Fćrsluflokkur: Spil og leikir
19.9.2017 | 07:00
Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita fer fram 22.-24. september
Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita fer fram ađ Laugum í Sćlingsdal dagana 22.-24. september nk.
Um er rćđa stórt verkefni enda heimsćkja okkar margir tugir erlendra gesta.
Fulltrúar Íslands verđa:
NM grunnskólasveita
- Hörđuvallaskóli (Kópavogi)
- Rimaskóli (Reykjavík)
Liđsskipan liđanna má finna á Chess-Results.
NM barnaskólasveita
- Álfhólsskóli (Kópavogi)
- Ölduselsskóli (Reykjavík)
Liđsskipan liđanna má finna á Chess-Results.
Spil og leikir | Breytt 13.9.2017 kl. 08:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2017 | 00:37
Meistaramót Hugsins: Ţrír jafnir og efstir eftir 5.umferđ
Fimmta umferđ Meistaramót Hugsins fór fram í kvöld og var hart barist nú sem endranćr. Sigurđur Dađi Sigfússon var einn efstur fyrir umferđina eftir óvćntan sigur á Hjörvari Steini í síđustu umferđ. Andstćđingur hans var hinn vígamóđi Vignir Vatnar sem er nýkominn heim frá EM ungmenna í Rúmeníu. Sá yngri hafđi betur ađ lokum og opnađi ţar međ mótiđ upp á gátt.
Á öđru borđi vann Hjörvar Steinn sannfćrandi sigur gegn Lofti Baldvinssyni og á ţriđja borđi hafđi Björn betur gegn Björgvini Víglunds í snarpri byltu ţar sem sá síđarnefndi átti fín fćri. Ţar međ náđu Vignir, Hjörvar og Björn forystunni í mótinu međ 4 vinninga af fimm.
Snorri Ţór Sigurđsson og Óskar Víkingur Davíđsson blönduđu sér svo í toppbaráttuna međ sigrum gegn Jóni Úlfjótssyni og Tómasi Ponzi. Ţeir eru međ 3,5 vinninga eins og Sigurđur Dađi. Ađ öđru leyti voru úrslit ţví sem nćst eftir bókinni.
Sjötta umferđ fer fram mánudaginn 25.september nćstkomandi. Ţá mćtast á efstu borđum:
1. Vignir Vatnar - Björn
2. Hjörvar Steinn - Snorri Ţór
3. Óskar Víkingur - Loftur
18.9.2017 | 07:00
Hlemmur Square - mót nr. 2 haldiđ á sunnudaginn
Hlemmur Square mun í samstarfi viđ Vinaskákfélagiđ halda hrađskákmót á Hlemmur Square sunnudaginn, 24. september, klukkan átta.
Ţetta er annađ skákmótiđ í seríu mánađarlegra móta ţar sem teflt er í rúmgóđum heimkynnum veitingastađar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant. Síđasta mótiđ lukkađist vel en ţar fór Ingvar Ţór Jóhannesson međ sigur af hólmi međ fullt hús vinninga. .
Tefldar verđa 8 umferđir međ 4+2 mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri og dómari er Hörđur Jónasson frá Vinaskákfélaginu.
Ţátttaka er ókeypis á mótiđ en Hlemmur Square gefur gjafabréf fyrir efstu ţrjú sćtin auk ţess sem medalía verđur veitt fyrir vinningshafann.
1. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr. +medalía
2. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
3. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr.
Gleđistundarverđlag á kranaveigum fyrir ţátttakendur mótsins, ef ţörf skyldi krefja í ţeim annars harđa skóla sem skákin er!
Gert er ráđ fyrir ţví ađ skákmótiđ taki innan viđ ţrjár klukkustundir.
Hćgt er ađ skrá sig í gegnum skak.is á gula kassann, en einnig á stađnum.
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1vhVGHktFHzq4809Bf6k2JnrLRscFGaLdnwWv0K5lQz0/
Spil og leikir | Breytt 7.9.2017 kl. 07:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Miđvikudagsćfingar
Skákdeild Fjölnis hóf vetrarstarfiđ međ fjölmennri skákćfingu miđvikudaginn 13. september í tómstundasal Rimaskóla. Á fyrstu ćfinguna mćttu 34 grunnskólakrakkar úr Grafarvogi og fylltu salinn af áhugasömum og efnilegum drengjum og stúlkum. Á hverri ćfingu er bođiđ upp á skákkennslu og skákmót undir kjörorđunum Skák er skemmtileg. Ţađ vakti athygli á fyrstu ćfingunni ađ í hópi 10 verđlaunahafa var jafnt kynjahlutfall í hópnum. Allir fóru glađir heim eftir skemmtilega ćfingu enda veitt 15 verđlaun, efnt til happadrćttis og bođiđ upp á veitingar i skákhléi. Fjölnisćfingar verđa í bođi ókeypis hvern miđvikudag frá kl. 16:30 18:00 og er gengiđ inn um íţróttahús Rimaskóla. Umsjón međ ćfingunum í vetur hafa ţeir Helgi Árnason, Leó Jóhannesson og Jóhann Arnar Finnsson.
Ćvintýraferđ á Västerĺs Open
Skákdeild Fjölnis býđur nú í lok september 13 efnilegum skákkrökkum á aldrinum 10 21 árs til Svíţjóđar ţar sem ţeir taka ţátt í fjölmennasta alţjóđlega skákmóti Norđurlanda hvert ár í bćnum Västerĺs. Krakkarnir fá ţarna einstakt tćkifćri á áhugaverđri og skemmtilegri utanlandsferđ og um leiđ ađ tefla viđ erlenda skákmeistara á öllum stigum og aldri. Í ţessum 13 manna hópi eru sjö stúlkur og sex drengir. Stigahćst er Nansý Davíđsdóttir (1954) en hún kom , sá og sigrađi stigalćgri flokkinn á Västerĺs Open áriđ 2012, ţá ađeins 10 ára gömul. Drengirnir í hópnum eru allir fćddir 2005 og mynda ţétta skáksveit Rimaskóla á grunn-og barnaskólastigi. Ţetta er sjötta áriđ í röđ sem Skákdeild Fjölnis býđur sínu áhugasamasta og efnilegasta skákfólki til Svíţjóđar og hefur skákdeildin veriđ í nánu samstarfi viđ skákfélagiđ í Västerĺs um ţátttökuna. Flogiđ verđur međ WOW, gist á Stadtshótelinu í Västerĺs sem er skammt frá mótsstađ.
Fyrsta Fjölnisliđiđ á Evrópumót félagsliđa
Skákdeild Fjölnis tók ţá ákvörđun í sumar ađ nýta ţátttökurétt sinn á Evrópumót félagsliđa í skák sem haldiđ verđur í Tyrklandi vikuna 8. 15. október. Ţetta er í fyrsta sinn sem skákdeildin tekur ţátt í Evrópumótinu. Skákdeildin er líka fyrsta deildin innan Umf. Fjölnis sem öđlast keppnisrétt á Evrópumóti félagsliđa í hópíţrótt. Skáksveit Fjölnis mun eingöngu telfa fram íslenskum skákmönnum á Evrópumótinu međ Héđin Steingrímsson stórmeistara og stigahćsta skákmann landsins í fararbroddi. Verkefnastjóri ţessarar ferđar er Sigurbjörn J. Björnsson í samstarfi viđ Helga Árnason formann skákdeildarinnar.
Evrópumeistarinn gekk til liđs viđ Fjölni í sumar
Nýkrýndur Evrópumeistari unglinga í skák U18, hinn 18 ára Jesper Söndergĺrd Thybo frá Danmörku, gekk til liđs viđ Skákdeild Fjölnis í sumar og mun tefla međ hinni áhugaverđu A sveit félagsins á Íslandsmóti félagsliđa sem fram fer í Reykjavík dagana 19. 22. október n.k. Ţađ er greinilegt ađ Fjölnisferillinn leggst vel í ţennan unga og stórefnilega danska skákmann og mikiđ fagnađarefni hjá Fjölnismönnum ađ fá Evrópumeistara til liđs viđ A sveitina sem sl. tvö sl. hefur unniđ til verđlaunasćtis í 1. deild.
Spil og leikir | Breytt 17.9.2017 kl. 13:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2017 | 21:57
Haustmót TR: Stórmeistarinn hrifsar forystuna
Sjötta umferđ Haustmót Taflélags Reykjavíkur fór fram í dag og var hart barist. Á efsta borđi mćtti hinn sćrđi Hjörvar Steinn Grétarsson hinum úthvílda Einari
Hjalta Jenssyni. Samkvćmt heimasíđu TR var skákin tvísýn og börđust keppendur allt til loka. Ađ endingu hafđi Hjörvar Steinn sigur og tók ţar međ forystuna í mótinu.
Á öđru borđi gerđu Jóhann H. Ragnarsson og Oliver Aron jafntefli og á ţriđja borđi hafđi Magnús Pálmi betur gegn Páli Snćdal Andrasyni.
Óvćntustu úrslit umferđarinnar voru svo sigur Kristjáns Dags Jónssonar á Herđi Aroni Haukssyni. Á ţeim munar um 600 skákstigum og ţví glćsilega ađ verki stađiđ hjá hinum unga skákmanni.
Eins og áđur segir er Hjörvar Steinn efstur međ 5 vinninga en í humátt á eftir honum eru Jóhann H. Ragnarsson, Magnús Pálmi Örnólfsson og Oliver Aron međ 4,5 vinninga. Sjöunda umferđ mótsins fer fram á miđvikudagskvöldiđ 20.september kl.19.30. Ţá mćtast:
Oliver Aron - Hjörvar Steinn
Magnús Pálmi - Jóhann
Einar Hjalti - Kristján Örn
Loftur - Ţorvarđur Fannar.
17.9.2017 | 13:18
Heimsbikarmótiđ: Vachier-Lagrave sló Svidler úr leik
Franski ofurstórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave var rétt í ţessu ađ slá kollega sinn, Rússann Peter Svidler úr leik í 8-manna úrslitum Heimsbikarmótsins í Tíblísi. Vachier-Lagrave hefur reynst rússneskum skákmönnum erfiđur ljár í ţúfu í mótinu ţví auk Svidlers ţá hefur hann slegiđ Alexander Grischuk og Boris Grachev úr mótinu.
Vachier-Lagrave er eflaust himinlifandi međ ţennan sigur ţví Peter Svidler hefur náđ frábćrum árangri í heimsbikarmótum í gegnum tíđina. Hann varđ heimsbikarmeistari áriđ 2011 og komst í úrslit mótsins áriđ 2015. Ţar varđ hann ađ lúta í gras gegn Sergey Karjakin eftir harđa keppni.
Í dag mćtti Svidler hinsvegar ofjarli sínum í Vachier-Lagrave sem náđi ađ knýja fram sigur í atskákshluta bráđabanans. Frakkinn stýrđi hvítu mönnunum í fyrri skákinni og hafđi alltaf undirtökin í flókinni stöđu. Hann komst út í endatafl, peđi yfir, en Svidler varđist afar vel og hélt jöfnu.
Í síđari skákinni endurtóku kapparnir sérstakt afbrigđi í Enska leiknum ţar sem kóngsriddari svarts stekkur sem óđur mađur um borđiđ, í sjö af fyrstu níu leikjum afbrigđisins er riddaranum leikiđ. Vachier-Lagrave hafđi greinilega unniđ heimavinnuna sína betur ţví hann jafnađi tafliđ auđveldlega og hrisađi síđan til sín frumkvćđiđ. Ţađ lét hann aldrei af hendi og vann öruggan sigur.
Ţar međ er ljóst ađ Vachier-Lagrave mun mćta armenska stórmeistaranum Levon Aronian í undanúrslitum mótsins. Hitt einvígiđ verđur milli Bandaríkjamannsins Wesley So og Kínverjans Ding Liren.
Mikiđ er í húfi ţví ţeir tveir skákmenn sem komast í úrslit mótsins tryggja sér sćti í nćsta kandídatamóti ţar sem átta skákmenn munu tefla um réttinn til ţess ađ skora á Magnus Carlsen í einvígi um heimsmeistaratitilinn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2017 | 12:53
Annađ mótiđ í Bikarsyrpu TR hefst 29.september
Annađ mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 29. september og stendur til sunnudagsins 1. október. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.
Dagskrá:
1. umferđ: 29. september kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 30. september kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 30. september kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 30. september kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 01. október kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 01. október kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 01. október kl. 16.00 (sun)
Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.
Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.
Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.
Nánari upplýsingar: http://taflfelag.is/bikarsyrpa-tr-heldur-afram-fostudaginn-29-september/
Skráđir keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1WeidUjiUR3feCyQidQrdHVmTMqlXnbHb2oBlyG4XVa8/edit?usp=sharing
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2017 | 23:49
Heimsbikarmótiđ: Aronian, Ding og So komnir í undanúrslit
Seinni skákir í 8-manna úrslitum Heimsbíkarmótsins í Tíblísi fóru fram í dag. Eftir byltur dagsins er ađeins ein viđureign sem fer í bráđabana á morgun. Ţađ er einvígi Peter Svidler gegn Maxime Vachier-Lagrave. Ţeir tefldu athyglisverđa skák í ítölskum leik og sömdu síđan jafntefli í afar tvísýnni stöđu. Líklega er Svidler međ ađeins betra tafl og ekki er ólíklega ađ hann muni sjá eftir ţví ađ hafa slíđrađ sverđin. Ţeir félagarnir tefla bráđabanann á morgun.
Ţađ vakti mikla athygli í fyrri umferđinni ţegar ungverski stórmeistarinn Richard Rapport sćttist á skiptan hlut eftir ađeins 11.leiki gegn kínverska stórmeistaranum Ding Liren. Sá ungverski hefur mögulega ćtlađ ađ freista ţess ađ komast í bráđabana en Ding var ekki á ţeim buxunum. Hann tefldi frábćra skák í dag og hafđi verđskuldađan sigur í 41.leik. Ţar međ sló hann ungverska undrabarniđ úr keppni.
Úkraínska ólíkindatóliđ, Vassily Ivanchuk, var međ bakiđ upp ađ vegg eftir skelfilega tap í fyrri skákinni gegn Aronian. Ivanchuk komst ekkert áfram gegn armenanum og mátti sćtta sig viđ jafntefli í 71.leik. Ţar međ sló Aronian Ivanchuk út úr mótinu.
Lengsta skák mótsins var viđureign Bandaríkjamannsins Wesley So og Rússans Vladimir Fedoseev. So verđur seint sakađur um ađ hafa líflegan stíl en hann teflir afar vel og á löngum töflum er stíllinn ekki ósvipađur stíl Anatolí Karpovs. Heimsmeistarainn fyrrverandi hefđi ađ minnsa kosti veriđ fullsćmdur af skák dagsins ţar sem So fékk örlitla yfirburđi snemma tafls og kreisti síđan drulluna úr andstćđingnum á lćrdómsríkan hátt.
Eins og áđur segir munu Svidler og Vachier-Lagrave tefla bráđabana á morgun. Sigurvegari ţeirrar byltu mun mćta Levon Aronian í undanúrslitum. Í hinni viđureign undanúrslitanna munu Ding Liren og Wesley So mćtast. Spennan verđur griđarlega um helgina!

EM ungmenna; 1. umferđ:
Galina Mikheeva (Rússland) Haile Batel Goitom
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6
Najdorf-afbrigđi sikileyjarvarnarinnar var skođađ sérstaklega í undirbúningi fyrir mótiđ.
6. Rb3 e5 7. Bg5 Rbd7 8. Rd5 Hb8 9. Dd3 h6 10. Bxf6 Rxf6 11. Rxf6+ Dxf6 12. O-O-O?
Ţađ er hugsanlegt ađ hvítur hafi leikiđ af sér peđinu. Hafi ţetta átt ađ vera fórn verđur ekki séđ ađ hvítur hafi miklar bćtur.
12. ... Dxf2 13. Hd2 Db6 14. g3 Be7 15. Kb1 Be6 16. h4 Hc8 17. Bh3 O-O 18. Df3 a5!
Og er hér mćttur sendibođi eyđileggingarinnar, svo mađur noti hugtak fengiđ frá Friđriki Ólafssyni. Ţetta peđ á eftir ađ gera mikinn usla í herbúđum ţeirrar rússnesku.
19. Hdd1 a4 20. Rd2
Glćsilega leikiđ. Ef 21. Kxa2 ţá kemur 21. ... Hxc2 22. Da3 d5! og vinnur.
21. Kc1 Be6
Biskupinn snýr aftur og býđur uppskipti á eigin forsendum!
22. Bxe6 fxe6 23. Da3 Dc6 24. Dd3 d5 25. exd5 exd5 26. Rb1 Hf2 27. c3 a3 28. bxa3
Nú lćtur Batel hinn biskupinn af hendi en vinnur hann fljótlega aftur.
29. Rxa3 Dxc3+ 30. Dxc3 Hxc3+ 31. Kb1 Hb3+!
Nákvćmur ţessi leikur. Eftir 32. Kc1 Hxa3 hótar svartur máti á a1.
32. Ka1 Hxa3+ 33. Kb1 d4 34. Hhe1 Ha5 35. Hd3 Hc5 36. Hb3 b5 37. Hc1 Hd5 38. Ha3 d3 39. Hd1 d2 40. Kc2 e4 41. He3 Hc5+ 42. Kb2 Hc4 43. Hb3 b4 44. He3 h5!
(Notar peđin af miklu listfengi. Hvítur er í leikţröng.)
45. Hb3 He2 46. Ka2 Hc1 47. Hb1 Hxd1 48. Hxd1 e3 49. Kb2 He1 49. Kc2 b3+!
og hvítur gafst upp. Snarplega teflt.
Sex íslenskir krakkar taka ţátt í mótinu en aldursflokkarnir eru 12 samtals hjá báđum kynjum; í aldursröđ: Jón Kristinn Ţorgeirsson, Símon Ţórhallsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Gunnar Erik Guđmundsson, Batel og Bjartur Benediktsson.
Magnús Carlsen á sigurbraut í Tiblisi
Jóhann Hjartarson féll úr keppni í 1. umferđ heimsbikarmótsins sem nú stendur yfir í Tiblisi í Georgíu. Hann tapađi báđum skákunum fyrir Tékkanum David Navara eftir ađ fengiđ slćmar stöđur eftir byrjun beggja viđureigna. 128 skákmenn hófu keppni og ýmsir nafntogađir stórmeistarar eru fallnir úr leik t.d. Wisvanathan Anand og Sergei Karjakin. Magnús Carlsen hefur unniđ bćđi einvígi sín 2:0, síđast Alexei Dreev, en međal ţeirra sem sl. fimmtudag tryggđu sér áframhaldandi keppnisrétt í 3. umferđ eru Vachier-Lagrave, og Vladimir Kramnik.------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. september 2017
Spil og leikir | Breytt 9.9.2017 kl. 13:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2017 | 18:53
Íslandsmót grunnskólasveita 2017 - stúlknaflokkur - Rimaskóli, Háteigsskóli og Álfhólsskóli Íslandsmeistarar
Íslandsmót grunnskólasveita stúlknaflokkur, fyrir skólaáriđ 2016-2017, fór fram í Rimaskóla laugardaginn 16. september. Teflt var í ţremur flokkum, flokki 1.-2. bekkjar, flokki 3.-5. bekkjar og flokki 6.-10. bekkjar.
Í yngsta flokknum, flokki 1.-2. bekkjar voru ţrjár sveitir skráđar til leiks. Tefld var tvöföld umferđ međ 5 mínútna umhugsunartíma á skák. Skáksveit Álfhólsskóla í Kópavogi sýndi mátt sinn og sigrađi af miklu öryggi međ 15 vinninga af 16 mögulegum.
Lokastađan
1. Álfhólsskóli 15 v.
2. Salaskóli 8 v.
3. Háteigsskóli 1 v.
Lokastađan í flokki 1.-2. bekkjar á Chess-results
Sveit slandsmeistaranna í Álfhólsskóla í flokki 1. og 2. bekkjar skipuđu Sól Lilja Sigurđardóttir, Tinna Alexía Harđardóttir, Arna Kristín Arnarsdóttir og Júlía Húnadóttir. Liđsstjóri var Lenka Ptacnikova.
Í flokki 3.-5. bekkjar tóku sex sveitir ţátt. Teflt var allir viđ alla međ 7 mínútna umhugsunartíma á skák. Gríđarlega mikil spenna var í flokknum og réđust úrslitin í lokaskákunum. Skáksveit Háteigsskóla sigrađi međ 16,5 vinninga en skammt á hćla ţeirra voru Salaskóli međ 15,5 vinninga og Grunnskóli Grindavíkur međ 15 vinninga. Ţessar sveitir báru af í flokknum.
Lokastađan
1. Háteigsskóli 16,5 v.
2. Salaskóli 15,5 v.
3. Grunnskóli Grindavíkur 15 v.
Lokastađan í flokki 3.-5. bekkjar á Chess-results
Sveit Íslandsmeistaranna í Háteigsskóla í flokki 3.-5. bekkjar skipuđu Soffia Arndis, Anna Katarina, Ásthildur, Karen Ólöf og Katrín Anna. Liđsstjóri var Lenka Ptacnikova.
Í elsta flokknum, flokki 6.-10. bekkjar voru fimm sveitir skráđar til leiks. Teflt var allir viđ alla međ 10 mínútna umhugsunartíma á skák. A-sveit Rimaskóla og skáksveit Salaskóla börđust af mikilli hörku um efstu tvö sćtin en sveit Foldaskóla kom á hćla ţeirra. Úrslitin réđust í lokaumferđinni ţegar Rimskóli sigrađi Landakotsskóla međ fullu húsi og skaust upp fyrir Salaskóla af vinningum. Sigur Rimaskóla á mótinu er sá sjöundi í röđ en skólinn hefur unniđ mótiđ ár hvert frá árinu 2011!
1. Rimaskóli a-sveit 12 v.
2. Salaskóli 11,5 v.
3. Foldaskóli 9,5 v.
Lokastađan í flokki 6.-10. bekkjar á Chess-results
Sveit Íslandsmeistaranna í Rimaskóla í flokki 6.-10. bekkjar skipuđu Nansý Davíđsdóttir, Embla Jóhannesdóttir, Valgerđur Jóhannesdóttir og Sara Sólveig Lis. Liđsstjóri var Helgi Árnason og Björn Ívar Karlsson ţjálfari.
Um skákstjórn í mótinu sáu Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Kristján Örn Elíasson.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 8779079
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar