Fćrsluflokkur: Spil og leikir
9.5.2012 | 10:00
Eitt lítiđ skákmót fer fram í dag
Verkís mótiđ hefst kl: 16 í dag í Tjarnarsal Ráđhússins.
Á vefsíđunni:
http://chess-results.com/tnr72440.aspx?art=32&lan=1&turdet=YES
Er hćgt ađ fylgjast međ skráningu í Fjölnismótinu. Viđ hvetjum sem flesta ađ mćta í Ráđhúsiđ, en einnig verđur hćgt ađ fylgjast međ genginu í mótinu í beinni á ţessari síđu.
Liđ eru hvött til ađ senda inn loka liđskipan fyrir kl: 12 í dag. Loka liđsskipan ţarf ađ hafa borist mótinu í síđasta lagi kl: 15:30. Ţá rennur einnig út skráningarfrestur. Viđ beinum ţó ţeim tilmćlum til liđa ađ skrá sig sem allra fyrst ţ.a. hćgt sé ađ slá liđsmenn inn í tölvuna.
Athygli er vakin á ţví ađ fyrirtćki sem ađ vill senda tvenn liđ í keppnina greiđir einungis 30 ţús. kr. fyrir seinna liđiđ.
Liđ eru hvött til ađ mćta tímanlega í Ráđhúsiđ, helst kl. 15:45.
Tefldar verđa sjö umferđir međ tíu mínútna umhugsunartíma. Fríar veitingar eru í bođi og verđur gert hlé á taflmennsku eftir fjórar umferđir.
Notast er viđ Swiss Manager forritiđ til ađ ákveđa pörun og einnig sjálfvirkt ađalverđlaunin bćđi í liđa- sem og einstaklingskeppni.
Fyrir fyrstu umferđina mun forritiđ ákveđa töfluröđina međ slembi-ađferđ.
Verđlaun (sjá nánar http://firmakeppnin.blog.is/blog/firmakeppnin/entry/1237817/?preview=1):
a) Liđsverđlaun - verđa eftir vinningafjölda og ef liđ verđa jöfn ađ vinningum ţá gilda hin svokölluđu liđsstig (e. match points), en liđ fćr tvö slík fyrir sigur í viđureign og eitt fyrir jafntefli. Ef enn er jafnt ţá gilda innbyrđis viđueignir.
b) Einstaklingsverđlaun - eru miđuđ viđ árangur (e. performance) samkvćmt íslenskum stigum, međ austurísku afbrigđi til ađ koma í veg fyrir óeđlilega 100% árangurs útkomu.
Treyst verđur á mannlegt innsći viđ ađ ákveđa önnur verđlaun, sérstaklega liđsbúningsverđlaunin.
Athygli er vakin á ţví ađ hver keppandi getur einungis hlotiđ ein verđlaun. Ef ađ 1. verđlaun í bćđi mótinu og einstaklingskeppni vinnast, ţá ţarf ađ velja á milli GSM símans og flugsins. Flugiđ fer ţá í 2. verđlaun í einstaklingskeppninni. Útfćrist nánar á skákstađ.
Athygli er vakin á ţví ađ verđlaunum kann ađ fjölga og eđa ţau verđa enn veglegri.
Sjáumst í Ráđhúsinu í dag tímanlega ef hćgt er kl: 15:45!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2012 | 09:00
Haraldur Axel efstur í Ásgarđi
Tuttugu og ţrír eldri skákmenn mćttu til leiks í gćr hjá Ásum í Ásgarđi. Haraldur Axel Sveinbjörnsson varđ efstur međ 8 vinninga af 9 mögulegum og styrkti mjög stöđu sína sem nćsti Vetrarhrókur. Í öđru sćti varđ Ţór Valtýsson međ 7.5 vinninga. Ţriđja sćti náđi Kristján Guđmundsson međ 6.5 vinninga.
Áđur en byrjađ var ađ tefla í gćr ţá minntist Einar S Einarsson Hauks Angantýssonar sem horfinn er af skákborđi lífsins fyrir aldur fram eins og Einar komst ađ orđi Haukur byrjađi ađ tefla í Ásgarđi í október í haust og mćtti á flesta skákdaga ţar til í byrjun mars. Á ţessu tímabili varđ hann fimm sinnum í efsta sćti, vann međal annars Jólahrađskákmótiđ, skákmenn minntust Hauks međ ţögn og bjöllu hljómi áđur en ţeir byrjuđu ađ tefla.
Nánari úrslit:
- 1 Haraldur Axel 8
- 2 Ţór Valtýsson 7.5
- 3 Kristján Guđmundsson 6.5
- 4-5 Kári Sólmundarson 6
- Ţorsteinn Guđlaugsson 6
- 6 Ari Stefánsson 5.5
- 7-10 Birgir Sigurđsson 5
- Leifur Eiríksson 5
- Viđar Arthúrsson 5
- Eiđur Á Gunnarsson 5
- 11-14 Jónas Ástráđsson 4.5
- Jón Víglundsson 4.5
- Magnús V Pétursson 4.5
- Einar S Einarsson 4.5
Nćstu níu skákmenn urđu ađ sćtta sig viđ ađeins fćrri vinninga í ţetta skipti.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2012 | 08:00
Elsa María sigrađi enn og aftur á hrađkvöldi Hellis
Elsa María Kristínardóttir sigrađi á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 7. maí sl. Elsa María fékk 6v í 7 skákum og bar ţađ helst til tíđinda ađ hún tapađi skák í fyrsta skipti í marga mánuđi á ţessum hrađkvöldum. Ţađ var Sverrir Sigurđarson sem náđi ađ leggja Elsu ađ velli í fjörugri skák. Annar á hrađkvöldinu var Vigfús Ó. Vigfússon međ 5,5v og jafnir í 3. og 4.sćti međ 5v voru Sverrir Sigurđarson og Gunnar Nikulásson.
Lokastađan:
Röđ Nafn Vinn. M-Buch. Buch. Progr. 1 Elsa María Kristínardóttir, 6 22.0 30.0 25.0 2 Vigfús Ó. Vigfússon, 5.5 19.0 27.5 21.0 3-4 Sverrir Sigurđarson, 5 21.0 29.5 20.0 Gunnar Nikulásson, 5 20.0 27.5 21.0 5 Jón Úlfljótsson, 4.5 19.5 26.0 20.0 6-7 Jakob Alexander Petersen, 4 22.0 31.0 18.0 Bárđur Örn Birkisson, 4 17.0 23.5 12.0 8-9 Björn Hólm Birkisson, 3.5 16.0 22.5 14.5 Óskar Víkingur Davíđsson, 3.5 16.0 21.5 12.5 10-13 Kristófer Ómarsson, 3 19.5 25.5 15.0 Guđmundur Agnar Bragason, 3 18.0 25.5 12.0 Alec Elías Sigurđarson, 3 17.0 23.5 11.0 Pétur Jóhannesson, 3 15.0 21.0 7.0 14 Bragi Thoroddsen, 2 14.5 20.0 8.0 15 Sindri Snćr Kristófersson, 1 15.5 21.5 7.0
Nćsta hrađkvöld verđur haldiđ mánudaginn 14. maí nk.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2012 | 07:00
Búdapest: Dagur međ jafntefli í 3. umferđ
Dagur Arngrímsson (2381) er í mikum jafnteflisgír á First Saturday-mótinu í Búdapest. Í 3. umferđ, sem fram fór í gćr, gerđi hann jafntefli viđ austurríska alţjóđlega meistarann Walther Wittman (2276). Dagur hefur gert jafntefli í öllum sínum skákum.
Í 4. umferđ, sem fram fer í dag, teflir Dagur viđ ungverska FIDE-meistarann Bagi Mate (2335).
12 skákmenn tefla í SM-flokki og eru međalstigin 2393 skákstig. Til ađ fá stórmeistaraáfanga ţarf 8,5 vinning.Spil og leikir | Breytt 8.5.2012 kl. 21:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2012 | 20:13
Haukur Angantýsson 1948-2012: Skákmenn og félagar minnast meistarans međ hlýhug og virđingu
Haukur Angantýsson, alţjóđlegur meistari í skák og Íslandsmeistari 1976, andađist á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 4. maí síđastliđinn 63 ára ađ aldri. Skákmenn minnast Hauks međ hlýhug og virđingu, enda setti hann sterkan svip á íslenskt skáklíf í áratugi, ţótt hann ţyrfti löngum ađ glíma viđ erfiđ veikindi.
Haukur fćddist á Flateyri viđ Önundarfjörđ 2. desember 1948. Foreldrar hans voru Angantýr Guđmundsson skipstjóri, f. 1. júlí 1916, d. 21. maí 1964, og Arína Ţórlaug Íbsensdóttir ritari, f. 11. september 1923, d. 14. október 1994. Systkini Hauks eru Íbsen, Bára, Auđur, Ólafur Óskar og Guđrún. Uppeldissystirin Soffía Jóna Vatnsdal Jónsdóttir er látin.Ađ loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 fór Haukur til Ţýskalands og lauk námi í efnafrćđi frá Georg August Universität í Göttingen 1973. Síđan tók hann skipstjórnarpróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1975.
Haukur vann ýmis störf um ćvina, m.a. stundađi hann rannsóknarstörf á sviđi efnafrćđi, kennslu, sjómennsku, bćđi innanlands og erlendis, og viđ netagerđ.
Hann tók fyrst ţátt í Íslandsmótinu í skák áriđ 1965 og alls tefldi hann 14 sinnum á Skákţingi Íslands, iđulega međ afbragđs góđum árangri. Ţá tefldi hann međ íslenska landsliđinu á Ólympíumótinu í Siegen 1970.
Blómatími hans var á áttunda áratugnum. Hann varđ efstur á Íslandsmótinu 1975 ásamt ţremur öđrum, en tók ekki ţátt í aukakeppni um titilinn. Áriđ eftir var stóra stundin runnin upp, ţegar Haukur sigrađi á Íslandsmótinu međ 9 vinningum af 11. Nćstir urđu Helgi Ólafsson, Ingvar Ásmundsson og Margeir Pétursson.
Tveimur árum síđar, 1978, varđ Haukur efstur á Íslandsmótinu ásamt Helga Ólafssyni. Ţeir hlutu 8 vinninga af 11, en međal annarra keppenda voru Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson. Haukur og Helgi háđu úrslitaeinvígi um titilinn, ţar hafđi Helgi betur og hampađi Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Helgi minnist Hauks sem keppnismanns, sem gat lagt hvern sem er ađ velli:
,,Haukur Angantýsson var margbrotinn persónuleiki og á ţeim árum ţegar ég umgekkst hann hvađ mest, 1974 til 1978, bar ég alltaf mikla virđingu fyrir honum enda var ţar á ferđinni einstaklingur sem virtust allir vegir fćrir. Hann var ásamt Guđmundi Sigurjónssyni fremstur i flokki kynslóđar skákmanna sem lét til sín taka á skáksviđinu sjöunda ártug síđustu aldar. Í ţessum hópi voru menn á borđ viđ Braga Kristjánsson, Jón Hálfdanarson, Trausta Björnsson og Björgvin Víglundsson. Hann var harđur í horn ađ taka viđ skákborđiđ og mikill keppnismađur sem gat unniđ hvern sem var."
Áriđ 1978 varđ Haukur skákmeistari Reykjavíkur og náđi góđum árangri í Lone Pine í Bandaríkjunum og Rilton Cup í Stokkhólmi um áramótin 1978/79. Áriđ 1979 fagnađi hann glćsilegasta sigri sínum, á World Open í Philadelphiu. Hann varđ efstur međ 8 vinninga af 10, ásamt sex stórmeisturum Miles, Browne, Gheorghiu, Bisguier, Zuckerman og Fedorowicz. Haukur var efstur á stigum og var úrskurđađur sigurvegari á ţessu fornfrćga og merkilega móti. Hann var útnefndur alţjóđlegur meistari 1981.
Jóhann Hjartarson, stigahćsti skákmađur íslenskrar skáksögu, segir ađ Haukur hafi veriđ gćddur afburđa hćfileikum:
,,Haukur var í flokki ţeirra yngri skákmanna sem létu ađ sér kveđa í kjölfar einvígis aldarinnar 1972. Hann komst í hóp bestu skákmanna landsins í lok 8. áratugarins og vann á ţeim tíma frćkna sigra, innan lands sem utan. Eflaust hefđi stórmeistaratitill og frekari frami á alţjólegum vettvangi veriđ innan seilingar ef ekki hefđu komiđ til erfiđ veikindi sem urđu til ađ enda keppnisferil Hauks fyrr en skyldi. Haukur var öflugur andstćđingur og bćđi skemmtilegt og lćrdómsríkt var ađ takast á viđ hann á hvítum reitum og svörtum."
Sćvar Bjarnason, alţjóđameistari, var frćndi og vinur Hauks. Ţeir mćttust í lokaumerđinni á Íslandsmóti skákfélaga á Selfossi í mars, og ţađ var síđasta kappskákin sem Haukur tefldi. Sćvar segir ađ Haukur hafi ekki bara veriđ frćndi og vinur, heldur líka lćrimeistari:
,,Haukur var náfrćndi minn, móđurafi minn og fađir hans voru brćđur.Ţegar Haukur var í efnafrćđinámi tókst međ okkur mikil vinátta. Viđ urđum nánast eins og brćđur um margra ára skeiđ. Ţegar Haukar var ađ veikjast kynntist ég sjúkdómssögu hans mjög náiđ og tók mjög nćrri mér. Eftir ađ veikindi hans tóku yfir minnkuđu samskipti okkar mikiđ. Haukur kenndi mér í raun ađ tefla og viđ fórum saman í margar keppnisferđir erlendis. Ég var viđstaddur ţegar hann vann sína stćrstu sigra í skákinni. Haukur tefldi lítiđ í nokkra áratugi en snéri ţó aftur ađ taflmennsku međ samtökunum Vin. Hann undi sér vel međ ţessum ágćtu samtökum og vil ég ţakka Vin fyrir sitt baráttustarf."
Arnar Valgeirsson forseti Skákfélags Vinjar segir ađ ţađ hafi veriđ mikill heiđur fyrir litla skákfélagiđ viđ Hverfisgötu ađ fá Hauk Angantýsson í liđiđ:
,,Ţađ var međ mikilli gleđi sem félagar í Skákfélagi Vinjar tóku á móti Hauki, sem eftir langt hlé vildi ćfa sig og rifja upp gamla takta. Hann var auđvitađ umsvifalaust signerađur í skákfélagiđ okkar og leiddi liđiđ á Íslandsmótinu í vetur, fyrst í Rimaskóla, svo á Selfossi. Haukur sýndi ţađ og sannađi ađ lengi lifir í gömlum glćđum og átti margar snilldarskákirnar fyrir liđiđ. Úthaldiđ var kannski ekki einsog áđur, og ţegar líđa tók á mótiđ sáust ţreytumerki, en viljinn var svo sannarlega til stađar og ekki var hlustađ á jafnteflisbođ. Ţađ var ótrúlegur heiđur ađ hafa ţennan mikla karakter í broddi fylkingar, og viđ yljum okkur viđ tilhugsunina um ađ endurkoma meistarans veitti honum einnig mikiđ. Hann var fastagestur á mánudagsćfingum okkar í vetur. Viđ í Skákfélagi Vinjar kveđjum Hauk Angantýsson međ mikilli virđingu og ţakklćti."
Haukur var međal keppenda á Vin Open, í tengslum viđ N1 Reykjavíkurskákmótiđ í mars, og viđ upphaf mótsins tefldi hann hrađskák viđ Ivan Sokolov. Hinn mikli meistari frá Bosníu, sem fyrst kom í heimsókn í Vin sumariđ 2003, mátti hafa sig allan viđ í hörkuskák. Jafntefli var ekki á dagskránni hjá Hauki frekar en fyrri daginn!
Haukur Angantýsson verđur jarđsunginn frá Guđríđarkirkju í Grafarholti nk. föstudag klukkan 15.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2012 | 18:10
Atskákeinvígi á RÚV: Hjörvar og Guđmundur tefla á sunnudag
Úrslitaeinvígi Hjörvar Steins Grétarssonar og Guđmundar Gíslasonar fer fram á sunnudag á íslandsmótinu í atskák. Tefla ţeir í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 14:45. Tefldar verđa 2 atskákir og verđi jafnt tefla ţeir bráđabanaskák (armageddon).
Útsendingin verđur í umsjón Helga Ólafssonar og Björns Ţorfinnssonar.
8.5.2012 | 13:00
Lokamót Skákakademíu Kópavogs nćsta föstudag
Vörönn Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands sem stađiđ hefur yfir í Stúkunni á Kópavogsvelli lýkur međ móti nćsta föstudag ţann 11. maí. Mótiđ hefst kl. 14.30 og eru vćntalegir ţátttakendur beđnir um ađ mćta tímalega Glćsileg verđlaun verđa í bođi. Allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í skakćfingum í Kópvogi ţetta vormisseri hafa ţátttökurétt.
Skákkennarar í Kópavogi eru hvattir til ađ beina ţví til nemenda ađ mćta í Stúkuna á föstudaginn.
Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur haft umsjón međ namskeiđahaldinu í Stúkunni á Kópavogsvelli síđustu misseri enda er um ađ rćđa samstarfsverkefni Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands.
Ungir skákmenn úr Kópavogi hafa vakiđ mikla athygli undanfariđ fyrir góđa frammistöđu sem má ekki síst ţakka góđum skákkennurum á borđ viđ Smára Rafn Teitsson, Tómas Rasmus, Gunnar Finnsson, Sigurlaugu Friđţjófsdóttur og Lenku Ptacnikovu sem allir hafa kennt í hinum ýmsu grunnskólum Kópavogs.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţađ stefnir í góđa ţátttöku og ćsispennandi keppni í Ráđhúsinu kl: 16 á morgun miđvikudag.
Barist er um óvenju vegleg verđlaun, sennilega nćst bestu verđlaun í skákmóti hér á landi á eftir Reykjavíkurskákmótinu, m.a. flug báđar leiđir međ öllum sköttum og gjöldum međ Iceland Express, 100 ţús. kr. GSM síma og út ađ borđa á fínustu veitingastöđum bćjarins og ótal margt fleira. Verđlaunin spanna mikla breidd, en m.a. eru veitt verđlaun fyrir bestu frammistöđu liđa miđađ viđ styrkleika, bestu frammistöđu einstaklings, besta liđstjórann, óvćntustu úrslitin o.fl.
Hér á eftir verđur fariđ stuttlega yfir liđin sem ađ ţegar hafa tilkynnt ţátttöku.
- 1. Eimskip - Liđ Eimskipa er skipađ tveimur starfsmönnum og svo starfsmanni eđa einum lánsmanni sem ađ tengdur er fyrirtćkinu. Jóhann Helgi Sigurđsson (1.993) forstöđumađur framleiđslustýringar leiđir liđ Eimskipa. Ingvar Örn Birgisson (1.767) bílstjóri teflir á öđru borđi. Ekki hefur fengist endanlega stađfest hver teflir á ţriđja borđi, en fréttir herma ađ Eimskip sé ekki međ hugann viđ ađ komast sem nćst stigaţakinu, heldur hafa starfsmenn og fólk sem ađ tengt er fyrirtćkinu í liđinu.
- 2. Síminn - Liđ Símans skipa Kristján Halldórsson deildarstjóri (1.795), Vignir Bjarnason fjarskiptaverkfrćđingur (1.823), Brynjólfur Bragason (stigalaus) deildarstjóri Internetţjónustu og Sigţór Björgvinsson (stigalaus). Sveit Símans er eingöngu skipuđ starfsmönnum. Hún er samtals međ 4.618 stig og ţví nokkuđ frá 5.500 stiga ţakinu. Ađ sögn Símamanna er ćtlunin ađ hafa gaman af taflmennsku í mótinu.
- 3. Hafgćđi sf. - Landsliđsmađurinn Hjörvar Stein Grétarsson (2.417) leiđir liđ Hafgćđa sf. Hjörvar er 60 stigum hćrri á alţjóđlega stigalistanum en ţeim íslenska. Patrekur Maron Magnússon (1.950) félagi Hjörvars úr Versló teflir á öđru borđi. Ólafur Ţór Ólafsson (stigalaus) teflir á ţriđja borđi. Ólafur er starfsmađur Hafgćđa sf., en Hjörvar og Patrekur eru svokallađir lánsmenn. Ólafur hefur teflt á netinu, en er ađ tefla í sínu fyrsta opinbera skákmóti. Ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ ţessari sveit.
- 4. Morgunblađiđ - teflir eingöngu fram starfsmönnum. Sveitina skipta ţeir Jóni Árna Jónsson (2.051), Baldur A. Kristinsson (2.047), Pétur Blöndal (1.270) og Ómar Óskarsson (stigalaus). Sveitin er samtals međ 5368 stig og ţví nćr stigaţakinu en sveit Símans.
Jón Árni er íslenskugúru ađ norđan og teflir međ Mátum.
Baldur var mjög virkur skákmađur áđur fyrr, en hefur látiđ sér nćgja ađ tefla á Íslandsmóti Skákfélaga í seinni tiđ. Baldur hefur reynst skákmönnum betur en margur veit, en hann sér um tćknimálin á blog.is vefjunum, ţar međ taliđ fréttavef Skáksambandsins, sem ađ er á Moggablogginu.
Pétur ţekkja skákáhugamenn vel, enda er hann duglegur ađ skrifa um skák. Hann hefur ađeins einu sinni tekiđ ţátt í opinberu skákmóti.
Ómar er stigalaus og er eftir ţví sem nćst verđur komist ađ tefla á sínu fyrsta skákmóti, en Ómar hefur tekiđ ófáar ljósmyndir af skákmeisturum.
- 5. Íslandsbanki - Íslandsbanki teflir eingöngu fram starfsmönnum. Liđ Íslandsbanka skipa ţeir Guđmundur Magnús Dađason(1.974), en hann er jafnframt liđsstjóri, Gunnar Gunnarsson(1.780), Björn Hákonarson (stigalaus) og Jón Sigurđur Ţórđarson(stigalaus). Guđmundur er ákaflega slyngur liđsstjóri, en hann hefur stýrt sveit Bolvíkinga til sigurs á Íslandsmóti Skákfélaga ţrjú síđustu árin.
- Hugsmiđjan - Sveit Hugsmiđjunnar er eingöngu skipuđ starfsmönnum. Enginn ţeirra er í hópi svokallađra stigamanna. Liđ Hugsmiđjunnar skipa ţeir Margeir Steinar Ingólfsson ráđgjafi, en hann er jafnframt liđsstjóri, Steinn Arnar Jónsson ţróunarstjóri hugbúnađargerđar og Jón Frímannsson. Ţađ er ánćgjulegt ađ sjá sveit Hugsmiđjunnar í mótinu.
- 7. Verkís - Verkís er međ sveit.
- 8. Rimaskóli - Rimaskóli er međ sveit í mótinu.
- 9. RARIK - RARIK er međ sveit í mótinu. Ekki er endanlega komiđ á hreint hvernig hún er skipuđ.
- 10. SS - SS er einnig međ sveit, sem ađ enn er veriđ ađ vinna í ađ skipa.
- 11. Fjölnir - Fjölnir verđur međ liđ í mótinu skipađ ungum skákmönnum.
- 12. Íslandsbanki er ađ safna saman í liđ nr. 2 sem ađ yrđi eingöngu skipađ stigalausum, ekki 100% stađfest.
- 13. Reykjavíkurborg - veriđ ađ vinna ađ ţví ađ senda inn liđ, en ekki enn 100% stađfest.
- 14. Ţitt liđ?
Hver vinnur verđlaunin, sjá http://www.firmakeppnin.blog.is/blog/firmakeppnin/entry/1237817/ ?
Stigaţakiđ gerir keppnina um ađalverđlaun mótsins óvenju spennandi. Erfitt er ađ segja fyrir um hvađa tvö liđ fara heim međ flug til Evrópu fram og til baka međ öllum gjöldum inniföldum međ Iceland Express.
Einstaklingsverđlaun, ţessi verđlaun eru mjög vegleg og setja mótiđ ekki langt frá Landsbankahrađskákmótinu. Segja má ađ ţađ sé mót í mótinu.
Hér lítur út fyrir ađ landsliđs- og Hafgćđa mađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson muni nánast geta labbađ strax út međ 100 ţús. kr. GSM síma. Önnur verđlaun í ţessum flokki eru einnig mjög vegleg og ómöglegt ađ segja hver hlýtur ţau. Ţá eru hin ţrjú verđlaunin einnig vegleg og mjög spennandi ađ sjá hverjir hljóta ţau. Héđinn er innan rađa Fjölnis. Ţađ ber ađ taka fram ađ ef ađ hann verđur međ í mótinu, ţá mun hann og sveitin sem ađ hann teflir međ ekki geta unniđ nein verđlaun.
Sama gildir um óvćntustu úrslit mótsins.
Öll liđin eiga möguleika á ađ vinna til verđlauna fyrir liđi sem ađ kemur mest á óvart m.v. fyrirfram styrkleika. Stigalaus liđ hljóta ađ hafa sterka stöđu hér.
Snjallasti liđsstjórinn, hér hlýtur Íslandsbankamađurinn Guđmundur Dađason ađ vera heitur kandidat, enda hokinn reynslu eftir ađ hafa stýrt liđi Bolvíkinga til sigurs ţrjú ár í röđ á Íslandsmóti Skákfélaga. Ţađ getur ţó allt gerst.
Flottasti liđsbúningurinn, hér láta mótshaldarar koma sér á óvart.
8.5.2012 | 09:16
Skákvakan í Skorradal 2012
SkákvökuMaraţon fór fram ađ Óđali EinarsEsss í Skorradal dagana 4.-5. maí og var ţetta í 8 sinn sem slík hátíđ er ţar haldin. Ađ ţessu sinni voru ţátttakendur 6 talsins auk húsráđanda. Matarveisla og ljúfeng drykkjarföng voru međ í farangrinum svo enginn ţyrfti ađ líđa skort, hvorki ţurran né blautan, á međan á martröđinni stóđ. Keppt var meistaratitil Skorra ţrćls Skallgríms, flottan farandgrip og jafnframt um áletrun Grćnlandssteininn gullnu letri.
Kapptefliđ hófst kl. 17 á föstudag eftir ađ allir keppendur voru búnir ađ gíra sig upp og í brók fyrir slaginn. Ţví lauk svo ekki fyrr en klukkan sex árdegis eftir ađ birta tók og morgunrođi sólar var farinn ađ lita Mófellsfjall og Kerlingarhorniđ handan vatnsins.
Ţá höfđu veriđ tefldar 28 umferđir á mann x7 eđa alls 196 skákir í striklotu, svokallađar 10 mín. hvatskákir, ţar sem vart má á milli sjá hver sé einna snjallastur eđa fari međ sigur af hólmi, fyrr en í nauđir rekur, svefnhöfgi eđa tímahrak lćtur ađ sér kveđa, svo alvarlega menn verđa ađ gefa skákina.
Ađ lokum kom ţó ađ ţví ađ ótvírćđ og skýr úrslit fengust, byggđ á samanlögđum vinningafjölda eftir 13 klukkustunda harđa baráttu og ćsilega taflmennsku og voru ţau á ţennan veg:
HellisheiđarSeníiđ (Stefán Ţormar Guđmundsson) 23 v
Viđeyjarundriđ (Guđfinnur R. Kjartansson) 21.5 v
RauđagerđisGođsögnin ( Guđm. G. Ţórarinsson) 20 v
Fléttumeistarinn ( Páll G. Jónsson) 15 v.
VonarstjarnaVandamanna (Kristján Stefánsson) 13 v.
BjartastaVonin (Kristinn Bjarnason) 11.5. v.
ErkiRiddarinn ( Einar S. Einarsson) 8 v.
Stefán Ţormar var síđan krýndur Skorradalsmeistari viđ hátíđlega athöfn viđ FischersSćti, mosavaxinn stein í brekkunni ofan viđ bústađinn ţar sem meistarinn tyllti sér niđur hér um áriđ til ađ kasta mćđinni. Guđfinnur vann hins vegar kapptefliđ um Grćnlandsteininn í fimmta sinn af sex sem um hann hefur veriđ keppt, en einungis Grćnlandsfarar geta unniđ hann og ţar međ til eignar.
Myndaalbúm (ESE)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2012 | 23:30
Bragi og Ingvar međ jafntefli í lokaumferđinni
Bragi Ţorfinnsson (2421) og Ingvar Ţór Jóhannesson (2331) gerđu báđir jafntefli í lokaumferđ bresku deildakeppninnar sem fram fór í dag. Bragi, sem tefldi á fyrsta borđi fyrir Jukes of Kent, gerđi jafntefli viđ alseríska stórmeistarann Aimen Rizouk (2532) og Ingvar gerđi jafntefli viđ enska skákmanninn Alexander Longson (2272). Sveit Braga og Ingvars vann lokaumferđina 4,5-3,5 og hefur tryggt sér keppnisrétt í EM taflfélaga.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 7
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 121
- Frá upphafi: 8779700
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar