Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Eitt skemmtilegasta mót ársins: Geđheilbrigđismótiđ á fimmtudagskvöld

Stórmót í VinFimmtudagskvöldiđ 11. október er komiđ ađ einu skemmtilegasta hrađskákmóti ársins: Alţjóđlega geđheilbrigđismótinu, sem nú er haldiđ áttunda áriđ í röđ.

Teflt verđur í höfuđstöđvum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Telfdar verđa 7 umferđir um 7 mínútna umhugsunartíma. Veitt eru vegleg bókaverđlaun frá Forlaginu í ýmsum flokkum.

Mótiđ er haldiđ í tilefni af Alţjóđlega geđheilbrigđisdeginum, og ađ ţví standa Skákfélag Vinjar, Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélagiđ Hellir og Skákakademían.

Ţrír efstu á mótinu fá vegleg bókaverđlaun frá Forlaginu, en auk ţess eru veitt verđlaun fyrir bestan árangur kvenna, 18 ára og yngri, 12 ára og yngri og 60 ára og eldri.

Skákmótiđ hefst stundvíslega klukkan 20 á fimmtudagskvöldiđ og eru keppendur hvattir til ađ mćta ekki síđar en 19.45 í Faxafeniđ.

Skákáhugamenn á öllum aldri eru hvattir til ađ mćta og taka ţátt í skemmtilegri skákveislu. Mótiđ er öllum opiđ og ţátttaka er ókeypis.

Stofnuđ hefur veriđ FACEBOOK-síđa ţar sem hćgt er ađ skrá sig til leiks.


Bolvíkingar efstir eftir fyrri hlutann - fjögur liđ međ vinningsmöguleika

 

IMG 2035Taflfélag Bolungarvíkur leiđir eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór um helgina í Rimaskóla.  Bolvíkingar sem lögđu Akureyringa í 4. umferđ, 6,5-1,5, hafa 22,5 vinning.  Víkingaklúbburinn, sem vann sigur á b-sveit Bolvíkinga eru í 2. sćti međ 22 vinninga, Taflfélag Reykjavíkur, sem vann 6-2 sigur á Gođum-Mátum eru í 3. sćti međ 21,5 vinning og Eyjamenn sem unnu 6-2 sigur á Hellismönnum eru í fjórđa sćti međ 20,5 vinning.   Ţađ má búast viđ ćsispennandi baráttu í síđari hlutanum sem fram fer 1. og 2. mars í Hörpu, strax í kjölfar Reykjavíkurmótsins.

Stađan í fyrstu deild:
  1. Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit 22,5 v.
  2. Víkingaklúbburinn 22 v.
  3. Taflfélag Reykjavíkur 21,5 v.
  4. Taflfélag Vestamanneyja 20,5 v.
  5. Gođinn-Mátar 17 v.
  6. Taflfélagiđ Hellir 13 v.
  7. Skákfélag Akureyrar 7 v.
  8. Taflfélag Bolungarvíkur 4,5 v.

Stađa efstu liđa í 2. deild:

  1. Gođinn-Mátar b-sveit 16 v.
  2. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 15,5 v.
  3. Skákdeild Fjölnir 13 v.
  4. Taflfélag Vestmannaeyja 13 v.
Stađa efstu liđa í 3. deild:
  1. Víkingaklúbburinn 7 stig (16,5 v.)
  2. Skákfélag Vinjar 6 stig (17 v.)
  3. Taflfélag Akraness 6 stig (14,5 v.)

Stađa efstu liđa í 4. deild:

  1. Briddsfjelagiđ 7 stig (17,5 v.)
  2. Skákfélag Akureyrar 6 stig (16,5 v.)
  3. Taflfélagiđ Hellir d-sveit 6 stig (15,5 v.)
  4. UMSB (Borgarnes) 6 stig (15,5 v.)

Fimm liđ enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn!

IMG 2067Ađ loknum ţremur umferđum á Íslandsmóti skákfélaga er ljóst ađ fimm liđ eiga enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum, en ţrjú liđ berjast í fallbaráttunni. Bolvíkingar, sem eru í efstu sćti og stefna ađ fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röđ, mćta Skákfélagi Akureyrar í 4. umferđ, sem hefst kl. 11. Akureyringar hafa átt erfitt uppdráttar og eru í nćstneđsta sćti međ 5,5 vinning, en Bolar hafa rakađ til sín 16 vinningum.

IMG 2084TR er nú í 2. sćti međ 15,5 vinning. Andstćđingar ţeirra í 4. umferđ eru Gođinn-Mátar, sem eru í 3. sćti međ 15 vinninga. TR hefur sýnt mjög góđa takta á mótinu og sigrađ bćđi Víkingaklúbbinn og Vestmannaeyinga.

Víkingarklúbburinn er ţó til alls líklegur, enda búinn ađ mćta tveimur efstu liđunum, en teflir viđ botnliđ B-sveitar Bolvíkinga í fjórđu umferđ.

Eyjamenn eru nú í 5. sćti međ 14,5 vinning og mćta Helli í dag. Hellismenn hafa átt misjöfnu gengi ađ fagna og hafa 11 vinninga, og virđast líklegir til ađ sleppa viđ fall í 2. deild, ţótt mikiđ sé eftir af ţessu skemmtilega móti.

Óhćtt er ađ segja ađ spennan hafi sjaldan eđa aldrei veriđ meiri á Íslandsmóti skákfélaga!


Bolvíkingar efstir á Íslandsmóti skákfélaga

IMG 2068Bolvíkingar leiđa á Íslandsmóti skákfélaga ađ lokinni 3. umferđ sem fram fór í kvöld.  Bolvíkingar unnu Eyjamenn međ minnsta mun, 4,5-3,5 ţar sem gerđ voru 7 jafntefli.  Jóhann Hjartarson var sá eini sem vann sína skák.  Bolvíkingar hafa 16 vinninga.  Taflfélag Reykjavíkur er í öđru sćti međ 15,5 eftir 6,5-1,5 á Skákfélagi Akureyrar.   Gođinn/Mátar og Víkingaklúbburinn eru í 3.-4. sćti međ 15 vinninga.  Gođar unnu b-sveit Bolungarvíkur, 5,5-2,5 en Víkingaklúbburinn valtađi yfir Helli 7,5-0,5.

Fjórđa og síđasta umferđ fyrri hlutans fer fram á morgun og hefst kl. 11.   Ţá mćtast GM-TR, TB-SA, Hellir-TV og TB-b-Víkingaklúbburinn.

Stađan í fyrstu deild:

  1. Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit 16 v.
  2. Taflfélag Reykjavíkur 15,5 v.
  3. Gođinn-Mátar 15 v. (6 stig)
  4. Víkingaklúbburinn 15 v. (3 stig)
  5. Taflfélag Vestamanneyja 14,5 v
  6. Taflfélagiđ Hellir 11 v.
  7. Skákfélag Akureyrar 5,5 v.
  8. Taflfélag Bolungarvíkur 3,5 v.

Stađa efstu liđa í 2. deild:

  1. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 11,5 v.
  2. Gođinn-Mátar b-sveit 11 v.
  3. Skákdeild Hauka 10,5 v.
Stađa efstu liđa í 3. deild:
  1. Taflfélag Akraness 6 stig (13 v.)
  2. Víkingaklúbburinn 5 stig (12 v.)
  3. Skákfélag Vinjar 4 stig (12,5 v.)

Stađa efstu liđa í 4. deild:

  1. UMSB (Borgarnes) 6 stig (14 v.)
  2. Briddsfjelagiđ 5 stig (13 v.)
  3. Taflfélagiđ Hellir d-sveit 5 stig (12,5)
 

Bolar efstir á Íslandsmótinu -- TR-ingar unnu Eyjamenn

IMG 1978Íslandsmeistarar Taflfélag Bolungarvíkur eru efstir á Íslandsmóti skákfélaga eftir 4-4 jafntefli viđ Víkingaklúbbinn í 2. umferđ Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í dag.   Bolvíkingar hafa 11,5 vinning.  Eyjamenn eru í 2. sćti međ 11 vinninga ţrátt fyrir tap, 3,5-4,5 gegn Taflfélag Reykjavíkur.  Hellismenn eru í ţriđja sćti međ 10,5 vinning eftir stórsigur 7,5-0,5 á b-sveit Bolvíkinga.  Gođinn/Mátar eru svo í 4.-5. sćti međ 9,5 vinning eftir sigur á Akureyringum međ minnsta mun.

Ţriđja umferđ hefst nú kl. 17.  Ţá mćtast međal annars Eyjamenn og Bolvíkingar.

Stađan í fyrstu deild:

  • 1.       Bolungarvík 11,5 v.
  • 2.       TV 11 v.
  • 3.       Hellir 10,5 v.
  • 4.       Gođinn/Mátar 9,5 v.
  • 5.       TR 9 v.
  • 6.       Víkingaklúbburinn 7,5 v.
  • 7.       SA 4 v.
  • 8.       TB-b 1 v.

Stađa efstu  liđa í 2. deild:

  • 1.       TR-b 7,5 v.
  • 2.       Gođinn/Mátar 7 v.
  • 3.       Fjölnir 6,5 v.

Stađan efstu liđa í 3. deild:

  • 1.       Skákfélag Íslands 4 stig (7 v.)
  • 2.       Víkingaklúbburinn b-sveit  3 stig (7 v.)
  • 3.       KR 3 stig (6,5 v.)

Stađa efstu liđa í 4. deild:

  • 1.       Briddsfjelagiđ 4 stig (10 v.)
  • 2.       Víkingaklúbburinn-c 4 stig (9,5 v.)
  • 3.       Hellir-d 3 stig (9 v.)

 


Önnur umferđ Íslandsmóts skákfélaga: Hvađ gera Víkingar gegn Bolum?

IMG 1979Önnur umferđ Íslandsmóts skákfélaga hefst klukkan 11 í Rimaskóla. Í efstu deild verđa fjórar mjög spennandi viđureignir, en alls er keppt í fjórum deildum á Íslandsmótinu.

Íslandsmeistarar Bolvíkinga mćta Víkingaklúbbnum, og er ljóst ađ Víkingarnir verđa ađ vinna sigur, ćtli ţeir sér ađ vera međ í keppninni um titilinn. Víkingarnir töpuđu fyrir harđsnúnu liđi Taflfélags Reykjavíkur í fyrstu umferđ í gćrkvöldi, ţar sem Friđrik Ólafsson tryggđi TR sigurinn.

Ekki verđur síđur spennandi ađ fylgjast međ viđureign Eyjamanna og TR. Taflfélag Vestmannaeyja burstađi Skákfélag Akureyrar í fyrstu umferđ, og virđist á fljúgandi siglingu, en TR-ingar hafa sýnt hvađ í ţeim býr.

Gođinn-Mátar teflir fram sínu gríđarsterka liđi gegn Skákfélagi Akureyrar, og má búast viđ ađ Akureyringar bíti í skjaldarrendur eftir skellinn gegn Eyjamönnum í gćrkvöldi.

Ţá verđur án efa hart barist í viđureign Hellis og B-sveitar Bolungavíkur, enda lykilviđureign í neđri hlutadeildarinnar.


Bolar og Eyjamenn efstir á Íslandsmótinu -- TR vann Víkingaklúbbinn

IMG 9711Íslandsmeistarar, Taflfélag Bolvíkingvíkur, og Taflfélag Vestmannaeyja eru efstir međ 7,5 vinninga ađ lokinni fyrstu umferđ Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í kvöld í Rimaskóla.  Bolvíkingar unnu eigin b-sveit 7,5-0,5 en Eyjamenn lögđu Akureyringa međ sama mun.  Eftirtektarverđustu úrslit kvöldsins var hins vegar sigur Taflfélags Reykjavíkur á Víkingaklúbbnum, 4,5-,3,5.  Gođinn/Mátar unnu svo Hellismenn 5-3.

Úrslit kvöldins 

  • Hellir - Gođinn/Mátar 5-3
  • Bolungarvík-b - Bolungarvík-a 0,5-7,5
  • Víkingaklúbburinn - Taflfélag Reykjavíkur 3,5-4,5
  • Taflfélag Vestmannaeyja - Skákfélag Akureyrar 7,5-0,5

Nokkur eftirtektarverđ einstaklingsúrslit:

  • Hjörvar Steinn Grétarsson (Helli) - Gawain Jones (GM) 0,5-0,5
  • Guđmundur Dađason (TB-b) - Jón Viktor Gunnarsson (TB-a) 0,5-0,5
  • Friđrik Ólafsson (TR) - Magnús Örn Úlfarsson  (Vík) 1-0
  • Rúnar Sigurpálsson (SA) - Helgi Ólafsson (TV) 0,5-0,5

Keppninni verđur svo framhaldiđ á morgun međ tveimur umferđum, sú fyrri hefst kl. 11.  Ţá mćtast međal annars:  TR-TV og Bolungarvík-Víkingaklúbburinn.

Stađa efstu liđa í 2. deild:

  • 1.-2. TV-b og GM-b 4 v.
  • 3.-4. TR-b og Fjölnir 3,5 v.

Stađa efstu liđa í 3. deild:

  • 1. Akranes 2 stig (6 v.)
  • 2. TR-c 2 stig (5 v.)
  • 3. SAST 2 stig (4,5 v.)

Stađa efstu liđa í 4. deild:

  • 1.-2. Briddsfjelagiđ og TR-d 2 stig (6 v.)
  • 3.-4. Hellir-unglingasveit og SA-c 2 stig (5,5 v.)

Íslandsmót skákfélaga hófst í kvöld í Rimaskóla

017Íslandsmót skákfélaga hófst í kvöld í Rimaskóla.  Mótiđ er ţađ sterkasta í sögu keppninnar.   Međal keppenda í keppninni í ár eru Friđrik Ólafsson og Margeir Pétursson en alls tefla um 30 stórmeistarar í keppninni.   

Viđureignir kvöldsins í fyrstu deild eru:

  • Hellir - Gođinn/Mátar
  • Bolungarvík-b - Bolungarvík-a
  • Víkingaklúbburinn - Taflfélag Reykjavíkur
  • Taflfélag Vestmannaeyja - Skákfélag Akureyrar
Keppninni verđur svo framhaldiđ á morgun međ tveimur umferđum, sú fyrri hefst kl. 11.

 

 

 


Sterkasta Íslandsmót skákfélaga sögunnar hefst um helgina

Um 400 skákmenn ađ tafli um helgina á öllum aldri og öllum styrkleika

Um 30 stórmeistarar taka ţátt í Íslandsmóti skákfélaga en fyrri hlutinn fer fram um helgina í Rimaskóla.  Nánast allir sterkustu skákmenn landsins taka ţátt og ţar á međal Friđrik Ólafsson og hin svokallađa „fjórmenningaklíka"; Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson.  Ţetta er í fyrsta skipti um langt árabil sem ţađ gerist.  Íslandsmótiđ nú er hiđ sterkasta í sögu mótsins en aldrei áđur hafa jafn margir stórmeistarar veriđ skráđir til leiks.

Búist er viđ ađ baráttan standi helst á milli Taflfélags Bolungarvíkur, Íslandsmeistara síđustu fjögurra ára, Taflfélags Vestmannaeyja og Víkingaklúbbsins.  Auk ţess eru Skákfélagiđ Gođinn/Mátar og Taflfélag Reykjavíkur talin geta blandađ sér í baráttuna.

Íslandsmót skákfélaga er einstćđur skákviđburđur.  Um 400 skákmenn tefla og eru af öllum styrkleika.  Allt frá ofurstórmeisturum niđur í sex ára byrjendur en teflt er í fjórum deildum.  Rímar vel viđ hugtakiđ; Skák er fyrir alla!

Umferđirnar eru sem hér segir (helsta viđureign hverrar umferđar í sviga):

  • 1. umferđ: Föstudagurinn, 5. október, kl. 20-01 (Víkingaklúbburinn - Taflfélag Reykjavíkur)
  • 2. umferđ: Laugardaginn, 6. október, kl. 11-16 (Taflfélag Bolungarvíkur - Víkingaklúbburinn)
  • 3. umferđ: Laugardaginn, 6. október, kl. 17-22 (Taflfélag Vestmannaeyja - Taflfélag Bolungarvíkur)
  • 4. umferđ: Sunnudaginn, 7. október, kl. 11-16 (Gođinn/Mátar - Taflfélag Reykjavíkur)

 

Chess-Results

 


Bolvíkingum spáđ sigri

Ritstjóri hefur gert hina hefđbundu spá um Íslandsmót skákfélaga og er Bolvíkingum spáđ sigri fimmta áriđ í röđ.

Spá ritstjóra.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 8780398

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband