Fćrsluflokkur: Spil og leikir
10.5.2013 | 22:29
Karjakin efstur í Noregi
Sergey Karjakin heldur áfram sigurgöngu sinni í Sandnes í Noregi. Í dag vann hann Jon Ludvig Hammer og er efstur međ fullt hús eftir 3 umferđir og hefur vinnings forskot á nćstu menn sem eru Aronian og Anand. Carlsen gerđi sitt ţriđja jafntefli í röđ nú gegn Nakamura.
Úrslit 3. umferđar:
ANAND Viswanathan | 1-0 | TOPALOV Veselin |
NAKAMURA Hikaru | ˝ -˝ | CARLSEN Magnus |
SVIDLER Peter | ˝ -˝ | ARONIAN Levon |
RADJABOV Teimour | 1-0 | HAMMER Jon Ludvig |
KARJAKIN Sergey | 1-0 | WANG Hao |
Röđ efstu manna:
- 1. Karjakin 3 v.
- 2.-3. Aronian og Anand 2 v.
- 4.-7. Carlsen, Nakamura, Svidler og Radjabov 1,5 v.
- 8.-9. Wang Hao og Topalov 1 v.
- 10. Hammer 0 v.
Frídagur er á morgun, 11. maí, vegna ađalfundar SÍ.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
Spil og leikir | Breytt 11.5.2013 kl. 08:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2013 | 22:23
EM: Dagur međ jafntefli - Guđmundur tapađi
Dagur Arngrímsson (2390) gerđi jafntefli viđ Rúmenann Bogdal-Daniel Deac (2183) í sjöttu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í Legnica í Póllandi í dag. Guđmundur Kjartansson (2446) tapađi hins vegar fyrir ítalska stórmeistarann Sabino Brunello (2580). Báđir hafa ţeir 2,5 vinning.
286 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 143 stórmeistarar og ţar af eru 12 međ 2700 skákstig eđa meira. Guđmundur er nr. 170 í stigaröđ keppenda og Dagur er nr. 200.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
10.5.2013 | 18:52
Henrik međ 1,5 vinning í 2 skákum í dag
Henrik Danielsen (2500) hlaut 1,5 vinning í 2 umferđum í á móti kenndu viđ H.C. Andersen sem fram fer í Óđinsvéum. Henrik hefur nú 4 vinninga og er í 3.-8. sćti. Í fyrri umferđ dagsins gerđi hann jafntefli viđ rússneska stórmeistarann Vladimir Epishin (2603) en í ţeirri síđari vann hann danska FIDE-meistarann Mads Hansen (2306).
Í fyrri skák dagsins á morgun teflir hann viđ norska alţjóđlega meistarann Torsten Bae (2442).
Tefldar eru tvćr umferđir á dag og hefjast ţćr kl. 7 og 13. 55 skákmenn taka ţátt og ţar af fimm stórmeistarar. Henrik er nr. 5 í stigaröđ keppenda.Spil og leikir | Breytt 11.5.2013 kl. 07:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2013 | 10:16
Birkir Karl ađ tafli í Macao
Birkir Karl Sigurđsson er búsettur í Kína. Nýlega tefldi hann á móti í Macao og gekk afar vel og hefur skrifađ smá pistil um ţátttöku sína.
Vildi láta ţig vita ađ ég var svo heppinn ađ fá ađ keppa á skákmóti í Macao nú um helgina. Sá sem bauđ mér var Jose Silveirinha (http://ratings.fide.com/card.phtml?event=15400026 ) . Ţetta var bráđskemmtilegt mót í ótrúlegu umhverfi . En eins og kunnugt er, er Macao taliđ eitt merkilegasta svćđi veraldar međ 12 UNESCO svćđi. Macao sem hefur ađeins um 600 ţúsund íbúa. Ţađ er stutt vel viđ skákstarfiđ í Macao og ríkiđ borgar allar leigur og allan búnađ. 15 manns tóku ţátt. Er ánćgđur ađ hafa unniđ allar skákirnar nema eina en úrslitaskákin reyndist vera viđ Jose sem var mjög spennandi ţar sem hann reyndi ţrátefli í lok skákarinnar en ég teygđi mig ađeins of langt til vinnings. Nćsta mót í Macao er 1 júní og ég get ekki beđiđ eftir ţví ađ taka ţátt. Allir tefldu viđ alla ég var í öđru sćti međ 13v af 14, tímamörkin voru 5 min + 3 sek á leik .
10.5.2013 | 10:11
Elsa María sigrađi á Hrađkvöldi Hellis
Elsa María Kristínardóttir sigrađi á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 6. maí sl. Elsa María fékk 6,5v í sjö skákum var ţađ bara Jón Úlfljótsson sem náđi jafntefli. Annar varđ Sverrir Sigurđarson međ 5,5v en hann tapađi fyrir Elsu og gerđi jafntefli viđ Pétur en vann flesta ađra. Ţriđji varđ svo Gunnar Nikulásson međ 5v. Elsa María dró svo Vigfús í annađ skiptiđ í röđ og fengu ţau bćđi gjafabréf á Saffran.
Nćsta skákkvöld í Hellisheimilinu verđur nćstkomandi mánudag 13. maí kl. 20 og ţá verđur hrađkvöld.
Röđ Nafn Vinningar1 Elsa María Kristínardóttir, 6.52 Sverrir Sigurđarson, 5.53 Gunnar Nikulásson, 54-5 Vigfús Ó. Vigfússon, 4Björgvin Kristbergsson, 46 Jón Úlfljótsson, 3.57 Pétur Jóhannesson, 2.58-9 Óskar Víkingur Davíđsson, 2Stefán Orri Davíđsson, 2
10.5.2013 | 07:00
Vormót Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands fer fram í dag
Vormót Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands fer fram nćsta föstudag í Stúkunni á Kópavogsvelli og hefst kl 14.30. Tefldar verđa sjö umferđir og er tímafyrirkomulagiđ 5 3 Bronstein. Međ mótinu lýkur vorönn en undanfarin misseri hefur Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskólans annast ćfingar í Stúkunni fyrir unga skákmenn í Kópavogi.
Mótiđ fer fram allt í einum flokki en veitt verđa glćsileg verđlaun fyrir efstu sćtin međal ţeirra sem eru skákstig og fyrir ţá sem stigalaus eru. Mótiđ er opiđ öllum ţeim sem sótt hafa ćfingar í Stúkunni eđa hafa teflt fyrir grunnskóla Kópavogs í hinum ýmsu flokkakeppnum á ţessu ári.
Spil og leikir | Breytt 7.5.2013 kl. 15:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2013 | 21:21
Skýrsla nefndar um landsliđsmál
Nefnd undir forystu Jóns Ţorvaldssonar hefur skilađ af sér skýrslu til stjórnar SÍ varđandi landsliđsmál. Nefndin var skipuđ í kjölfar ólympíuskákmótsins í Istanbul. Hennar hlutverk var ađ fara yfir atvik sem áttu sér stađ í ađdraganda Ólympíuskákmótsins, skođa breytingarnar sem fylgdu í kjölfariđ og velta ţví upp hvernig helst mćtti reyna ađ fyrirbyggja ađ slíkt endurtćki sig.
Skýrslan fylgir međ sem PDF-viđhengi.
Auk Jóns voru í nefndinni ţau Kristján Guđmundsson, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Steinţór Baldursson, Ţorsteinn Stefánsson og Ţorsteinn Ţorsteinsson.
Samantekt um efni skýrslunnar
Helstu breytingatillögur nefndar um landsliđsmál:
- Lagt til ađ landsliđseinvaldur, skipađur af stjórn SÍ, hafi fullt umbođ til ađ velja í liđiđ hverju sinni. Ţetta kallar á breytingar á 15. grein skáklaga.
- Landsliđseinvaldur skili inn vali sínu til stjórnar SÍ áđur en hann birtir ţađ og fái stađfestingu stjórnar SÍ ađ ţar sé fariđ ađ settum markmiđum og lögum sambandsins.
- Um áramót sé tilkynnt forval ţeirra 10-12 skákmanna sem kost eiga á ţví ađ vera í liđinu nćsta ár.
- Yfirumsjón og skipulagning á ţjálfun landsliđsins verđur í höndum landsliđseinvalds.
- Störf landsliđseinvalds séu metin af landsliđsnefnd eftir ţátttöku í hverju stórmóti fyrir sig, m.a. á grundvelli árangurs landsliđsins og umsagnar landsliđsmanna um störf hans.
- Meirihluti landsliđsnefndarinnar, ţ.m.t. formađur, sé ekki í stjórn SÍ. Landsliđsnefnd sé mögulega valin á ađalfundi SÍ en ekki af stjórn SÍ.
- Hlutverk landsliđsnefndar verđi í ađalatriđum ţríţćtt:
o ađ taka út störf landsliđseinvaldsins
o ađ skipa ađstođarmann međ skákţekkingu sem vinnur međ liđinu og fer út međ ţví. Ţessi einstaklingur hafi ţađ hlutverk ađ tryggja góđa liđsheild og efla einbeitingu ađ settum markmiđum. Ađstođarmađur skal ađstođa landsliđseinvald og tryggja upplýsingaflćđi til liđsins, bćđi fyrir brottför og á mótsstađ.
o ef upp kemur mjög flókinn ágreiningur sem landsliđseinvaldur / landsliđsţjálfari og ađstođarmađur / liđsstjóri telja sig ekki geta leyst ber ţeim ađ vísa erindinu til landsliđsnefndar. Telji landsliđsnefnd sér ókleift ađ leysa máliđ, ber henni ađ senda ţađ til forseta SÍ, sem kallar saman stjórn til ađ taka á vandanum.
- Ađ auki er ţeim tilmćlum beint til stjórnar SÍ ađ skerpt verđi á keppnis- og agareglum ţannig ađ keppendur ţurfi ekki ađ velkjast í vafa um hvađa reglum og verklagi ţeim beri ađ hlíta fyrir mót og međan á móti stendur.
Spil og leikir | Breytt 10.5.2013 kl. 18:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2013 | 21:09
Guđmundur međ jafntefli viđ Fridman í dag
Guđmundur Kjartansson (2446) gerđi í dag jafntefli viđ ţýska stórmeistarann og einn Evrópumeistara Ţjóđverja Daniel Fridman (2648). Fimmta umferđ fór fram í dag. Dagur Arngrímsson (2390) tapađi fyrir tékkneska stórmeistaranum Martin Petr (2523).
Í gćr í 4. umferđ gerđu ţeir báđir jafntefli. Guđmundur viđ georgíska stórmeistarann Merab Gagunashvili (2592) en Dagur viđ ítalska alţjóđlega meistarann Danyyil Dvirnyy (2541).
Guđmundur hefur 2,5 vinning en Dagur hefur 2 vinninga.
Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ ítalska stórmeistarann Sabino Brunello (2580) en Dagur viđ Rúmenann Bogdal-Daniel Deac (2183). Skák Guđmundar verđur sýnd beint.
Stórmeistararnir David Shengelia (2546), Austurríki, og Alexander Moiseenko (2698) eru efstir međ 4,5 vinning.
286 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 143 stórmeistarar og ţar af eru 12 međ 2700 skákstig eđa meira. Guđmundur er nr. 170 í stigaröđ keppenda og Dagur er nr. 200.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
Spil og leikir | Breytt 10.5.2013 kl. 09:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2013 | 20:55
Karjakin efstur í Noregi
Ofurskákmótiđ í Stafangri í Noregi hófst í gćr og hafa veriđ tefldar tvćr umferđir. Karjakin er efstur međ fullt hús en Aronian kemur annar međ 1,5 vinning. Carlsen hefur gert jafntefli í báđum sínum skákum og ţar međ taliđ gegn Anand í dag.
Úrslit 2. umferđar:
CARLSEN Magnus | ˝ ˝ | ANAND Viswanathan |
TOPALOV Veselin | ˝ ˝ | RADJABOV Teimour |
ARONIAN Levon | 1 0 | NAKAMURA Hikaru |
WANG Hao | 1 0 | SVIDLER Peter |
HAMMER Jon Ludvig | 0 1 | KARJAKIN Sergey |
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
9.5.2013 | 19:48
Henrik ađ tefla í Óđinsvéum
Henrik Danielsen (2500) situr ađ tafli ţessa dagana í Óđinsvéum á móti kenndu viđ H.C. Andersen. Eftir 3 umferđir hefur Henrik 2,5 vinning. Daginn fyrir mót hélt hann fyrirlestur í Ejby (sem er klúbburinn sem sér um mótiđ) og á eftir var fjöltefli. Ţetta lukkađist allt vel og áheyrendur og ţátttakendur voru mjög ánćgđir. Á međfylgjandi mynd má sjá Henrik leika einn taflmanninn!
Í fyrstu umferđunum vann Henrik töluvert stigalćgri andstćđinga (1936 og 2169) en í ţriđju umferđ gerđi hann jafntefli viđ ţýska alţjóđlega meistarann Jonathan Carlstedt (2373). Í 4. umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ, teflir hann viđ rússneska stórmeistarann Vladimir Epishin (2603).
Tefldar eru tvćr umferđir á dag og hefjast ţćr kl. 7 og 13. 55 skákmenn taka ţátt og ţar af fimm stórmeistarar. Henrik er nr. 5 í stigaröđ keppenda.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar