Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Sigurđur Dađi, Ţorvarđur Fannar, Jóhann Hjörtur og Ţór Már efstir á öđlingamóti

Ţór ValtýssonSigurđur Dađi Sigfússon (2324), Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2225), Jóhann Hjörtur Ragnarsson (2066) og Ţór Már Valtýsson (2040) eru efstir og jafnir međ fullt hús ađ lokinni 2. umferđ Skákmóts öđlinga sem fram fór í gćrkveldi.

Sitthvađ var um óvćnt úrslit og má ţar nefna ađ Siguringi Sigurjónsson (1959) og Jon Olva Fivelstad (1901) gerđu jafntefli viđ ţá Hrafn Loftsson (2204) og Sćvar Bjarnason (2132).

Öll úrslit 2. umferđar má nálgast hér.

Stöđu mótsins má nálgast hér.

Ţriđja umferđ fer fram nk. miđvikudagskvöld. Ţá mćtast međal annars: Ţór-Sigurđur Dađi og Ţorvarđur-Jóhann.  Pörun 3. umferđar má í heild nálgast hér


Gallerý Skák - Gunnar Skarphéđinsson stal senunni

Gunnar SkarphéđinssonŢrátt fyrir ađ forstöđumađurinn vćri fjćrri góđu gamni var allt til reiđu í Gallerýinu ţegar dularfullir og djúpthugsandi skákhyggjumenn leituđu ţar inngöngu  til hjađningavíga í síđustu viku. Framundan var annađ hvort gleđi- eđa píslarganga eftir atvikum á hvítum reitum og svörtum.  Allt fyrir ánćgjuna engu ađ síđur ţví ţar vega menn hvern annan af góđsemi sinni einni saman eđa í gustukaskyni.  Einn ágćtur „stórmeistarabani"  úr vesturbćnum var ţó svo fyrirhyggjusamur ađ koma međ nokkra „vinninga" međ sér í bílnum enda ekki á vísan ađ róa sagđi hann.  Ekki gekk ţađ ţó alveg eftir.

Ţá er sest var ađ tafli sló í brýnu all harđa og mátti vart á milli sjá hverjum veitti betur og hverjum verr, en tefldar voru 11 umferđir í striklotu međ stuttu matarhléi, en kaffi og kruđerí gćttu menn sér á međfram og milli skáka til hressingar.  Mótiđ fór hiđ besta fram og í góđum anda.

Ađ leikslokum kom í ljós ađ hinn magnađi magister og geysigóđi skákmađur Gunnar Skarphéđinsson hafđi stoliđ senunni og orđiđ efstur međ 8.5 vinninga, ađeins leyft ţrjú jafntefli.  Vóg ţar ţyngst ađ honum tókst ađ leggja tvo helstu keppinauta sína ađ velli, Gunnar Gunnarsson nafna sinn og frćnda sinn unga Vigni Vatnar Stefánsson, sem fylgdu fast á hćla honum međ 8 vinninga hvor.

Ţađ var til tíđinda ađ sveinninn Óskar Víkingur Davíđsson ađeins 7 ára  freistađi gćfu sinnar gegn sér mun eldri mönnum og sýndi ađ ţar fer mikiđ efni ţó hann stćđist ţeim ekki öllum snúning ađ ţessu sinni. En framtíđin er hans og ţeirra beggja ungu keppenda sem eru ađ heyja sér dýrmćtrar reynslu međ ţátttöku sinni á ţessum vettvangi.

Sjá má nánari úrslit á međf. mótstöflu hér ađ neđan og á www.gallery.net.

 

2013_galleryskak_14_1194925.jpg

 

mynd0432.jpgPÁSKAMÓT GALLERÝ SKÁKAR fer fram  ţegar degi hallar fimmtudaginn 21. mars nk. ( í kvöld) og  hefst kl. 18.  Ţar verđa til verđlauna myndarleg páskaegg og körfur auk ţess ađ efnt verđur til vinningahappdrćttis fyrir ţá sem ekki ná á verđlaunapall. Allir velkomnir. Lagt er í púkk fyrir mat- og veisluföngum.

ESE-skákţankar 20.3.2013


Björgvin vann Ofuratskákmótiđ

Helgi Áss og Björgvin S. GuđmundssonBjörgvin Smári Guđmundsson var öruggur sigurvegari Ofuratskákmót Skákfélags Selfoss og nágrennis sem fram fór í gćrkvöldi. Sjö keppendur mćttu ađ borđunum og tefldu 10 mínútna skákir. Björgvin Smári fór mikinn og lagđi alla andstćđinga sína af öryggi og höfđu áhorfendur orđ á ađ ţvílík og önnur vinnubrögđ hefđu ekki sést í Selinu í háa tíđ.

Mótiđ ţess utan nokkuđ jafnt ađ vanda og sannađist hiđ fornkveđna ađ enginn er annars vinur í leik auk ţess sem í ljós kom ađ hinir fyrstu munu síđastir verđa ţegar sigurvegari síđasta móts lenti í neđsta sćti í kvöld.

Lokastađan:
1. Björgvin Smári  6v
2. Páll Leó            4,5
3. Úlfhéđinn          3,5
4. Ingimundur       3
5. Grantas             2
6. Magnús             2
7. Erlingur J          0

Nćstkomandi miđvikudagskvöld fer fram hiđ  árlega Páskaeggjamót ţar sem teflt verđur eftir punktakerfi formanns sem gengur í meginatriđum út á ađ menn fá ţeim mun fleiri stig fyrir vinning í skák eftir ţví sem tíminn sem ţeir ákveđa á skákina er minni.

Heimasíđa SSON


Fjögur hörkujafntefli í London

Öllum skákum fimmtu umferđar áskorendamótsins lauk međ jafntefli í dag. Í öllum tilfellum var ţó um ađ rćđa hörskuskákir. Carlsen (2872) sýndi mikla seiglu ţegar hann hélt jafntefli eftir mjög erfitt tafl gegn Ivanchuk (2757). Aronian (2809) sýndi einnig mikla útstjónarsemi ţegar hann hélt jafntefli gegn Kramnik (2810) ţar sem margir höfđu afskrifađ hann. Carlsen og Aronian eru efstir međ 3,5 vinning en Svidler (2747) er ţriđji međ 3 vinninga.

Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, mćtast međal annars: Svidler-Carlsen og Radjabov-Aronian.

Rétt er ađ benda á beinar útsendingar frá London ţar sem gćđin er afar mikil.

Úrslit 5. umferđar:

Ivanchuk Vassily2757˝ - ˝Carlsen Magnus2872
Svidler Peter2747˝ - ˝Gelfand Boris2740
Kramnik Vladimir2810˝ - ˝Aronian Levon2809
Grischuk Alexander2764˝ - ˝Radjabov Teimour2793

Stađan:

  • 1.-2. Carlsen (2872) og Aronian (2809) 3,5 v.
  • 3. Svidler (2747) 3 v.
  • 4.-5. Kramnik (2810) og Radjbov (2793) 2,5 v.
  • 6. Grischuk (2764) 2 v.
  • 7.-8. Gelfand (2740) og Ivanchuk (2757) 1,5 v.
Tenglar:

Páskamót Gođans fer fram á laugardagskvöld

Páskaskákmót Gođans verđur haldiđ laugardagskvöldiđ 23. mars og hefst ţađ kl 20:20 !! Mótiđ fer fram í sal Framsýnar ađ Garđarsbraut 26 á Húsavík. Tefldar verđa 7 umferđir og verđa tímamörkin 10 mín á mann, auk 5 sek viđbótartíma fyrir hvern leik.

Í verđlaun verđa páskaegg fyrir ţrjá efstu í fullorđinsflokki og handa öllum keppendum í flokki 16 ára og yngri. Vinningahćsti keppandinn fćr nafnbótina Páskaskákmeistari Gođans-Máta 2013

Skráning í mótiđ er hjá formanni í síma 4643187 og 8213187 eđa á lyngbrekku@simnet.is


Páskaeggjamót Hellis fer fram á mánudag

Frá Páskaeggjamóti Hellis 2012Páskaeggjamót Góu og Hellis verđur haldiđ mánudaginn 25. mars 2013, og hefst tafliđ kl. 17, ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Páskaeggjamótiđ kemur í stađ mánudagsćfingar. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er opiđ öllum krökkum á grunnskólaaldri. Skráning í mótiđ verđur á heimasíđu Hellis: http://hellir.blog.is/  

Ókeypis er fyrir félagsmenn í Helli en fyrir ađra er ţátttökugjald kr. 500. Fyrirkomulagiđ verđur kynnt síđar

Páskaeggjamótiđ verđur haldiđ í félagsheimili Hellis ađ Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangurinn er milli Subway og Fröken Júlíu og salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins.


Ögmundur skákmeistari Ása

Ögmundur Kristinsson  međ bikarinnĆsir héldu sitt meistaramót í Ásgarđi í dag. Yngsti ţátttakandinn Ögmundur Kristinsson vann mótiđ en hann fékk 7˝ vinning af 9 mögulegum. Ögmundur er nýlega genginn til liđs viđ heldri skákmenn enda verđur hann 60 ára á ţessu ári og á ábyggilega eftir ađ láta ađ sér kveđa í ţeim hóp á nćstu árum.

Skákkempurnar Jóhann Örn Sigurjónsson og Guđfinnur R ´ĆSIR   MEISTARAMÓT 2013 EFSTU MENNKjartansson urđu svo jafnir í öđru til ţriđja sćti međ 7 vinninga. Jóhann  var hćrri á stigum og fékk silfriđ og Guđfinnur bronsiđ.

Ţór Valtýsson varđ efstur í hópnum 60-70 ára en hann fékk 6 vinninga. Í hópnum 70-80 ára varđ Ţorsteinn Guđlaugsson efstur međ 5˝ vinning. Í elsta hópnum 80 ára og eldri varđ Haraldur Axel Sveinbjörnsson efstur međ 5˝ vinning.

ĆSIR Meistarmót 2013  aldursflokkaverđlaunŢess má geta ađ samkvćmt töflunni er Birgir Sigurđsson efstur í elsta aldurshópnum en hann afsalađi sér verđlaunum vegna ţess ađ hann fékk sér ađstođar mann til ţess ađ tefla seinni helming mótsins fyrir sig vegna heilsubrests. Friđgeir Hólm leit viđ á skákstađ og tók ţađ ađ sér.

Skákstjórinn Finnur náđi ţví ađ verđa neđstur í ţetta sinn en ţađ hefur honum ekki tekist áđur.

Myndaalbúm (ESE)

Ţrjátíu skákkempur mćttu til leiks í dag.

Sjá međfylgjandi töflu:

 

2013 ĆSIR Í ÁSGARĐI 19 1

 

 


Carlsen efstur ásamt Aronian eftir sigur á Grischuk

Magnus CarlsenMagnus Carlsen (2852) vann Grischuk (2764) í fjórđu umferđ áskorendamótsins sem fram fór í dag í London. Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Carlsen náđi ţar međ Aronian (2809) ađ vinningum. Svidler (2747) er hálfum vinningi á eftir ţeim.

Í fimmtu umferđ, sem fram fer á morgun, mćtast međal annars: Ivanchuk (2757) og Carlsen og Kramnik (2810) og Aronian.

Stađan:

  • 1.-2. Carlsen (2872) og Aronian (2809) 3 v.
  • 3. Svidler (2747) 2,5 v.
  • 4.-5. Kramnik (2810) og Radjbov (2793) 2 v.
  • 6. Grischuk (2764) 1,5 v.
  • 7.-8. Gelfand (2740) og Ivanchuk (2757) 1 v.
Tenglar:

Páskaćfing skákdeildar Fjölnis 23. mars kl. 11:00

_rnamessa_2010_026_1194776.jpgSkákdeild Fjölnis heldur páskaćfingu sína n.k. laugardag 23. mars og hefst hún í Rimaskóla kl. 11:00. Allir sem mćta fá afhent páskaegg nr. 1 međ málshćtti. Einnig verđur bođiđ upp á snakk međ ísköldu vatni.

Öll verđlaun verđa ađ ţessu sinni misstór páskaegg, en öll jafn girnileg.

Öllum áhugasömum skákkrökkum er bođiđ ađ vera međ og tefla til vinnings. Tefldar verđa fimm umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Skákkennsla á stađnum. Gengiđ er inn um íţróttahús. Ţátttakendur eru hvattir til ađ mćta tímanlega.

  • Ćskilegt er ađ yngstu skákkrakkarnir (2005 - 2007) séu í fylgd foreldra á ćfingunni.

KR-rimma: Ingi Tandri fagnađi sigri

Ingi Tandri TraustasonMánudagskvöldin eru átakamikil í Vesturbćnum. Ţá mćtast stálinn stinn í Frostaskjólinu ţar sem Kristján Stefánsson hersir ríkir í ríki sínu og hvetur menn til tafls. Afgreiddi ađalfundinn Skákdeildarinnar á 5 mínútum og ekkert mas áđur en sest var ađ skákleikum fyrir viku síđan.  Guđfinnur Err og Einar Ess hlutu náđ ađ nýju sem hirđmenn hans.

Harkan sex eins og fyrri daginn. Stundum ber keppnisskapiđ suma ofurliđi svo lítiđ fer fyrir íţrótta- og ungmennafélagsandanum. Sama virđist vera upp á teningnum hjá stóru klúbbunum - engin miskun hjá Magnúsi ef hćgt er ađ vinna skákina eđa viđureignina á skák- eđa lagatćknilegum bellibrögđum, sama hver á í hlut.

Nú bar svo viđ ađ gestur einn í mótinu krafđist vinnings fallinn á tima ţarÓlöglegur leikur sem mótherji hans hafđi leikiđ peđi í dauđan og upp í borđ án ţess ađ tilkynna um drottningu og ýtt á klukkuna.  "Ólöglegur leikur" var hrópađ svo hátt ađ undirtók í húsinu. Ţađ er vissulega vandlifađ ţessa daganna, klćkjabrögđ í fyrirrúmi hvert sem litiđ er, ekki bara snertur mađur hreyfđur og allt ţađ eins og vera ber. Á meira en hálfrar aldar skákferli hefur undirritađur ekki orđiđ vitni ađ öđru eins. .

En hvađ sem öllu argaţrasi af ţessi tagi og öđru líđur verđa menn ađ leitast viđ ađ láta ekki "sálrćnabráđaáfallahugbrigđapersónuleikastreyturöskun" ná tökum á sér og forđast ađ gerast melankólískir úr hófi og missa trúna á mannkyniđ. Áfram kristmenn krossmen á hverju sem gengur.

Ţegar moldviđrinu slotađi og upp var stađiđ kom ljós ađ ljúflingurinn Ingi Tandri Traustason, hinn slyngi liđsmađur Vinja, hafđi reynst vera í feiknalegu banastuđi og skotiđ öllum öđrum keppendum og ţar međ tveimur sigursćlum Gunnurum ref fyrri rass. Ingi Tandri stóđ einn uppi sem sigurvegari međ 11.5 vinning af ţrettán mögulegum. Flott hjá honum. Gunnar Birgisson varđ  ađ sćtta sig viđ annađ sćtiđ ađ ţessu sinni međ 11v. og Gunni Gunn viđ ţađ ţriđja međ 10v.  Hinir skeinuhćttu skákmenn Stefán Ţormar og Sigurđur Grétarsson urđu í 4.5.sćti  9.5v. Annars var mótiđ nokkuđ jafnt  eins og sjá má á međf. mótstöflu.

 

kr-motstafla_11_mars_2013_-_ingitandri_slo_ollum_vi.jpg

 

Nćst verđur tekist á í KR-heimilinu í kvöld kl.19.30 ţó sumir verđi fjarri góđu gamni eins og gengur, en ađrir fylla skörđ.

ESE- Skákţankar 18.03.2013


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 308
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband