonar á stórmótinu í Hastings. Ţar vann Friđrik glćstan sigur, sem sýndi ađ hann var kominn í hóp ţeirra allra bestu.
16:00 Helgi Ólafsson teflir fjöltefli á Hyrnutorgi í Borgarnesi. Helgi hefur í mörg ár heimsótt Borgarnes og stađiđ fyrir kennslu í Borgarfirđi. Upp úr ţeirri kennslu kom međal annars landsliđskonan Tinna Kristín Finnbogadóttir sem hefur ásamt móđur sinni forgöngu fyrir vígslu skáksundlaugarsetts í Borgarnesi í tilefni dagsins.
16:00 Um miđjan daginn mćta kaffihúsaskákmenn miđborgarinnar á Cafe Haíti sem er sívaxandi skákmiđstöđ. Skák og pönnukökur! Allir velkomnir.
16:30 Skákmeistari Landsbankans. Fyrsti leikurinn verđur leikinn fyrir eitt af afmćlisbörnum dagsins, fyrrum ólympíumeistarann Bergstein Einarsson.
17:00 Hinn ungi meistari Jón Kristinn Ţorgeirsson teflir viđ gesti og gangandi í Pennanum-Eymundsson á Akureyri. Jón verđur međ 1 mínútu gegn fimm!
18:00 Heldri skákmenn Reykjavíkur standa fyrir öđru stórmóti sínu ţennan dag ađ ţessu sinni verđa ţeir í Gallerí Skák Bolholti. Fyrsta kapptefliđ af fjórum um Friđrikskónginn. Friđrik mćtir um áttaleytiđ og áritar Taflkónginn. Skákmenn á öllum aldri velkomnir.
19:00 Víkingaklúbburinn býđur skákmönnum á Dubliners í miđbć Reykjavíkur ţar sem fram fer Víkingaskákmót.
19:00 Skákfélag fjölskyldunnar verđur stofnađ í húsakynnum Skáksambands Íslands, Facafeni 12. Ađ stofnun félagsins stendur kraftmikiđ fólk, sem kemur međ nýja sýn á heim skákarinnar. Foreldrar skákbarna, sem og afar og ömmur og ađrir ćttingjar, eru hvattir til ađ fylgjast međ starfi félagsins. Ţátttaka er ókeypis og án skuldbindinga.
19:30 Krakkaskákmót á vegum Taflfélags Garđabćjar í gamla betrunarhúsinu.
19:30 Fimmtudagsmót hjá TR í félagsheimili ţeirra ađ Faxafeni 12. Allir velkomnir.
20:00 Hrađskákmót, "Friđriksmót", verđur haldiđ fimmtud. ađ Koltröđ 4, Egilsstöđum.
20:00 Ţriđja umferđ hefst í Gestamóti Gođans Faxafeni 12. Gestamót Gođans er skemmtileg nýjung í hinn mikla skákmánuđ janúar. Á mótinu tefla fyrrum Íslandsmeistarar, fyrrum Ólympíumeistarar og fjölmargir titilhafar.
20:00 Gođinn hefur tvćr starfsstöđvar og á heimavellinum í Húsavík verđur opiđ hús og kynning á félaginu. Hermann Ađalsteinsson fer fyrir sínum mönnum.
20:00 Mátar halda skákmót í húsakynnum sínum ađ Garđatorgi. Hefur félagsmönnum veriđ tilkynnt um leynigest og spennandi ađ sjá hver ţađ verđur.
20:00 Skákćfing í Dvalarheimilinu Barmahlíđ Reykhólasveit. Hlynur Ţór Magnússon sér um ćfinguna og von er á góđum gestum og ber ađ nefna sjálfan Jón Kristinsson fyrrverandi Íslandsmeistara í skák.
20:00 Skákmenn á Siglufirđi hittast í Safnađarheimili stađarins. Skák hefur veriđ kennd í Grunnskólanum í vetur og mćlst vel fyrir.
20:00 Opiđ hús hjá Skákfélagi Akureyrar. Skákfélagsmenn fara yfir perlur međ Friđrik. Hann sigrađi fleiri heimsmeistara en nokkur annar Íslendingur.
20:00 Atskákmót Sauđárkróks í Safnahúsi stađarins. Allir velkomnir.
22:30 Hellismenn standa fyrir Íslandsmótinu í ofurhrađskák á ICC en umhugsunartíminn er ađeins 2 mínútur á hverja skák. Eru netverjar hvattir til ađ fylgjast međ ţeim sviptingum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2012 | 22:52
Aronian međ eins vinnings forskot í Sjávarvík
Aronian (2805) vann Caruana (2736) í níundu umferđ Tata Steel-mótsins sem fram fór í kvöld í Wijk aan Zee. Hann náđi ţar međ vinnings forskoti ţar sem Carlsen (2835) tapađi fyrir Karjakin (2769). Carlsen er í 2.-4. sćti ásamt Ivanchuk (2766), sem vann Giri (2714), og Radjabov (2773).
Í 10. umferđ, sem fram fer á morgun, mćtast m.a.: Nakamura-Carlsen, Giri-Aronian og Topalov-Caruana.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12:30 nema lokumaferđin kl. 11 - frídagar (18., 23. og 26. janúar)
- ChessBomb
24.1.2012 | 22:42
Guđmundur tapađi í fyrstu umferđ í Gíbraltar
Guđmundur Gíslason (2332) tapađi enska stórmeistaranum David Howell í fyrstu umferđ Gibraltar-mótsins sem hófst í dag. Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ spćnska skákmeistarann Enrique Osuna Vega (2122).
Alls taka 256 skákmenn ţátt í ţessa sterka móti frá 58 löndum. Ţar af eru 56 stórmeistarar og 11 ţeirra međ međ meira en 2700 skákstig.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Restults
- Beinar útsendingar (12 efstu borđin)
24.1.2012 | 22:08
Nýtt frímerki og kort međ Friđrik

Í tilefni ađ DEGI SKÁKARINNAR á fimmtudaginn kemur, ţann 26. janúar á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, kemur út nýtt frímerki međ mynd af honum sérútgefiđ á vegum Gallerý Skákar, sem áđur hefur gefiđ út nokkur skákfrímerki, m.a. međ Bobby Fischer.
Frímerkiđ prýđir blýantsteikning Svölu Sóleygar, myndlistarkonu, af Friđrik frá 1978 ţegar hann var á hátindi skákferils síns og var kjörinn forseti Alţjóđaskáksambandsins FIDE. Ţá hefur einnig veriđ prentađ ađ ţessu tilefni sérstakt póstkort međ mynd af Friđrik eftir málverki Einars Hákonarsonar, listmálara.
Á bakhliđ kortsins er áletrun á ţessa leiđ á íslensku og ensku:
FRIĐRIK ÓLAFSSON, stórmeistari í skák, fćddur 26. janúar 1935.Fremsti skákmađur Íslands fyrr og síđar, margfaldur Íslands- og Reykjavíkurmeistari og sigurvegari á mörgum stórmótum, bćđi heima og erlendis. Friđrik varđ stórmeistari fyrstur Íslendinga áriđ 1958 og skipađi sér á bekk međ bestu skákmönnum heims á sínum tíma. Virtur vel enda síđar kjörinn forseti Alţjóđaskáksambandsins FIDE, embćtti sem hann gengdi 1978-1982. Íslenski skákdagurinn er haldinn á afmćlisdegi hans ár hvert.
Í fyrstu útgáfu eru ađeins gefnar út 10 arkir x24 eđa alls 240 frímerki međ burđargjaldi innanlands. Heilar arkir kosta kr. 12.000- Póstkort međ 2 frímerkjum, annađ ađ framan og öđru á bakhliđ, póststimpluđu á útgáfudegi kosta kr. 1000- Póstkort međ óstimpluđi frímerki ađ aftan kr. 600- allt ađ viđbćttum sendingarkostnađi.
Merkin er hćgt ađ panta á www.galleryskak.net en einnig međ tölvupósti á netfangiđ gallery.skak@gmail.com
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 113
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar