Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákţćttir Morgunblađsins: Vignir Vatnar hafđi betur gegn Rússunum

Vignir vatnarVignir Vatnar Stefánsson var eini fulltrúi Íslands á heimsmeistaramóti ungmenna, 8-18 ára, í opnum flokkum og stúlknaflokkum sem lauk í Maribor í Slóveníu um síđustu helgi. Keppendur voru um 1.600 talsins en alls komu um 3.500 manns til Slóveníu vegna mótsins. Áriđ 2007 tefldu tíu íslensk ungmenni á HM í Tyrklandi en nú eru ađrir tímar og í ár lagđi SÍ meiri áherslu á Evrópumótiđ sem fram fór eftir svipuđu fyrirkomulagi.

Heimsmeistaramótiđ er stćrra í sniđum. Fyrir utan heimamenn voru Rússar međ stćrsta hóp keppenda, vel yfir hundrađ manns. Ţeir áttu sigurvegara í nokkrum flokkum, einnig Indverjar og Bandaríkjamenn en í flokki Vignis, ţar sem keppendur voru 10 ára og yngri, bar Víetnaminn Anh Khoi Ngyen sigur úr býtum og vann allar skákir sínar!

Vignir Vatnar, sem er 9 ára gamall, er á fyrra ári í 10 ára flokknum, hlaut 6 vinninga af 11 mögulegum. Elo-stigatala hans er mun lćgri en styrkleikinn segir til um og hann var ađ tefla „upp fyrir sig" nćr allt mótiđ. Fyrir undirritađan, sem var ţjálfari hans á mótsstađ, gafst góđur tími til ađ huga ađ ýmsum ţáttum taflmennsku hans. Og í sex skákum í röđ í 4.-9. umferđ gegn „rússneska skákskólanum" reyndi talsvert á undirbúning. Vignir hlaut 3 ˝ vinning gegn 2 ˝ Rússanna og átti raunar unniđ tafl á einhverjum punkti í flestum skákanna. Ţađ er af sú tíđ ţegar ađildarlönd FIDE gátu ađeins sent einn keppanda í hvern keppnisflokk. Rússar áttu 16 skákmenn í flokki Vignis. Viđureignir sjöundu og áttundu umferđar reyndu mjög á úthaldiđ og voru samtals um 200 leikir.

HM Maribor 2012; 4. umferđ:

Vignir Vatnar Stefánsson - Antion Sidorov (Rússland)

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 e5 4. e3 Rbd7 5. Bd3 g6 6. Rge2 Bg7 7. O-O

Leiđin sem hvítur velur sést oft hjá svarti ţegar hvítur beitir kóngsindversku uppbyggingunni.

7. ... O-O 8. b4 c6 9. Ba3 He8 10. Hb1 Dc7 11. Db3 Rh5 12. b5 f5?

Svartur hefđi átt ađ bíđa međ ţennan leik.

gh4pv5sq.jpgSjá stöđumynd.

13. Bxd6!

Nú dugar ekki ađ leika 13. .... Dxd6 vegna 14. c5+! De6 15. Bc4 og drottningin fellur.

13. ... Dd8 14. c5+ Kh8 15. d5! e4 16. Bc4 Re5 17. dxc6 bxc6 18. bxc6 Rxc4 19. c7 Df6 20. Dxc4 Be6 21. Da6 Hac8 22. Rd4 Bd7 23. Rcb5?!

Einfaldara var 23. Hb8 eđa 23. Rd5.

23. ... f4 24. Db7 f3 25. Rxa7 Dg5 26. Bg3 fxg2 27. Hfe1 Bxd4 28. exd4 Rxg3 29. Rxc8 Bxc8

Ţetta var eina tćkifćri Rússans til ađ flćkja málin, 29. ... Rf1 gaf meiri von ţví ađ 30. Rd6 má svara međ 30. ... Dh5! og svartur er sloppinn. Hinsvegar vinnur 30. Hxe4 t.d. 30. ... Hxc8 31. Hbe1 Dh5 32. h4 o.s.frv.

30. Dc6 Hf8 31. Dd6 Kg8 32. Dxg3 Df6 33. Hbd1 Bg4 34. Hd2 Bf3 35. De5 Da6 36. Dd5 Kg7 37. De5 Kg8 38. d5 Da5 39. De7?

Vignir ćtlađi ađ leika 39. De6+ sem vinnur létt, en „missti" drottninguna til e7.

39. ... Dxd2 40. Dxf8+! Kxf8 41. c8=D+ Kg7 42. Dd7 Kh6 43. Hb1

Úrvinnslan er ekki vandalaus en Vignir missir ţó aldrei ţráđinn.

43. ... Dd3 44. Dh3 Kg5 45. Dg3 Kh5 46. De5 Kh6 47. Df4 Kh5 48. Hc1 Dxd5 49. h4 h6 50. c6 g5 51. Df8 e3 52. De8 Kxh4 53. Dxe3 Bg4 54. Dg3 Kh5 55. Dxg2

55. Dxg4+! Kxg4 56. c7 o.s.frv. var einnig gott.

55. ... Dd2 56. Hf1 Dc3 57. Dh2 Kg6 58. Dg3 Bf3 59. c7 g4 60. Dd6 Kh5 61. Df4 Bb7 62. Hc1 Dh3 63. Df5 Kh4 64. Df6 Kh5 65. Hc5

Og Sidorov gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

 

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 25. nóvember 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Taflmennska Sigur-đar Eiríkssonar affarasćlust

Sigurđur EiríkssonÍ dag, sunnudaginn 24. desember ađ frádregnum 22 í ađventu, stóđ Skákfélag Akureyrar, í samstarfi viđ Jóla, fyrir 15 mínútna skákmóti.

Slík mót vćri illmögulegt ađ halda, ef ekki vćri fyrir svokallađar skákklukkur sem mćla tímanotkun keppenda.

Ţekkt er sú saga ţegar Taflfélag Hornstrendinga gerđi tilraunir međ klukkulaus kortersmót, en  skemmst er frá ţví ađ segja ađ ţćr tilraunir enduđu í glundrođa og innbyrđis átökum sem ađ lokum urđu til ţess ađ byggđ lagđist af í margra kílómetra radíus, SSA af Fćreyjum.

Akureyringar ţekkja skáksöguna, Hornstrendingasögu og söguna um Nýju föt keisarans ţó nokkuđ af ljósmyndum og gerđu viđeigandi ráđstafanir ađ ţessu sinni, sveitarfélaginu og rekstrarfélagi Hólabúđarinnar til heilla.

Tíu litlir jólasveinar mćttu til leiks, en ţurftu ţví miđur frá ađ hverfa áđur en mótiđ hófst, vegna yfirvofandi greiđsluţrots Norđurpósins (Reykjadals).

Ţeir sem eftir sátu og stóđu létu ţađ sem vind um augu ţjóta, enda komast fáir međ hnakkann, ţar sem agureyringar eru međ hćlana.

Fóru leikar ađ lokum ţannig ađ Sigur-đur Eiríksson hafđi tryggt sér sigurinn fyrir síđustu umferđina, enda ţótti honum hún of síđ. Spjátrungarnir í Vatíkaninu, austur á Seyđisfirđi, höfđu ađ orđi ađ ađrar eins skákir hafi ekki sést síđan Hinrik 17. Noregskonungur tefldi viđ Jóhannes Pál Pálsson Páfa í Bónus hér um áriđ. Ađrir fengu miklu fćrri og lakari vinninga.

 

Lokastađan

  • 1.       Sigurđur Eiríksson                                                     4 af 5
  • 2.       Tómas Veigar                                                             3,5
  • 3.       Einar Garđar Hjaltason                                             3
  • 4.       Sveinbjörn Óskabarn Sigurđsson                            2,5
  • 5.       Karl Elliot Ness Steingrímsson VII.                           2
  • 6.       Hreinn Hrafnsson                                                      Fćrri en hinir.

Frásögn tekin af heimasíđu SA


CCP fćrđi Taflfélagi Reykjavíkur veglega gjöf á fjölmennri barna-og unglingaćfingu 1. des

CCP afhendir TR gjöfTölvuleikjafyrirtćkiđ CCP sem framleiđir og rekur fjölspilunarleikinn Eve online fćrđi Taflfélagi Reykjavíkur sl. laugardag, ađ gjöf öflugan skjávarpa, fartölvu af nýjustu gerđ auk peningastyrks.  Eldar Ástţórsson frá CCP afhenti búnađinn á fjölmennri barna- og unglingaćfingu félagsins og mun hann nýtast einkar vel viđ ţjálfun og kennslu í öflugu barnastarfi félagsins.  Ţađ voru Vignir Vatnar Stefánsson Unglingameistari T.R. 2012, sem nýkominn er af Heimsmeistaramóti barna og unglinga í Slóveníu og Donika Kolica, Stúlknameistari T.R. 2012,  sem veittu búnađinum viđtöku fyrir hönd félagsins.

Taflfélag Reykjavíkur kann CCP hinar bestu ţakkir fyrir stuđninginn, sem mun koma félaginu og iđkendum ţess mjög vel um ókomna framtíđ.


London Chess Classic byrjar međ látum

Kramnik og PolgarLondon Chess Classic byrjađi fjörlega í dag. Ţegar í fyrstu umferđ unnust tvöfalt fleiri skákir en í Kónga-mótinu sem fram fór fyrir skemmstu í Rúmeníu. Carlsen, Nakamura, Kramnik og Adams unnu allir. Nakamura vann Aronian og Kramnik vann Polgar. Önnur umferđ fer fram á morgun en ţá mćtast m.a. Carlsen-Aronian og Nakamura-Kramnik.

Úrslit 1. umferđar:

  • McShane - Carlsen 0-1
  • Aronian - Nakamura 0-1
  • Kramnik - Polgar 1-0
  • Jones - Adams 0-1

Heimasíđa mótsins

Beinar útsendingar (hefjast kl. 14)

Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig komu út í dag, 1. desember. Litlar breytingar eiga sér stađ frá nóvember-listanum enda var ađeins eitt innlent mót reiknađ til stiga, Íslandsmót kvenna. Engar breytingar eiga sér stađ međal efstu manna og er ţví röđ efstu manna óbreytt. Jóhann Hjartarson (2592) er langstigahćstur. Enginn nýliđi er á listanum er Vignir Vatnar Stefánsson (32) hćkkar mest frá nóvember-listanum.

Nánari úttekt um listann má finna í PDF-viđhengi sem fylgir međ fréttinni. Einnig fylgir međ Excel-viđhengi fyrir ţá sem vilja grúska frekar.

Virkir íslenskir skákmenn

267 íslenskir skákmenn teljast nú virkir. Engar breytingar eiga sér stađ međal efstu manna. Jóhann Hjartarson (2592), Héđinn Steingrímsson (2560) og Helgi Ólafsson (2547) eru sem fyrr stigahćstu menn landsins.  Ţađ ţarf ađ fara niđur í 17. sćti til ađ finna verulegar stigabreytingar en Guđmundur Kjartansson (2404) hćkkar um 10 stig og nćr ađ fara aftur yfir 2400 skákstig.

No.NameTitdec12GmsCh.
1Hjartarson, JohannGM259200
2Steingrimsson, HedinnGM256000
3Olafsson, HelgiGM254700
4Petursson, MargeirGM253200
5Gretarsson, Hjorvar SteinnIM251600
6Stefansson, HannesGM251200
7Danielsen, HenrikGM250700
8Arnason, Jon LGM249800
9Kristjansson, StefanGM248600
10Thorfinnsson, BragiIM248400
11Gretarsson, Helgi AssGM246400
12Thorsteins, KarlIM246400
13Thorhallsson, ThrosturGM24418-1
14Gunnarsson, ArnarIM244000
15Olafsson, FridrikGM241900
16Gunnarsson, Jon ViktorIM241300
17Kjartansson, GudmundurIM24041910
18Bjornsson, SigurbjornFM239100
19Thorfinnsson, BjornIM238600
20Ulfarsson, Magnus OrnFM238600

Heildarlistann má finna í PDF-viđhenginu.

Nýliđar

Engir nýliđar eru á listnum nú.

Mestu hćkkanir

Vignir Vatnar Stefánsson (32) hćkkar mest eftir góđa frammistöđu á HM ungmenna. Í nćstum sćtum eru Jón Árni Halldórsson (26) eftir góđa frammistöđu í mótum í Tékklandi og Tinna Kristín Finnbogadóttir (21) eftir góđa frammistöđu á Íslandsmóti kvenna.

No.

Name

Tit

dec12

Gms

Changes

1

Stefansson, Vignir Vatnar

 

1627

9

32

2

Halldorsson, Jon Arni

 

2222

16

26

3

Finnbogadottir, Tinna Kristin

 

1871

6

21

4

Kjartansson, Gudmundur

IM

2404

19

10

5

Kolica, Donika

 

1251

5

5

Skákkonur

Ekki er ástćđa til ađ skođa ungmennalistann né öđlingalistann ţar sem engar stigabreytingar eru međal efstu manna. Rétt er hins vegar ađ skođa skákkonurnar.

16 skákkonur er á listanum. Íslandsmeistarinn Lenka Ptácníková (2281) er sem fyrr langefst. Ţrátt fyrir ađ hafa orđiđ Íslandsmeistari í skák og hlotiđ 6 vinninga í 7 skákum lćkkar hún um 6 stig. Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2041) er önnur og Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir (1984) er ţriđja en ţví miđur tefla ţćr stöllur ekki mikiđ. Tinna Kristín Finnbogadóttir hćkkar um 21 skákstig.

No.

Name

Tit

dec12

Gms

Changes

1

Ptacnikova, Lenka

WGM

2281

7

-6

2

Thorsteinsdottir, Gudlaug

WF

2041

0

0

3

Gretarsdottir, Lilja

WIM

1984

0

0

4

Thorsteinsdottir, Hallgerdur

 

1960

6

1

5

Johannsdottir, Johanna Bjorg

 

1872

7

-3

6

Finnbogadottir, Tinna Kristin

 

1871

6

21

7

Birgisdottir, Ingibjorg

 

1783

0

0

8

Helgadottir, Sigridur Bjorg

 

1754

0

0

9

Kristinardottir, Elsa Maria

 

1747

6

3

10

Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina

 

1708

0

0

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2848) er sem fyrr stigahćsti skákmađur heims. Í nćstum sćtum eru Aronian (2815) og Kramnik (2795). Röđ stigahćstu skákmanna heims má nálgast hér: http://ratings.fide.com/top.phtml?list=men


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Dagur međ jafntefli í fyrstu umferđ í Búdapest

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2384) tekur ţátt í First Saturday-móti sem hófst í dag í Búdapest. Í fyrstu umferđ gerđi hann jafntefli viđ króatíska stórmeistarann Bogdan Lalic (2484). Dagur mćtir í ţremur fyrstu umferđunum öllum ţremur stórmeisturunum sem ţátt taka. Frídagur er á morgun en á mánudag mćtir hann Ungverjanum Zoltan Varga (2455).

Tíu skákmenn taka ţátt og eru međalstig 2426 skákstig. Dagur er nr. 7 í stigaröđ keppenda.

 


Anna Ushenina heimsmeistari kvenna

 

Anna Ushenina
Úkraínska skákkonan Anna Ushenina (2452) varđ í dag heimsmeistari kvenna eftir sigur á Antoaneta Stefanova (2491) í heimsmeistaraeinvígi ţeirra á millum. Úrslitin urđu 3,5-2,5 Önnu í vil. Stađan var 2-2 eftir kappskákirnar en Anna hafđi betur í tveimur atskákum sem tefldar voru í dag.

 

Anna mćtir Íslandsvinkonunni og fráfarandi heimsmeistara Hou Yifan (2606) í heimsmeistaraeinvígi á nćsta ári. Yifan vann sér réttindi til ţess međ öruggum sigri á Grand Prix-seríu kvenna sem fram fór 2011-2012.

Heimasíđa heimsmeistarakeppni kvenna

 


Kapptefliđ um Patagóníusteininn: Vignir Vatnar öruggur sigurvegari

Einar Ess afhendir Vigni Vatnari sigurlaunin.jpgLokamótiđ í mótaröđinni um Patagóníusteininn fór fram í fyrrakvöld í Gallerý Skák ţar sem 22 keppendur mćttu grjótharđir til tafls.  „Ungstirniđ undraverđa"  Vignir Vatnar Stefánsson, ađeins 9 ára, sem ţegar hafđi tryggt sér sigur sló ekkert af og vann bćđi mótiđ og kapptefliđ í heild glćsilega.  Gerđi sér meira segja lítiđ fyrir og lagđi ţrautakónginn Jón Ţ. Ţór međ lúmskri brellu.  Frćndi hans Gunnar Skarphéđinsson varđ í öđru sćti og Ingimar Jónsson og Ţór Valtýsson jafnir í 3.-4. sćti.  Sjá mótstöflu.

Sá stutti lauk keppni  međ 36 stigum af 40 mögulegum miđađ viđ fjögur mót.  Nćstur í röđinni kom skákgeggjarinn  Guđfinnur R. Kjartansson  međ 27 GrandPrix stig og gođsögnin Harvey Georgsson varđ ţriđji enda ţótt hann tefldi bara í ţremur  mótum međ 21 stig, en hann vann tvö fyrstu mótin. PATAGÓNÍUSTEINNINN   Sigurvegararnir  ese.jpg

Áđur hefur veriđ fjallađ ítarlega um keppnina svo ađ ţessu sinni  eru myndirnar frá verđlaunaafhendingunni  og af vettvangi látnar duga enda segja ţćr meiri sögu  en mörg orđ um velheppnađ mót og skemmtilega keppni.

Nánar má lesa um keppnina og sigurgöngu unga mannsins á www. galleryskak.net hér á síđunni  undir http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1269861/

Hinn ungi sveinn fékk ágreyptan blágrýtisstein međ nafni sínu í verđlaun og nafniđ sitt skráđ gullnu letri á undrasteininn merkilega frá landinu fjarlćga á heimsenda.

 

2012 Gallerý Vignir.jpg

 

ESE- 30.11.2012  

Myndaalbúm (ESE)


Jólaskákmót TR og SFS fara fram á sunnudag og mánudag

Jólaskákmót TR og SFS fara fram á morgun (yngri flokkur) og á mánudag (eldri flokkur). 

Keppnisstađur:  Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Yngri flokkur (1. - 7. bekkur).

Keppt verđur í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er ađ senda A, B, C o.s.frv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir.  Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara.

Keppni í yngri flokki verđur sunnudaginn  2. desember kl. 14:00.

Tefldar verđa 6 umferđir (hrađmót) eftir Monrad kerfi.

Umhugsunartími: 15 mín. á skák. Ţátttökurétt hafa börn úr grunnskólum Reykjavíkur í

1.-7. bekk.  Verđlaunaafhending verđur ađ lokinni keppni.

Keppnisstađur:  Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Eldri flokkur (8. - 10. bekkur).

Keppt verđur í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er ađ senda A, B, C o.sfrv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir.  Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara.

Keppni í eldri flokki verđur mánudaginn 3. desember kl. 17:00.

Tefldar verđa 6 umferđir (hrađmót) eftir Monrad kerfi.

Umhugsunartími: 15. mín. á skák. Ţátttökurétt hafa unglingar úr grunnskólum Reykjavíkur í 8.-10. bekk. Verđlaunaafhending verđur ađ lokinni keppni.

 

Tómas Íslandsmeistari í Víkingaskák

Ţröstur Ţórsson, Tómas Björnsson og Páll AndrasonHörkuspennandi Íslandsmóti í Vîkingaskák lauk fimmtudagskvöldiđ 29. nóvember í húsnćđi Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni, en Víkingaklúbburinn hefur fengiđ frábćra ađstöđu fyrir ćfingar í vetur í Víkinni.  Eftir nokkuđ grimma baráttu á víkingataflborđinu varđ Tómas Björnsson efstur, en Tómas náđi ađ vinna allar sex skákir sínar, en tefldar voru 15. mínútna skákir.  

Tómas hefur veriđ ađ ná sínum fyrri styrk og hefur hann tekiđ stefnuna á ađ velta Gunnari Fr. úr efsta sćti á heimslistanum, en heimslistinn er sérstök eló víkingaskákstig.  Annar varđ Ţröstur Ţórsson međ 5.5 vinninga, en Ţröstur hefur veriđ í mikilli framför síđasta ár og hefur eins og Tómas tekiđ stefnuna upp heimslistann.  Ţriđji varđ svo Páll Andrason, en hann ađ koma sterkur inn aftur eftir nokkurt hlé.   Ţröstur Ţórsson varđ Íslandsmeistari í flokki 45. ára og eldri.  Ingi Tandri varđ Íslandsmeistari í flokki 35-45 ára, en Páll Andrason vann unglingaflokkinn. 

ÚRSLIT:

Unglingaflokkur 20 ára og yngri:
1. Páll Andrason 4.5
2. Örn Leó Jóhansson 1.0 

Öđlingaflokkur I, 35 ára og eldri:
1. Ingi Tandri Óskarsson 4.0
2. Ólafur B. Ţórsson 3.0 
3. Ólafur Freyr Orrason 0.0

Öđlingaflokkur II, 45 ára og eldri:

1. Ţröstur Ţórsson 5.5
2. Sigurđur Ingason 3.0

Opinn flokkur:

* 1 Tómas Björnsson 7.o
* 2 Ţröstur Ţórsson   5.5
* 3 Páll Andrason 4.5
* 4 Ingi Tandri Traustason 4.0
* 5 Sigurđur Ingason 3.0
* 6 Ólafur B. Ţórsson 3.0
* 7. Örn Leó Jóhannsson 1.0
* 8. Ólafur Freyr Orrason 0.0

Heimasíđa Víkingaklúbbsins (fleiri myndir


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 8779854

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband