Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Opna skoska meistaramótiđ: Pistill Braga Ţorfinnsonar

Bragi Ţorfinnsson međ sigurverđlaunin á opna skoskaOpna skoska meistaramótiđ fór fram dagana, 7.-15. Júlí, í Glasgow. Ţetta mun vera elsta opna mót sem haldiđ er í heiminum, en ţađ mun fyrst hafa veriđ haldiđ áriđ 1884. Ţví má segja ađ mótiđ sé flaggskip skoskrar skákar. Undirritađur ákvađ međ skömmum fyrirvara ađ taka ţátt í ţessu sögufrćga móti, og slást ţar međ í för međ fríđu föruneyti ungra og síungra íslenskra skákmanna. Má ţar nefna m.a.  Hjörvar Stein Grétarsson, afmćlisbarniđ Róbert Lagerman, Óskar Long, ásamt heilum her ungra pilta. Ţetta var óvissuferđ, eins og skákferđir eru nú gjarnan, ţar sem ég vissi ekki mikiđ um mótiđ fyrirfram. Mundi eingöngu eftir ţví ađ alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson hafđi gert miklar rósir á ţví á sumariđ 2009, ef mig minnir rétt.

Ég hafđi einnig efasemdir um viđverustađ okkar međan á mótinu stóđ, en ţađ var s.k. Euro Hostel en mótshaldarar ákváđu einhverra hluta vegna ađ benda mönnum á ţann gistimöguleika. Upprunalega planiđ var ađ hópurinn myndi leigja íbúđ, sem hefđi veriđ mun betri kostur, en ţćr voru skiljanlega mjög fljótt orđnar uppbókađar. Hostel hljómar aldrei sérstaklega traustvekjandi, og efasemdir mínar voru á rökum reistar. Ţađ bjargađi mér ađ búa yfir vissri ađlögunarhćfni, enda er mađur ýmsu vanur úr skákferđum í gegnum árin. Mađur gengur alltaf inni í svona ferđ međ frasann ,,engar vćntingar - engin vonbrigđi" á bakviđ eyrađ. Mađur býr sér til rútínur sem virka. Undir lok ferđarinnar var ég farin ađ meta ađ eiga val um nokkrar tegundir af marmelađi međ ristađa brauđinu mínu. Morgunkaffiđ sem var ódrekkandi til ađ byrja međ, fékk mann til ađ labba niđur 7 hćđir (önnur lyftan var biluđ, hin var of lengi á leiđinni) og taka kaffi-to-go upp á herbergi aftur. Undir lok ferđarinnar var kojan nćstum ţví orđin ţćgileg. Á nóttunni vaknađi ég oft viđ mávagarg og drykkjulćti í Skotununum sem virtust kunna ađ gera sér glađan dag, á hverjum einasta degi. Mađur mćtti ósjaldan vel hressum miđaldra mönnum á götum úti, syngjandi fullum í skotapilsunum sínum. Ég var nánast farin ađ tauta fyrir munni mér, eins og morkni kóngurinn í kvikmyndinni Braveheart, ,,The problem with Scotland, is that it is full of Scots!".

En víkjum ţá ađ mótinu sjálfu. Skotarnir fá hrós fyrir skáksalinn, en hann var mjög góđur, Róbert í skáksal í Glasgowgamaldags og hátíđlegur. Hátt var til lofts og vítt til veggja. Manni leiđ svolítiđ eins og skoskum ađalsmanni úr Hálöndunum, ţegar mađur gekk ţangađ inn og kinkađi góđlátlega kolli til virđulega dyravarđarins, sem opnađi fumlaust fyrir mann hurđina. Ţađ var ákveđin reisn yfir ţessu og allt skiptir ţađ máli, í jafn skapandi grein og skákin er. Í svona fjölmennum hópi, er erfitt ađ ná einhverri yfirsýn yfir taflmennsku manna, en almennt fannst mér íslensku keppendurnar vera ađ gera gott mót. Menn eru ţó auđvitađ missáttir eins og gengur og sumir vita ađ ţeir geta gert mun betur. Ţađ er síđan ljóst ađ margir ţessara drengja eiga mikiđ inni, og eiga eftir ađ halda áfram moka inn stigum á nćstu misserum, ef fram heldur sem horfir. Ég náđi einna best ađ fylgjast međ herbergisfélaga mínum, Nökkva Sverrissyni, og mér ţótti hann tefla margar mjög flottar skákir. Ţađ er alltaf mikilvćgt ađ fá sem mesta keppnisreynslu á mótum sem ţessum, og ég tel ađ flestir ţessara drengja geti vel viđ unađ.

Bragi ŢorfinnssonSjálfur var ég ákaflega sáttur, bćđi viđ taflmennsku mína og frammistöđu. Óheppilegt jafntefli snemma í mótinu viđ stigalágan andstćđing, gerđi ţó út um alla GM-norma sjénsa, sem sýnir býsna vel hversu ekkert má út af bregđa í svona opnum mótum ef menn eru á áfangaveiđum. Eftir ţađ ákvađ ég bara ađ berjast til ţrautar, njóta skákanna og koma mér í toppbaráttuna. Mikilvćgur sigur á indverska stórmeistaranum Deep Sengupta í 5. umferđ skilađi mér á efsta borđ.  Ţar leiđ mér ákaflega vel og sá enga ástćđu til ađ yfirgefa ţađ borđ, ţađ sem eftir lifđi af mótinu. Í 6. umferđ mćtti ég svo Hjörvari Steini, í pörun sem kom mér nokkuđ á óvart. Ég gerđi mér grein fyrir ţví ađ ţađ myndi lítt stođa ađ ćtla ađ reykja einhverja friđarpípu međ honum, enda drengurinn herskár međ afbrigđum. Úr varđ hćgfara pósa-skák međ ţungri undiröldu. Undir lokin varđ stađan gruggugri, og báđir fengu sín fćri á ađ taka heilan punkt. Tíminn fór ađ leika stćrri rullu, tćkifćrin fóru forgörđum og jafntefliđ var e.t.v. sanngjörn niđurstađa.  Í 7. umferđ tókst mér síđan ađ leggja ungverska stórmeistarann Imre Hera ađ velli, í skák sem ég mun skýra hér á eftir, og var komin í býsna góđ mál međ 6 v. af 7 mögulegum. Átakalítil jafntefli í síđustu tveimur umferđunum, skiluđu mér síđan í 7 v. af 9, og tryggđu mér efsta sćtiđ í mótinu ásamt fjórum öđrum skákmönnum.  Ţađ er óhćtt ađ fullyrđa ađ ţetta hafi veriđ ein mín allra besta frammistađa á ferlinum og ţađ er frábćr tilfinning ađ sigra á móti sem ţessu. Ţađ er einnig gott veganesti inni í framtíđina, ţví ţetta gefur manni ţá trú ađ enn fleiri sigrar bíđi handan viđ horniđ. Ţađ var áhugavert ađ sćkja skotana heim, ţó ađ ég myndi frekar mćla međ ţessu tiltekna móti fyrir yngri skákmenn sem vilja ná sér í meiri reynslu og stig. Ţađ er ţó aldrei ađ vita nema mađur snúi aftur á ţetta mót í nánustu framtíđ, en eitt er víst, ađ ţá verđur ekkert Euro-Hostel bókađ.

Í lokin koma hér skýringar á skák minni viđ ungverska stórmeistarann Hera, Imre Jr. í 7. umferđ.

Bragi Ţorfinnsson

Meistaramót Hellis hefst 20. ágúst

Meistaramót Hellis 2012 hefst mánudaginn 20. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 8. september.   Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi.  Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.  Skráning fer fram á heimasíđu Hellis.  Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.

Teflt er á mánudögum, ţriđjudögum og miđvikudögum.

Ađalverđlaun:

  1. 30.000
  2. 20.000
  3. 10.000

Upplýsingar um aukaverđlaun koma síđar.

Ţátttökugjöld:

  • Félagsmenn kr. 2.000; ađrir 3.000-
  • Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 1.500; Ađrir 2.000.
  • Allir titilhafar fá frítt í mótiđ


Umferđartafla: 

  • 1. umferđ, mánudaginn, 20. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, ţriđjudaginn, 21. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferđ, miđvikudaginn, 22. ágúst, kl. 19:30
  • 4. umferđ, mánudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
  • 5. umferđ, ţriđjudaginn, 28. ágúst, kl. 19:30
  • 6. umferđ, miđvikudaginn, 29. ágúst, kl. 19:30
  • 7. umferđ, mánudagur, 3. september, kl. 19:30

Heimasíđa Hellis

 


Henrik tapađi í síđustu umferđ - Cheparinov, Sokolov og Hector efstir og jafnir

Henrik Danielsen

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2511) tapađi fyrir hinum danskćttađa 15 ára ţýska skákmanni Rasmus Svane (2367) í 10. og síđustu umferđ Politiken Cup, sem fram fór í dag.  Međ sigrinum í dag náđi Svane sér í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Stórmeistararnir Ivan Cheparinov (2677), Búlgaríu, Ivan Sokolov (2676), Hollandi, og Jonny Hector (2530), Svíţjóđ, urđu efstir og jafnir međ 8 vinninga.  Cheparinov vann mótiđ á stigum og hlýtur ađ launum 20.000 danskar krónur.

Henrik hlaut 6,5 vinning og endađi í 36.-54. sćti.  Frammistađa Henriks samsvarađi 2439 skákstigum og lćkkar hann um 2 stig fyrir hana.

292 skákmenn tóku ţátt í mótinu frá 24 löndum.  Ţar á međal voru 22 stórmeistarar.  Henrik var nr. 19 í stigaröđ keppenda.



Lenka vann í fimmtu umferđ í Olomouc

Lenka Ptácníkóvá

Lenka Ptácníková (2281) vann tékkneska FIDE-meistarann Jan Bartos (2211) í fimmtu umferđ IM-flokks skákhátíđinnar í Olomouc í Tékklandi sem tefld var í dag.  Lenka, sem byrjađi ekki á vel á mótinu, hefur 2 vinninga og er í 7.-8. sćti.

Lenka teflir í lokuđum IM-flokki á mótinu.  Tíu skákmenn taka ţátt og eru međalstigin 2269 skákstig.  Lenka nr. 4 í stigaröđ keppenda. 


Dagur međ jafntefli viđ stórmeistara í 2. umferđ í Búdapest

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2375) gerđi jafntefli viđ ungverska stórmeistarann Dr. Andras Flumbort (2508) í 2. umferđ GM-flokks First Saturday-mótsins sem fram fór í dag.  Dagur hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu umferđunum.

Á morgun teflir hann ungverska FIDE-meistarann Bagi Mate (2328).

10 skákmenn taka ţátt SM-flokki og eru međalstigin 2430.  Dagur er númer átta í stigaröđ keppenda.

Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar Steinn ađ klára lokaáfangann í Pardubice

Hjörvar ađ tafli í PardubiceÍslensku skákkmennirnir sem tefla fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu í Tyrklandi í undirbúa sig af kappi fyrir ólympíumótiđ. Hjörvar Steinn Grétarsson er nú ađ tefla á sínu ţriđja móti í sumar, nú á vinsćlum áfangastađ íslenskra skákmanna, í Pardubice í Tékklandi. Eftir sigur á Bandaríkjamanninum og stórmeistaranum Robert Hess í 6. umferđ bendir allt til ţess ađ Hjörvar muni standa undir vćntingum manna og landa lokaáfanganum ađ stórmeistaratitli. Fyrri áfanginn kom á Evrópumóti landsliđa sl. haust og gildir tvöfalt samkvćmt sérstökum reglum. Ţegar tvćr umferđir eru eftir er Hjörvar međ 5 ˝ v. af sjö og er í 2.-10. sćti af 259 keppendum. Árangur hans mćlist uppá 2657 stig. Hannes Hlífar Stefánsson er međ 4 ˝ v.

Ţessir tveir eru ekki einu íslensku ţátttakendurnir á mótinu. Hinn ágćti skákţjálfari úr Kópavogi, Smári Rafn Teitsson, fór međ sveit Álfhólsskóla á skákhátíđina og nemendur hans ţeir Dawid Kolka, Felix Steinţórsson og Róbert Léo Jónsson hafa allir stađiđ sig vel í neđri flokkunum og ýmsum hliđarviđburđum. Međ ţessum hćtti ćfa piltarnir sig fyrir Norđurlandamót grunnskóla sem fram fer í haust.

Skáklegt rothögg

Á árlegu skákhátíđinni í Biel í Sviss tókst mótshöldurum á síđustu stundu ađ fá stigahćsta skákmann heims, Norđmanninn Magnús Carlsen, til ađ taka ţátt í mótinu. Ţarna er teflt í fjölmörgum flokkum en athyglin beinist ađ efsta flokknum ţar sem sex skákmenn tefla tvöfalda umferđ. Ţađ dró til tíđinda ţegar í ţriđju umferđ ţegar Alexander Morozevich hćtti keppni vegna veikinda. Menn tóku ţví samt međ fyrirvara; Moro hafđi tapađ tveim fyrstu skákum sínum og átti ađ mćtta Magnúsi Carlsen í ţeirri ţriđju. Victor Bolgan tók sćti hans en hann fćr ekki ađ tefla skákirnar í fyrstu umferđunum upp á nýtt. Morozevich fékk á sig ţađ sem kalla má „skáklegt rothögg" ţegar hann mćtti Bacrot í 2. umferđ. Ţađ var engu er líkara en ađ ţessi fremsti skákmađur Frakka hafi sent „Moro" út úr hringum međ óvenjulega kröftugum leik:

Etienne Bacrot - Alexander Morozevich

Slavensk vörn

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e4 dxe4 5. Rxe4 Bb4+ 6. Bd2 Dxd4 7. Bxb4 Dxe4+ 8. Be2 Ra6 9. Bd6 Dxg2

Ţessi leiđ er ţekkt í frćđunum og ţykir afar varasöm. En Morozevich hikar ekki viđ ađ synda á móti straumnum.

10. Dd2 e5 11. Bxe5 Bf5 12. Bf3 Dg6 13. O-O-O Rc5 14. De3 Bb1 15. Hd2 Bxa2 16. Bd6+ Re6 17. Be4 Dh6 18. f4 Rf6 19. Rf3 Bxc4 20. He1 O-O-O 21. Bxc6!

Snjall leikur sem tryggir jafntefli. Svartur átti ekki um annađ ađ velja en ađ leika 21. .. bxc6 og eftir 22. Dxa7 Hxd6 23. Da8+ Kc7 24. Da7+ er ekki meira en jafntefli ađ hafa.

21. ... Ba6?

Jađrar viđ fífldirfsku en sennilega hefur „Moro" misst af nćsta leik Bacrot.

22. Rg5! Rxg5

grgpdhdr.jpg23. Bd7+!!

Ţađ er mikill slagkraftur í ţessum leik. Svartur á ţrjá kosti, 23. ... Hxd7 leiđir til máts eftir 24. Dc5+ Kd8 25. Be7+ Ke8 26. Dc8+ eđa 23. .. Rxd7 24. Dc3+ og mátar. Ţriđji valkosturinn dugar heldur ekki.

23. ... Kxd7 24. De7+ Kc6 25. Dc7+

- og Morozevich gafst upp ţví ađ mát blasir viđ: 25. ... Kb5 26. Dc5+ Ka4 27. Db4 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. júlí 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Magnús Örn sigrađi á skemmtilegu og fjölmennu útiskákmóti

Gunnar afhendir Magnúsi Erni sigurlauninFIDE-meistarinn Magnús Örn Úlfarsson sigrađi á fjölmennu og sterku útiskákmóti sem haldiđ var á Ingólfstorgi sl. föstudag.  Mótiđ var haldiđ til heiđurs Arnari Valgeirssyni, sem lćtur brátt af störfum í Vin. 

Yfir 40 skákmenn tóku ţátt í mótinu og létu smá úđa sem var rétt í mótsbyrjun engin áhrif á sig hafa.  Međal keppenda voru međal annars nýjustu félagsmenn Skákfélags Vinjar Róbert Lagerman og Sćvar Bjarnason og belgískur ferđamađur, sem var hér í heimsókn, ásamt sćnskri kćrustu sinni.Hrafn og Sćvar ásamt belgískum gesti sem tók ţátt og sćnskri kćrustu hans

Í upphafi mótsins hélt Stefán Bergsson, framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur, rćđu ţar sem hann ţakkađi Arnari innilega fyrir allt hans innlegg en Arnar hefur byggt upp Skákfélag Vinjar frá grunni.  Arnari var afhendur blómvöndur.  Arnar ţakkađi kćrlega fyrir sig og ţakkađi Hróknum sérstaklega fyrir alla veitta ađstođ í gegnum í Arnar heiđursgesturtíđina.  

Ađ ţví loknu var gengiđ til tafls.  Smá tíma tók ađ hefja mótiđ enda var ţátttaka mun meiri en gert var ráđ fyrir.  Lúxusvandamál sem var ljúft ađ leysa!  Hart var barist.  Ađ lokum komu ţrír keppendur jafnir í mark; Magnús Örn Úlfarsson, Sigurđur Dađi Sigfússon og skákstjórinn, Gunnar Björnsson, međ 6 vinninga.  Ţurfti ţá ađ grípa til stigaútreiknings ţar sem Magnús hafđi sigur, Dađi varđ annar og Gunnar ţriđji.  Magnús hlaut ađ verđlaunum bikar og 10.000 kr. inneign í Café Stofan viđ Ingólfstorg, sem studdi viđ mótshaldiđ međ ţví ađ gefa verđlaun.

Skemmtilegt mót, enda gaman ađ tefla úti í góđu veđri!

Lokastađa mótsins:

 

Rank NameRtgPtsBH.
1FMMagnús Örn Úlfarsson2388634˝
2FMSigurđur Dađi Sigfússon2341633
3 Gunnar Björnsson2110631
4 Stefán Bergsson2175530
5 Jón Árni Jónsson2071529˝
6 Jorge Fonseca1997529˝
7 Kjartan Guđmundsson1976529
8 Arnljótur Sigurđsson1460526˝
9FMRóbert Lagerman230732
10 Óskar Long Einarsson159427
11 Jón Trausti Harđarson1813429˝
12 Oliver Aron Jóhannesson2047429
13 Hrannar Jónsson2071426
14IMSćvar Jóhann Bjarnason2090425˝
15 Gísli Hrafnkelsson1639425
16 Örn Stefánsson1771423
17 Gunnar Nikulásson1556421˝
18 Ingi Tandri Traustason184326
19 Vignir Vatnar Stefánsson159026
20 Gauti Páll Jónsson148125˝
21 Stefán Már Pétursson144720˝
22 Donika Kolica124620˝
23 Aron Ingi Óskarsson1862327
24 Kristmundur Ţór Ólafsson0324
25 Kristján Stefánsson1685324
26 Kristófer Jóel Jóhannesson1436323
27 Veronika Steinunn Magnúsdóttir1549323
28 Oddgeir Ottesen1835322˝
29 Jón Úlfljotsson1818322
30 Jóhann Helgi Sigurđsson2041321˝
31 Guđmundur G Guđmundsson1594321
32 Róbert Leó Jónsson1203321
33 William Gilman0319
34 Bjarni Guđmundsson019˝
35 Haukur Halldórsson154016˝
36 Finnur Kristján Finnsson0223˝
37 Páll Ţórhallsson2017222
38 Arnar Valgeirsson0220˝
39 Guđmundur V Guđmundsson0220˝
40 Gunnar Guđmundsson0217
41 Pétur Jóhannesson1000117˝

 


Dagur međ jafntefli í fyrstu umferđ í Búdapest

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2375) lćtur ekki deigan síga og rétt eftir ađ mótinu lauk í Arad í Rúmeníu, ţar sem hann stóđ sig frábćrlega, er hann mćttur til leiks til Búdapest ţar sem hann tekur ţátt í First Saturday-móti.  Í fyrstu umferđ, sem fram fór í dag, gerđi hann jafntefli viđ indónesíska alţjóđlega meistarann Tirta Chandra Purnama (2384).

10 skákmenn taka ţátt SM-flokki og eru međalstigin 2430.  Dagur er númer átta í stigaröđ keppenda.


Henrik vann í nćstsíđustu umferđ

Henrik Danielsen

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2511) vann Norđmanninn Aryan Tari (2256) í 9. og nćstsíđustu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.   Henrik hefur 6˝ vinning og er í 14.-29. sćti.

Stórmeistararnir Ivan Cheparinov (2677), Búlgaríu, og Jonny Hector (2530), Svíţjóđ, eru efstir međ 7˝ vinning.

Henrik mćtir Ţjóđverjanum Rasmus Svane (2367) í 10. og síđustu umferđ sem fram fer í fyrrmáliđ, hefst kl. 8.

292 skákmenn taka ţátt frá 24 löndum.  Ţar á međal eru 22 stórmeistarar.  Henrik er nr. 19 í stigaröđ keppenda.



Gawain breskur meistari í skák

Mátinn Gawain Jones er efstur međ fullt hús eftir 4 umferđirÍslandsvinurinn Gawain Jones (2655) varđ í dag breskur meistari í skák.  Jones varđ efstur ásamt stórmeistaranum Stephen Gordon (2539) en ţeir hlutu 9 vinninga í 11 skákum en sjálfu mótinu lauk í gćr.  Ţeir tefldu úrslitaeinvígi međ atskákfyrirkomulagi í dag og ţar hafđi Gawain betur.  Dawid Howell (2620) varđ ţriđji međ 8,5 vinning en ţessir ţrír höfđu yfirburđi.

Alls tóku 65 skákmenn ţátt í efsta flokki mótsins.  Ţar á međal voru 7 stórmeistarar.   Mótiđ nú var ţađ 99. í sögunni og aldrei áđur hefur breska meistaramótiđ fariđ fram jafn norđanlega í Englandi en mótiđ er jafnframt meistaramót Englands.

Ţess má reyndar geta ađ Íslandsmótiđ í skák 2013 sem markar 100 afmćli mótsins verđur einnig ţađ 99. í sögunni en ćtti auđvitađ međ réttu ađ vera ţađ 101.  Íslandsmótiđ féll hins vegar niđur tvisvar sinnum. 

Heimasíđa Breska meistaramótsins

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 8778962

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband