Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Atmót Víkingaklúbbsins fer fram í kvöld

Atmót Víkings verđur haldiđ í Víkinni miđvikudaginn 6. febrúar og hefst ćfingin kl. 20.00.  Tefldar verđa 5. umferđir međ 15 mínútna umhugsunartíma.  Mótiđ er ágćtis ćfing fyrir Reykjavíkurskákmótiđ og Íslandsmót skákfélaga, en Reykjavík Open hefst 19. febrúar og Íslandsmót skákfélaga verđur helgina 1. og 2 mars.  Margir skákmenn Víkingaklúbbsins er skráđir til leiks á Reykjavík Open.Dagskrá fram á vor:

6. febrúar. Atskák (15. min).  Víkin kl 20.00
(Reykjavíkurskákmótiđ 19-27. febrúar)
20. febrúar. hrađskákmótskák (Víkin) kl 20.00
(Íslandsmót skákfélaga 1-2 mars)
6. mars. Víkingaskák  Víkin kl 20.00
20. mars. Skákćfing.  Víkin kl 20.00
3. april. Vikingaskák.  Víkin kl 20.00
17. april Hrađskákmót Víkings.  Víkin kl 20.00
1. mai. frí (heimamót í Víkingaskák)
15. mai. Ěslandsmeistaramótiđ í Víkingaskák (liđakeppni).  Víkin kl 20.00


Minningarmót um Jón Ingimarsson

Jón IngimarssonÍ dag, 6. febrúar, eru 100 ár liđin frá fćđingu Jón Ingimarssonar skákmeistara og verkalýđsfrömuđar. Jón gekk í Skákfélag Akureyrar áriđ 1931 og var fyrst kjörinn í stjórn ţess áriđ 1936.  Hann var um árabil ein helsta driffjöđrin í  starfi félagsins og lengi formađur ţess. Áriđ 1973 gerđi félagiđ hann ađ heiđursfélaga. Í nokkur ár sat Jón í stjórn Skáksambands Íslands. Hann tefldi á skákmótum í hálfa öld,  allt frá ţví á árinu 1931 og ţar til stuttu áđur en hann lést áriđ 1981.  M.a. tefldi hann í landsliđflokki á Skákţingi Íslands og á Norđurlandamóti. Hann varđ skákmeistari Norđlendinga  áriđ 1961.

Jón lagđi gjörva hönd á margt fleira á sínum ferli. Hann var einn af stofnendum Iđju, félags verksmiđjufólks á Akureyri og var formađur félagsins frá 1946 til dauđadags, alls í 35 ár. Ţá sat hann í bćjarstjórn Akureyrar í 8 ár og starfađi lengi međ Leikfélagi Akureyrar, svo nokkuđ sé nefnt.

Í aldarminningu Jóns mun Skákfélag Akureyrar og verkalýđsfélagiđ Eining-Iđja í samvinnu viđ Ingimar Jónsson halda veglegt skákmót dagana 26-28. apríl nk.

Á mótinu verđa tefldar 10 mínútna skákir, alls 17-21 umferđ, eftir fjölda ţátttakenda. Veitt verđa peningaverđlaun fyrir efstu sćtin á mótinu, heildarverđlaun sem nćst 120 ţúsund kr. Teflt verđur í Alţýđuhúsinu viđ Skipagötu.

Dagskrá mótsins verđur sem hér segir (međ fyrirvara um minniháttar breytingar, s.s. fjölda umferđa):

  • Föstudagur 26. apríl  kl. 19.30, Mótsetning, ávarp og stutt erindi um skákferil Jóns.  1-4. umferđ.
  • Laugardagur 27. apríl kl. 11.00 5.-14.umferđ.
  • Sunnudagur 28. apríl kl. 11.00 15.-21.umferđ.

Öllum er heimil ţátttaka í mótinu og vonast mótshaldarar til ţess ađ hún verđi sem best. Ţeir skákmenn sem voru samtímis Jóni og öttu kappi viđ hann viđ skákborđiđ eru sérstaklega bođnir velkomnir.

Hćgt er ađ skrá ţátttöku hjá formanni Skákfélagsins á netfangiđ askell@simnet.is.


Undanrásir Reykjavík Barnablitz

From the final: Hilmir and NansýUndanrásir Reykjavík Barnablitz fara senn fram á skákćfingum taflfélaganna í Reykjavík. Tvö sćti eru í bođi á hverri ćfingu. Ef ađili sem hefur unniđ sér inn keppnisrétt tekur ţátt í ćfingu og lendir í efsta eđa nćst efsta sćti gildir ţriđja sćtiđ sem ţátttökusćti, sem og fjórđa sćtiđ ef tveir efstu hafa ţegar unniđ sér inn ţátttökurétt. Taflfélögin annast framkvćmd undanrásanna og ákvarđa um fyrirkomulag ţeirra.

  • Skákdeild KR: Miđvikudagurinn 13. febrúar 17:30 í Frostaskjóli.
  • Skákdeild Fjölnis: Laugardagur 16. febrúar 11:00 í Rimaskóla.
  • Taflfélag Reykjavíkur: Laugardagur 16. febrúar 14:00 í Faxafeni 12.
  • Taflfélagiđ Hellir: Mánudagurinn 18. febrúar 17:15 í Helli, Álfabakka 14a.

Ţeir sem komast áfram tefla til úrslita í Hörpu laugardagsmorguninn 23. febrúar. Teflt verđur međ útsláttarfyrirkomulagi og hvert einvígi upp í tvö.

Keppnin miđast viđ skákmenn fćdda 2000 og síđar.


Riddarar efstir í Ásgarđi

Guđfinnur og Stefán ŢormarRiddarar voru sigursćlir í Ásgarđi í dag eins og oft áđur. Tuttugu og átta heldri skákmenn mćttu til leiks og tefldu tíu umferđir.Stefán Ţormar náđi efsta sćtinu eftir  langan og öruggan endasprett.

Hann fór rólega af stađ var međ 1˝ vinning eftir ţrjár umferđir, ţá setti hann í háagírinn og vann síđustu sjö andstćđinga og endađi međ 8˝ vinning. Guđfinnur R Kjartansson varđ í öđru sćti međ 8 vinninga.Páll G Jónsson varđ svo í ţriđja sćti međ 7˝ vinning.

Nánari úrslit dagsins:

1          Stefán Ţormar                                     8.5

2          Guđfinnur R Kjartansson                    8

3          Páll G Jónsson                                     7.5

4          Valdimar Ásmundsson                       7

5-7       Haraldur Axel                                     6

            Ari Stefánsson                                                6

            Birgir Sigurđsson                                6

8-12     Jónas Ástráđsson                                 5.5

            Finnur Kr Finnsson                             5.5

            Ágúst Ingimundarson                         5.5

            Bragi G Bjarnarson                             5.5

13-15   Ţorsteinn Guđlaugsson                       5

            Gísli Sigurhansson                              5

            Jón Víglundsson                                 5

16-21   Óli Árni Vilhjálmsson                         4.5

            Magnús V Pétursson                           4.5

            Hálfdán Hermannsson                                    4.5

            Jón Steinţórsson                                 4.5

            Garđar Guđmundsson                         4.5

            Gísli Árnason                                      4.5

Nćstu sjö skákmenn fengu ađeins fćrri vinninga í ţetta sinn.


Nýtt fréttabréf SÍ

Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands út kom út í dag en bréfiđ kemur út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina og er sent í tölvupósti til viđtakenda. Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is (ofarlega til vinstri).

Međal efnis er:

  • NM í skólaskák fer fram nćstu helgi á Bifröst
  • Landskeppni viđ Kína
  • Sérviđburđartal N1 Reykjavíkurskákmótsins
  • Veronika og Nansý skólaskákmeistarar stúlkna
  • Rimaskóli Íslandsmeistari stúlknasveita
  • Davíđ Kjartansson skákmeistari Reykjavíkur
  • Guđmundur međ góđan árangur í Gíbraltar
  • Magnus öruggur sigurvegari í Wijk aan Zee
  • Skákakademían skákmeistari vinnustađa
  • Nýjustu skráningar í N1 Reykjavíkurskákmótiđ
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.


Örn vann ungmennaćfingu Breiđabliks

Örn LeóÖrn Leó Jóhannsson vann fimmtu Ungmennaćfingu Skákdeildar Breiđabliks sem fór fram í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Ađ launum fékk hann pizzuúttekt á Italiano Pizzeria. Ţar sem ţetta var ţriđji BM áfangi hans ţá er hann orđinn "Breiđabliksmeistari"

1. Örl Leó Jóhannsson 10,5 af 12
2. Páll Andrason 9,5
3. Hrund Hauksdóttir 2,5

Nánar á:  http://chess.is/breidablik/brei05.htm

Ungmennaćfingar Breiđabliks eru haldnar í Stúkunni viđ Kópavogsvöll á hverjum mánudegi kl 17 og eru fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára.

Heimasíđa Skákdeildar Breiđabliks: http://breidablik.is/skak


Búdapest: Hannes vann í 3. umferđ

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2496) vann víetnamska alţjóđlega meistaranum Huy Nguyen (2439) í 3. umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í dag. Hannes hefur 2,5 vinning og er í 2. sćti.

Á morgun teflir hann viđ serbneska alţjóđlega meistarann Sinisa Saric (2418).

10 skákmenn og ţar af 3 stórmeistarar taka ţátt og tefla allir viđ alla. Međalstigin eru 2443 skákstig. Hannes er nćststigahćstur keppenda.

Rimaskóli Íslandsmeistari stúlknasveita

IMG 0747Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki fór fram á laugardaginn. Um 40 stelpur í níu sveitum voru mćttar til leiks. Međal keppenda voru hvoru tveggja stelpur sem tefla fyrir Íslands hönd og stelpur sem voru ađ taka ţátt í sínu fyrsta skákmóti eftir ađ hafa veriđ í skákkennslu í skólanum sínum. Allar sveitirnar tefldu innbyrđis og varđ nokkuđ snemma ljóst í hvađ stefndi. A-sveit Rimaskóla hafđi algera yfirburđ i og lent ekki í taphćttu í neinni skák; stelpurnar unnu allar sínar skákir.

Glćsilegur árangur og enn ein stađfesting á ţví mikla skákstarfi sem unniđ er í skólanum fyrir bćđi stráka og stelpur. Sveitina skipa Nansý Davíđsdóttir, Svandís Rós Ríkharđsdóttir, Ásdís Birna Ţórarinsdóttir og Tinna Sif Ađalsteinsdóttir. Er ţetta í ţriđja sinn í röđ sem a-sveit Rimaskóla verđur Íslandsmeistari.

Í öđru sćti varđ sveit Salaskóla. Í henni voru Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Una Sól IMG 0723Jónmundsdóttir, Móey María Sigţórsdóttir og Tinna Ţrastardóttir. Bronziđ tók svo b-sveit Rimaskóla og í henni voru Heiđrún Hauksdóttur, Alexandra Kćrnested, Guđrún Margrét Guđbrandsdóttir og Tinna Björk Rögnvaldsdóttir.

Keppendur og foreldrar voru sjálfum sér til mikils sóma og gekk mótiđ vel í alla stađi. Rimaskóli er afar góđur mótsstađur fyrir skákmót í yngri flokkum; allt til alls og frábćrt tjald og skjávarpi á mótsstađ. Í verđlaunaafhendingunni fengu allir keppedur bođskort á Stelpunámskeiđ Skákakademíunnar sem haldiđ verđur í Hörpu dagana 23. og 24. febrúar samhliđa Reykjavíkurskákmótinu.


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 4. febrúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Haraldur hefur tryggt sér titilinn skákmeistari Akureyrar

Ţađ eru engar nýjar fréttir ađ Haraldur Haraldsson sé í stuđi. Hann er ţegar búinn ađ sýna ţađ á Skákţingi Akureyrar, hinu 75. í röđinni. En ţađ eru óneitanlega fréttir ađ hann sé búinn ađ tryggja sér sigur á mótinu ţegar tveimur umferđum er ólokiđ. Svona er hann grimmur.

Í dag var háđ 7. umferđ Skákţingsins af 9.  Ţar bar margt til tíđinda, en ţó ekkert meira en skák tveggja stigahćstu manna mótsins, HH sem fyrr var getiđ og Sigurđar Arnarsonar sem nefndur hefur veriđ magister í í ţessum pistlum, m.a. vegna drjúgs framlags síns til unglingaţjálfunar á vegum félagsins.  Sigurđur vann snemma skiptamun en fékk ađ launum ţrönga stöđu. Ţegar hann gaf skiptamuninn til baka reyndist eftirleikurinn fullerfiđur og HarHar vann fullnađarsigur. Vildi ţađ Sigurđi til óhapps ađ hann á afmćli í dag. Bćttist ţar eitt ár viđ manndómsárin mörgu, en eins og löngu er kunnugt međal skákmanna, tapa menn oftast skákum sínum á afmćlisdaginn, einkum ef ţćr eru mikilvćgar. En hér koma úrslitin í heild sinni:

  • Haraldur-Sigurđur       1-0
  • Andri-Símon                1-0
  • Jón Kristinn-Karl         0-1
  • Hreinn-Jakob             1/2
  • Hjörleifur-Rúnar         1/2

Í ţessu móti glíma ćskan og ellin (og ýmsir fleiri reyndar!). Í einni skák dagsins áttust viđ yngsti og elsti keppandinn. Ţar náđi Karl Egill ađ leggja ađ velli t ari og karl egillandstćđing sem er 57 árum yngri en hann. Ţar skipti reynslan sköpum.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ Skákţingsins verđur háđ nk. fimmtudag 7. febrúar


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 13
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 181
  • Frá upphafi: 8779387

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband