Fćrsluflokkur: Spil og leikir
18.2.2013 | 00:02
Rúnar hrađskákmeistari Akureyrar
Ţegar í upphafi Hrađskákmóts Akureyrar sem háđ var í Skákheimilinu í dag var ljóst ađ viđ ramman yrđi reip ađ draga ţar sem fór Rúnar Sigurpálsson, margkrýndur Norđurlandsmeistari og nýkrýndur Íslandsmeistari í ofurhrađskák. Fór Rúnar fram hćglátlega en vann ţó flestar sínar skákir. Fráfarandi meistari hafđi svipađan hátt á en var ţó full friđsamur í upphafi móts og var ţví ávallt skrefinu á eftir Rúnari.
Samhliđa ţeim í baráttunni um hinn eftirsótta titil var svo ungstirniđ margherta, Jón "Jokko" Ţorgeirsson, sem var fjarri afhuga sigri á mótinu. Ýmsir fleiri virtust hér líklegir til ađ skipta sköpum og má ţar ekki síst nefna öldungardeildarmanninn Ólaf Kristjánsson sem sýndi mörgum meistaranum í tvo heimana. Ekki er hér rúm til ađ telja upp fleiri afrek en ţó verđur ađ geta grimmilegra örlaga hins harđsnúna baráttumanns Sveinbjarnar Sigurđssonar sem fann í ţetta sinn enga náđ fyrir augum skákgyđju og örlaganorna og hafnađi óverđskuldađ í 13. sćti, sem er ekki hans háttur. Hann mun mćta tvíefldur til leiks í nćstu rimmu.
Röđ efstu manna:
- Rúnar Sigurpálsson 11 v. af 12
- Áskell Örn Kárason 10,5 v.
- Jón Kristinn Ţorgeirsson 10 v.
17.2.2013 | 20:14
Kínversku snillingarnir sigruđu: Íslenska liđinu bođiđ til Kína
Landskeppni Kína og Íslands í skák sem haldin var í Arion banka um helgina lauk međ öruggum sigri kínversku snillinganna 47,5 vinningum gegn 24,5 vinningum, ţrátt fyrir góđ tilţrif íslenska liđsins á köflum. Kínverjar eru sannkallađ risaveldi í skákheiminum, og ţriđja besta skákţjóđ heims. Kínverska liđiđ var skipađ tveimur ofurstórmeisturum, tveimur skákdrottningum og tveimur undrabörnum. Sendiherra Kína bauđ íslenska landsliđinu formlega í heimsókn til Kína á nćsta ári, í hátíđarkvöldverđi í sendiráđinu á laugardagskvöld.
Viđureign liđanna var gríđarlega skemmtileg, og lögđu margir leiđ sína í Borgartúniđ til ađ fylgjast međ. Ísland og Kína höfđu áđur mćst 7 sinnum, og er ţetta annar sigur Kínverja. Bestum árangri í kínverska liđinu náđi Yu Yangyi sem fékk ótrúlega 11,5 vinninga af 12 mögulegum. Ađrir í liđinu voru ofurstórmeistarinn Bu Xiangzhi, landsliđskonurnar Huang Qian og Tan Zhongyi og undrabörnin Wei Yi og Wang Yiye.
Bestum árangri Íslendinganna náđi Hjörvar Steinn međ 5,5 af 12 en ađrir liđsmenn voru Helgi Ólafsson, Ţröstur Ţórhallsson, Guđmundur Kjartansson, Jón Viktor Gunnarsson, Lenka Ptácníková, Hannes Hlífar Stefánsson, Mikael Jóhann Karlsson,Oliver Aron Jóhannesson, Dagur Ragnarsson, Jón Trausti Harđarson og Sigurbjörn Björnsson.
Verđlaunaafhending í kjölfar mótsins var í senn hátíđleg og skemmtileg. Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra flutti rćđu, og fagnađi sívaxandi samstarfi kínverska og íslenska skáksambandsins. Ma Jisheng sendiherra Kína á Íslandi ţakkađi góđar móttökur kínverska skáklandsliđsins og sagđi skákíţróttina mikilvćga í hinum góđu samskiptum Íslands og Kína. Ţá afhenti Jón L. Árnason öllum keppendum og sendiherranum gjafir, en Jón sem er einn af sem er einn starfsmađurmađur Arion banka varđ heimsmeistari unglinga í skák áriđ 1977.
Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins ţakkađi kínversku gestunum fyrir skemmtilega keppni, sem og Kínversk-íslenska menningarfélaginu sem nú fagnar 60 ára afmćli. Ţá ţakkađi Gunnar kínverska sendiráđinu og kínverska skáksambandinu fyrir frábćra samvinnu. Landskeppnin var haldin í tilefni afmćlis KÍM og skipulögđ í samvinnu viđ Skáksamband Íslands, međ stuđningi Arion banka, CCP, Promens, Icelandic og Elkem á Íslandi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2013 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Hugsađi lengi í ţekktri stöđu

Hann tefldi frábćrlega í Szirak," sagđi Tal. Jóhann hlaut 12 ˝ v. af 17 og varđ í 1.-2. sćti ásamt Valeri Salov. Án efa mesti mótasigur íslenska skákmanns. Einvígi hans viđ Kortsnoj í Saint John í Kanada í ársbyrjun 1988 bauđ upp á eitt mesta fjölmiđlafár íslenskrar skáksögu, hersing blađamanna og beinar útsendingar. Sigur Jóhanns var verđskuldađur en margir sáu Kortsnoj í nýju ljósi eftir ţá rimmu.
Á Evrópumóti landsliđa í Ungverjalandi áriđ 1992 vann Jóhann silfur fyrir frammistöđu sína á 1. borđi, hlaut 6 vinninga af átta mögulegum. Sigur hans í keppni viđ Armena, sem lauk 2:2, er gott dćmi um fćrni hans í hćgfara stöđubaráttu. Tilfćringar riddarans frá b6 eru eftirminnilegur ţáttur ţessarar vel tefldu skákar:
Rafael Vaganian - Jóhann Hjartarson
Grünfelds-vörn
1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. d4 Bg7 4. g3 O-O 5. Bg2 c6 6. O-O d5 7. cxd5 cxd5 8. Rc3 Rc6 9. Re5 Bf5 10. Rxc6 bxc6 11. Bf4 Rd7 12. Ra4 Da5 13. b3 Rb6 14. Bd2 Db5 15. Rc3 Da6 16. Be3 Had8 17. Dd2 c5 18. Hfd1 c4 19. b4? Da3!
Skorđar a2-peđiđ. Drottningin er lélegur blokkerari," sagđi Nimzowitch - frá ţví eru undantekningar!
20. b5 a6 21. bxa6 Hd7 22. h3 h5 23. a7 Dxa7 24. a4 Da5 25. Ha2 Hfd8 26. Hda1 Rc8 27. Hb2 Ra7 28. f4 Rc6 29. Bf2 Da7 30. Hd1 Ra5 31. e3 e6 32. De2 Bd3 33. Df3 Hb7 34. Hb5 Hxb5 35. axb5 Rb3 36. g4 hxg4 37. hxg4 Da5 38. Be1
Vaganian var algerlega yfirspilađur, ekki gekk 38. Re2 vegna 38. .... d2 og vinnur.
38. ... Rxd4! 39. Dh3 Rc2 40. Rxd5 Da3! 41. Dh4 Hxd5 42. Bxd5 exd5 43. Dd8+ Bf8 44. Bf2 Db3 45. b6 Rd4 46. Ha1 Db2 47. Ha8 Re6 48. Dh4 c3 49. Df6 De2 50. Ha1 Dxg4+ 51. Kh2 Be4
- og Vaganian gafst upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. febrúar 2013.
Spil og leikir | Breytt 9.2.2013 kl. 11:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2013 | 14:42
Ţađ tókst! Íslenskur sigur í 8. umferđ
Íslenska liđiđ vann langţráđan sigur í 8. umferđ landskeppninnar viđ Kína, en ţá fengu okkar menn 3,5 vinning gegn 2,5. Hannes Hlífar Stefánsson, Ţröstur Ţórhallsson og Guđmundur Kjartansson sigruđu, og Helgi Ólafsson gerđi jafntefli.
Kínverjar hafa örugga forystu í heildarkeppninni, 33-15.
Frábćrar ađstćđur eru í Arion banka, Borgartúni, og vel er tekiđ á móti áhorfendum. Nú eru fjórar umferđir eftir og er áćtlađ ađ keppninni ljúki um klukkan 17.30. Allir velkomnir!
17.2.2013 | 14:13
Landskeppnin viđ Kína í fullum gangi
Landskeppnin viđ Kína er nú í fullum gangi og áttunda umferđ nýhafin. Kínverja leđa mjög örugglega. Íslenska liđiđ fékk óvćntan liđsauka í dag ţegar Hannes Hlífar Stefánsson, nýkominn ađ utan ţar sem hann tefldi á tveimur alţjóđlegum mótum. Búast má ţví viđ jafnari viđureignum en í gćr.
Hćgt er ađ koma í höfuđstöđvar Arion banka, Borgartúni 19, og fylgjast međ snildinni.
17.2.2013 | 11:48
Seinni hálfleikur í landskeppni Íslands og Kína í skák í dag


Hjörvar Steinn Grétarsson er ađ standa best Íslendinganna en hann hefur hlotiđ 50% vinningshlutfall. Lenka Ptácníková hefur einnig stađiđ sig vel og lagđi međal annars Bu Xiangzhi (2675) ađ velli í hörkuskák. Mikael Jóhann Karlsson vann síđustu skák dagsins vann mátađi Wang Yiye í lokaskák dagsins međ ađeins einu sekúndu eftir á klukkunni.
Ţađ eru Skáksamband Íslands og KÍM (Kínversk-íslenska menningarfélagiđ) sem standa ađ keppninni.
Ađalstyrktarađilar mótsins eru Arion banki, CCP, Elkem á Íslandi, Icelandic og Promens.
17.2.2013 | 07:00
Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur/Stúlknameistaramót Rvk
Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.
Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.
Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2013, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.
Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2013, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélag.
Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 2000 og síđar).
Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1997 og síđar).
Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 17. febrúar frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.
Ađgangur á mótiđ er ókeypis.
Spil og leikir | Breytt 11.2.2013 kl. 22:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2013 | 18:44
Kínverjar međ örugga forystu í Landskeppninni
Kínverjar hafa örugga forystu gegn Landskeppninni gegn Íslendingum í hálfleik en fyrri hlutinn fór fram í Arion banka í Borgartúni í dag. Hjörvar Steinn Grétarsson er ađ standa best Íslendinganna en hann hefur hlotiđ 50% vinningshlutfall. Lenka Ptácníková hefur einnig stađiđ sig vel og lagđi međal annars Bu Xiangzhi (2675) ađ velli í hörkuskák. Mikael Jóhann Karlsson vann síđustu skák dagsins vann mátađi Wang Yiye í lokaskák dagsins međ ađeins einu sekúndu eftir á klukkunni.
Ţađ eru Skáksamband Íslands og KÍM (Kínversk-íslenska menningarfélagiđ) sem standa ađ keppninni.
Stađan er hálfleik er 10,5-25,5. Kínverjar eru engir aukvisar í skáklistinni en ţeir hafa á ađ skipa ţriđja sterkasta landsliđiđ heims í karlaflokki og ţví sterkasta í kvennaflokki.
Ađalstyrktarađilar mótsins eru Arion banki, CCP, Elkem á Íslandi, Icelandic og Promens.
Skákirnar frá í dag fylgja međ fréttinni.
Nánari fréttir frá Landskeppninni vćntanlegar.
16.2.2013 | 15:26
Landskeppnin viđ í fullum gangi
Landskeppnin viđ Kína er nú í fullum gangi og ţriđja umferđ nýhafin. Kínverjar leiđa 9-3. Hćgt er ađ fylgjast međ skákunum beint.
Hćgt er ađ koma í höfuđstöđvar Arion banka, Borgartúni 19, og fylgjast međ snildinni.
Landskeppni Íslands og Kína í skák hefst í dag klukkan 13, í höfuđstöđvum Arion banka viđ Borgartún. Mikil tilhlökkun ríkir í báđum liđum, og er búist viđ fjörlegri taflmennsku og spennandi keppni. Kínversku snillingarnir eru stigahćrri, en heimavöllurinn getur reynst Íslendingum drjúgur. Áhorfendur eru velkomnir í Borgartún, og er ađgangur ókeypis.
Teflt er á sex borđum og tefla allir viđ alla, tvöfalda umferđ. Alls verđa tefldar 72 skákir og er umhugsunartími 20 mínútur á skák.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hélt í gćr, föstudag, móttöku á Bessastöđum til heiđurs kínversku skákmönnunum. Í rćđu sendiherra Kína, Ma Jisheng, kom fram ađ Íslendingar og Kínverjar hafa sjö sinnum keppt áđur, oftast á Ólympíuskákmótum. Íslendingar hafa unniđ 5 sinnum, einu sinni fór jafntefli og einu sinni höfđu Kínverjar sigur.
Kínversku gestirnir verđa ţó ađ teljast sigurstranglegir. Liđ ţeirra er skipađ kornungum snillingum, sem unniđ hafa til fjölda verđlauna.
Yngsti liđsmađur ţeirra er hinn 13 ára gamli Wei Yi, sem er yngsti alţjóđameistari í heimi og kominn međ tvo stórmeistaraáfanga. Aldursforsetinn er Bu Xiangzhi, 26 ára, sem varđ stórmeistari 13 ára og er nú einn af bestu skákmönnum heims. Ekki verđur síđur gaman ađ fylgjast međ Yu Yangyi, 19 ára, sem varđ stórmeistari 15 ára. Hann er nú ţriđji stigahćsti skákmađur Kínverja og gríđarlega efnilegur. Skákdrottningarnar Huang Qian (fćdd 1986) og Tan Zhongyi (fćdd 1991) eru báđar stórmeistarar kvenna, og hafa unniđ til fjölda verđlauna á einstaklingsmótum og međ kínverska landsliđinu. Sjötti keppandinn í kínverska liđinu er svo hinn 14 ára gamli Wang Yiye, sem er međal efnilegustu skákmanna Kínverja.
Mikil breidd er í íslenska liđinu, sem teflir fram fjórum stórmeisturum, auk alţjóđlegra meistara og efnilegra ungmenna. Ţađ er mikiđ ánćgjuefni ađ Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, skuli tefla međ íslenska liđinu. Friđrik er 78 ára og varđ stórmeistari í skák áriđ 1958.
Stórmeistararnir Helgi Ólafsson, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson, ríkjandi Íslandsmeistari, verđa allir međ. Auk ţeirra eru í hópnum alţjóđameistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, Jón Viktor Gunnarsson og Guđmundur Kjartansson og Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna. Ţá munu ungmenni fá ađ spreyta sig međ íslenska liđinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 46
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 8779359
Annađ
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar