Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Köben: Hannes efstur ásamt ţremur öđrum

Hannes Hlífar

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2516) vann danska FIDE-meistarann Igor Teplyi (2516) í 4. umferđ Copenhagen Chess Challenge.  Hannes er efstur međ 3˝ vinning ásamt alţjóđlegu meisturunum Nicolai Vesterbaek Pedersen (2465), Danmörku, Daniel Semcesen (2461), Svíţjóđ, og Helga Dam Ziska (2450), Fćreyjum.

Henrik Danielsen (2498) gerđi jafntefli viđ Danann Sandi Stojanovski (2200) og hefur 2˝ vinning.

Kjartan Maack (2133) og Óskar Long Einarsson (1591) unnu en Atli Jóhann Leósson tapađi.  Kjartan hefur 2 vinninga en Atli og Óskar hafa 1 vinning.

Í fimmtu umferđ, sem hófst núna kl. 13, teflir Hannes viđ Vesterbaek.  

66 skákmenn taka ţátt og ţar af eru 6 stórmeistarar.  Hannes og Henrik eru nr. 3 og 4 í stigaröđ keppenda.   Mótiđ er 9 umferđir en er ađeins teflt á 5 dögum.  Tefldar eru 2 skákir alla daga nema fyrsta daginn.  Skákirnar hefjast kl. 8 og 13 á íslenskum tíma.

 


Tómas sigursćll fyrir Norđan

Tómas VeigarTómas Veigar Sigurđarson er iđinn viđ kolann ţessa dagana og sigursćll. Í gćr, fimmtudag var ađ vanda opiđ hús í Skákheimilinu og slegiđ upp hrađskákmóti. Tómas vann ţar öruggan sigur, hlaut 12 vinninga í 14 skákum. Annar varđ Sigurđur Arnarson međ 10,5 vinning og nafni hans Eiríksson ţriđji međ 10. Karl Egill Steingrímsson fékk 8,5 vinning í fjórđa sćti, en ađrir minna.

Bikarmóti SA lauk nú í vikunni.  Mótiđ er teflt međ útsláttarfyrirkomulagi á ţann hátt ađ keppendur falla út eftir 3 töp (jafntefli= 1/2 tap). Tefldar eru atskákir.

12 keppendur hófu keppni á mótinu sl. sunnudag og urđu umferđirnar 10 áđur en yfir lauk. eftir 8 umferđir voru ţeir tveir eftir, Tómas og Jón Kristinn Ţorgeirsson. Jón vann fyrri skák ţeirra félaga, en 10 og síđustu skákinni lauk međ sigri Tómasar. Ţar međ var mćlirinn fullur hjá Jóni. Tómas hafđi nokkra fyirburđi á mótinu, tapađi ađeins 1,5 vinningi, hlaut 8,5 vinning í 10 skákum. Ţriđji á mótinu varđ Sigurđur Eiríksson.  

Nćsta mót hja félaginu verđur 15. mínútna mót sunnudaginn 6. maí og hefst kl. 13


Skákţing Norđlendinga fer fram um Hvítasunnuhelgina

Skákţing Norđlendinga 2012

Akureyri 25.-28. maí 2012

150 ára afmćlismót Akureyrarkaupstađar

100 ára afmćlismót Júlíusar Bogasonar skákmeistara

Skákţingiđ hefur veriđ haldiđ árlega frá 1935 og er nú háđ í 78. sinn.  Sérstaklega verđur vandađ til mótshaldsins nú í tilefni af ţví ađ 150 ár eru liđin frá ţví Akureyrarbćr öđlađist kaupstađaréttindi. Ţá er međ mótshaldinu ţess minnst ađ í ár eru 100 ár liđin frá fćđingu Júlíusar Bogasonar skákmeistara. Júlíus varđ skákmeistari Akureyrar 19 sinnum og  5 sinnum skákmeistari Norđlendinga.

Teflt verđur í félagsheimili Skákfélags Akureyrar, Íţróttahöllinni viđ Skólastíg (gengiđ inn ađ vestan).  

Dagskrá:


Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissnesku kerfi, 3 atskákir og 4 kappskákir.  

Föstudagur 25. maí kl. 20.00: 1.-3. umferđ. Atskák, 25 mín/mann.
Laugardagur 26. maí kl. 10.00: 4. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Laugardagur 26. maí kl. 16.00: 5. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Sunnudagur 27. maí kl. 13:00: 6. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Mánudagur 28. maí kl. 10.00: 7. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.

Mánudagur 28. maí kl. 14.30: Hrađskákmót Norđlendinga.

Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.

Keppni í kvennaflokki fer fram laugardaginn 26. maí og hefst kl. 10.00. Ţetta ađ ţví tilskildu ađ nćg ţátttaka fáist. Lágmark er 6 keppendur svo mótiđ fari fram. Tefldar verđa atskákir, 5-7. umferđir.  

Ţátttökugjald:   kr. 4000 fyrir 17 ára og eldri, kr. 2000 fyrir 16 ára og yngri.  Ţátttaka í hrađskákmótinu er innifalin. Ţeir sem einungis tefla í hrađskákmótinu greiđa kr. 500 fyrir ţátttökuna.  Ţátttökugjald í kvennaflokki kr. 1000.

Verđlaun: Verđlaunafé verđur ađ lágmarki kr. 150.000, ţar af kr. 40.000 í fyrstu verđlaun. 

Öllum er heimil ţátttaka á mótinu, en ađeins ţátttakendur međ lögheimili á Norđurlandi geta unniđ ţá meistaratitla sem teflt verđur um, ţ.e. Skákmeistari Norđlendinga, (í meistaraflokki, kvennaflokki og unglingaflokki) og Hrađskákmeistari Norđlendinga.  

Skráning:  í netfangiđ askell@simnet.is og er skráningarfrestur til miđnćttis 24. maí. Ţeir sem mćta til leiks eftir ađ skráningarfrestur er liđinn geta ekki veriđ vissir um ađ fá sćti á mótinu. 


Bobby Fischer kemur heim - útgáfuhóf í Iđnó í hádeginu

 

Bobby Fischer Comes Home

Helgi Ólafsson
stórmeistari í skák og náinn vinur Bobby Fischer heimsmeistara í skák hefur sent frá sér bók um kynni sín af bandaríska snillingnum sem varđ íslenskur ríkisborgari og dó í Reykjavík fyrir fjórum árum. Útgáfu bókar Helga verđur fagnađ í Iđnó í dag, föstudag, milli klukkan 12 og 13.

Bobby Fischer comes home - The Final Years in Iceland, a Saga of Friendship and Lost Illusions er heiti bókarinnar sem hollenska útgáfufyrirtćkiđ New in Chess hefur gefiđ út eftir Helga Ólafsson. Bókin fjallar um síđustu ár Bobby Fischers á Íslandi en hann lést í ársbyrjun 2008.

Helgi Ólafsson, sem sex sinnum hampađi Íslandsmeistaratitlinum í skák, tók virkan ţátt í baráttunni fyrir lausn Fischers úr japönsku fangelsi og kynntist heimsmeistaranum vel eftir ađ Fischer kom til Reykjavíkur sem íslenskur ríkisborgari í mars 2005.

Helgi fjallar ennfremur um feril Fischers á árunum kringum 1970 og leitast viđ ađ fanga stemmningu ,,einvígis aldarinnar" sem fram fór í Laugardalshöll sumariđ 1972 og vakti heimsathygli en ţar lagđi Fischer Boris Spasskí ađ velli, varđ heimsmeistari og rauf ţar áratuga einokun Sovétmanna á skáksviđinu. Ýmsar kunnar persónur koma viđ sögu í bók Helga, og atburđir Íslandssögunnar, t.a.m.eldgosiđ í Vestmannaeyjum 1973, fléttast inn i frásögnina. Eftir standa nokkrar áleitnar spurningar um líf ţessa sérstćđa manns sem afsalađi sér bandarísku ríkisfangi og dó íslenskur ríkisborgari.

Skáksamband Íslands og Skákakademía Reykjavíkur standa í sameiningu ađ útgáfuhófinu í Iđnó. Gunnar Björnsson forseti SÍ stjórnar ţinginu en setningarávarp flytur Guđni Ágústsson fv. ráđherra, sem m.a. hefur beitt sér fyrir ţví ađ skáksetur verđi sett á laggirnar til ađ minnast einvígis aldarinnar á Íslandi. Helgi Ólafsson mun segja frá tilurđ bókarinnar og kynnum sínum af Bobby Fischer, sem ađ margra áliti er sterkasti skákmađur allra tíma.

 

Bođiđ verđur uppá ljúffenga súpu og brauđ fyrir 1400 krónur. Gestir eru hvattir til ađ mćta tímanlega.


Köben: Hannes međ 2,5 vinning eftir 3 umferđir

Hannes Hlífar

Hannes Hlífar Stefánsson (2516) hefur 2,5 vinning eftir 3 umferđir á alţjóđlegu móti í Kaupmannahöfn og er í 3.-11. sćti.  Í 2. umferđ vann hann danska FIDE-meistarann Jacob Carstensen (2305) en í 3. umferđ gerđi hann jafntefli viđ danska alţjóđlega meistarann Jens Ove Fries-Nielsen (2363).  

Henrik Danielsen (2498) vann Danann Jacob Sylvan (2310) í 2. umferđ en í 3. umferđ tapađi hann fyrir fćreyska alţjóđlega meistaranum Helga Dam Ziska (2450).  

Kjartan Maack (2133), Atli Jóhann Leósson (1715) hafa 1 vinning en Óskar Long Einarsson (1591) er enn ekki komin á blađ.

Danski alţjóđlegi meistarinn Nicolai Vesterbaek Pedersen (2465) og Helgi Dam eru efstir međ fullt hús.

Fjórđa umferđ hefst kl. 8 í fyrramáliđ og rétt er ađ vekja athygli á ţví allar skákir mótsins má horfa á í beinni útsendingu!

66 skákmenn taka ţátt og ţar af eru 6 stórmeistarar.  Hannes og Henrik eru nr. 3 og 4 í stigaröđ keppenda.   Mótiđ er 9 umferđir en er ađeins teflt á 5 dögum.  Tefldar eru 2 skákir alla daga nema fyrsta daginn.  Skákirnar hefjast kl. 8 og 13 á íslenskum tíma.


 


Öđlingamót: Pörun lokaumferđar

Eggert.jpgEggert Ísólfsson (1891) vann Bjarna Hjartarson (2038) í frestađri skák úr sjöttu og nćstsíđustu umferđ öđlingamóts TR sem fram fór í kvöld.  Eggert er annar einum vinningi á eftir Ţorvarđi F. Ólafssyni.  Lokaumferđin fer fram á miđvikudagskvöld og ţá mćtast Eggert og Ţorvarđur.

Stöđu mótsins má finna hér.

Röđun lokaumferđirnar má finna hér.

 


Verkísmótiđ í skák fer fram á miđvikudag

Ágćti skákunnandi!

Skákdeild Fjölnis býđur til spennandi Firmamóts í skák, í Tjarnarsal Ráđhússins miđvikudaginn 9. maí kl: 16-19.

Ţegar hafa skráđ sig sjö liđ og nokkur önnur eru heit og undirbúa ţátttöku. 

  • Síminn
  • Eimskip
  • Morgunblađiđ
  • Fjölnir
  • Icelandic Excursions 
  • Verkís

Ţau eru öll skipuđ „venjulegum" skákmönnum og starfsmönnum fyrirtćkjanna. Enn sem komiđ er hafa sterkustu skákmenn landsins ekki veriđ međal liđsmanna. Sum liđ eru nálćgt stigaţakinu, en önnur tefla eingöngu fram eigin starfsmönnum og eru ekki ađ spá í stigaţök, heldur langar ţeim ađ vera međ og hafa gaman af. Ţáttökugjald er 50 ţúsund krónur, en heildarverđlaun mótsins eru varlega áćtluđ ađ verđmćti yfir 750 ţúsund krónur, sem ađ gerir mótiđ eitt ţađ allra veglegasta sem ađ haldiđ er hér á landi.

Verkís er ađalstyrktarađili mótsins. Verkís fangar 80 ára afmćli í ár, en verkfrćđistofan rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er ţví elsta verkfrćđistofa landsins.

Viđ hvetjum ţig til ađ hafa frumkvćđi í málinu og vekja athygli á keppninni innan ţíns fyrirtćkis eđa félags og gjarnan hafa samband viđ okkur ţ.a. viđ getum unniđ saman ađ ţví ađ sannfćra fyrirtćkiđ ţitt til ađ senda liđ!

Helgi Árnason, formađur skákdeildar Fjölnis, gsm 664-8320
Héđinn Steingrímsson, stórmeistari og Íslandsmeistari í skák 

Ţátttökutilkynning og fyrirspurnir: firmakeppnin@gmail.com

Nánari upplýsingar:  http://www.firmakeppnin.blog.is/

Facebook: http://www.facebook.com/profile.php?id=100003387882089


Mbl-sjónvarp: Áhugi á einvígi aldarinnar vex

Mbl.is fjallađi fyrr í dag um sölu á munum úr Einvígi aldarinnar.  Viđtal er haft viđ Guđmund G. Ţórarinsson, fyrrverandi forseta SÍ.

Viđtaliđ í heild sinni

 


Bylgjan: Í Bítiđ - Hefur skákáhugi Íslendinga minnkađ? Umfjöllun um Firmakeppni Verkís

Í bítinu í Bylgjunni í morgun var skákumfjöllun.  Ţar var viđtal viđ Héđin Steingrímsson stórmeistara í skák.   Fjallađ er ítarlega um Firma- og félagakeppni Fjölnis, sem fram fer í Ráđhúsi Reykjavíkur, miđvikudaginn, 9. maí.  

Umfjöllun Bylgjunnar

 


Keppendalisti Landsmótsins í skólaskák

Ţá er keppendalisti landsmótsins í skólaskák 2012, sem hefst í Stórutjarnaskóla í Ţingeyjarsveit á morgun kl. 16:00 klár.  Hann lítur svona út.

Eldri flokkur:

Dagur Ragnarsson             RVK
Oliver Aron Jóhannesson   RVK
Jón Trausti Harđarson        RVK
Hrund Hauksdóttir             RVK  (kom inn auka)
Dagur Kjartansson            RVK (kom inn auka)
Birkir Karl Sigurđsson         Reykjanes
Andri Freyr Björgvinsson    Norđurland-Ey
Snorri Hallgrímsson           Norđurland-Ey
Hlynur Snćr Viđarsson      Norđurland-Ey
Gísli Geir Gíslason              Norđurland-Ve
Mikael Máni                        Austurland
Emil Sigurđsson                  Suđurland

Yngri flokkur:

Nansý Davíđsdóttir              RVK
Hilmir Hrafnsson                  RVK
Gauti Páll Jónsson               RVK
Kristófer Jóel Jóhannesson RVK (kom inn auka)
Hilmir Freyr Heimisson         Reykjanes (kom inn auka)
Vignir Vatnar Stefánsson     Reykjanes
Jón Kristinn Ţorgeirsson      Norđurland-Ey
Símon Ţórhallsson               Norđurland -Ey
Tinna Ósk Rúnarsdóttir        Norđurland-Ey
Halldór Broddi Ţorsteinsson Norđurland-Ve
Wiktor Tómasson                 Austurland
Haraldur Halldórsson           Suđurland

Engir keppendur koma af Vesturlandi né af Vestfjörđum í ţetta skiptiđ. Kristófer, Hilmir Freyr, Hrund og Dagur koma inn í mótiđ í ţeirra stađ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.8.): 21
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8779714

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband