Fćrsluflokkur: Spil og leikir
11.5.2012 | 22:16
Búdapest: Dagur vann í 6. umferđ
Dagur Arngrímsson (2381) vann mexíkanska alţjóđlega meistarann Julian Estrado Nieto (2309) í sjöttu umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í dag. Dagur hefur 4 vinninga og er í 2.-4. sćti.
Í 7. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Dagur viđ ungverska stórmeistarann Zoltan Varga (2451).
12 skákmenn tefla í SM-flokki og eru međalstigin 2393 skákstig. Til ađ fá stórmeistaraáfanga ţarf 8,5 vinning.11.5.2012 | 21:35
Reykjavíkurskákmótiđ 2013
Búiđ er ađ fastsetja Reykjavíkurskákmótiđ 2013. Ţađ verđur haldiđ 19.-27. febrúar 2013 í Hörpu. Ađ ţessu sinni verđur mótiđ lengt um eina umferđ og verđa ţví tefldar 10 umferđir. Tvöfaldi dagurinn verđur fćrđur framar í mótiđ og verđa 2. og 3. umferđ tefldar sama dag. Búiđ er ađ opna fyrir skráningu í mótiđ á Chess-Results.
Einnig er búiđ ađ fastsetja mótiđ áriđ 2014. Ţađ verđur haldiđ 4.-12. mars 2014 og einnig í Hörpu. Ţađ ár á Reykjavíkurskákmótiđ 50 ára afmćli.
11.5.2012 | 20:10
Jafntefli í fyrstu skák heimsmeistaraeinvígis Anand og Gelfand
Jafntefli varđ í fyrstu skák heimsmeistaraeinvígis Anand og Gelfand sem fram fór í dag í Moskvu. Skákin var ađeins 24 leikir. Önnur skákin fer fram á morgun og hefst kl. 11.
11.5.2012 | 13:58
Hrađskákmót á vegum Vinjar í Mosfellsbć á ţriđjudag
Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma og bođiđ verđur upp á kaffi og léttar veitingar í hléi.
Bókavinningar fyrir efstu sćtin sem og happadrćtti. Ţetta verđur huggulegt og kostar ekki krónu. Endilega mćta tímanlega.
11.5.2012 | 11:00
Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák fer fram á RÚV á sunnudag
Úrslitaeinvígi Hjörvar Steins Grétarssonar og Guđmundar Gíslasonar fer fram á sunnudag á íslandsmótinu í atskák. Tefla ţeir í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 14:45. Tefldar verđa 2 atskákir og verđi jafnt tefla ţeir bráđabanaskák (armageddon).
Útsendingin verđur í umsjón Helga Ólafssonar og Björns Ţorfinnssonar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2012 | 09:00
Skákţing Norđlendinga fer fram um Hvítasunnuhelgina
Skákţing Norđlendinga 2012
Akureyri 25.-28. maí 2012
150 ára afmćlismót Akureyrarkaupstađar
100 ára afmćlismót Júlíusar Bogasonar skákmeistara
Skákţingiđ hefur veriđ haldiđ árlega frá 1935 og er nú háđ í 78. sinn. Sérstaklega verđur vandađ til mótshaldsins nú í tilefni af ţví ađ 150 ár eru liđin frá ţví Akureyrarbćr öđlađist kaupstađaréttindi. Ţá er međ mótshaldinu ţess minnst ađ í ár eru 100 ár liđin frá fćđingu Júlíusar Bogasonar skákmeistara. Júlíus varđ skákmeistari Akureyrar 19 sinnum og 5 sinnum skákmeistari Norđlendinga.
Teflt verđur í félagsheimili Skákfélags Akureyrar, Íţróttahöllinni viđ Skólastíg (gengiđ inn ađ vestan).
Dagskrá:
Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissnesku kerfi, 3 atskákir og 4 kappskákir.
Laugardagur 26. maí kl. 10.00: 4. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Laugardagur 26. maí kl. 16.00: 5. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Sunnudagur 27. maí kl. 13:00: 6. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Mánudagur 28. maí kl. 10.00: 7. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Mánudagur 28. maí kl. 14.30: Hrađskákmót Norđlendinga.
Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.
Keppni í kvennaflokki fer fram laugardaginn 26. maí og hefst kl. 10.00. Ţetta ađ ţví tilskildu ađ nćg ţátttaka fáist. Lágmark er 6 keppendur svo mótiđ fari fram. Tefldar verđa atskákir, 5-7. umferđir.
Ţátttökugjald: kr. 4000 fyrir 17 ára og eldri, kr. 2000 fyrir 16 ára og yngri. Ţátttaka í hrađskákmótinu er innifalin. Ţeir sem einungis tefla í hrađskákmótinu greiđa kr. 500 fyrir ţátttökuna. Ţátttökugjald í kvennaflokki kr. 1000.
Verđlaun: Verđlaunafé verđur ađ lágmarki kr. 150.000, ţar af kr. 40.000 í fyrstu verđlaun.
Öllum er heimil ţátttaka á mótinu, en ađeins ţátttakendur međ lögheimili á Norđurlandi geta unniđ ţá meistaratitla sem teflt verđur um, ţ.e. Skákmeistari Norđlendinga, (í meistaraflokki, kvennaflokki og unglingaflokki) og Hrađskákmeistari Norđlendinga.
Skráning: í netfangiđ askell@simnet.is og er skráningarfrestur til miđnćttis 24. maí. Ţeir sem mćta til leiks eftir ađ skráningarfrestur er liđinn geta ekki veriđ vissir um ađ fá sćti á mótinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2012 | 07:00
Lokamót Skákakademíu Kópavogs í dag
Vörönn Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands sem stađiđ hefur yfir í Stúkunni á Kópavogsvelli lýkur međ móti nćsta föstudag ţann 11. maí. Mótiđ hefst kl. 14.30 og eru vćntalegir ţátttakendur beđnir um ađ mćta tímalega Glćsileg verđlaun verđa í bođi. Allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í skakćfingum í Kópvogi ţetta vormisseri hafa ţátttökurétt.
Skákkennarar í Kópavogi eru hvattir til ađ beina ţví til nemenda ađ mćta í Stúkuna á föstudaginn.
Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur haft umsjón međ namskeiđahaldinu í Stúkunni á Kópavogsvelli síđustu misseri enda er um ađ rćđa samstarfsverkefni Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands.
Ungir skákmenn úr Kópavogi hafa vakiđ mikla athygli undanfariđ fyrir góđa frammistöđu sem má ekki síst ţakka góđum skákkennurum á borđ viđ Smára Rafn Teitsson, Tómas Rasmus, Gunnar Finnsson, Sigurlaugu Friđţjófsdóttur og Lenku Ptacnikovu sem allir hafa kennt í hinum ýmsu grunnskólum Kópavogs.
Spil og leikir | Breytt 8.5.2012 kl. 12:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Haukur Angantýsson skákmeistari verđur jarđsunginn frá Guđríđarkirkju í Grafarholti föstudaginn 11. maí klukkan 15.
Meistarinn mikli frá Önundarfirđi hefur teflt sína síđustu skák. Haukur Angantýsson kvaddi jarđlífiđ ađfararnótt 4. maí á 64. aldursári. Vinir hans og félagar í íslenskri skákhreyfingu minnast hans međ söknuđi, hlýju og virđingu.
Ég man eftir Hauki ţegar hann var ungur og tápmikill á áttunda áratug síđustu aldar. Hann komst snemma í fremstu röđ íslenskra skákmanna og var til dćmis í úrvalsliđi ungmenna frá Norđurlöndum sem háđu mikla keppni viđ liđ Sovétríkjanna áriđ 1968. Um sumariđ hafđi Haukur sigrađ međ yfirburđum á norrćnu ungmennamóti, og ţannig sýnt ađ hann var međal efnilegustu skákmanna Vestur-Evrópu.
Haukur var vel nestađur gáfum og ómćldum hćfileikum. Hann nam efnafrćđi í Ţýskalandi og hafđi skipstjórnarpróf frá Stýrimannaskólanum ég veit ekki um ađra sem geta státađ af slíkri tvennu. En skáklistin var köllun hans, og fyrir tilţrif sín viđ taflborđiđ verđur Hauks minnst um ókomin ár.
Hann varđ Íslandsmeistari 1976, og nokkrum sinnum hársbreidd frá ţví ađ vinna titilinn. Sigur hans á World Open í Fíladelfíu áriđ 1979 verđur lengi í minnum hafđur; ţegar ungur og titillaus Íslendingur skákađi mörgum ţekktustu stórmeisturum heims. Honum virtust allir vegir fćrir. En sitt er hvađ, gćfa og gjörvileiki.
Viđ Haukur kynntumst á sjúkrahúsi fyrir meira en tveimur áratugum. Ég var ţangađ kominn í sálardrepandi leit minni ađ tilgangi lífsins, Haukur var ađ stríđa viđ sjúkdóm sem löngum lagđi dimman skugga yfir tilveru hans. Viđ tefldum 20 skáka einvígi minniđ, sá líknandi félagi, heldur ţví fram ađ ég hafi náđ ađ vinna eina skák. Ţá var Haukur ađ mestu hćttur ađ tefla opinberlega, glíman viđ dimmuna dró ţrótt úr hinum kraftmikla Vestfirđingi.
En uppgjöf virđist ekki hafa veriđ til í orđabók ţessa fjölgáfađa skáksnillings, enda međ blóđ gamalla hákarlaveiđimanna í ćđum. Enginn, sem ekki hefur reynt á sjálfum sér, veit hvílíka orku ţađ útheimtir ađ stríđa viđ sjúkdóm sem virđist ósýnilegur og ósigrandi.
Kannski var mesta afrek Hauks Angantýssonar, burtséđ frá sigrum hans á stórmeisturum úr öllum hreppum jarđarinnar, ađ lifa međ ţeim innri vágesti sem tortímir öllum möguleikum til ţess sem kallast eđlilegt líf. En gleymum ţví ekki: Hann átti margar ánćgjustundir og augnablik tćrrar hamingju.
Ţađ var mikil gleđistund ţegar Haukur skráđi sig til leiks á Minningarmóti um Dan Hansson, sem fram fór í Ráđhúsi Reykjavíkur í febrúar 2002. Ţetta var, ađ ég hygg, síđasta alţjóđlega skákmótiđ sem Haukur tók ţátt í. Viđ Róbert Lagerman skipulögđum mótiđ til ađ heiđra minningu Danna vinar okkar, sem átti hugmyndina ađ stofnun Hróksins. Ţarna voru 25 stórmeistarar, muni ég rétt, ţeirra á međal allir íslensku stórmeistararnir. Ţađ sem gladdi okkur ţó mest var ađ sjá Hauk Angantýsson aftur viđ taflborđiđ.
Seinna urđum viđ Haukur liđsfélagar, og hefđi örugglega ţurft ađ segja mér ţađ tvisvar ţegar pjakkurinn ég horfđi agndofa á meistarann mikla í gamla daga. Ţetta var ţegar Haukur gekk til liđs viđ Skákfélag Vinjar, sem haldiđ er úti af fádćma atorku Arnars Valgeirssonar í Vin viđ Hverfisgötu. Haukur fór ađ venja komur sínar í Vin, og var fastamađur á mánudagsćfingum félagsins. Ţar var Haukur jafnan sigursćll, og hann leiddi skáksveit Vinjar á Íslandsmóti skákfélaga í vetur. Ţá var hann virkur í starfi heldri skákmanna og átti ţar margar ánćgjustundir.
Síđustu kappskákina tefldi Haukur viđ fornvin sinn og náfrćnda, Sćvar Bjarnason, alţjóđameistara, á Íslandsmótinu á Selfossi í mars. Báđir eru ţeir međal fremstu meistara íslenskrar skáksögu, og mér mun ávallt ţykja sérstaklega vćnt um myndina sem ég tók af ţeirri epísku viđureign. Ungi snillingurinn frá Önundarfirđi var orđinn roskinn og lífsreyndur, og hafđi margt reynt í lífsins ólgusjó, en myndin sýnir meistara sem er öllu vanur, sem tekur sigri sem ósigri međ jafnađargeđi.
Haukur var háttvís og hógvćr, launkíminn og ljúfur í lund. Hann lćtur eftir sig glitrandi skákperlur og endurminningasjóđ, sem ávallt verđur gott ađ leita í. Systkinum hans og öđrum ástvinum, skákfélögum og samferđamönnum, votta ég mína dýpstu samúđ.
Gegnum ţjáningarnar til stjarnanna.
Hrafn Jökulsson.
Haukur Angantýsson - Myndaalbúm
10.5.2012 | 23:00
Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák fer fram sunnudag á RÚV
Úrslitaeinvígi Hjörvar Steins Grétarssonar og Guđmundar Gíslasonar fer fram á sunnudag á íslandsmótinu í atskák. Tefla ţeir í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 14:45. Tefldar verđa 2 atskákir og verđi jafnt tefla ţeir bráđabanaskák (armageddon).
Útsendingin verđur í umsjón Helga Ólafssonar og Björns Ţorfinnssonar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2012 | 22:05
Dagur međ jafntefli viđ stórmeistara
Dagur Arngrímsson (2381) gerđi jafntefli viđ armenska stórmeistarann Hrair Simonian (2475) í 5. umferđ First Saturday-mótsins sem fór í dag. Dagur hefur 3 vinninga og er í 3.-7. sćti.
Í 6. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Dagur mexíkanska alţjóđlega meistarann Julian Estrado Nieto (2309).
12 skákmenn tefla í SM-flokki og eru međalstigin 2393 skákstig. Til ađ fá stórmeistaraáfanga ţarf 8,5 vinning.Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 8779694
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar