Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Áttunda og nćstsíđasta umferđ Stórmeistaramóts hefst kl. 15

Áttunda og nćstsíđata umferđ Stórmeistaramóts Taflfélags Reykjavíkur hefst kl. 15 í dag og eru skákir umferđarinnar sýndar beint. 

Í umferđ dagsins mćtast Fedorchuk - Oleksienko, Guđmundur -Sigurbjörn, Bragi - Henrik og Ziska - Bekker-Jensen.

Beinar útsendingar frá umferđ dagsins má nálgast hér.


Nýtt félag verđur til: GM-Hellir

hellir-s.jpgGođinn MátarÁ félagsfundum Taflfélagsins Hellis og Skákfélagsins Gođans-Máta í gćr var samţykkt ađ Gođinn-Mátar og Hellis sameinuđust í eitt félag Skákfélagiđ GM Hellir skv. samrunasamningi sem lagđur var fram á fundunum. Líflegar umrćđur voru á fundunum um samninginn og skákmálefni en fram kom vilji fundarmann ađ ná fram markmiđum međ sameiningunni.

Samkvćmt samningnum renna Hellir og Gođinn Mátar saman í nýtt félag sem mun fá heitiđ „Skákfélagiđ GM Hellir" sem stendur fyrir "Gođinn, Mátar og Hellir". Á nćsta ári yrđi tekin ákvörđun um endanlega nafngift félagsins.

Hiđ sameinađa félag verđur starfrćkt á tveimur svćđum, norđursvćđi og suđursvćđi. Á norđursvćđi verđa höfuđstöđvar GM Hellis í Ţingeyjarsýslu og ađal stafsvettvangur Ţingeyjarsýsla og nágrenni.  Á suđursvćđi verđa höfuđstöđvar félagsins í Reykjavík og ađal starfsvettvangur Reykjavík og nágrenni. Formađur GM Hellis verđur Hermann Ađalsteinsson og varaformađur Vigfús Vigfússon. Ađrir í starfsstjórn félagsins fram ađ ađalfundi 2014 verđa Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Jón Ţorvaldsson, Pálmi Ragnar Pétursson, Sigurbjörn Ásmundsson, Steinţór Baldursson og Magnús Teitsson

Međal helstu markmiđa međ samrunanum eru:

Öflugt skákfélag

Nýja félagiđ verđur eitt öflugasta skákfélag landsins ţar sem jafnframt verđur hlúđ ađ ólíkum ţörfum félagsmanna í skáklegu tilliti. Traustur bakgrunnur beggja félaga og augljós samlegđaráhrif, ásamt sterkum félagaskrám og góđum liđsanda, munu tryggja ađ ţetta nái fram ađ ganga. Jafnframt er vilji til ađ félagiđ leggi sitt af mörkum til nýsköpunar og framţróunar í íslenskum skákheimi.

Efling ungmennastarfs

Međ öflugu ungmennastarfi er lagđur grunnur ađ framtíđ félagsins. Gróskumikiđ ungmennastarf Hellis á suđursvćđi sem á sér sterkt bakland í Breiđholtinu og víđar leggst vel ađ ţessu markmiđi. Ungmennastarfiđ á norđursvćđi, sem ţegar er komiđ á góđan rekspöl, mun einnig styrkjast. Ađilar stefna ađ ţví ađ tryggja öflugt ungmennastarf á báđum starfssvćđum, m.a. međ samstarfi um kennslu og samnýtingu kennsluefnis en bćđi félögin búa yfir mjög fćrum kennurum á ţessu sviđi. Međ tengingu viđ öflugt starf á meistaraflokksstigi mun ungmennastarfiđ styrkjast enn frekar. Ađilar eru sammála um ađ stofna barna- og unglingaráđ sem fćr ţađ hlutverk ađ annast útfćrslu ţessara markmiđa.

Styrking afreks- og fullorđinsstarfs

Ađilar eru sammála um ađ auka enn frekar tćkifćri fullorđinna félagsmanna til skákiđkunar og ţátttöku í félagsstarfi. Hér gegnir lykilhlutverki sterkur grunnur GM varđandi utanumhald um skákiđkun á meistaraflokksstigi og ţátttöku ţeirra í mótum, ţ.m.t. Íslandsmóti skákfélaga. Ađilar eru sammála um ađ koma á laggirnar meistaraflokksráđi sem fćr ţađ hlutverk ađ annast útfćrslu ţessara markmiđa.

Efling mótahalds

Ađilar eru sammála um ađ styrkja enn frekar mótahald á báđum starfssvćđum nýja félagsins. Verđur ţar m.a. unniđ ađ ţví ađ standa fyrir alţjóđlegum mótum og fitja upp á fleiri nýjungum í mótahaldi, ásamt ţví ađ efla ţau mót sem ţegar eru á dagskrá, svo sem Framsýnarmótiđ, Gestamót GM, Meistaramót Hellis og Unglingameistaramót Hellis. Jafnframt stendur metnađur félagsins til ađ taka ţátt í Evrópumóti taflfélaga. Áhersla verđur lögđ á ađ auka ađgengi ungmenna félagsins ađ heppilegum kappskákmótum. Ađilar eru sammála um ađ stofna sérstaka mótanefnd sem fćr ţađ hlutverk ađ annast útfćrslu ţessara markmiđa.

Styrking félagstarfs

Ađilar eru sammála um ađ tryggja ađ félagsmönnum standi til bođa ađgengi ađ fjölbreyttum tćkifćrum til ađ iđka skák, frćđast um hana í gegnum öflugt félagsstarf og taka framförum. Einnig er afar mikilvćgt ađ eiga kost á ţví ađ njóta skemmtilegs samneytis í góđum hópi. Markmiđiđ er ađ međ ađild ađ félaginu upplifi félagsmenn sig njóta forréttinda međ ţátttöku í starfseminni. Ţannig verđur hagur félagsins til langframa best tryggđur.

Efling kvennastarfs

Sérstök áhersla verđur á ađ byggja upp kvennaskák hjá félaginu og styđja viđhana. Hér skiptir miklu máli ađ kvennaliđ Hellis er ţegar öflugt. Á ţessu má ţví byggja - ţví er ţađ markmiđ félagsins ađ lađa stúlkur, bćđi sunnan heiđa og norđan, til ţessarar skemmtilegu og ţroskandi hugaríţróttar. Ţađ er verđugt markmiđ ađ leiđrétta ţá slagsíđu á ţátttöku kynjanna í skák sem fyrir hendi er. Ađilar eru sammála um ađ stofna sérstakt kvennaskákráđ sem fćr ţađ hlutverk ađ annast útfćrslu ţessara markmiđa.

Međ ţessum samruna verđur til öflugt skákfélag sem mun vinna ađ enn frekari útbreiđslu skáklistarinnar. Áhersla verđur lögđ á markvisst barna- og unglingastarf á skemmtilegum nótum ásamt ţví ađ slá öflugum ramma um skákiđkun fullorđinna, jafnt afreks- sem áhugamanna. Félagiđ mun leggja sig fram um ađ lađa til leiks lítt virka skákunnendur af báđum kynjum og skapa ţeim ađstöđu til ađ njóta ţess ađ tefla saman í góđum hópi. Byggt verđur á sáttmála félaganna um gagnkvćma virđingu, góđan starfsanda og vilja til ađ ná árangri.


Atkvöld hjá GM Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur atkvöld mánudaginn  7. október 2013 og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. 

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna
möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Gagnaveitumótiđ: Skákir sjöundu umferđar

Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir sjöundu umferđar Gagnaveitumótsins - Haustmóts TR sem fram fór í gćr. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram miđvikudaginn 16. mars og hefst kl. 19:30


Einar Hjalti efstur á Gagnaveitumótinu

FIDE-meistarinn Einar Hjalti Jensson (2305) er efstur á Gagnaveitumótinu - Haustmóti TR, ađ lokinni sjöundu umferđ sem fram fór í kvöld. Einar gerđi jafntefli viđ Jón Viktor Gunnarsson (2409) sem er í 2.-3. sćti ásamt stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni (2491) sem átti einu vinningsskák dagsins ţegar hann vann Jóhann H. Ragnarsson (2037). Núna er 10 daga hlé a mótinu eđa til 16. október en eitthvađ er ţó um frestađar skákir sem tefldar verđa í millitíđinni.

B-flokkur:

Jón Trausti Harđarson (1930) er efstur međ 6,5 vinning, Ingi Tandri Traustason (1817) er annar međ 5,5 vinning og Ţórir Benediktsson (1942) er ţriđji međ 4,5 vinning.

C-flokkur:

Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1735) er efst međ 4,5 vinning, Valgarđ Ingibergsson (1892) og Sigurjón Haraldsson (1846) eru nćstir međ 4 vinninga.

Opinn flokkur:

Haukur Halldórsson (1689) er efstur međ 6 vinninga. Sóley Lind Pálsdóttir (1412) er önnur međ 5,5 vinning. Í 3.-5. sćti međ 4,5 vinning eru Hilmir Hrafnsson (1351), Ragnar Árnason (1537) og Guđmundur Agnar Bragason (1319).



Stórmeistaramót TR: Úkraínumenn í sérflokki

Yfirburđir úkraínsku ofurstórmeistaranna í Stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur eru algjörir.  Ţegar tvćr umferđir lifa af móti eru Sergey Fedorchuk (2656) og Mikhailo Oleksienko (2608) jafnir í efsta sćti međ 6,5 vinning, 2,5 hálfum vinningi meira en nćstu keppendur sem eru danski alţjóđlegi meistarinn Simon Bekker-Jensen (2420) og alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2434).

Ţađ er magnađ ađ fylgjast međ svo sterkum skákmönnum tefla og ţeir hafa margoft sýnt í mótinu hversvegna ţeir hafa á milli 2600 og 2700 Elo stig.  Heilt yfir hafa ţeir veriđ í litlum vandrćđum ţó ađ stöku sinnum hafi Íslendingarnir náđ ađ sitja í ţeim en hafa svo misst stöđurnar niđur, oftar en ekki í endatöflum.  Til fróđleiks má geta ţess ađ Oleksienko hafđi ţađ á orđi ađ íslensku skákmennirnir ţyrftu ađ stúdera endatöfl.  Gaman ađ ţessu og vissulega ađeins vel meint hjá ţeim úkraínska.

Áttunda umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 15.  Ţá mćtast m.a. Fedorchuk og Oleksienko og einhverjir myndu sjálfsagt ganga svo langt ađ spá stuttu jafntefli.  Á vef mótsins eru ítarlegri pistlar međ uppgjöri hverrar umferđar fyrir sig ţar sem Ingvar Ţór Jóhannesson fer hamförum í skemmtilegum og fróđlegum skrifum sínum.


EM ungmenna: Besta umferđ Íslendinga

Íslenski hópurinn á EM ungmenna

Vel hefur gengiđ í tveimur síđustu umferđum EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjallalandi. Í gćr náđust 4 vinningar af 8 í hús sem var besti árangurinn hingađ til. Ţađ ţýddi ađ Hjörvar Steinn Grétarsson, annar ţjálfari krakkana, fór í sund í öllum fötunum, en ţví hafđi hann lofađ ţegar 50% árangur kćmi í hús.

Í dag gekk enn betur ţegar 5 vinningar komu í hús. Bíđa nú menn spenntir eftir ađ Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands feti í fótspor Hjörvars.

Óskar Víkingur Davíđsson (U8), Hilmir Freyr Heimisson (U12), Jón Kristinn Ţorgeirsson (U14), Dawid Kolka (U14) unnu í dag en Felix Steinţórsson (U12) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (U16) gerđu jafntefli. Ađrir töpuđu.

Vignir Vatnar Stefánsson (U10) er efstur íslensku keppendanna međ 4,5 vinning. Óskar Víkingur, Hilmir Freyr og Jón Kristinn hafa 3,5 vinning.

Úrslit 7. umferđar:

NameFEDRtgResultNameFEDRtg
Davidsson Oskar VikingurISL13791 - 0Manzanov IgorRUS0
Stefansson Vignir VatnarISL17820 - 1Szczurek KrzysztofPOL1729
Nordquelle DanielNOR00 - 1Heimisson Hilmir FreyrISL1742
Poliakov ArtemRUS1709˝ - ˝Steinthorsson FelixISL1513
Thorgeirsson Jon KristinnISL18241 - 0Demidov JanFIN1921
Kolka DawidISL16661 - 0Ly DominikAUT1872
Karlsson Mikael JohannISL20680 - 1Kjoita HenningNOR2033
Magnusdottir Veronika SteinunISL1577˝ - ˝Kyrkjebo Hanna B.NOR1615

 
Stađa íslensku keppendanna:

SNoNameRtgIPts.Rk.Rprtg+/-Group
12Davidsson Oskar Vikingur13793.54500.00Open8
12Stefansson Vignir Vatnar17824.5261683-9.90Open10
72Heimisson Hilmir Freyr17423.5701673-7.20Open12
108Steinthorsson Felix15132.510715895.40Open12
88Thorgeirsson Jon Kristinn18243.562191612.15Open14
108Kolka Dawid16663.088185923.85Open14
57Karlsson Mikael Johann20682.0721977-15.15Open18
59Magnusdottir Veronika Steinun15771.5621482-13.50Girls16

 

Mikael Jóhann teflir í flokki 18 ára og yngri, Jón Kristinn og Dawid í flokki 14 ára og yngri, Hilmir Freyr og Felix í flokki 12 ára og yngri, Vignir Vatnar í flokki 10 ára og yngri, Óskar Víkingur í flokki 8 ára og yngri og Veronika Steinunn í flokki stúlkna 16 ára og yngri. Fararstjórar og ţjálfarar eru Helgi Ólafsson og Hjörvar Steinn Grétarsson.


Sigurđur A. efstur á Haustmóti SA - Arion bankamótinu

Sigurđur ArnarsonHaustmót SA-Arion bankamótiđ hófst sl. fimmtudagskvöld 3. október. Mótiđ var auglýst sem sjö umferđa mót međ fyrirvara um minniháttar breytingar ef ţurfa ţćtti ţegar fjöldi ţátttakenda lćgi fyrir.  Ţegar til kom mćttu níu keppendur til leiks; heldur fćrri en vćnta mátti. Kom reyndar í ljós ađ ýmsir sem höfđu áhuga voru forfallađir á síđustu stundu.  Í samráđi keppenda og mótsstjóra var nú ákveđiđ ađ breyta fyrirkomulagi mótsins nokkuđ. Ţá hafđi ţađ áhrif á fyrirfram ákveđna dagskrá ađ leikur Akureyrar og IBV í handbolta var átti ađ fara fram á laugardag og skv. reynslu er heldur hljóđbćrt í Íţróttahöllinni til ţess ađ hćgt sé ađ tefla ţar međan slíkur stórleikur fer fram. Ţví varđ úr ađ ţrjár fyrstu umferđirnar fóru fram á fimmtudagskvöldiđ og tvćr ţćr nćstu á föstudagskvöld. Ţannig voru fimm fyrstu umferđirnar tefldar međ atskáksniđi. Sjötta umferđin var svo háđ í dag, sunnudag og ţá međ umhugsunartímanum 60 mínútur á skák ađ viđbćttri hálfri mínútu fyrir hvern leik. Ţau tímamörk gilda líka fyrir ţrjár síđustu umferđirnar sem verđa tefldar 18. 19. og 20. október nk., ađ afloknu Íslandsmóti skákfélaga.  

Margt hefur gengiđ á á mótinu og nokkuđ um óvćnt úrslit. Ţar ber hćst ađ Akureyrarmeistaranum sjálfum , Haraldi Haraldssyni, voru mjög mislagđar hendur í atskákunum og tapađi ţremur fyrstu skákunum. Ţetta tćkifćri gripu ţeir Sigurđur og Smári og ţustu fram úr keppinautum sínum, eins og sjá má af stöđunni eftir sex umferđir:  

Sigurđur Arnarson          5 (af 5)

Smári Ólafsson              4,5 (af 5)

Símon Ţórhallsson         4 (af 6)

Hjörleifur Halldórsson    2,5 (af 5)

Rúnar Ísleifsson            2,5 (af 5)

Sveinbjörn Sigurđsson   2 (af 6)

Haraldur Haraldsson     1,5 (af 5)

Karl Steingrímsson        1,5 (af 5)

Logi Rúnar Jónsson       0,5 (af 6)

Nánar má frćđast um einstök úrslit á Chess-results.          



Skákţáttur Morgunblađsins: Stúlkurnar setja svip á Gagnaveitumót TR

Hrund og DonikaJón Viktor Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson eru efstir ţegar tefldar hafa veriđ fjórar umferđir á Haustmóti TR - Gagnaveitumótinu sem nú stendur yfir. Ţeir Jón Viktor og Einar Hjalti hafa unniđ allar skákir sínar en mega búast viđ harđri samkeppni frá Stefáni Kristjánssyni sem er međ 3 ˝ vinning. Ólokiđ er innbyrđis viđureign ţessara efstu manna.

Gagnaveitumótiđ er undanfari alţjóđlegs móts TR sem hefst 1. október nk. og lýkur skömmu fyrir Íslandsmót taflfélaga. Ţar munu tíu skákmenn tefla allir viđ alla. Hinn nýi formađur TR, Björn Jónsson, hefur ásamt stjórn félagsins skipulagt ýmsa hliđarviđburđi í tengslum viđ ţađ mót sem hefur á ađ skipa Úkraínumönnunum Sergei Fedorsjúk og Mikhaylo Oleksienko sem einnig munu tefla fyrir TR á Íslandsmóti skákfélaga.

Haustmót TR fer ađ ţessu sinni fram í ţrem tíu keppenda riđlum og opnum flokki. Keppni B-riđils er athyglisverđ en ţar tefla m.a. ţrjár landsliđskonur, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir. Hallgerđur Helga er sem stendur í efsta sćti međ 3 ˝ vinning.

Og fleiri af okkar fremstu skákkonum setja sterkan svip á haustmótiđ. Elsa María Kristínardóttir leiđir í C-riđli ásamt Kristófer Ómarssyni, bćđi međ 3 vinninga. Hin margreynda Sigurlaug Friđţjófsdóttir, sem varđ Norđurlandameistari áriđ 1981, lét í vor af formennsku í TR eftir farsćlan feril, hefur auk félagsmálavafsturs veriđ dugleg viđ ađ tefla á innlendum mótum. Í viđureign hennar viđ hina 17 ára gömlu Hrund Hauksdóttur varđ hún ađ láta í minni pokann eftir kraftmikla taflmennsku Hrundar sem sparađi ekki púđriđ undir lokin skákarinnar:

Sigurlaug Friđţjófsdóttir - Hrund Hauksdóttir

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7

Ţessi leikur sést alltaf annađ veifiđ. Bent Larsen beitti honum stundum og í seinni tíđ Ivan Sokolov.

4. O-O g6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Bg7 7. Rxc6 Rxc6 8. Bxc6 bxc6 9. Dd3 O-O 10. Rc3 a5 11. He1 Ba6 12. Df3 Hb8 13. Hb1 d6 14. Bd2 Dd7 15. b3 c5 16. Ra4 f5!

Eftir fullrólega taflmennsku hvíts hrifsar svartur til sín frumkvćđiđ. Biskuparnir njóta sín vel í opnum stöđum.

17. exf5 Hxf5 18. Dh3 Df7 19. Be3 Be5 20. Dg4 Hb4 21. Dd1?

Sigurlaugu gast ekki ađ 21. c4 Bxc4 og svartur vinnur peđ. Ţetta var samt besta leiđin ţar sem hrókurinn kemst nú yfir á h5.

21. ... Hh4 22. h3 Bb7 23. Rxc5 Bc6 24. Rd3 Bc3 25. Hf1 Hf3!

g2rrbitm.jpgLamar kóngsstöđu hvíts og heldur vakandi hótunum á borđ viđ 26. .... Df5 og í sumum tilvikum hróksfórn á h3.

26. Kh2

Ţessi leikur bćtir ekki úr skák en ţađ var enga vörn a finna.

26. ...Hfxh3+! 27. gxh3 Bf3 28. Dc1 Hxh3+! 29. Kxh3 Df5 30. Kg3 Dg4+

- og hvítur gafst upp. Ţađ er mát í nćsta leik.

Hou Yifan heimsmeistari kvenna í annađ sinn

Kínverska stúlkan Hou Yifan sem tefldi á alţjóđlega Reykjavíkurskákmótinu í fyrra er nú 19 ára gömul og hefur ekkert slakađ á. Í fyrra missti hún óvćnt heimsmeistaratitilinn í hendur úkraínsku skákkonunnar Önnu Usheninu. Í flóknu ferli vann Hou Yifan aftur áskorunarréttinn og HM-einvígi hennar viđ Önnu Usheninu fór fram á dögunum í Jiangsu í Kína. Hou Yifan hafđi yfirburđi á öllum sviđum skákarinnar og vann 5 ˝ : 1 ˝ og er ţví nýkrýndur heimsmeistari kvenna.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. september 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Sjöunda umferđ Stórmeistaramóts TR hefst kl. 14

Sjöund umferđ Stórmeistaramóts Taflfélags Reykjavíkur hefst kl. 14 í dag og eru skákir umferđarinnar sýndar beint. 

Í umferđ dagsins mćtast Sigurbjörn - Fedorchuk, Olekseinko - Ziska, Guđmundur-Bragi, Bekker-Jensen - Ţorvarđur. Henrik situr yfir.

Beinar útsendingar frá umferđ dagsins má nálgast hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 8780633

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband