Fćrsluflokkur: Spil og leikir
9.7.2013 | 11:00
Héđinn og Guđmundur unnu báđir í 5. umferđ - Héđinn í beinni í dag
Héđinn Steingrímsson (2557) og Guđmundur Kjartansson (2444) unnu báđir sínar skákir í 5. umferđ alţjóđlega mótsins í Benasque á Spáni sem fram fór í gćr. Héđinn vann finnska stórmeistarann Heikki Westerien (2283) en Guđmundur vann tékknesku skákkonuna Teresa Olsarova (2203) sem er alţjóđlegur meistari kvenna. Ţeir hafa 4 vinninga og eru í 12.-51. sćti.
Í sjöttu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Héđinn viđ franska alţjóđlega meistarann Matthew Tan (2435) en Guđmundur viđ ísraelska stórmeistarann Dan Zoler (2538). Skák Héđins verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins en umferđin hefjast kl. 14.
Ísraelski stórmeistarinn Maxim Rodshtein (2641) er einn efstur međ fullt hús.
Ţátt í mótinu taka 428 skákmenn frá 37 löndum. Ţar af eru 36 stórmeistarar og 25 alţjóđlegir meistarar. Héđinn er nr. 15 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 44. Tíu skákir eru sýndar beint í hverri umferđ.- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2013 | 10:00
Hjörvar vann í 3. umferđ á Opna skoska - efstur ásamt níu öđrum
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) vann í gćr Skotann Alan Borwell (2017) í 3. umferđ opna skoska meistaramótinu sem fram fer í Helenburgh. Hjörvar hefur 2,5 vinning og er í 1.-10. sćti
Í fjórđu umferđ, sem fer í dag mćtir Hjörvar Skotanum David Oswald (2055). Skákin verđur sýnd beint sem og allar ađrar skákir hverjar umferđar.
Um ţađ bil 55 skákmenn taka ţátt í ađalmótinu. Ţar af eru 9 stórmeistarar og 8 alţjóđlegir meistarar. Hjörvar er nr. 5 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12)
- Úrslitaţjónusta
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2013 | 09:16
Jón Ţorvaldsson fjallar um Landsmót UMFÍ og sigur Ţingeyinga ţar
Jón Ţorvaldssonar, liđsstjóri sveitar HSŢ (Hérađssamband Ţingeyinga), fjallar um Landsmót UMFÍ á heimasíđu Gođans-Máta en ţađ voru liđsmenn ţeirra sem skipuđu sveit Ţingeyinga á Landsmóti UMFÍ um síđustu helgi. Í pistli hans segir međal annars:
Ţar segir hann međal annars:
Ţađ var eftirminnileg upplifun ađ taka ţátt í Landsmóti UMFÍ á Selfossi um helgina. Ţar skeiđuđum viđ fram á köflóttan völlinn nokkrir félagar úr Gođanum-Mátum fyrir hönd HSŢ og tókumst á viđ skemmtilegar og vel mannađar sveitir annarra ungmennafélaga. Ekki spillti ánćgjunni ađ viđ höfđum sigur í keppninni, hlutum 27 vinninga af 32 mögulegum og vorum 5,5 vinningum á undan liđinu í 2. sćti, UMSK, en ungliđarnir" í Fjölni náđu 3. sćti. Sigur HSŢ var reyndar í sjónmáli eftir velgengni fyrri keppnisdaginn ţar sem tefldar voru 5 umferđir. Viđ létum svo kné fylgja kviđi síđari daginn ţegar stórmeistararnir Ţröstur Ţórhallsson og Helgi Áss Grétarsson komu til liđs viđ okkur síđustu 3 umferđirnar.
Pistil Jóns má finna í heild sinni á heimsíđu Gođans Máta.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2013 | 11:51
Hjörvar međ jafntefli í 2. umferđ
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) gerđi í gćr jafntefli viđ enska alţjóđlega meistarann Lawrence Trent (2420) í 2. umferđ opna skoska meistaramótsins sem nú er í gangi í Helensburgh. Hjörvar hefur 1,5 vinning.
Í dag mćtir hann Skotanum Alan Borwell (2017) og verđur skákin sýnd beint á vefsíđu mótsins. Beina slóđ á skákina má finna hér. Umferđin hefst kl. 12.
Um ţađ bil 55 skákmenn taka ţátt í ađalmótinu. Ţar af eru 9 stórmeistarar og 8 alţjóđlegir meistarar. Hjörvar er nr. 5 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12)
8.7.2013 | 11:43
Héđinn međ jafntefli í 3. umferđ
Héđinn Steingrímsson (2557) gerđi jafntefli viđ serbneska alţjóđlega meistarann Slobodan Kovacevic (2332) í 4. umferđ alţjóđlega mótsins í Benasque á Spáni sem fram fór í gćr. Guđmundur Kjartansson (2444) tapađi hins vegar fyrir spćnska stórmeistaranum Viktor Moskalenko (2529). Báđir hafa 3 vinninga og eru í 33.-95. sćti.
Í fimmtu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Héđinn viđ finnska stórmeistarann Heikki Westerinen (2283) en Guđmundur viđ tékknesku skákkonuna Teresa Olsarova (2203) sem er alţjóđlegur meistari kvenna.
Ţátt í mótinu taka 428 skákmenn frá 37 löndum. Ţar af eru 36 stórmeistarar og 25 alţjóđlegir meistarar. Héđinn er nr. 15 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 44. Tíu skákir eru sýndar beint í hverri umferđ.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14)
8.7.2013 | 11:35
Karjakin efstur í Beijing
Rússneski stórmeistarinn Sergei Karjakin (2776) er efstur međ 3,5 vinning á FIDE Grand Prix-móti sem nú er í gangi í Beijing í Kína. Aserinn Mamedyarov (2761) er annar međ 3 vinninga. Grischuk (2780), Wang Yue (2705) og Topalov (2767) koma nćstir međ 2,5 vinning.
Frí er í dag en mótinu verđur framhaldiđ á morgun.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 07:00)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2013 | 07:33
Íslandsmót skákmanna í golfi
Golfmótiđ er innifaliđ í Epli.is mótinu og fáum viđ rástíma ţar milli kl 13 og 14.
Eftir ađ leik líkur verđur bođiđ upp á kvöldverđ í golfskálanum og ađ honum loknum verđur 9 umferđa hrađskákmót.
Skákdeild Breiđabliks sér um framkvćmd Íslandsmóts skákmanna í golfi.
Núverandi Íslandsmeistari er Helgi Ólafsson.
Upplýsingar um mótiđ í fyrra er hćgt ađ nálgast á: http://chess.is/golf/chessgolf2012.htm
Ţátttökutilkynningar berist til Halldór Grétars ( halldorgretar@isl.is ) fyrir 8.júlí til ađ fá öruggan rástíma. Eftir ţann tíma erum viđ í samkeppni viđ almenna keppendur!
7.júlí er 21 keppandi skráđur til leiks.
Sjá nánar vefsíđu mótsins.
8.7.2013 | 07:27
Sigurđur stóđ sig vel í Bćjaralandi
Sigurđur Eiríksson (1950) stóđ sig vel á skákmóti sem lauk í Bćjaralandi í Ţýskalandi í gćr. Sigurđur hlaut 5 vinninga í 9 skákum og endađi í 16.-21. sćti af 55 keppendum. Varđ efstur keppenda međ minna en 2000 skákstig. Jakob Sćvar Sigurđsson (1768) hlaut 4 vinninga og endađi í 32.-37. sćti.
Sigurvegari mótsins varđ rússneski stórmeistarinn Evgeny Vorobiov (2583)
7.7.2013 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Hemmi Gunn og skákin

Hermann var býsna slyngur skákmađur, tefldi stundum fyrir Skattstofuna í Skákkeppni stofnana, tók ţátt í fjölmörgum skákmótum međ styttri umhugsunartíma. Síđasta mót hans var hrađskákmót Vals sem fram fór í Lollastúku á Valsvellinum í apríl sl. Halldór í Henson vinur hans dró fram Hrókinn", gamlan grip úr timbri sem fyrst var keppt um áriđ 1959. Á yngri árum var Hermann stundum međal áhorfenda á skákmótum í Breiđfirđingabúđ. Hann var alvörugefinn og íbygginn ţegar hann tefldi. Ef hann vann lék hann á als oddi - og ef hann tapađi ţá lék hann líka á als oddi.
Veturinn 1997 efndi greinarhöfundur til skáknámskeiđs fyrir vini og kunningja og Hemmi mćtti til leiks. Á námskeiđinu var mikil áhersla lögđ á gambíta: kóngsbragđ, miđbragđ og íslenska gambítinn. Eitt kvöldiđ var haldiđ ţema-fjöltefli". Af skákinni sem viđ tefldum ađ dćma og birtist í ţćtti Jóns L. í DV, virđist ákveđin léttúđ hafa ríkt og taflmennskan stenst ekki nákvćma skođun. Hermann tók á móti fórnum í anda rómantíska tímabilsins" međ bros á vör og vann ađ lokum:
Helgi Ólafsson - Hermann Gunnarsson
Kóngsbragđ
1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 g5 4. Bc4 d6 5. 0-0 Bg7 6. d4 Bg4 7. g3 Bh3 8. Bxf7+ Kxf7 9. Rxg5+ Dxg5 10. Hxf4+ Rf6 11. Rc3 Kg6!? 12. Hf5 Dxf5 13. exf5+ Bxf5 14. Re2 Rbd7 15. Rf4+ Kf7 16. c3 Hae8 17. Db3+ Kf8 18. Bd2 Re4 19. Hf1!? Rxd2 20. Re6+ Ke7
Hvítur er búinn ađ fara alltof geyst og 20. ... Kg8 vinnur létt.
21. Dd1 Rxf1 22. Rxg7 Re3 23. Df3 Hef8 24. Dxe3+ Kf6 25. Dh6+ Bg6 26. d5 Re5 27. Re6 He8 28. Dg7+ Kf5 29. Dxc7 Bf7 30. Rg7+ Kg4 31. Dxd6 Rf3+ 32. Kf2 Re5 33. h3+ Kg5 34. Rxe8??
Stílbrot," skrifar Jón L. Og ţađ eru orđ ađ sönnu. Eftir 34. h4+! Kg4 35. Kg2! hótar hvítur 36. Db4+ o.s.frv. og á unniđ tafl.
34. ... Hxe8 35. c4 Rd3+ 36. Kf3 Re5+ 37. Kg2 Bg6 38. b3 Rd3 39. Dd7 He5 40. Kf1??
Eftir ţennan afleik tapast skákin. Nú verđa óvćnt endalok," skrifar Jón L.
40. ... He1+ 41. Kg2 Be4+ 42. Kh2 Hh1 mát!
Eftir námskeiđiđ fengu ţátttakendur skákirnar úr fjölteflinu í hendur međ skýringum. Á góđri stundu nokkru síđar kom Hermann međ plaggiđ til mín útprentađ, rétti fram penna og sagđi: Skrifađu: Algjör klassi hjá nemanda."
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. júní 2013.
Spil og leikir | Breytt 1.7.2013 kl. 13:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2013 | 11:00
Rúnar sigrađi á afmćlismóti Áskels Arnar
Afmćlisfögnuđur Áskels Arnar Kárasonar á Litlu-Laugum ţann 5. júlí hófst međ skákmóti eins og vera ber. 14 keppendur skráđu sig til leiks og voru tefldar 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Skákstjóri var Hermann Ađalsteinsson, sem fékk frí frá kvöldmjöltum í ţetta sinn.
Úrslit urđu sem hér segir:
- Rúnar Sigurpálsson 7
- Áskell Örn Kárason 4,5
- Smári Ólafsson 4,5
- Jón Kristinn Ţorgeirsson 4,5
- Kári Arnór Kárason 4
- Rúnar Ísleifsson 4
- Símon Ţórhallsson 4
- Karl E. Steingrímsson 4
- Haki Jóhannesson 3,5
- Hermann Ađalsteinsson 3
- Grétar Eyţórsson 3
- Ţorgeir Smári Jónsson 2
- Sigurđur A. Ţórarinsson 1
- Örvar Sigurđsson 0
Ađ móti loknu var sungiđ og dansađ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 14
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 8780552
Annađ
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar