Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Henrik vann í nćstsíđustu umferđ

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) vann Danann Martin Haubro (2204) í níundu og nćstsíđustu umferđ Politiken Cup sem fram fór í Helsingör í dag. Hilmir Freyr Heimisson (1690) tapađi fyrir Norđmanninum Gunnari Stray (2056). Henrik hefur 7 vinninga og er í 4.-14. sćti. Hilmir hefur 4,5 vinning.

Stórmeistararnir Sabino Brunello (2593), Ítalíu, og Parimarjan Negi (2634), Indlandi, eru efstir međ 8 vinninga.

Í síđustu umferđinni, sem fram fer í fyrramáliđ (hefst kl. 8), teflir Henrik viđ franska stórmeistarann og Eyjamanninn Sebastian Maze (2547) en Hilmir viđ Fćreying (1970) og hefur ţví teflt uppfyrir sig í hverri ufmerđ mótsins.

Alls taka 309 skákmenn frá 26 löndum ţátt í mótinu. Ţar af er 21 stórmeistari og 11 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 17 í stigaröđ keppenda og Hilmir er nr. 247. Tefldar eru 10 umferđir.



Búdapest: Hannes vann Bagi Mate

Hannes HlífarStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2526) tekur ţátt í First Saturday-móti sem hófst í dag í Búdapest. Hann vann ungverska alţjóđlega meistarann Bagi Mate (2326) í fyrstu umferđ. Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ danska alţjóđlega meistarann Rasmus Skytte (2431).

Hannes teflir í lokuđum 10 manna flokki ţar sem međalstigin eru 2410 skákstig. Hannes er nćststigahćstur keppenda.

 


Dagur vann í fyrstu umferđ í Arad

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2385) hóf í morgun taflmennsku í alţjóđlegu skákmóti í Arad í Rúmeníu. Í fyrst umferđ vann hann stigalágan heimamann (1819) međ laglegri hróksfórn.

Á morgun eru tefldar tvćr umferđir. Í fyrri teflir hann aftur viđ stigalágan heimamann (2004).

241 skákmađur frá 16 löndum tekur ţátt í mótinu. Ţar af eru 8 stórmeistarar og 19 alţjóđlegir meistarar. Dagur er nr. 21 í stigaröđ keppenda.


Guđmundur vann í fyrstu umferđ

Guđmundur Kjartansson í AndorraŢađ líđur ekki langur tími á milli móta hjá alţjóđlega meistaranum Guđmundi Kjartanssyni (2434). Hann lauk nýlega ţátttöku í Andorra en hóf í gćr ţátttöku á alţjóđlegu móti í Badalona á Spáni. Í fyrstu umferđ vann Spánverjann Miguel Diaz (2175) en í dag teflir hann viđ Skotann Adam Bremner (2228).

Alls taka 94 skákmenn frá 21 landi ţátt í efsta flokki. Međal keppenda eru sex stórmeistarar og 22 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 17 í stigaröđ keppenda.


Henrik vann í áttundu umferđ í Politiken Cup

Henrik Danielsen stórmeistari verđur međ á Afmćlismóti Jóhanns Hjartarsonar í Trékyllisvík.Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) vann Danann Kresten Schmidt (2272) í áttundu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag. Hilmir Freyr Heimisson (1690) heldur áfram ađ ná góđum úrslitum og gerđi nú jafntefli viđ Danann Thomas Tange Jepsen (2079). Henrik hefur 6 vinninga og er í 12.-24. sćti en Hilmir Freyr hefur 4,5 vinning.

Stórmeistararnir Ivan Cheparinov (2678), Búlgaríu, Parimarjan Negi (2634), Indlandi, og Sabino Brunello (2593) eru efstir međ 7 vinninga.

Í níundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ Danann Martin Haubro (2204) en Hilmir mćtir Norđmanninum Gunnari Stray (2056). 

Alls taka 309 skákmenn frá 26 löndum ţátt í mótinu. Ţar af er 21 stórmeistari og 11 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 17 í stigaröđ keppenda og Hilmir er nr. 247. Tefldar eru 10 umferđir.



Hilmir Freyr vann - Henrik tapađi fyrir Timman

Hilmir FreyrHilmir Freyr Heimisson (1690) heldur áfram góđri frammistöđu á Politiken Cup. Í dag, í sjöundu umferđ, vann hann Danann Dick Sörensen (2000) og hefur 4 vinninga ţrátt ađ hafa teflt mikiđ upp fyrir sig í hverri einustu umferđ. Henrik Danielsen (2510) tapađi hins vegar fyrir hollensku gođsögninni Jan Timman (2584) og hefur 5 vinninga.

Búlgarski stórmeistarinn Ivan Cheparinov (2678) er efstur međ 6,5 vinning.

Í áttundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ Danann Kresten Schmidt (2272) en Hilmir viđ Dana međ 2079 skákstig.

Alls taka 309 skákmenn frá 26 löndum ţátt í mótinu. Ţar af er 21 stórmeistari og 11 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 17 í stigaröđ keppenda og Hilmir er nr. 247. Tefldar eru 10 umferđir.



Hrađskákeppni taflfélaga: Gođ-Mátar mćta TR-ingum

Í dag var dregiđ í fyrstu umferđ (16 liđa úrslit) Hrađskákkeppni taflfélaga viđ fjölmenni í skrifstofu SÍ. Ađalviđureignin umferđarinnar verđur ađ teljast viđureign Gođans/Máta og Taflfélags Reykjavíkur. Ţađ er ekki eina fyrstu deildar viđureignin en Fjölnir og Skákfélag Akureyrar mćtast einnig.

Fimmtán liđ taka ţátt í keppninni. Núverandi hrađskákmeistarar taflfélaga, Víkingaklúbburinn, kemst beint í 2. umferđ (8 liđa úrslit). 

Fyrstu umferđ á samkvćmt reglum keppninnar ađ vera lokiđ eigi síđar en 20. ágúst

Röđun 1. umferđar (16 liđa úrslita) - heimaliđiđ nefnt fyrst

  • Taflfélag Garđabćjar - Taflfélag Bolungarvíkur
  • Briddsfjelagiđ - Skákfélag Reykjanesbćjar
  • Taflfélag Vestmannaeyja - Skákfélag Selfoss og nágrennis
  • Skákfélag Íslands - Taflfélag Akraness
  • Skákdeild Fjölnis - Skákfélag Akureyrar
  • Taflfélagiđ Hellir - Skákfélag Vinjar
  • Gođinn-Mátar - Taflfélag Reykjavíkur
  • Víkingaklúbburinn er kominn áfram

Ţađ er Taflfélagiđ Hellir sem stendur fyrir keppninni sem nú fer fram í nítjánda sinn.

Heimasíđa Hellis

 


Landsliđiđ fyrir EM verđur valiđ 1. september

Helgi Ólafsson, landsliđseinvaldur í opnum flokki, hefur ákveđiđ ađ fresta vali á landsliđi til 1. september en upphaflega stóđ til ađ velja liđiđ í dag, 1. ágúst. Ţessi ákvörđun er tekin í ljósi ţess ađ meirihluti landsliđsmanna teflir á alţjóđlegum mótum erlendis í ágúst-mánuđi.

Íslandsmeistarinn 2013, Hannes Hlífar Stefánsson, hefur ţegar tryggt sér sćti í landsliđinu en fjórir af hinum níu skipa hin sćtin.

Landsliđshópinn skipa:

  • AM Björn Ţorfinnsson (2403)
  • AM Bragi Ţorfinnsson (2493)
  • AM Dagur Arngrímsson (2385)
  • AM Guđmundur Kjartansson (2434)
  • SM Hannes Hlífar Stefánsson (2526)
  • SM Henrik Danielsen (2500)
  • SM Héđinn Steingrímsson (2549)
  • AM Hjörvar Steinn Grétarsson (2505)
  • SM Stefán Kristjánsson (2491)
  • SM Ţröstur Ţórhallsson (2449)

Henrik og Hilmir unnu í sjöttu umferđ - Henrik mćtir Timman á morgun

Hilmir Freyr kynnir SúkkulađimjólkStórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) og Hilmir Freyr Heimisson (1690) unnu báđir sínar skákir í sjöttu umferđ Politiken Cup sem fram fór í Helsingör í dag. Henrik vann Dinara Saduakassova (2340) frá Kasakstan en Hilmir Freyr vann andstćđing međ (1919) skákstig. Henrik hefur 5 vinninga og er í 4.-18. en Hilmir hefur 3 vinning en hefur teflt allt mótiđ töluvert upp fyrir sig.

Búlgarski stórmeistarinn Ivan Cheparinov (2678) er efstur međ fullt hús.

Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ hollensku gođsögnina Jan Timman (2584) en Hilmir viđ andstćđing međ 2000 skákstig. 

Alls taka 309 skákmenn frá 26 löndum ţátt í mótinu. Ţar af er 21 stórmeistari og 11 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 17 í stigaröđ keppenda og Hilmir er nr. 247. Tefldar eru 10 umferđir.



Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út, dagsett 1. ágúst. Jóhann Hjartarson (2583) er stigahćsti skákmađur landsins, Heimir Páll Ragnarsson (49) hćkkar mest frá júlí-listanum og Magnus Carlsen er stigahćsti skákmađur heims.

Topp 20

Jóhann Hjartarson (2583) er sem fyrr stigahćsti skákmađur landsins. Í nćstum sćtum eru Héđinn Steingrímsson (2549) og Helgi Ólafsson (2544).

 

No.NameTitaug13GmsCh.
1Hjartarson, JohannGM258300
2Steingrimsson, HedinnGM254910-8
3Olafsson, HelgiGM254400
4Petursson, MargeirGM253200
5Stefansson, HannesGM252694
6Gretarsson, Hjorvar SteinnIM250518-6
7Arnason, Jon LGM250200
8Danielsen, HenrikGM25009-10
9Thorfinnsson, BragiIM249300
10Kristjansson, StefanGM249100
11Thorsteins, KarlIM246300
12Gretarsson, Helgi AssGM246000
13Thorhallsson, ThrosturGM244900
14Gunnarsson, ArnarIM244100
15Kjartansson, GudmundurIM243419-10
16Gunnarsson, Jon ViktorIM240900
17Olafsson, FridrikGM240700
18Thorfinnsson, BjornIM240300
19Bjornsson, SigurbjornFM239500
20Ulfarsson, Magnus OrnFM238900


Heildarlistann má finna í PDF-viđhengi.


Nýliđar

Enginn nýliđi er á listanum ađ ţessu sinni.

Mestu hćkkanir

Heimir Páll Ragnarsson (49) hćkkar mest frá júlí-listanum. Í nćstum sćtum eru Mikael Jóhann Karlsson (39) og Jakob Sćvar Sigurđsson (38).

Keppendur frá Czech Open setja svip sitt á hćkkunarlistann en 6 af 8 af ţeim sem hćkka 20+ tóku ţar ţátt.

 

No.NameTitaug13GmsCh.
1Ragnarsson, Heimir Pall 1455949
2Karlsson, Mikael Johann 2068939
3Sigurdsson, Jakob Saevar 1805938
4Eiriksson, Sigurdur 1940931
5Hardarson, Jon Trausti 1930931
6Steinthorsson, Felix 1513825
7Sverrisson, Nokkvi 2064923
8Ragnarsson, Dagur 2040920


Stigahćstu ungmenni landsins (U20)

Hjörvar Steinn Grétarsson (2505) er langstigahćsta ungmenni landsins 20 ára og yngri. Í nćstum sćtum eru Mikael Jóhann Karlsson (2068) og Nökkvi Sverrisson (2064).

Ekki er gerđ úttekt á stigahćstum öđlingum (60+) og skákkonum nú vegna lítilla breytinga í ţeim hópum.

No.NameTitaug13GmsCh.B-day
1Gretarsson, Hjorvar SteinnIM250518-61993
2Karlsson, Mikael Johann 20689391995
3Sverrisson, Nokkvi 20649231994
4Ragnarsson, Dagur 20409201997
5Magnusson, Patrekur Maron 2020001993
6Johannesson, Oliver 20079-81998
7Johannsson, Orn Leo 1970001994
8Hardarson, Jon Trausti 19309311997
9Johannsdottir, Johanna Bjorg 1911001993
10Sigurdarson, Emil 1857001996

 
Reiknuđ innlend mót

Ekkert innlent mót var reiknađ til skákstiga ađ ţessu sinni.

Stigahćstu skákmenn heims

Magnus Carlsen (2862) er sem fyrr langstigahćsti skákmađur heims. Í nćstum sćtum eru Aronian (2813) og Caruana (2796).

RankNameTitleCountryRatingGamesB-Year
 1 Carlsen, Magnus g NOR 2862 0 1990
 2 Aronian, Levon g ARM 2813 0 1982
 3 Caruana, Fabiano g ITA 2796 0 1992
 4 Grischuk, Alexander g RUS 2785 11 1983
 5 Kramnik, Vladimir g RUS 2784 0 1975
 6 Mamedyarov, Shakhriyar g AZE 2775 11 1985
 7 Anand, Viswanathan g IND 2775 0 1969
 8 Karjakin, Sergey g RUS 2772 11 1990
 9 Nakamura, Hikaru g USA 2772 4 1987
 10 Topalov, Veselin g BUL 2769 11 1975


Stigalisti FIDE


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 8780572

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband