Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Kínversku ungmennin heimsóttu Rimaskóla

IMG 0904Í tilefni af landskeppni Íslands og Kína sem fram fer í Arion banka um helgina ţá heimsóttu ţrír af efnilegustu skákmönnum heims Rimaskóla, sem aliđ hefur upp margan skáksnillinginn á síđasta áratug. Međ í för voru ţeir Gunnar Björnsson forseti SÍ og Stefán Bergsson framkvćmdarstjóri Skákakademíu Reykjavíkur.

Efnt var til hrađskákmóts í hátíđarsal skólans í tilefni heimsóknarinnar međ ţátttöku Norđurlandameistara Rimaskóla, ţeirra Dags Ragnarssonar, Jóns Trausta Harđarsonar, Olivers Arons Jóhannessonar og Nansýjar Davísđdóttur. Bekkjarsystkinum meistaranna var sérstaklega bođiđ ađ horfa á mótiđ sem reyndist  hörkuspennandi.

Íslensku Norđurlandameistararnir sýndu kínversku skáksnillingunum enga miskunn. Ţađ var GunnarIMG 0911 forseti Skáksambands Íslands lék fyrsta leikinn fyrir Tan Zhongyi sem varđ heimsmeistari stúlkna á árunum 2000 - 2002.

Eftir fimmtu og síđustu umferđ mótsins reyndist Yu Yangyi, sem í dag er 3. sterkasti skákmađur Kínverja,  sigurvegari mótsins en ţau Dagur Ragnarsson og heimsmeistarinn fyrrverandi Zhongyi urđu í 2. - 3. sćti, hálfum vinning á eftir Yangyi. Ţau gerđu innbyrđis jafntefli í skák ţar sem Dagur hafđi lengstum betri stöđu. Geta má ţess ađ Oliver Aron sem er í 9. bekk Rimaskóla vann eitt kínverska undrabarniđ nokkuđ örugglega og hlaut ađ launum mikiđ lófaklapp frá skólafélögum sínum.

IMG 0907Ţađ var Helgi Árnason skólastjóri sem tók á móti kínversku gestunum, stýrđi skákmótinu og veitti Kínverjunum barmmerki Rimaskóla til minningar um heimsóknina. Davíđ Hallsson pabbi Nansýjar fylgdi gestunum og átti auđvelt međ ađ rćđa ţá á kínversku. (HÁ)

 


Vignir Vatnar vann hrađkvöld

Vignir Vatnar Stefánsson sigrađi á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 11. febrúar sl. Vignir Vatnar sem fékk 6 vinninga í sjö skákum var ţarna ađ vinna sitt annađ hrađkvöld međ stuttu millibili. Hann gerđi jafntefli viđ Jón Úlfljótsson og Gunnar Nikulásson en vann ađra. Í öđru og ţriđja sćti međ 5 vinninga voru Elsa María Kristínardóttir og Sigurđur Ingason. Vignir Vatnar dró svo Jón Úlfljótsson í happdrćttinu og báđir fengu ţeir gjafabréf á Saffran. 

Skákkvöldi hjá Helli falla niđur međan á Reykjavíkurskákmótinu stendur og fram yfir Íslandsmót skákfélaga ţannig ađ nćsta skákkvöld í Hellisheimilinu verđur mánudaginn 11. mars kl. 20. 

Röđ   Nafn                       Feder   M-Buch. Buch. Progr.

  1   Vignir Vatnar Stefánsson,    6       20.0  28.0   25.5
 2-3  Elsa María Kristínardóttir,  5       17.5  25.0   20.0
      Sigurđur Ingason,            5       15.5  22.0   18.0
 4-5  Vigfús Ó. Vigfússon,         4.5     20.0  28.5   18.0
      Jón Úlfljótsson,             4.5     19.0  25.5   21.0
  6   Gunnar Nikulásson,           4       18.5  25.0   15.5
 7-8  Andri Steinn Hilmarsson,     3.5     19.0  26.5   13.5
      Sverrir Sigurđarson,         3.5     16.5  23.0   11.0
  9   Finnur Kr. Finnsson,         3       20.0  25.5   14.5
 10   Björgvin Kristbergsson,      2       18.0  23.5    6.0
 11   Pétur Jóhannesson,           1       17.0  23.5    5.0

Kínversku meistararnir tefldu viđ börn í Reykjavík og Kópavogi: Landskeppni Ísland og Kína á morgun!

  • Heimsóttu grunnskóla í Reykjavík og Kópavogi í morgun
  • Landskeppni Kína og Íslands hefst á morgun, laugardag, klukkan 13 í Arion banka viđ Borgartún
  • Friđrik Ólafsson teflir međ íslenska liđinu
4Kínversku skáksnillingarnir er komnir til Íslands og munu tefla landskeppni viđ Íslendinga nú um helgina í höfuđstöđvum Arion banka viđ Borgartún. Kínverska sveitin er skipuđ tveimur ofurstórmeisturum, tveimur skákdrottningum og tveimur undrabörnum. Í morgun, föstudag, heimsóttu ţau Rimaskóla og Salaskóla ţar sem efnt var til mikilla skákhátíđa.
7Ţá kynntu kínversku meistararnir sér ađstćđur í Arion banka, heimsóttu höfuđstöđvar CCP og tefldu sundlaugarskák í Laugardalslaug. Síđdegis voru ţau gestir hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.
2Landskeppnin um helgina verđur án efa mjög fjörleg. Keppt verđur laugardag og sunnudag, milli 13 og 17 og eru áhorfendur velkomnir. Kínverska liđiđ er mjög ungt ađ árum. Yngsti liđsmađur ţeirra er hinn 13 ára gamli Wei Yi, sem er yngsti alţjóđameistari í heimi og kominn međ tvo stórmeistaraáfanga. Wei Yi er stigahćstur allra í heiminum, 14 ára og yngri, međ 2501 skákstig. Aldursforsetinn í kínverska liđinu er Bu Xiangzhi, 26 ára, sem varđ stórmeistari 13 ára og er nú einn af bestu skákmönnum heims.
1Ekki verđur síđur gaman ađ fylgjast međ Yu Yangyi, 19 ára, sem varđ stórmeistari 15 ára. Hann er nú ţriđji stigahćsti skákmađur Kínverja og gríđarlega efnilegur. Skákdrottningarnar Huang Qian (fćdd 1986) og Tan Zhongyi (fćdd 1991) eru báđar stórmeistarar kvenna, og hafa unniđ til fjölda verđlauna á einstaklingsmótum og međ kínverska landsliđinu. Sjötti keppandinn í kínverska liđinu er svo hinn 14 ára gamli Wang Yiye, sem er međal efnilegustu skákmanna Kínverja.
Landskeppnin verđur sett í höfuđstöđvum Arion banka í Borgartúni klukkan 13 á morgun, laugardag. Ávörp flytja Ma Jisheng sendiherra Kína, Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka og Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra.
Tefldar verđa atskákir međ 20 mínútna umhugsunartíma, 12 umferđir og eru alls 72 vinningar í pottinum.
3Davíđ Ólafsson skákmeistari er landsliđseinvaldur í keppninni viđ Kínverja. Međal íslensku liđsmannanna eru stórmeistarnir Friđrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson, alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, Guđmundur Kjartansson, Jón Viktor Gunnarsson og Lenka Ptacnikova. Ţá munu nokkur börn og ungmenni fá tćkifćri til ađ spreyta sig međ íslenska liđinu.
Landskeppnin er haldin í tilefni af 60 ára afmćli Kínversk-íslenska menningarfélagsins sem stendur ađ viđburđinum ásamt Skáksambandi Íslands í samvinnu viđ Skáksamband Kína, og međ stuđningi Arion banka, CCP, Promens, Icelandic og Elkem Ísland.
Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir í Arion banka um helgina, til ađ fylgjast međ viđureign Íslands og Kína. Keppni hefst báđa daga klukkan 13 og stendur til 17.

Vetrarleyfisskákmót Fjölnis og Gufunesbćjar

Vetrarleyfismótiđ í GufunesbćHiđ árlega vetrarleyfisskákmót skákdeildar Fjölnis og frístundamiđstöđvarinnar Gufunesbćjar verđur haldiđ í Hlöđunni Gufunesbć föstudaginn 22. febrúar frá kl. 12:30 - 14.30.

Allir grunnskólanemendur í 1.-7. bekk mega taka ţátt í mótinu og teflt verđur um fjölmörg verđlaun, m.a. bíómiđar og pítsugjafabréf.

Tefldar verđa 5 umferđir og umhugsunartími er 6 mínútur á skák. Vetrarleyfisskákmótiđ er upplagt tćkifćri fyrir alla grunnskólanemendur í Grafarvogi ađ taka ţátt í. 

Ţátttaka er ókeypis og keppendur eru hvattir til ađ mćta tímanlega til skráningar.

Hćgt er ađ kaupa veitingar a stađnum. 


Kínverskir snillingar á Íslandi

Kínverska skáklandsliđiđKínversku skáksnillingarnir, sem tefla viđ Íslendinga um helgina, komu til landsins síđdegis á fimmtudag. Fulltrúar Skáksambands Íslands og Kínversk íslenska menningarfélagsins tóku á móti ţeim á flugvellinum, og í kjölfariđ var ţeim haldiđ kvöldverđarbođ á Sólon Íslandus.

Hinir kínversku gestir ţökkuđu bođ Íslendinga, og létu í ljós ósk um ađ landskeppnin yrđi skemmtileg og spennandi. Einn af kínversku meisturunum hefur áđur teflt á Íslandi, ofurstórmeistarinn Bu Xiangzhi sem tefldi á Reykjavíkurskákmótinu 2000. Viđ kvöldverđinn á Sólon rifjađi kínverski ofurstórmeistarinn jafnframt upp ađ hann hefđi telft á Afmćlismóti Illuga Jökulssonar á Grandrokk, 13. apríl 2000, en ţar urđu stórmeistararnir Ehlvest og Helgi Ólafsson í efsta sćti.

 Kínversku skákmeistararnir kváđust hlakka mjög til landskeppninngar viđ Kína. Stórmeistarar ţeirra reyndust kunna góđ skil á skákum Friđriks Ólafssonar, Jóhanns Hjartarsonar og Hannesar H. Stefánssonar, en útlit er fyrir ađ ađeins sá fyrsttaldi verđi í íslenska liđinu sem mćtir Kínverjum í Airon banka laugardag og sunnudag.

Liđsmenn Kína:

Bu Xiangzhi, fćddur 1985 (2675). Varđ stórmeistari ađeins 13 ára, einn af allra bestu skákmönnum heims.

Yu Yangyi, fćddur 1994 (2688). Varđ stórmeistari 15 ára, er nú 3. sterkasti skákmađur Kínverja og nćst stigahćsti skákmađur heims 20 ára og yngri.

Wei Yi, fćddur 1999 (2501). Ađeins 13 ára, efstur allra í heiminum 14 ára og yngri. Hann er yngsti alţjóđameistari í heimi og hefur ţegar náđ tveimur stórmeistaraáföngum.

Huang Qian, fćdd 1986 (2478). Stórmeistari kvenna. Varđ heimsmeistari međ kínverska liđinu áriđ 2007.

Tan Zhongyi, fćdd 1991. (2466) Stórmeistari kvenna. Varđ í tvígang heimsmeistari stúlkna 10 ára og yngri, 2000 og 2001. Heimsmeistari 12 ára og yngri áriđ 2002.


Skákir Friđriks Ólafssonar

Friđrik Ól. um tvítugt. um tvítugtÁ vef Morgunblađsins má sjá rúmlega 1400 skákir Friđriks Ólafssonar sem tefldar voru á árunum 1950-2012. 90 ţeirra eru međ skýringum. Eyjólfur Ármannsson fćrđi hluta skákanna inn, en hluti er úr ChessBase-gagnagrunninum.

Skákirnar eru birtar í tilefni af Skákdegi Íslands, sem haldinn er hátíđlegur á afmćlisdegi Friđriks og helgađur framlagi hans til íslenskrar skáklistar. Ađ Skákdeginum stóđu Skáksamband Íslands, Skákakademía Reykjavíkur, Skákskóli Íslands og taflfélög um allt land, í samvinnu viđ skóla, íţróttafélög, sveitarfélög, fyrirtćki og einstaklinga.

Skákirnar má allar nálgast á vef Morgunblađsins.


Gallerý Skák - Friđrikskóngurinn: Gunnar Birgisson međ sigurinn í hendi sér

Gunnar I. Birgisson   eđa tryggja sér sigurinnŢađ var ekki laust viđ ađ heimspekilegar pćlingar tćkju völdin í skáksmiđjunni í Bolholtinu á fimmtudagskvöldiđ var ţegar ţriđja mótiđ af fjórum í Kappteflinu um Taflkóng Friđriks Ólafssonar, stórmeistara, var um ţađ bil ađ hefjast.

Spaklegar og djúpar umrćđur um ćđri og lćgri víddir manntaflsins og annađ í ţeim dúr héldu mönnum hugföngnum áđur en sest var ađ tafli.  Skerjafjarđarskáldiđ og verđandi fílosóf Kristján Hreinsson var nefnilega mćttur til leiks, hress ađ vanda međ kviđlinga á vörum um lífiđ og tilveruna og  nánast allt milli himins og jarđar. Hann mćtir annađ slagiđ til ađ sýna sig og sjá ađra. Ađ gera mönnum óskunda og  skráveifu á skákborđinu eru hans ćr og kýr.  Nćr jafnan ađ setja sinn svip á samkomuna og strik í reikning margra í mótinu, sem líta á hann sem skyldupunkt.   

Í upphafi móts var 10 ára afmćlissbarni dagsins, ungstirninu Skerjafjarđarskáldiđ og heimspekingurinn Kristján Hreinssonundraverđa, Vigni Vatnari Stefánssyni, fagnađ sérstaklega og  árnađ heilla í tilefni dagsins um leiđ  og honum var óskađ góđs gengis á skákferlinum sem er rétt ađ hefjast. Hann fékk líka Fischerbol og skákbókina Tango (Rf6 og Rc6 gegn d4 og c4) í  afmćlisgjöf frá Gallerýinu og var óskađ fyrirfram til hamingju međ Norđurlandameistaratitilinn í skólaskák 11 ára og yngri en NM-mótiđ  í skólaskák átti ađ hefjast daginn eftir upp í Bifröst í Borgarfirđi.   Ţađ gekk líka eftir hlaut 5˝ af 6 og sigrađi glćsilega.  Nú er sveinninn ungi ekki bara bestur í sínum aldurflokki međal 300 ţúsund mörlanda á eyjunni bláu viđ ysta haf heldur međal allra  ţeirra 30 milljóna hrćđa sem byggja Norđurlönd. Frćkilegt frammistađa ţađ. 

Hinn ungi sveinn stóđ sig líka međ frábćrlega vel í móti kvöldsins ţó viđ ramman reip vćri ađ draga.  Var ţar í sérflokki ásamt hinum dimmraddađa dánumanni Gunnari Inga Birgissyni (Deep throat)  af Kópavogshćđum sem vann mótiđ međ 10.5 vinningi af 11 mögulegum.  Vignir varđ annar međ 9 vinninga. Nokkurt bil var síđan í nćstu menn međ mun fćrri vinninga. Margir máttu muna sinn fífil fegri eins og sjá má á međf. mótstöflu, ţar á međal Jon Olav frá Fífilbrekku, sem er afar harđskeyttur og skemmtilegur skákmađur af norskum meiđi. 

 

MÓTSTAFLAN   3 MÓT AF FJÓRUM
   

 

Međ ţessu endurtekna sigri sínum má segja ađ Gunnar Ingi hafi ţegar tryggt sér sćmdartitilinn í Kappteflinu um FriđriksKónginn, enda ţótt eitt mót sé eftir. Hann er međ tvćr tíur og enn fjarka og enginn hefur frćđilegan möguleika á ađ ná honum úr ţessu.  Loka mótiđ fer fram í ţessari viku og ţađ verđur gaman ađ sjá hvort hann nćr ađ tryggja sér sigursćtiđ međ fullu húsi, en ţrjú bestu mót hvers keppenda telja til vinningsstiga.

ESE-skákţankar 12/13  - 13.02.13


Mundi og Palli efstir Öskudagsmóti

Ingimundur Sigurmundsson og Páll Leó Jónsson urđu jafnir og efstir á Öskudagsmóti Skákfélags Selfsso í gćrkvöldi ţar sem tefldar voru 10 mín skákir, venju samkvćmt.

Sjö keppendur mćttu til leiks og tóku skákina fram yfir tuđruspark í sjónvarpinu og meira ađ segja Suđurlandsslag í handboltanum, ţar sem vel ađ merkja Selfyssingar slógu út fjölnota liđ ÍBV í bikarkeppni HSÍ.

Páll Leó leiddi mótiđ fram ađ síđustu umferđ ţar sem hann mćtti Ingimundi sem eins og alkunna er hampar titlinum atskákmeistari SSON, Mundi sýndi hvađ í honum býr og hafđi góđan sigur á Páli og tryggđi sér ţar međ deilt efsta sćti á mótinu.

Ingvar Örn, sem verđur fulltrúi félagsins á Reykjavík Open sem hefst í nćstu viku, stóđ sig einnig vel og varđ í ţriđja sćti á eftir ţeim kumpánum međ 4 vinninga.  Miklar vonir eru bundnar viđ Ingvar á Reykjavíkurmótinu, ţótt hann eigi líklega ekki möguleika á sigri er ţađ krafa stjórnar SSON ađ hann nái ađ minnsta kosti 50% vinningshlutfalli og hćkki um 30 skákstig, auk ţess sem hann verđi ţekktur fyrir hugprýđi, manngćsku og háttvísi í bland viđ flóíska keppnishörku.

Lokastađa Öskudagsmóts:
1. Ingimundur    5v
2. Páll Leó         5v
3. Ingvar Örn    4v
4. Grantas        2v
5. Úlfhéđinn      2v
6. Magnús        2v
7. Björgvin       1v

Heimasíđa SSON

 


Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur/Stúlknameistaramót Rvk

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2013, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2013, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélag.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 2000 og síđar).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1997 og síđar).

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 17.  febrúar frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Landskeppni Íslands og Kína í Arion banka um helgina: Stórviđburđur í íslensku skáklífi

Wei YiLandskeppni í skák milli Íslands og Kína verđur haldin í höfuđstöđvum Arion banka viđ Borgartún helgina 16. til 17. febrúar. Kínverska liđiđ er eitt hiđ sterkasta sem sótt hefur Ísland heim, en framfarir Kínverja á skáksviđinu undanfarin ár hafa veriđ međ ólíkindum. Liđ ţeirra er skipađ ofurmeisturum, skákdrottningum og undrabörnum.

Bu XiangzhiÍslenska liđiđ verđur skipađ stórmeisturum, alţjóđlegum meisturum og sumum efnilegustu ungmennum landsins. Aldursforsetinn í íslenska liđinu verđur Friđrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga og fv. forseti FIDE.
 
Tan ZhongyiSkáksamband Íslands (SÍ) og Kínversk íslenska menningarfélagiđ (KÍM) standa ađ landskeppninni í samvinnu viđ Skáksamband Kína, og međ stuđningi Arion banka, CCP, Promens, Icelandic og Elkem Ísland.
 
Huang QianTefldar verđa atskákir í landskeppninni međ 20 mínútna umhugsunartíma og verđur hvort liđ skipađ sex skákmönnum. Allir tefla viđ alla og ţví eru alls 72 vinningar í pottinum. Búast má viđ gríđarlega skemmtilegri taflmennsku, enda eru Kínverjar ein fremsta skákţjóđ heims og hvert undrabarniđ á fćtur öđru hefur komiđ fram á síđustu árum. Yngsti liđsmađur Kínverja í glímunni viđ Íslendinga er hinn 13 ára gamli Wei Yi, sem er stigahćstur allra í heiminum 14 ára og yngri.

Davíđ Ólafsson verđur landsliđseinvaldur í keppninni og međal ţeirra sem munu keppa fyrir Íslands hönd eru, auk Friđriks, stórmeistararnir Helgi Ólafsson, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson, alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, Guđmundur Kjartansson og Jón Viktor Gunnarsson, og Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna. Ţá fá nokkur efnilegustu ungmenni okkar tćkifćri til ađ spreyta sig gegn kínversku snillingunum.

Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka mun setja landskeppnina og Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra leika fyrsta leikinn fyrir Íslands hönd.

Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir í Arion banka um helgina, til ađ fylgjast međ viđureign Íslands og Kína. Keppni hefst báđa daga klukkan 13 og stendur til 17.

Kínversku meistararnir:

Bu Xiangzhi, fćddur 1985 (2675). Varđ stórmeistari ađeins 13 ára, einn af allra bestu skákmönnum heims.

Yu Yangyi, fćddur 1994 (2688). Varđ stórmeistari 15 ára, er nú 3. sterkasti skákmađur Kínverja og nćst stigahćsti skákmađur heims 20 ára og yngri.

Wei Yi, fćddur 1999 (2501). Ađeins 13 ára, efstur allra í heiminum 14 ára og yngri. Hann er yngsti alţjóđameistari í heimi og hefur ţegar náđ tveimur stórmeistaraáföngum.

Huang Qian, fćdd 1986 (2478). Stórmeistari kvenna. Varđ heimsmeistari međ kínverska liđinu áriđ 2007.

Tan Zhongyi, fćdd 1991. (2466) Stórmeistari kvenna. Varđ í tvígang heimsmeistari stúlkna 10 ára og yngri, 2000 og 2001. Heimsmeistari 12 ára og yngri áriđ 2002.

WaWang Yiye, fćddur 1998. (2226) Einn efnilegasti skákmađur Kína.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 8779377

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband